Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. MARZ 1986 Með foreldrum sínum hjá Arthur Rubinstein tveimur mánuðum fyrir andlát hins aldna snillings. unar þegar þú ert ekki að læra eða spila á píanó?“ „Sjmdi. Það finnst mér frábært. Maður verður að hreyfa sig, skil- urðu.“ Hann klappar á magann á sér. „Ég þarf að passa upp á holda- farið. Eg held ég hafi tilhneigingu til að fitna og mig langar ekki til þess að verða feitur ka.ll. En það er ekki bara af því sem ég fer sund. Líkamleg hreyfíng er nauðsynleg ef maður ætlar að ná árangri á einhverju sviði. Heilbrigð sál í hraustum líkama, skilurðu," segir hann og hlær enda uppalinn í grennd við Spörtu. „Svo fer ég líka stundum á diskótek." „Hlustarðu á popp?“ „Já, stundum, en ég hef bara svo lítinn tíma til þess því að ég er eiginlega alltaf að spila á píanóið eða hlusta á sígilda tónlist af plöt- um.“ „Hvaða tónlist hefurðu mestar mætur á?“ „Rómantískri. Nítjándu aldar." „Hvaða tónsmið hefurðu mest dálæti á?“ „Liszt. Ég held að hann hljóti að hafa verið mesti píanósnillingur sem uppi hefur verið. Á ég að segja þér, ég held að djöfullinn hafi verið í honum," hvíslar hann og heldur víst að hann gangi fram af viðmæl- andanum sem lætur sér hvergi bregða. „En hann var engill líka,“ bætir hann svo við og okkur kemur saman um að Liszt hafí verið svo stór að hann hafi hæglega rúmað þessar andstæður. En Dmitris vefst tunga um tönn þegar hann er spurð- ur hvort ekki geti verið að flest í heiminum og þar með talið mann- fólkið sé sambland af góðu og illu og spumingin sé fyrst og fremst sú hvort verði ofan á. ,,Ég veit það ekki,“ segir hann. „Ég hef ekki hugsað um það.“ Við förum að tala um hljómleika- hald víðsvegar um heiminn. Hann hefur leikið með helztu hljómsveit- um og mörgum hljómsveitarstjórum sem eru stórstjömur. „Það er svo stórkostlegt að fá að kynnast þessu fólki og vinna með því. Ég læri svo mikið af því. Það er erfitt að koma fram á sviðið og verða að standa sig en það er æðisleg tilfínning þegar maður skynjar að það er í lagi. Tónleikaferðimar eru mjög mikilvægur þáttur í þeim þroska sem ég þarf að taka út sem tónlist- armaður, þótt ekki væri nema af þeirri ástæðu að í Grikklandi er ekkert tónlistarhús sem hægt er að kalla því nafni. Maður verður bara að spila í kvikmyndahúsum þar. Það er ekki í önnur hús að venda og það er eiginlega alveg ófært," segir hann og lætur í ljós 27 undmn þegar hannheyrir að þannig sé nú ástandið á íslandi líka þótt að vísu standi það til bóta. En hvað er það sem Dmitris getur og aðrir músíkalskir ungl- ingar geta ekki? „Það er nú margt og mikið," segir hann blátt áfram. „Ég hef nánast óbrigðult minni og ég er skotfljótur að lesa nótur og læra utanað. Og svo er ég með alveg ofsalega liðuga putta," segir hann og sveigir hvem fingurinn af öðram svo langt langt aftur að þeir mynda 45 gráðu hom við handarbakið og glottir þegar hann sér að þessar kúnstir hafa tilætluð áhrif. „En áheyrendurnir, hvaða máli skipta þeir fyrir þig? „Miklu. Mjög miklu. Þeir gefa mér svo ótrúlega mikið og ég vildi að ég gæti komið því til skila hvað þeir hafa mikið að segja fyrir mig. Ég finn mikið fyrir þessu samspili sem er á milli mín og fólksins í salnum. Ég nærist á því á meðan ég er á sviðinu og líka þegar ég er að undirbúa tónleika. Og þá hugsa ég. Fólkið gefur mér svo mikið. Eg verð að gefa því enn meira.“ Það er alvara og einbeitni í þess- um orðum en svo slær hann óðara á aðra strengi um leið og hann snarast í leðurjakkann og stekkur á strigaskónum á undan móður sinni og Karolos til að athuga hvort bíllinn sé kominn sem á að flytja þau í gistihúsið eftir langan og strangan dag. enndu við í reynsluakstur og þú sannfœrist um að COROLLA DX SPECIAL SERIES er hverrar krónu virði. COROLLA er hönnuð til að vera fremst meðai jafningja og gœðaflokki ofar en verðið segir til um. Hún er framhjóladrifin, með fyrsta flokks fjöðrunar- og stýrisbúnaði. Léttbyggð 12 ventla vélin er í senn kraftmikil og sparneytin. Farþega- og farangursrýmið stenst allan samanburð ó nýtingu, þœg- indum og hagkvœmni. COROLLA DX SPECIAL SERIES er sérbúinn bíll, þar sem saman fara aukin þœgindi og útlit sem vekur athygli. TOYOTA^,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.