Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ1913 61.tbl. 72,árg. LAUGARDAGUR15. MARZ1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Filippseyjar: Barizt við skæruliða Manila, 14. mars. AP. SVEITIK stjórnarhermanna og skæruliða börðust í tveimur þorpum á suðurhluta Filippseyja f guer og féllu fjórir frá hvorum tveggja, auk þess sem herforingi og fleira fólk særðist, að sögn opinberu fr éttastofunnar á Filippseyjum. Að sögn fréttastofunnar sátu vel vopnaðir skæruliðar fyrir herflokki í Midoro-héraði rúmlega 260 kíló- metra suður af Manila. Áður hafði fréttastofan skýrt frá því, að fimm hermenn hefðu særst er bifreið þeirra ók yfir jarðsprengju. Corazon Aquino, hinn nýi forseti landsins, hefur lagt sig fram við að sannfæra skæruliða um, að nú sé lag til að knýja fram félagslegar umbætur í landinu og lagt hart að þeim að leggja niður vopn. New York: Olíuverðið lækkar á ný New York, 14. mars. AP. OIIUVERÐ lækkaði aftur í New York í gær, þegar líða tók á daginn, en það hafði hækkað lítillega dagana á undan. „Verð hefur ekki hækkað þijá daga í röð, frá því að verðfallið hófst i nóvember," sagði Peter Beutel, sérfræðing- ur í orkumálum, við Rudolf Wolff-stofnunina í New York. Eins dollara lækkun varð á hráolíu, sem afhenda á í apríl- mánuði, og kostar hún nú 12,65 dollara tunnan. Olfa til húshitunar, til afhendingar í apríl, lækkaði um 3—4 sent og kostar r.ú 45,9 sor.t gallcnið. VERKFALLIFINNLANDI AP/Stmamynd Nær 250.000 fínnskir launþegar í iðnaði, flutningum og raforkuframleiðslu eiga nú i verkfalli. Mynd þessi var tekin af útifundi verk- fallsmanna í Helsinki i gær. Halda þeir á loft borða, þar sem krafizt er 35 klukkustunda vinnuviku, en það er ein aðalkrafa þeirra i verkfallinu. Frakkland: Mikíl eftirvænting- fyrir kosningarnar á sunnudag París, 14. marz. AP. MIKIL eftirvænting ríkir nú jafnt í París sem annars staðar i Frakklandi vegna þingkosninga þeirra, sem fram eiga að fara á sunnudag. Hægri menn halda þvi fram, að Francois Mitterrand forseti verði jafnvel að segja af sér. biði iafnaðarmenn mikinn Efnahagsráðstafanir í Noregi. Nýjar álögnr og út- gjöld skorin niður Ósló, 14. mara. AP. NORSKA ríkisstjórnin greindi i dag, föstudag, frá nýjum aðgerð- um í efnahagsmálum. Felast þær i þvi annars vegar að auka tekjur rikisins um einn milljarð n.kr. og hins vegar að lækka útgjöldin um sömu upphæð. Það, sem knýr á um þessar aðgerðir, er olíuverðs- lækkunin að undanförnu en vegna hennar hafa tekjur norska rflds- ins minnkað mikið. Tillögur ríkisstjómarinnar um auknar tekjur eru helstar þær, að bensínlítirinn hækki um 35 aura norska, að hlutur rikisins af sölu áfengis hækki um 3% og að breytt verði afskriftarreglum fyrir versl- unarhúsnæði og flugvélar. Hvað niðurskurðinn varðar er um að ræða, að niðurgreiðslur á matvörum og mannflutningum verða minnk- aðar og herútgjöldin lækkuð um 200 millj. norskar. Þessi niður- skurður nemur þó ekki nema hálf- um milljarði kr. og verður síðar ákveðið hvar hinn helmingurinn Rolf Presthus verðurtekinn. Tekjur Norðmanna af olíunni hafa minnkað svo mjög, að verg þjóðarframleiðsla verður líklega 15—20 milljörðum n.kr. minni en spáð hafði verið. Þess vegna er talið víst, að á hausti komanda verði að koma til nýjar aðgerðir í efnhags- málunum. Verkamannaflokkurinn, sem er f stjómarandstöðu, mun lík- lega styðja tekjuaukningartillögur stjómarinnar en meiri óvissa er um afstöðu hans til niðurskurðarins. ósigur, en jafnaðarmenn hafa vísað slikum getgátum algerlega ábug. Skoðanakannanir benda til þess, að hægri flokkarnir hafi mikið forskot fram yfir vinstri flok- kanna. Skoðanakannanir hafa hins yegar einnig ieitt í 'gós, að persónulegar vinsældir forsetans hafa farið vaxandi að undan- förnu og að meirihluti Frakka viþ'i, að hann verði áfram forseti landsins, hver sem úrslit þing- kosninganna verða. Blaðið Le Monde kvaðst nú í vikunni hafa það eftir nánum aðstoðar- mönnum forsetans, að hann hefði alls ekki útilokað það að segja af sér, bíði flokkur hans afhroð í kosn- ingunum. Forsetinn muni líta á slíkt sem mikið vantraust á sig og stefnu stjómar sinnar og kjósi heldur að láta af embætti en verða háður hægri flokkunum. Ljóst er, að Mitterand og stuðn- ingsmenn hans leggja nú á það áherzlu síðustu daga fyrir kosning- amar að sannfæra Frakka um það, að stjómarsamvinna forsetans og hægri flokkanna sé útilokuð þau tvö ár, sem eftir em af embættistíð hans. Er þetta gert til þess að skapa óöryggi á meðal kjósenda, sem telji þá þann kost vænstafi að tryggja forsetanum þann stuðning á þjóð- þinginu, sem þurfi til þess að koma í veg fyrir stjómmálaglundroða í landinu. Útför Olofs Palme gerð í dag: Geysilegar ör- yggisráðstafanir Stokkhólmi, 14. marz. AP. MÖRG hundruð háttsettra stjórnmálaiwanna og embættismanna frá meira en 100 löndum hvaðanæva í heiminum tóku i dag að streyma til Stokkhólms til þess að vera þar viðstaddir útför Olofs Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, en hún á að fara fram á morgun, laugar- dag. Hafa geysilegar varúðarráðstafanir verið gerðar tíl þess að gæta öryggis þeirra og er viðbúnaður sænsku lögreglunnar gífurleg- ur. Talið er víst, að þeir Nikolai I. Ryzhkov, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, og George Shultz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, muni eiga viðræður í Stokkhólmi, en þeir verða báðir við útför Palme. Verða það fyrstu viðræður jafti háttsettra ráðamanna risaveldanna síðan fundur þeirra Reagans og Gorbac- hevs fór fram í Genf í nóvember sl. Hans Holmer, lögreglustjóri í Stokkhólmi, sagði I dag, að engin tengsl hefðu enn fundizt milli manns þess, sem handtekinn hefði verið, og morðsins á Palme. Spáði Holmer því, að fleiri menn jrrðu handteknir og sagði: „Við leitum nú sem ákafast að morðingjanum.“ Lögreglan hefði ekki enn „full- komna ástæðu" til þess að höfða refsimál á hendur manninum, en samkvæmt sænskum lögum má halda honum f gæzluvarðhaldi fram á mánudag án frekari aðgerða. „Ég get ekki gefíð frekari upplýs- ingar um manninn," sagði Holmer. Hann bætti því við, að engar frekari handtökur hefðu átt sér stað, en sagði síðan: „En ég er viss um, að hann er ekki sá síðasti sem við handtökum." Er hann var spurður að þvf, hvort hann hefði einhverja sérstaka menn grunaða, þá sagði hann: „Já, það eru nokkrir menn, sem við erum að leita að.“ Sjá: Peres setur öryggisgæzl- una úr skorðum á bls. 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.