Morgunblaðið - 06.04.1986, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.04.1986, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 B 13 Þessi mynd var greypt í málmplötu sem komið var fyrir í Pioneer 10 og send með honum út í geiminn í byrjun mars árið 1972. Það er von aðstandenda flugsins að Pioneer 10 yfirgefi sólkerfi okkar og að upplýsingarnar sem hann hefur að geyma berist sem „flösku- skeyti“ i alheiminum í hendur menningarsamfélaga, sem kunna að vera til á reikistjörnum fjarlægra sólkerfa. Hvað er utan við „sjóndeildarhringinn?" Spurningin um líf utan eigin tilvistarsvæðis hefur fylgt mannkyninu frá upphafi. um þær reikistjörnur sem fjær eru sólu. Vitað er að lofthjúpur Júpiters og Satúmusar, sem nær eingöngu samanstendur af vetni og helíum, inniheldur einnig methan og amm- óníak en lífræn efnasambönd geta auðveldlega myndast í slíkum efnablöndum. Talið er að hinir sterku litir sem eru mjög áberandi í litrófí þessara stjama orsakist af tilvist lífrænna efna. Þó fjarlægð þessara stjama frá sólinni sé mikil hafa ákveðin svæði í lofthjúp þeirra „hagstætt hitastig, sem hugsanlega hefði getað stuðlað að þróun lífs. Carl Sagan telur ekki ólíklegt að undir þessum kringu- stæðum hafí myndast líf, sem svífí um lofthjúp stjarnanna ekki ósvipað marglyttum í hafínu. ErlífáTítan? Títan, eitt af tunglum Satúmusar hefur lengi vel verið talinn einna líklegastur hnatta sólkerfísins (ann- arra en jarðarinnar) til að geyma líf. Títan hefur eigin lofthjúp sem samanstendur af vetni, köfnunar- efni og ammóníaki, en loftþrýsting- urinn er meiri en á jörðinni. Súrefni fínnst þar ekki, en yfírborðshitinn mínus 180°C. Fljótandi vatn getur því ekki verið fyrir hendi. Talið er líklegt að fljótandi methan komi þar fyrir í miklu magni sem ský, regn og höf bæði yfír og á yfirborði Arecibo sem er 305 metrar í þvermál og staðsettur við Puerto Rico er stærsti greinir (og sendir) geimgeisia sem byggður hefur verið. Hann var notaður til að senda rafsegulbylgjur út i geim- inn, í átt að stjömuþyrpingunni M 13. Vonast er til að skeytin verði greind af vitrænum verum sem þar kunna að búa. Títans. Þessi vitneskja segir lítið um mögulega tilvist lífs, sem vissu- lega gæti leynst einhvers staðar í frumstæðu formi. Flestir eru þó sannfærðir um að háþróað líf eða menningarsamfélög séu ekki fyrir hendi í sólkerfínu annars staðar en ájörðinni. Líf utan við sólkerf ið Næsta skrefið er því að leita lífs á hugsanlegum reikistjörnum þeirra fastastjama sem næstar em okkur í vetrarbrautinni. Vandamál tengd slíkri leit em hinar gífurlegu fjar- lægðir sem ríkja á milli hinna ein- stöku stjarna vetrarbrautarinnar. Nú er það vel þekkt staðreynd að hraða efnis og geislunar em ákveðin efri mörk sett, sem em jöfn hraða ljóssins, þ.e. 300000 km/sek. Enginn efnislegur hlutur getur ferðast með meiri hraða og því em möguleikar okkar til ferða- laga um vetrarbrautina mjög tak- markaðir, hvað þá utan hennar. Tíminn sem það tæki geimför að ferðast til nokkurra næstu fasta- stjama er það langur að mannsævin dugar ekki til. Fræðilega séð er þetta tímavandamál geimferða ekki óleysanlegt, því hugsanlegt er að nýjar kynslóðir fæðist í geimskipum en slíkt gæti gert langt og samfellt flug mögulegt. Aður en lagt er út í slíka „siglingu" er þó eðlilegt að reyna að ná sambandi við hugsan- legt geimlíf með einhverskonar skeytum og eins að hlusta eftir „utanaðkomandi" merkjum. Drake og Sagan hafa rekið mikinn áróður fyrir því að hafín verði umfangsmikil og skipulögð leit eftir merkjasendingum sem íbú- ar annarra samfélaga í vetrarbraut- inni kunna að hafa sent frá sér. Þeir hafa einnig unnið að samsetn- ingu skeyta sem send hafa verið í mismunandi formi út í geiminn. Það er ekki útilokað að einhvers staðar í hyldýpi vetrarbrautarinnar leggi íbúar háþróaðra menningarsam- félaga við hlustimar og greini eftir ef til vill þúsundir eða milljónir ára „köll“ okkar. Er það ekki forvitnismál okkar allra að vita hvort hinn myrki geim- ur feli þróuð samfélög hugsandi vera, sem ylja sér við glóðir eigin sóla? Væri ekki ennfremur skemmtilegt að kynnast hugsana- gangi þeirra og lífsstíl? Hefur þeim tekist betur en okkur að Ieysa þau vandamál sem óhjákvæmilega verða á vegi alls sem lifir? Skreytingar við öll tækifæri sT | E i ð i s t o r g i simi 61 12 22 Nnr. 6568-3822 170 Seltjarnarnes í s 1 a n d 3 HF Laugavegi 170-172 Simar 21240-28080 GOOD$YEAR GEFUR ^RETTA GRIPIÐ 600-16-6 650-16/6 750-16/6 900-16/10 750-18/8 10,0/75-15/8 11,5/80-15/10 llL-16/lO 10,0/80-18/10 13,0/65-18/10 16/70-20/10 9,5/9-24/6 11,2/10-24/6 12,4/11-24/6 14,9/13-24/6 18,4/15-26/10 23,1/18-26/10 11,2/10-28/6 12,4/11-28/6 13,6/12-28/6 14,9/13-28/6 16,9/14-28/8 16,9/14-28/10 18,4/15-28/12 16,9/14-30/6 16,9/14-30/10 18,4/15-30/10 12,4/11-32/6 16,9/14-34/8 13,6/12-38/6 Eig-um íyrirliggiCTncii eftirtcilciCTr staerdir. NÝ HAGSTÆÐ VERÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.