Morgunblaðið - 06.04.1986, Page 9

Morgunblaðið - 06.04.1986, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 B 9 regn ein morgun stendur dóttir mín og hyggur út gjognum vindeygað regn og vindur hava herjað náttina hon skuddar sær og sigur »tað regnar í allari verðini« eg hyggi út og nú síggi eg tað týðuliga ja - tað regnar í allari verðini tað regnar í harlem og tað regnar í babi yar tað regnar í rovaniemi sum reisist úr oskuni og plantar hjartarotur í menniskjuni tað regnar í valparaiso og tann kalda vætan pískar loturnar til deyðis tað regnar í havn og terrorbalansan speglast í vegnum tað regnar á tónaskaldið og rytmurnar drukna í nótablaðnum tað regnar á bókasavninum og tað lekur millum teori og praksis tað regnar á tí evstu strondini har samtalan gror og doyr tað regnar á teg og meg og okkara royndir at liva Ljóðið Regn, á frummálinu, færeysku, en það var m.a. lesið upp bæði á færeysku og dðnsku við afhendingu verðlaunanna í Ráðhúsinu í Kaupmannahöfn. málalega séð, en þar er ég einnig sjálfsgagnrýninn." — Johannes Heggland sagði m.a., er hann kynnti þig við verð- launaafhendinguna að þú væri gagnrýninn á færeyska menningu og erfðavenjur. Hvemig skýrir þú það? „Ég tel að jákvæð gagnrýni á eigin venjur og menningu sé bezta leiðin til að viðhalda erfðavenjun- um. Það ætti enginn aðeins að segja já við hinum svokölluðu góðu gömlu verðmætum. Menn eiga að gagn- rýna og ennfremur aðlaga sig hrað- fara samfélagsbreytingum. Aðrir skilja mína gagnrýni sem einhliða neikvæða. Hér tala ég um sjálfan mig bæði sem rithöfund og hvað varðar stjómmál." Reyni að vera ein- faldur, en það gengur ekki alltafvel — Þú segist vilja vera einfaldur í Ijóðagerð þinni. Hvemig skilgrein- ir þú einfaldleikann? „Ég reyni að vera einfaldur, en það gengur ekki alltaf vel. Ég vil vera einfaldur þannig að ég reyni að finna út hvað það er sem býr í mér sjálfum og í málinu. Ég trúi að það sé hægt að segja hlutina á einfaldan hátt. Það þýðir ekki að talaður sannleikur sé einfaldur á sama hátt og stærðfræðilegur sann- leikur. Það er ekki hið sarna." Upplagið af bókum Patursson í Færeyjum er í kringum 1.000 ein- tök og segist hann ánægður með söluna og áhugann á bókunum. Hann hefur skrifað ljóð frá því hann var átta til níu ára gamall. „Það voru að mestu leyti slæm ljóð“ segir hann. — Hvenær byijaðir þú að skrifa góð ljóð, og af hveiju tekur hver Ijóðabók svo langan tíma — þijár bækurá 17 árum? „Ég hef ekki enn byijað á því í alvöru að skrifa góð ljóð en ég kem til með að gera það. Tímalengdin hefur einnig nokkuð að gera með færeyskar aðstæður. Þú hefur ekkert upp úr því að skrifa í blöð. Það er ekkert útgáfufyrirtæki sem hefur fmmkvæði að því að gefa út nýtt ljóðasafn. Maður er fullkom- lega einn á báti. Bókmenntir eiga allt aðra þróunar- og vaxtamögu- leika til dæmis hér í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Hefði ég til dæmis búið í Danmörku og skrifað á dönsku hefði ég áreiðanlega gefið út fleiri ljóðasöfn. Ég á mörg ljóð sem ekki hafa verið gefin út í bók- um.“ \ í framhaldi af þessu mátti Roi skýra út af hveiju hann gæti ekki lifað á list sinni, en það þótti sænsku blaðamönnunum umhugsunarefni þar sem um handahafa bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs var að ræða. Rói sagðist einnig kenna við háskólann í Þórshöfn í stunda- kennslu og við kvöldskóla. „Kvöld- skólinn er fyrir fullorðna. Við ræð- um þar tilveruna og trúmál. Það er mjög spennandi. Annars skrifa ég greinar,“ sagði hann. Hann var í framhaldi af þessu spurður, hvaða þýðingu það hefði fyrir hann að hljóta bókmenntaverðlaunin. Hann svaraði: „Það mun tíminn leiða í ljós, en ég skynja úthlutunina sem viðurkenningu á færeyskri ljóða- gerð og ég trúi því að hún verði öðrum yngri færeyskum ljóðskáld- um innblástur.“ Hann bætti því við að líklega myndi hann nota verð- launaféð til að fjárfesta í húseign í Færeyjum, þ.e. í útborgun, en hann býr nú ásamt eiginkonu og tveimur dætrum, 11 og 4 ára, í leiguhúsnæði í Þórshöfn. Á Islandi í eitt ár Rói hefur komið víða við um ævina. Hann var m.a. á ístandi í eitt ár og starfaði þá á Bessastöðum að eigin sögn. Hann sagði það á íslensku, en annars talaði hann dönsku á fundinum. Sjómaður var hann í rúmlega tvö ár og sigldi þá m.a. í kringum hnöttinn. Um það sagði hann m.a.: „Það var mikið ævintýri, sem hefur haft áhrif á mig. Ég varð fyrir miklum áhrifum af að sjá eyju birtast og hverfa á ný, áður en sú næsta birtist við sjóndeildarhringinn. Við vitum jú öll að jörðin er hnöttótt, en að upplifa það sjálfur er allt annað. Það er lífsreynsla sem aldrei gleym- ist.“ Skandinavískt velferðarsamfélag ekki náð fótfestu í Færeyjum Rithöfundinum varð tíðrætt um færeyskt samfélag og sagði m.a.: „Gagnrýnendur mínir segja, að ég geri mér of litla grein fyrir félags- legum vandamálum í Færeyjum og það er nokkuð til í því. Það er vegna þess að ég hef verið 15 ár erlendis. Fólk í Færeyjum hefur mikla pen- inga milli handanna, vinnumarkað- urinn er þaninn og verðlag hátt. En færeyskt samfélag er viðkvæmt, eins háð og það er útflutningi á fiski. Ef útflutningurinn bregst algjörlega stöndum við frammi fýrir alvarlegum vandamálum. Það er næstum því ekkert öryggisnet. Skandinaviska velferðarsamfélagið hefur ekki náð fótfestu í Færeyjum ennþá." — Hvemig lítur þú á sjálfstæðis- baráttu Færeyinga. Er ekki tíma- bært að þið hljótið fullt sjálfstæði? „Framtíðarsýnin er að Færeyjar verði sjálfstæðar. Það er ekki aðeins stjómmálaleg þróun heldur einnig félagsleg, sem við verðum að af- greiða fyrst." í lok þessa samnorræna blaða- mannafundar með Róa Patursson fóru fram Qömgar umræður um Greenpeace og áhrif baráttuaðferða þeirra, — tilefnið: grindarhvalsveið- ar Færeyinga. Rói sagðist — að- spurður um afstöðu sem vinstri manns í stjórnmálum — hafa samúð með því sem Greenpeace stæði fyrir. Aftur á móti yrði að hafa vandamál smásamfélaga í huga. Hann sagði m.a. í því sambandi: „Ég held að hér sé um menningar- árekstra að ræða. Við sáum hvað gerðist þegar Greenpeace hóf að- gerðir gegn selveiðum. Það bitnaði á smásamfélögum á Austur-Græn- landi en ekki á kanadískum selveið- um. Greenpeace heldur því einmitt fram, að smásamfélög eigi að lifa af, en þrátt fyrir það fór sem fór á Grænlandi. Greenpeace safnar liði meðal fólks sem hefur annað lífs- gæðamat og skilur ekki vandamál smásamfélaga. Það getur ekki hugsað sér að við byggjum lifsaf- komu okkar á náttúrunni. Hvalur- inn er talinn táknrænn fyrir þessar . skoðanir og það get ég vel skilið því hann er bæði fallegt og gáfað dýr. Svo koma þessir ruddar og skera af honum hausinn. Ef við ætlum okkur ekki öll að verða grænmetisætur þá verðum við að horfast í augu við það, að það verður að slátra dýrum. Við Færey- ingar verðum að taka þátt í al- þjóðlegri umræðu og rökræða um menningu okkar. Það verður ekki auðvelt fyrir okkar litla samfélag, ef það sýnir sig að okkur takist ekki að ná fram okkar sjónarmið- um. Ef það bitnar á fiskútflutningi okkar til dæmis í Bandaríkjunum þá eigum við enga möguleika. Það eru óhugnanlegar framtíðarhorf- ur.“ Viðtal: Fríða Proppé Mt660 Breidd lokaðs sófa 190 cxn, svefnbreidd 110x190 cm. Útborgun kr. 6.000,- Afborgun kr. 2.600 á mánuði. Við höfum litskrúðugt úrval af allskonar svefn- sófum, tveggja sæta og þriggja sæta á hagstæðu verði. Nýjar vörur á hverjum degi. Við tökum að sjálfsögðu greiðslukortin sem útborgun á kaupsamninga og sem staðgreiðslu með 5% afslætti. BILDSH0FÐA 20-110 REYKJAVIK g 91-6811 99 og 681410 VLT HRAÐABREYTAR fyrir: dælustýringar, færibönd, loftræstingar, hraðfrystibúnað o.fl. Danfoss VLT hraðabreytar fyrir þriggja fasa rafmótora allt að 150 hö. Hraðabreytingin erstiglausfrá 0-200% og mótorinn heldur afli við minnsta snúningshraða. Leitið frekari upplýsinga í söludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.