Morgunblaðið - 06.04.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986
B 21
Þjálfun, íþróttir, næring
og ábyrgð einstaklingsins
Einkunnarorð alþjóðaheilbrigð-
isdagsins að þessu sinni er: „Heil-
brigt líf — hagur allra". Það vísar
okkur veginn til heilbrigðari lifn-
aðarhátta og vekur athygli á þeirri
skoðun, að einstaklingar og sam-
félög eigi að leggja aukna áherslu
á að fyrirbyggja sjúkdóma og að
bæta heilsuna. í Alma-AItayfirlýs-
ingunni frá 1978 segir, að „bæði
einstaklingar og hópar eiga fullan
rétt á að taka þátt í gerð áætlana
um heilsugæslu og að framkvæma
þær“. Nú, þegar hreyfíngunni
Heilbrigði fyrir alla árið 2000 vex
fískur um hrygg, er full ástæða
til þess að gera þessi orð að veru-
leika.
Heimurinn umhverfís okkur
tekur hröðum breytingum, en þó
hafa víða orðið litlar breytingar á
lækningaaðferðum og heilbrigðis-
þjónustu. Víða er megináherslan
lögð á að lækna sjúkdóma, en lítið
gert til þess að einstaklingar geti
tryggt, að þeir haldi heilsu. Sú
trú hefur orðið nokkuð almenn
vegna framfara í læknavísindum,
að heilsa sé það, sem læknar gefa
fólki, en ekki gjöf einstaklinganna
og samfélagsins til sjálfs sín. Þó
er Ijóst, að nú á dögum leggja
menn sívaxandi áherslu á heilsu-
bætandi aðgerðir í stað þess að
einblína á það, sem gerist innan
veggja sjúkrahúsanna. Hér er um
að ræða nýtt markmið, sem allir
geta sett sér, af því að það beinir
fólki inn á brautina til heilsurækt-
ar.
Það er þrennt, sem athyglin
beinist einkum að, þegar rætt er
um heilbrigðari lifnaðarhætti:
þjálfun og íþróttir, næring og
ábyrgð einstaklingsins.
Hugsa skyldi um þjálfun í víð-
tækasta skilningi; hún nær því
bæði til gönguferða og annars
létts Iíkamlegs álags. Hún hefur
bein áhrif á heilsuna og er því
gott ráð til þess að bæta hana.
Það er nauðsynlegt fyrir fólk í
öllum aldurshópum að þjálfa sig
á einhvem hátt. í æsku og á
unglingsárunum býr þjálfún menn
undir það, sem bíður þeirra á
fúllorðinsárum; á fullorðinsárum
ver hún lfkamann gegn streitu og
eykur getu hans; á efri árum léttir
hún hreyfíngar og viðheldur and-
legri vöku. Þá er ótalið það, sem
ekki skiptir minnstu, en það er
gleðin, sem því fylgir að hreyfa
sig og reyna á sig, en hún eykur
vellíðanina, sem er grundvöllur
heilsunnar.
Allir gera sér grein fyrir mikil-
vægi fæðunnar. Nú á dögum
verða hins vegar örar breytingar
á mataræði fólks, eins og á mörg-
um öðmm sviðum. Bein hætta
fylgir þó sumum þessara nýju
matarvenja. Ýmis konar skyndi-
matur, sem stundum er nefndur
„ruslfæði", hefur að geyma mikið
af fítu og sykri, og er því hættu-
legt bæði hjarta og tönnum. Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin
mælir ekki með eins konar matar-
æði fyrir alla, enda er það svo,
að í sérhveiju menningarsamfé-
lagi er á boðstólum fæða, sem
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
Ávarp dr. H. Mahler,
framkvæmdastj óra
Alþjóðaheilbrigðis- '
málastof nunar innar
stuðlar að vexti og heilbrigði. Það
er hins vegar ástæða til þess að
gera sér grein fyrir áhrifum mat-
aræðis og leggja áherslu á þær
neysluvenjur, sem auka getu í
íþróttum og almenna vellíðan.
Ábyrgð einstaklingsins er víð-
tæk. Hvetja þarf fólk til þess að
gera ráðstafanir til þess að
tryggja góða heilsu og til að forð-
ast skaðlega hegðan. Hér er bein-
línis átt við notkun tóbaks í öllum
myndum, ofnotkun áfengis og
misnotkun lyfja.
Reykingar valda meira tjóni á
heilsunni og fleiri ótímabærum
dauðsföllum en nokkur annar
skaðvaldur. Það er því ljóst, hvað
fyrirbyggja má með því að reykja
ekki. Þá ber að hafa í huga, að
læknar geta ekki komið í veg fyrir
reykingar. Þar kemur til afstaða
einstaklingsins. Því þurfa ein-
staklingamir að hafa fyrir augun-
um heilbrigt fólk, svo að þeir taki
ekki upp venju, sem þeir losna ef
til vill aldrei við og valdið getur
heilsutjóni og dauða. Þótt ábyrgð-
in sé að vísu einstaklingsins, þá
ber að hafa í huga, að það er
margt í umhverfínu, sem sam-
félagið hefur á valdi sínu og hefur
áhrif á ákvörðun hvers og eins
um að reykja eða reykja ekki.
Um áfengi og lyf er það að
segja, að hjálpa þarf einstakling-
unum til þess að velja og hafna
skynsamlega, svo að þeir njóti lík-
amsgetu sinnar og lífsins.
Heilsukapphlaupið
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
in og Alþjóðaólympíunefndin
(IOC) hafa gert með sér sam-
komulag um að hrinda í fram-
kvæmd áætlun, sem hlotið hefur
nafnið „Heilsukapphlaupið". Er
ætlunin að fá til samstarfs alla
þá, sem geta orðið öðrum fordæmi
og til hvatningar, jafnvel þótt
þeir séu ekki atvinnumenn á sviði
heilsuræktar og heilsugæslu. Sig-
urvegarar á Olympíuleikum og
aðrir frægir íþróttamenn eru fyrir-
mynd milljóna unglinga. Þessir
afreksmenn geta hjálpað til við
að skýra fyrir fólki, að heilsusam-
legt lífemi felur ekki í sér afneitun
þess, sem skemmtilegt er; þvert
á móti gefur það einstaklingnum
tækifæri til að njóta lífsins eins
og hægt er, án þess að skemma
heilsuna með neyslu áfengis eða
lyfja, svo að dæmi séu nefnd.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
in og Alþjóðaólympíunefndin ætla
því að efna til sýninga, þar sem
lögð er áhersla á heilsugæslu,
hlaup og annað, sem örvað getur
bæði þjóðlega og alþjóðlega
heilsugæslu og vemdað rétt ein-
staklingsins í þjóðfélaginu. Hér
em íþróttir gott dæmi. Þjóð, sem
getur boðið þegnunum góða nær-
ingu og heilsusamlegt líf, eignast
senn einstaklinga og lið, sem geta
keppt hvar sem er; á þorpstorginu
eða á Ólympíuleikunum. Þetta
fólk eignast aukna lífsgleði, af
því að það örvar bæði andlega og
líkamlega starfsemi sína.
Þannig verða allir boðberar
heilsuræktar, og gera ætti öllum
ljóst, að: í heilsukapphlaupinu
sigra allir.
Nei,nei,nei!
Ekki borða auglýsinguna!
Það er alveg óþarfi ad borða auglýsinguna. Aftan á pakkningunum eru uppskriftir af
dýrindis fiskréttum sem auðvelt er fyrir
Þú getur með lítilli fyrirhöfn eldað þessa
ljúffengu fiskrétti úr frystu ýsuflökunum frá hvern sem er að matbúa.
R.A. Péturssyni hf. Þau fást í flestum mat-
vöruverslunum í handhægum 400 gr.
pakkningum og eru roðlaus og beinlaus.
Framleiöandi:
R.A. Pétursson hf.
Ytri-Njarðvík
(sland
Sími 92-3225