Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 32
»32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. MARZ1986 'y Tókst að framlengja líftíma íslenska ullarfatnaðarins er dýr. Stöðnunin nú stafar meðal annars af því að þessi markaður erorðinn mettaður", sagði Pétur. Um þriðja þáttinn í útflutningi Alafoss, Rússlandsmarkaðinn, sagði Pétun „Þau mál eru nú öll í lausu lofti. Komnir eru þrír mánuðir fram yfir venjulegan samningstíma og ekkert vitað hvað verður. Kosturinn við fram- leiðslu á Rússland er sá að samið hefur verið um mikið magn fram í tímann. Verðið hefur verið lágt en það hefur verið hægt að bæta upp með kostum flöldaframleiðsl- unnar. Þessi dráttur á samningum gerir það að verkum að það kemur hlé í framleiðsluna og við verðum að byija alveg upp á nýtt, það er að segja ef af samningum verður á annað borð. Við höfum reynt að nota þá tíma sem minna er að gera í þessa framleiðslu og áhugi okkar á þessum viðskiptum minnkar eftir því sem á árið líður." Lítið svigrúm til vöruþróunar Pétur sagði að 60% af tekjum Alafoss væru í dollurum og hefði gjaldeyrisþróunin því gert fyrir- tækinu lífíð leitt. Engin verð- breyting hefði orðið á dollamum á sama tima og kostnaður innan- lands hækkaði um 30%. Þetta væri mikiu meiri tekjuskerðing en hægt væri að brúa með hagræð- ingu og kostnaðamiðurskurði, sem þó hefði verið unnið að. Þessu til viðbótar kæmu svo háir vextir á alþjóðamarkaði. Þeir hefðu að vísu farið lækkandi en væm enn háir á íslandi. Fyrirtækið hefði því verið rekið með verulegum halla á siðasta ári. „Þessi staða gefur okkur afskaplega lítið svig- rúm til að leggja aukna áherslu á vömþróun og markaðsmál, sem þó er okkar leið út úr vandanum", sagði Pétur. Fyrirtækið Álafoss hefur verið byggt upp að nýju á undanfömum 15 ámm. Sagði Pétur að það hefði verið í ófullnægjandi húsakosti og með úreltar vélar. Þetta hefði íyrirtækið gert algerlega sjálft og án nokkurs viðbótarhlutaflár frá Framkvæmdasjóði, sem á mest allt hlutaféð. Þetta hefði verið gert með lánum úr sjóðum iðnað- arins og með eigin fé. Þessi upp- bygging hefði gert það að verkum að aldrei hefði náðst að byggja upp rekstrarfé fyrirtækisins og mætti það því ekki við bakslögum sem þeim sem nú hefðu komið. „Allir peningamir hafa farið í uppbygginguna og verksmiðjan er orðin mjög þróuð. En það verð- ur að hafa í huga að ef við hefðum ekki gert þetta væri ullariðnaður- inn ekki það sem hann er í dag“, sagði Pétur Eiríksson forstjóri Álafoss. - HBj. Morgunblaðia/Ámi Sæberg Pétur Eiríksson forstjóri Álafoss: dugi ekki lengur og við verðum að huga að breytingum á fatnað- inum sjálfum. Islenski ullarfatn- aðurinn er of þungur miðað við tískuna í dag, sérstaklega peys- umar“, sagði Pétur. Nefndi hann hinar hefðbundnu handpijónuðu iopapeysur sem dæmi. Þær gætu engan veginn talist „léttar, mjúk- ar og glansandi", eins og nú væri í tísku og hefði salan hrapað úr 80 þúsund stykkjum, þegar mest var, niður í kannski 5 þúsund stykki í ár. „Það segir líka ákveðna sögu að öll samkeppnin og eftirlíkingamar sem vom áber- andi fyrir fimm árum er ekki lengur til staðar“, sagði Pétur. Hann sagði að á árinu 1981 hefðu verið fluttar út 210 þúsund flíkur og innan við 160 þúsund flíkur á síðasta ári. „Mér virðist að við náum einhverri aukningu í ár vegna þess að við höfum náð góðum árangri í hönnuninni. Ég tel þó ekki að það sé varanlegur — Nú er hins vegar komið að breytingum á fatnaðinum — „Létt, mjúkt og glansandi“ kemur í stað íslensku ullarinnar árinu gerði það að verkum að veltuaukning Álafoss á milli áranna 1984 og 1985 varð tals- vert minni en verðbólgan. Handprjónabandið orðið hátískuvara Meira um handpijónabandið: Pétur sagði að þeir hefðu vitað um tískubreytingamar og séð þetta söluhrap fyrir. Gerðar hefðu verið margar tilraunir til að þróa nýjar bandtegundir í stað þeirra eldri, en það hefði ekki tekist nógu fljótt. Tækjakostur hefði staðið þessu starfí að sumu leyti fyrir þrifum, en úr því væri nú búið að bæta. Staðan væri svipuð fyrri hluta yfirstandandi árs, en nú væri búið að þróa tvær band- tegundir sem virtust ætla að slá í gegn. Vonaðist hann til að þær yrðu uppistaðan í sölunni í haust og þar með hæfíst ný sókn á þessum markaði. „Handpijónamarkaðurinn hef- ur byggst mest upp á fullorðnu fólki og hafa litlar breytingar orðið í sölunni frá ári til árs, þar til nú. Markaðurinn hefur breyst og byggist nú á ungu fólki sem fylgir öllum sveiflum tískunnar út í ystu æsar. Handpijónabandið er því orðið hátískuvara," sagði Pét- ur. Hann sagði að í tísku nú væri „létt, mjúkt og glansandi". Nýju bandtegundimar sem hann nefndi falla að þessu en þær eru annars vegar ullarband með blöndu af mohair-geitahári og hins vegar blanda af ull og angórahári. ís- lenska ullin passar ekki í þessar blöndur og er hráefnið því allt innflutt, utan angórahársins sem er af íslenskum ullarkanínum. 400 tonn af teppabandi Pétur sagði að til að brúa bilið hefði Álafoss lagt mikla áherslu á að framleiða teppaband. Byijað hefði verið á að vinna að því máli af krafti fyrir tveimur árum og væri starfíð farið að skila veruleg- um árangri. Bjóst hann við að hægt yrði að selja 400 tonn af teppabandi, mest til Bretlands, í ár. Framleiðsla teppabandsins hefur þann kost að í það er hægt að nýta lélegustu ullartegundim- ar. Hins vegar er þetta miklu ódýrari vara og minna upp úr hveiju kílói að hafa en í hand- pijónabandinu. Þó skilaði fram- íeiðslan einhveiju upp í fasta- kostnað og héldi vélunum gang- andi á meðan nýjar tegundir af handpijónabandi væru þróaðar. Líftími íslenska ullarfatnaðarin s framlengdur Mjög mikil þróun hefur orðið í fataframleiðslu úr ull. Fatnaður- inn hefur breyst úr því að vera hefðbundinn íslenskur yfír í há- tískuvöru. Sagði Pétur að Álafoss hefði byijað að fylgja tískunni eftir í hönnun og með nýjum litum fyrir fjórum árum. „Eg held að það hafí tvímælalaust framlengt líflíma íslenska ullarfatnaðarins. Hins vegar er nú útlit fyrir að það bati og að við verðum að breyta fatnaðinum, létta hann og gera notagildi hans fjölbreyttara. í því skyni höfum við verið að þróa nýtt vélpijónaband og breyta pijóninu. Þetta er enn á tilrauna- stigi en kemur ömggiega að ein- hveiju leyti inn í söluna á árinu 1987. Hversu mikið er ekki enn vitað. Erum á lúxus- markaðnum Ullarfatnaðurinn er í sam- keppni vjð dýran fatnað úr öðrum efnum. í jökkum og yfirhöfnum er meðal annars keppt við leður- jakka og jafnvel ódýrari gerðir pelsa, og í peysunum er keppt við dýrari peysumar á markaðnum, svokallaðar merkjavömr (peysur þekktra hönnuða). Við emm á lúxusmarkaðnum og höfum aldrei höfðað til hins almenna neytenda- markaðar vegna þess hvað varan Unnið við framleiðslu teppabands. í FYRRA varð mikill samdrátt- ur I sölu handpijónabands frá landinu, og er það áframhald á þróun undanfarinna fjögurra ára. Árið 1981 varð útflutning- ur handpijónabands mestur, 890 tonn, en fór niður í 350 tonn á síðasta ári og hefur þvl dregist saman um rúm 60%. Þetta er dæmi um tískubreyt- ingar á ullarvörumarkaðnum. íslensku lopapeysumar eru annað táknrænt dæmi um þess- ar breytingar. Álafoss áætlar að útflutningur þeirra í ár verði aðeins um tíundi hluti þess sem varð þegar mest var. Þetta kom fram í samtali við Pétur Eiríksson forstjóra Álafoss hf. í framhaldi af fréttum um vanda ullariðnaðarins. Pétur sagði að útflutningur Álafoss væri eink- um þríþættur fatnaður, hand- pijónaband í neytendaumbúðum og treflar og fleira til Sovétríkj- anna. Hann sagði að á síðasta ári hefði orðið nokkur samdráttur í sölu fatnaðar og Rússlandsvið- skiptin eðlileg, en mjög mikill samdráttur í handpijónabandinu eins og fram kemur hér að fram- an. Hrapið í sölu á handpijóna- bandinu og lækkun dollarans á Pétur Eiríksson forstjóri Álafoss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.