Morgunblaðið - 06.04.1986, Side 20

Morgunblaðið - 06.04.1986, Side 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 Ávarp heilbrigðisráð- herra í tilefni Alþjóða heilbrigðisdagsins Um allan hinn vestræna heim er nú vaxandi áhugi á heilbrigðu lífi og hollum lífsháttum. Fólk gerir sér í ríkari mæli en áður grein fyrir nauðsyn heilsuvemd- ar. A liðnum árum og áratugum hefur áhersla í heilbrigðismálum einkum verið lögð á að lækna þá sem þegar eru orðnir sjúkir. I þeim efnum hafa orðið stórstígar framfarir. Hlutfallslega litlu ijár- magni hefur verið varið til að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys. Aðstæður okkar til að ná árangri í þeim efnum eru þó sérstakar og óvenjulegar vegna fólksfæðar og góðs eftirlits. Til dæmis hefur árangur okkar í baráttunni gegn krabbameini og reykingum vakið athygli á alþjóðavettvangi. Ríkisstjóm íslands hefur ný- verið samþykkt tillögu heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra um að gerði verði landsáætlun í heil- brigðismálum með hliðsjón af stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar sem nefnd er „Heilbrigði allra árið 2000“. Þessi íslenska áætlun á að miða að því að stór- auka vamir gegn sjúkdómum og slysum ásamt örorku og ótíma- bæmm dauðsföllum af þeirra völdum. Mörg biýn verkefni blasa nú við okkur íslendingum á sviði heilbrigðismála. Fyrst má nefna vaxandi fjölda aldraðra, sem búa verður undir gott heilsufar í ell- inni. Ennfremur er rétt að nefna þá hættu sem ungu fólki sérstaklega stafar af neyslu áfengis- og fíkni- efna. Kjörorð alþjóðlega heilbrigðis- Ragnhildur Helgadóttir dagsins í ár er „Heilbrigt líf — hagur allra". Skírskotað er til einstaklinga ekki síður en heildarinnar. Efnt er til baráttu fyrir því að menn byggi upp eigin heilsu með hollum lífsháttum. I dag er ástæða til að við veijum stundarkomi til að leita svara við spumingunni um hvort við getum sjálf gert lífsvenj- ur okkar hollari og gera okkur grein fyrir í hveiju það er fólgið. í sókninni til að betra heilsufars er vömin besta vopnið og besta vömin er heilbrigður lífsstfll. í þeirri sókn sigrar hver sá, sem tekst að auka hollustu í lífsvenjum sínum. Með því sýnum við þakk- læti fyrir þá heilsu sem við höfum og vottum virðingu því mikla starfí sem unnið er til að lækna sjúka og bæta líðan þeirra. Heilbrigt líf — hagur allra eru kjörorð dagsins og það er ekki að efa að þessir hressu krakkar taka undir þau orð. Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 1986: „Heilbrigt lif _ hagur allra“ Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er á morgun, mánudaginn 7. apríl, og í tilefni dagsins hefur formað- ur Alþjóðaólympíunefndarinnar, Juan Anotnio Samaranch, skrif- að nokkur orð til fólks um allan heim og birtist ávarp hans hér. 10. maí 1982 hlotnaðist mér sú ángæja að ávarpa 38. þing Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar í Genf. Þá sagði ég, að grundvallar- markmið stofnana okkar tveggja væru svo lík, að það væri í rauninni furða, að samstarf skyldi ekki hafa tekist með þeim fyrr. Þið hafið sett ykkur að markmiði „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“, en við stefnum að „íþróttum fyrir alla“. Eitt af grundvallaratriðum stofn- skrár Alþjóðaólympíunefndarinnar er, að hún verði: — að vínna að þvi að efla þá lík- amlegu og andlegu eiginleika, sem eru grundvöllur fþrótta og — að efla skilning ungs fólks hvert á öðru og vináttu þess með því að efla íþróttarandann, svo að við megum byggja betri og friðsamlegri heim. Það er í þessum tilgangi, sem Alþjóðaólympíunefndin hefur tekið þátt í öllu því starfi, sem orðið getur þessum hugsjónum til framdráttar. Stofnandi nefndarinnar, Pierre de Coubertin, beindi athygli okkar að mikilvægi margbreytilegra og heilsusamlegra íþróttaiðkana al- mennings, enda taldi hann þær einn homsteina heilsu, jafnvægis og þjóðfélagslegra framfara. Sjóðir þeir, sem óiympíunefndir einstakra ríkja hafa aðgang að, hafa auðveldað Alþjóðaólympíu- nefndinni að efla íþróttir og að fá fólk til að skilja gildi góðrar heilsu. Alþjóðaólympíunefndin hefur aukið átak sitt á þessu sviði, og má í því sambandi nefna stofnun nefndar til eflingar einstaklingsíþrótta á síð- asta ári og samstarf hennar við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina um skipulag og framkvæmd „Heilsukapphlaupsins". „Heilsukapphlaupið" er barátta, sem miðar fyrst og fremst að því.að þremur markmiðum sé náð: líkams- þjálfun, réttri næringu og því, að Juan Antonio Samaranch. einstaklingurinn geri sér grein fyrir ábyrgðinni, sem hann ber á heilsu sinni. Til að þessi barátta beri þann ávöxt, sem vonast er eftir um heim allan og til að takast megi að ná markmiðinu „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“, þarf að koma til aðstoð ríkisstjóma allra ríkja og heilbrigð- ismálastofnana, sem á þeirra veg- um starfa, auk þeirrar aðstoðar, sem áhugamannsamtök um íþróttir og bætt heilsufar veita. Loks langar mig til að leggja á ný áherslu að það, sem ég sagði í ávarpi mínu til fulltrúa aðildarþjóða Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar á 38. þingi hennar, er ég bað um, að þær tækju höndum saman við æsku heimsins, svo að við gætum hert sóknina eftir betra lífs, hreysti og góðrar heilsu; það yrði eina kapphlaupið, sem sigurvegarar einir tækju þátt í. Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er 7. apríl Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er haldinn 7. apríl ár hvert, en þann dag árið 1948 höfðu svo margar þjóðir staðfest stofnskrá Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, að hún tók gildi. Allt síðan 1950 hefur alþjóða- heilbrigðisdeginum verið valið einkunnarorð. Árið 1955 var það „Hreint vatn táknar betri heilsu," 1962 „Vemdið sjón, forðist blindu" og 1980 „Reykingar eða góð heilsa — valið er þitt“. Á þessum degi taka ríkisstjóm- ir, nefndir á vegum Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar, félög Sam- einuðu þjóðanna og ýmsar óopin- berar stofnanir þátt í aðgerðum til að vekja athygli á einkunnar- orðunum. Fjölmiðlar hafa sýnt deginum sívaxandi áhuga, eins og sjá hefur mátt i blöðum og heyrst hefur f útvarpi og sést í sjónvarpi; og boðskapurinn fellur ekki í gleymsu að deginum lokn- um, því að einkunnarorðunum er haldið á lofti í heilt ár. Á alþjóðaheilbrigðisdeginum i ár, 7. apríl, er lögð áhersia á skynsamlega lifnaðarhætti og bent á margt af því, sem einstakl- ingar og samfélög geta gert til þess að vemda og bæta heilsuna; og einkunnarorðið, sem deginum er valið, er: „Heilbrigt líf — hagur allra." Útvegum væntanlegum kaupendum HUS OGIBUÐIR Á SPÁNI við Costa Blanca ströndina BENIDORM TORREVIEJA CALPE Verð 2ja herbergja íbúða frá 565.500,- Verð bungalows, 2ja herb. frá kr. 690.000,- Skipulagaðar skoðunarferðir með Ferðamiðstöðinni hf. til Alicante, fjarlægð þaðan til Torrevieja 37 km, en til Benidorm 45 km. Nánari upplýsingarog myndalistará skrifstofunni. Nýjar búöir og hús rétt viö baöströnd. f bygglngu raöhúsahvertl ásamt hellsumiöstöö SPÁNARHÚS AÐALSTRÆTI 9, SÍMAR 18370 OG 18354

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.