Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 39
1-48. __ 6. APRÍL1986 (!K!A Jb ivlOiiO*' Bertolucci gerir mynd í Kína Bernardo Bertolucci hefst handa við nýja mynd íaprílbyrjun. Myndin heitir „Síðasti keisarinn" (The Last Emperior) og verður tekin í Kína. Sfðasti keisarinn, sem er fyrsta mynd Bertolucci f fimm ár, er alþjóðlegt púkk — leikstjórinn er ítalskur, framlelð- andinn breskur, leikararnir kfn- verskir, bandarfskir og skoskir. Aðalhlutverkin eru í höndum Johns Leone, sem mun leika keis- arann, og Seans Connery, sem leikur skoskan kennara á mála hjá hinum kínverska keisara. John Leone hefur leikið í aðeins einni kvikmynd til þessa, það var í „Ári drekans" sem Michael Cimino gerði á síðasta ári. Bertolucci gerði sína fyrstu mynd aðeins tuttugu og tveggja ára gamall (það var „La Commare Secca" árið 1962) og tveimur árum síðar gerði hann „Áöur en byltingin skellur á“ (Prima della Rivoluz- ione). Sú mynd gaf mikil fyrirheit og rættust vonir manna um hæfi- leika Bertolucci þegar hann lauk við „II conformista" árið 1970. Margir telja hana bestu mynd þessa ítalska listamanns. Tveimur árum síðar gerði Bertolucci „Síð- asta tangóinn í París" með Marlon Brando og Mariu Schneider og verður sú mynd að teljast hans frægasta, þótt ekki séu allir á eitt sáttir um listrænt gildi hennar. Á þessum fjórtán árum, sem síðan eru liðin, hefur Bertolucci gert aðeins þrjár myndir: hina fjög- urra klukkustunda löngu „Noven- cento“ (1900) með Robert De Niro og mörgum öðrum frægum leikur- um; „La Luna“ með Jill Clayburgh (fjallaði um sifjaspell) og myndina „Harmleikur um fáránlegan mann“ (Tragedia di un Uomo Ridicolo) sem Bertolucci gerði árið 1981. Bertolucci ásamt leikurum mynd- arinnar „Harmleikur um fáránleg- an rnann" sem hann gerði fyrir fimm árum. Nú er hann að gera myndfKfna. Hurt vakti fyrst athygli fyrir leik sinn f Blóðhlta (Body Heat) sem Lawrence Kasdan gerði árið 1981. Willlam Hurt leikur hommann Molina f „Kossl köngurlóarkon- unnar" og fákk Óskarinn fyrir. É Manuels Puig sem yfirgaf föður- land sitt Argentínu fyrir rúmum áratug og hefur lifað víða í veröld- inni. „El Beso de la Mujer Arana“, sem fæst í enskri þýðingu hér á landi, er sérkennileg bók, enda- lausar samræður tveggja sam- fanga, uppreisnarmannsins Val- entin sem Raul Juiia leikur, og hommans Molina sem Hurt leikur. Milli þeirra skapast merkileg vin- átta. Homminn drepurtímann með því að spinna upp sögur, sögur úr bíómyndum sem hann hefur séð og svo mikilvægar verða þessir hugarórar að fangarnir geta ekki greint á milli þeirra og veruleikans. Hurt segir: „Kringumstæðurnar heilluðu mig. Tveir karlmenn læstir í sama klefa. Þeir skilja hvorn annan og hjálpa hvor öðrum að- eins með því að tala, hlusta. Þeir eru gerólíkir og þekkjast ekki í upphafi, en þeim þykir vænt hvor um annan þegar sögunni lýkur. Ég kærði mig ekki um að sýna homm- ann á öfgafuilan hátt, en ég vildi ekki gera Molina að klisjukenndum homma enda er klisjan ailfjarri veruleikanum". William Hurt segist vera leikari, ekki kleyfhugi. Hann segist ekki geta með nokkru móti lifað sig inn í ákveðna persónu, hann einfald- lega leikur hana, túlkar. BreiðhoR Breiðho Jass — Jass — Jass Jassballettskóli Báru opnar nýjan sal í efra- Breiðholti 14. aprílnk. Tímar 2svar og 3svar f viku. Fyrirbörn 7 ára og eldri, stráka og stelpur. Fyrirunglinga 12—13 og 14—15ára, stráka og stelpur. Ungt fólk 16 ára og eldra. ^ Innritun hafin. Jassballettskóli Báru k 0cferr>^ Jazz, ■ ■' Suðurveri — Bolholti— Breiðholti S. 8378«. j—UJUUU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.