Morgunblaðið - 06.04.1986, Síða 7

Morgunblaðið - 06.04.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 B 7 „Ég talaði bara við þá um tæknileg atriði, fékk þá til að segja frá þessari dauðamaskínu" Sjá: Kvikmyndir VAIMGAVELTUR Forréttindin sífellt meira feimnismál Y I firleitt fer ekki miklum sögum af ágreiningi meðal sovéskra ráða- manna en um tvö mikilvæg málefni hafa þeir þó deilt opinberlega; um forréttindin og fijálslegri fjölmiðl- sem Ligachov var aðalritari árum saman, hafði varað menn við frjálsri umræðu og að líkja eftir vestrænni blaðamennsku. Tengsl þeirra Liga- chovs eru mjög náin. Aðrir kváðu enn skýrar að orði. Aðalritarinn í Kemerovo, N.S. Yermakov, kvaðst vera hjartanlega sammála Ligachov og bætti við: „Það er ótækt, að blaðamenn, sem enga reynslu hafa af né þekkingu á flokksstarfi, skuli vera með dóma yfir háttsettum mönnum í flokkn- um.“ un. Fulltrúar á 27. flokksþinginu, sem nýlega var haldið í Moskvu, urðu þar vitni að því að æðstu valdamenn voru ekki á sama máli um af hve mikilli hreinskilni skyldi ræða vandamál flokks og þjóðar í fjölmiðlunum. Var það upphafið að þessum mikla ágreiningi, að Mik- hail Gorbachev hafði nýlega hafið mikinn áróður fyrir meiri „glass- nost“, opnari umræðu, í dagblöðun- um. Það, sem fyrir Gorbachev vakti; var að fá almenningsálitið til að snúast gegn ýmsum embættis- mönnum flokksins og ríkisins, mönnum, sem hann telur hæfileika- lausa og óheiðarlega og ekki meira en svo trúa honum sjálfum. Skýr- asta dæmið um þessa opnu umræðu er þegar hún var notuð til að fella Viktor Grishin, formann flokksins í Moskvu, en hann var gerður ábyrgur fyrir miklu hneyksli í byggingariðnaðinum. Ýmislegt bendir nú til, að umræð- an hafi samt þótt ganga of langt, einkum þegar hún var farin að snú- ast um forréttindi hinnar nýju stétt- ar. Fyrir skömmu birtust í Pravda, málgagni flokksins lesendabréf þar sem vikið var að þessum viðkvæmu málum. í einu þeirra sagði, að „ókleifur múr“ makráðra embættis- manna kæmi í veg fyrir öll sam- skipti ráðamanna og „hinna vinn- andi stétta", menn, sem bréfritarinn sagði, að væru aðeins flokksfélagar að nafninu til. í öðru bréfi frá gömlum flokks- félaga sagði, að kominn væri tími til að „flokksbroddamir" færu að nota venjulegar verslanir. Ef þeir þyrftu að standa í biðröðum eins og aðrir væri ekki ólíklegt, að bið- raðir heyrðu brátt sögunni til. Yegor Ligachov, næstæðsti ráða- maður í Kreml og helsti hugmynda- fræðingur flokksins, lagði mönnum . línurnar strax á fyrsta degi flokks- þingsins. Sum blöð, sagði hann, þar á meðal Pravda, hafa gengið of langt. Raunar var fyrirfram vitað hver afstaða Ligachovs var. Rit- stjóri flokksblaðsins í Tomsk, þar Hin nýja stétt hefur brugðist hart við og gerir hvort tveggja að veija forréttindi sín og láta sem þau séu lítil sem engin. Geidar Aliyev, sem sæti á í stjómmálaráðinu, sagði á blaðamannafundi, að margir embættismenn flokksins væru svo önnum kafnir, að þeir hefðu ekki tíma til að versla í venjulegum búð- um, og einn miðstjómarmaðurinn sagði, að hann hafði engan aðgang að verslunum hinna útvöldu. „Ég fer líka í biðraðimar og þar stöndum við saman,“ sagði hann, en hætt er við, að almenningur brosi í kampinn yfír þessum orðum. Á flokksþinginu kvað líka við annan tón. Enginn annar en Boris Yeltsin, hinn nýi formaður flokksins í Moskvu og væntanlegur félagi í stómmálaráðinu, sagði, að forétt- indin kölluðu stundum fram erfiðar spumingar frá almenningi um fé- lagslegt réttlæti. „Það er því mín skoðun, að þegar ekki er hægt að réttlæta forréttindi valdamanna, eigi að afnema þau,“ sagði hann. - MARK FRANKLAND. SYNDASELIR + Guðsmaður- inn sem gekk af göflunum Abótinn af Rein, yfirmaður í stóm klaustri af Sísterísan- reglunni í suðurhluta Austurríkis var rekinn úr starfi í febrúar síðast- liðnum þegar hann varð uppvís að því að hafa rúið klaustur sitt nálega öllum eigum þess og steypt því út í skuldir að auki. Talið er að ábótinn hafí sólundað 250 milljónum króna á 12 áratímabili. Sisterísan-reglan var því mót- fallin að hann yrði fangelsaður en hún komst þó ekki hjá því að leggja fram ákæru á hendur honum þar sem hann var sakaður um að hafa notað fjármuni klaustursins í ábata- skyni. Jafnframt hefur hann verið kærður fyrir að sölsa undir sig sparifé og arf nokkurra gamalla kvenna. Athafnir ábótans hafa einnig komið óorði á stórt tryggingarfélag í Austurríki og einn starfsmanna þess mun hafa fyrirfarið sér. Þá hafa nokkrir stjómmálamenn séð sér þann kost vænstan að draga sig í hlé vegna afskipta af málefn- um ábótans og dómari nokkur hefur verið rekinn úr starfi. Rómversk kaþólska kirkjan er einn helzti landeigandi í Austurríki. Siterísan-reglan á klaustur víðs vegar um landið og miklar landar- eignir tilheyra þeim. Þar er ýmist stundaður landbúnaður eða skógar- högg. Nú hefur vaknað sú spuming hvort munkar séu færir um að hafa með höndum stjóm á svo miklum veraldlegum verðmætum. Ábótinn er 47 ára að aldri og heitir Paulus Rappold. Hans var fyrst getið í blaðafregnum þegar í ljós kom að munkamir í klaustrinu hans höfðu þurft að minnka vð sig matarskammtinn í spamaðarskyni um svipað leyti sem ábótinn keypti veiðikofa fyrir fé klaustursins þar sem hann hélt uppi gleðskap með vinum sínum og ættingjum. 1 hópi þeirra fyrmefndu vom menn af Habsborgaraættinni sem lengi réð lögum og lofum í Austurríki og ennfremur ungar stúlkur af aðals- ættum þótt ekki væm þær eins stór- ættaðar og Habsborgarar. Ábótinn vílaði heldur ekki fyrir sér að fara til útlanda í leyfí á kostnað klaustursins og hann virtist hafa óblandna ánægju af félags- skap fagurra kvenna. í slúðurdálk- um austurrískra dagblaða hafa enda vikum saman birst klausur um konur sem kváðu vera í ástar- sorg vegna ábótans og er haft fyrir satt að sumar hafí höfðað bams- faðemismál á hendur honum. Saksóknarinn i Vínarborg hefur látið taka ábótann höndum þótt ekki sé það vegna bamsfaðemis- málanna. Hins vegar fékk guðs- maðurinn tryggingarfélag til að greiða sér um 60 milljónir króna í bætur vegna bmna í klaustrinu sem nú er vitað að átti sér aldrei stað. Framkvæmdastjóri tryggingarfé- lagsins var náinn vinur ábótans og dvaldist tíðum með honum í veiði- kofanum góða. Viðskilnaður ábótans við klaustr- ið er harla dapurlegur því að það er algerlega gjaldþrota. Munkar í öðmm klaustmm hafa lýst yfir því að þeir séu reiðubúnir að hlaupa undir bagga með bræðmm sínum í neyð og veita þeim lán, en þeir hafa hinsvegar ekki léð máls á því að greiða skuldimar sem ábótinn safnaði. Samkvæmt lögum kirkjunnar hafa ábótar viðlíka vald og léns- höfðingjar. Þar er tekið fram að þeir megi ráða í þjónustu sína efna- hagssérfræðinga úr hópi leikmanna og sérstakt ákvæði er um að ábóti þurfi jafnan að hafa við hendina aðstoðarmann úr hópi munkanna sem geti farið yfir reikningshald klaustursins. En þetta lét ábótinn af Rein undir höfuð leggjast. Hann braskaði með landareignir og svo virðist sem hann hafí einnig látið til sín taka á almennum peninga- markaði. Hann var bóndasonur og lærður lásasmiður þegar hann gekk í klaustrið og engan veginn fær um að axla það hlutverk sem honum var falið. í réttarhöldum þeim sem hann á yfír höfði sér mun væntanlega koma í ljós hversu miklar skuldir hann stofnaði sér og klaustrinu í með umsvifum sínum og braski. Einn færasti lögfræðingur Austur- ríkis hefur verið fenginn til að annast málsvöm hans. SUE MASTERMAN. UNDIR OKINU MÓTMÆLI — Koraung- ur Varsjárbúi tekur þátt í göngu til stuðnings Samstöðu. Ungum Pól- verjum er öllum lokið Svo er nú komið fyrir alþýðulýð- veldinu Póllandi, að næstum allir, sem fæddir eru eftir að því var komið á laggimar eftir síðara stríð, finna lítinn sem engan tilgang með tilveru sinni. Kemur þetta fram í könnun, sem birt hefiir verið í Varsjá. Allt þetta fólk, um það bil þriðj- ungur þjóðarinnar, er haldið „doða og drunga" og er sú niðurstaða samhljóða öðrum athugunum, sem Sameiningarflokkur verkamanna (kommúnistaflokkurinn) og kaþ- ólska kirkjan hafa gert síðan Sam- stöðu leið. Útkoman er í stuttu máli sú, að ungt fólk hefur ekki áhuga á neinu og lætur sér á sama standa um allt, sem alþýðulýðveldið varðar, og það sem er kannski enn undarlegra, Pólska ríkisfréttastofan hefur bás- únað þessar fréttir á ensku um alla heimsbyggðina. í skýrslunni segir, að unga fólkið skipti sér ekki lengur af pólitík, hvorki af bæjar- né landsmálapóli- tík. „Æskan“, segir í skýrslunni, „lætur ákafar tilfínningar ráða afstöðu sinni til stjómmála og efna- hagsmála." Það er þó ekki bara „vanþekk- ing“, sem mótar viðhorf pólskrar æsku. Hún er nærri helmingur vinnuaflsins en hefur þó enga von um bætt kjör eða frama í starfi. Fólk úr þessum aldurshópi er lang- flest, þrír af hveijum fjórum, meðal þeirra, sem skipta um starf en það gera um 20% vinnufærra manna á ári hveiju. í skýrslunni er ekkert reynt að afsaka stjómvöldin. Ung, pólsk hjón, sem vilja búa sér sitt eigið heimili og vera ekki upp á ættingja komin, verða að bíða eftir sinni fyrstu íbúð áram saman og ein af afleiðingum þessarar löngu biðar er tíðir hjónaskilnaðir. í gögnum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar kemur það fram, að meðal æviskeið Pólveija er farið að styttast. Árið 1975 mátti pólskur karlmaður búast við að lifa í 67,3 ár en árið 1984 í 66,8 ár. Fyrir konumar var það 75,4 ár 1980 en 75 árárið 1984. - MICHAEL SIMMONS MANNRÉTTINDI Ekkert lát áógnunum í Iran N okkrar ríkisstjómir á Vest- urlöndum era nú um þessar mundir að reyna að hrinda af stokkunum rannsókn á ástandi mannréttinda- mála í íran og er sú fyrirætlun í fullu samræmi við mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. í síðasta mánuði var lögð fyrir mannréttindanefndina mjög var- fæmislega orðuð ályktun þar sem farið var fram á rannsóknina ogn má við því að búast, að allar aðildar- þjóðimar get fallist á hana. Sumar Evrópuþjóðanna vilja til dæmis ekki stefna í voða þeim viðskiptasam- böndum, sem þær hafa nú við írani. Snemma í mars var haldinn blaðamannafundur í Bonn í Vest- ur-Þýskalandi þar sem fólk úr Mujahedeen-skæraliðahreyfingunni skýrði f>-á ástandinu heima í Iran, sagði frá 31 mismunandi pyntingar- aðferð og lagði fram lista með nöfnum 12.000 pólitískra fanga, sem hafa verið myrtir. Fólkið sagði frá pyntingunum, sem það hafði verið beitt, eins og um ofur hversdagslega hluti væri að ræða. Hvemig það var brennt, barið, konum nauðgað og það húð- strýkt. Ein konan sagði að einu sinni hefði eiturgasi verið dælt inn í loftræstikerfi eins fangelsisins. íransstjóm lét einnig að sér kveða í sambandi við fundinn og sýndi stóran hóp manna, sem sagðir vora fómarlömb Mujahedeen-skæralið- anna, þar á meðal 13 bama föður, sem kvaðst hafa misst alla fjöl- skylduna fyrir þeirra hendi. íransstjóm stendur alls ekki á sama um ímynd sína út á við, eink- um í öðram ríkjum múhameðstrúar- manna, og hefur gefíð í skyn, að sérstökum sendimanni SÞ verði leyft að koma til landsins vegna rannsóknarinnar. Það er hins vegar vandamálið hver sendimaðurinn eigi að vera. Iranir vilja, að hann sé múha- meðstrúarmaður. Ekki einu sinni vestrænn sérfræðingur í íslamskri trú, segja þeir, getur skilið þær meginreglur shai ia-laganna, sem kerfið hvílir á. Til eru sérfræðingar í íslömskum lögum, menn, sem einnig hafa látið að sér kveða í mannréttindamálum, en hvorki er líklegt, að báðir málsaðilar fallist á þá né að þeir vilji leggja sig í þá hættu, sem starfinu getur fylgt. Einn þótti þó fyrirfram líklegri en aðrir, fastafulltrúi Sýrlendinga hjá SÞ, maður, sem nýtur mikillar virð- ingar, en nú er hann úr sögunni vegna þess, að íranir báðu sérstak- lega um hann. Samningamakkið getur stundum tekið á sig skrýtnar myndir. -LIESLGRAZ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.