Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR15. MARZ1986 fclk f fréttum Roger Moore er fluttur til Sviss HNETUBARINN: Þar fást ótal tegnndir af hnetum og meðal annars þær dýrustu í heimi Oðru hvoru spretta upp nýjar verslanir og á ferð niður Laugaveginn fyrir skömmu rakst umsjónarmaður „Fólks í fréttum" á búð með nýstárlegu sniðu. Þessi verslun ber nafnið Hnetubarinn. Þama er á ferðinni nýjung fyrir landann, þó eflaust hafl íslenskir ferðamenn rekist á slíkt í útlandinu. Einn eigandi Hnetubarsins orðaði það svo: „Ég er töluvert á ferðinni og rakst á þetta í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum. Hugmyndin varð eiginlega til þar, ég smakkaði sæl- gætið og hef síðan ávallt kippt með mér heim poka af því, þegar ég hef verið erlendis. Smám saman fór ég að athuga möguleikann á því hvort ég gæti ekki orðið mér úti um umboð fyrir þetta góðgæti og leyft löndum mín- um að kynnast þessu af eigin raun.“ Hnetubarinn selur að sjálfsögðu hentur af öllum hugsanlegum gerð- um og þar á meðal hefur verslunin til sölu dýrustu hnetur í heimi, sem eru ættaðar frá Hawaii. Þá eru á boðstólum saltaðar og ristaðar hnetur og hnetur sem er ýmist er velt upp úr jógúrt, hunangi eða þá súkkulaðihjúpaðar. Það eru þó ekki einungis hnetur sem fást í búðinni, heldur er hægt að kaupa ávexti sem annaðhvort eru súkkul- aði- eða jógúrthjúpaðir, rúsínur og ekki má gleyma því að minnast á japanskt ævafornt sælgæti, sem er talið hagstætt fyrir þá sem eru að spá í línumar. Góðgætið heitir hrís- flögur og er búið til úr hrísgijónum sem eru meðhöndluð á marga vegu og krydduð ýmist með þangi, sesam- fræjum, sjávarsalti eða öðru slíku. Það er ótal margt fleira sem vegfarendum stendur til boða og verslunarhættir eru sérkennilegir. Morgvinblaðið/Emilía Hnetubarinn við Laugaveg 33 en eigendur verslunarinnar eru Kristján Baldvinsson, Halldóra Kristbergsdóttir, Linda Haraldsdóttir og Viktor Urbancic. Viðskiptavinimir ganga um með poka, taka sér litla skóflu í hönd og moka í pokann sinn því sem hugur- inn girnist. Að lokum er „gotteríið" viktað og að sjálfsögðu greitt. „Þetta hefur gengið með eindæm- um vel og fólk tekið þessari til- breytni með glöðu geði,“ sagði við- mælandi Fólksins. „Upphaflega kynntum við þetta á heimilissýningunni „Heimilið 85“ og þá fengum við það mikinn meðbyr að við ákváðum að láta til skara skríða um leið og viðeigandi húsnæði fengist. Þetta er ekki bara keypt sem sælgæti heldur hefur fólk verið að kaupa þetta til að hafa út á súrmjólk- ina sína á morgnana, í kökubakstur- inn, á eftirréttinn og svo framvegis," sagði hann að lokum. Roger Moore og Luisa konan hans eiga veglegt hús í Sviss, nánar tiltekið þar sem ríka fólkið fer í vetrarleyfi sín, í Gsta- ad. Þau hjónin kynntust annars fyrir rúmlega 25 árum og hafa haldið saman í gegnum súrt og sætt. Fjölskyldan hyggst nú búa alfarið í Sviss og þá aðal- lega vegna skattanna og ætla að eyða mestum tíma sínum í Gstaad. bömin þeirra þijú ganga þar í skóla og Geoffrey sem er tvítugur hefur tekið þá ákvörðun að leggja leiklist- ina fyrir sig. Fjölskyldan elskar snjó og skíði og núna á milli jóla og páska hyggst hún eyða tímanum í að hitta vini, skíða ogtaka lífinu með ró. „Þetta er okkur fjöl- skyldunni heilagur tími. Að vísu þurfa bömin mín að sinna sínu skólanámi," segir Roger en þar fyrir utan emm við í fríi ég ekki að leika og við öll heimavið. Þetta er okkar unaðstími og við elskum að vera til. Liv og Don Allt leikur í lyndi hjá Liv Ullman og fjölskyldu Nýlega vom lesendur þessarar síðu upplýstir um að Liv Ullman væri í Noregi að leika hjá „Det Norske Theater". Liv gifti sig á síðasta ári og þegar norskur blaðamaður hitti hana að máli fyrir nokkm sagði leikkonan. „Mér líður afskaplega vel. Við Don emm hamingjusöm. Hann á tvö I Gstaad nar Roger Moore och hans Luisa en magnlfik vii- la och de ár ocksá skrivna i Schweiz av skatteskái.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.