Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. APRÍL1986 Hætt við IBM- fund í Vín af ótta við hryðjuverk HÆTT VAR við að halda fund í Vínarborg á vegum IBM af ótta við hryðjuverk eftir að Banda- ríkjamenn gerðu árás á Líbýu. Sextán manna hópur frá IBM á Islandi var kominn til Kaup- mannahafnar og var á leið til Vínarborgar þegar fréttir bárust um að hætt hefði verið við fund- inn. Harður árekst- ur á Akureyri Akureyri. H ARÐUR árekstur varð á mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu á Akureyri síðari hluta dags í gær. Fernt var flutt í sjúkrahús. Stúlka sem var í öðrum bílnum var meðvitundarlaus er að var komið en rankaði við sér á leið í sjúkrahús. Meiðsli þeirra sem voru í bflunum voru ekki eins mikil og í fyrstu var talið en bifreiðirnar tvær voru hins vegar mjög mikið skemmdar — jafnvel taldar ónýtar. Að sögn Friðriks Friðrikssonar framkvæmdastjóra Fjármálasviðs IBM var hér um að ræða árlegan fund sem IBM heldur fyrir sölu- menn sem náð hafa ákveðnum sölu- kvóta. Hann sagði að þetta væri einskonar verðlaunaferð og auk sölumanna færu tæknimenn og kerfísfræðingar einnig á fundinn. Undirbúningur fyrir fundinn hefur staðið í eitt ár. Alls mæta um 1.600 manns á þennan fund. Honum er skipt í tvennt, þannig að í raun eru haldnir tveir 800 manna fundir. Fyrra fundinum var lokið áður en árásin var gerð, en vegna árásarinnar var ákveðið að hætta við seinni fundinn. Þann fiind áttu sölumenn frá ís- landi, Danmörku, Finnlandi, ísrael og Portúgal að sitja. Ekki þótti rétt að smala saman svo stórum hóp í nafni stórs alþjóðlegs fyrirtækis, sem tengist Bandaríkjunum, vegna hættu á að það myndi draga að sér athygli hryðjuverkamanna. íslendingamir hyggjast dveljast í Kaupmannahöfn fram yfir helgi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson. „Verðið þið nokkuð varir? Ungir sem aldnir kasta saman á gólfi íþróttahallarinnar. Akureyri: Veiðimenn æfa í íþróttahöllinni A t' i ■ ' i't Akureyri. Stangveiðifélögin þrjú á Akur- eyri, Straumar, Flúðir og Flug- an, héldu í vikunni þriggja daga kastnámskeið. Þetta var fyrsta námskeiðið í vetur en undanfarin ár hefur verið haldið eitt slíkt á hveiju ári. Að sögn forráðamanna félaganna er það fyrst og fremst vegna þess hve erfitt er að komast inn í íþróttahús bæjarins að námskeiðin era ekki fleiri — en nú fór það fram í íþrótta- höllinni. Góð afkoma Landsvirkjunar 1985: Grimdvöllur fyrir lækkandi raunverði til almenningsveitna — að því er fram kom í ræðu Jóhann- esar Nordal stjórnarformanns „ÁRIÐ 1985 var tvímælalaust eitt hið hagstæðasta í sögu Landsvirkjunar. Afkoma fyrir- tækisins batnaði þriðja árið i röð, jafnframt því sem raunverð á raforku til almenningsveitna lækkaði að meðaltali um 14% frá fyrra ári,“ sagði Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Landsvirkjunar í upphafi ræðu sinnar á ársfundi fyrirtækisins, sem haldinn var á Hótel Sögu á föstudag. Jóhannes sagði að hreinn rekstrarhagnaður hefði orðið 253 milljónir króna eða 9% af veltu og hefði því verið ákveð- ið að greiða eigendum 6% arð að upphæð 45 milljónum króna. í ræðu sinni sagði Jóhannes að batnandi hagur Landsvirkjunar undanfarin þijú ár ættu sér ýmsar skýringar, bæði í rekstri fyrirtækis- ins sjálfs og breyttum ytri aðstæð- um. Mikilvægur þáttur í bættri afkomu væri sú hækkun, sem feng- ist hefði á raforkuverði með endur- skoðun raforkusamnings Lands- virkjunar við ÍSAL. Jafnframt hefði verið gert átak til þess að bæta afkomu með endurbótum í rekstri og endurfjármögnun lána í því skyni að lækka fjármagnskostnað. Jóhannes rakti þróun orkumála í heiminum á undanfömum áram og sagði meðal annars að áhrif orkukreppunnar á síðasta áratug hefði valdið því, að gert var stórátak til að auka innlenda orkuframleiðslu og draga úr notkun erlendrar orku. Þannig hefðu árin 1974 til 1983 orðið tímabil örustu uppbyggingar sem átt hefði sér stað í orkumálum hér á landi. Ljóst væri að upp- byggingin á þessu tímabili hefði orðið örari en orkufyrirtækin gátu ráðið við án fjárhagslegra erfiðleika og stórfelldrar skuldasöfnunar. Hámarki hefðu þessir erfiðleikar hjá Landsvirkjun náð á árinu 1982, þegar halli á rekstrinum hefði virkjun væri nú betur undir það búin en nokkra sinni fyrr að sjá fyrir aukinni orku til orkufreks iðnaðar á hagkvæman hátt. Jóhannes lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Áætlanir Lands- virkjunar benda til þess, að fyrir- tækið eigi að geta haldið áfram að bæta fjárhagsstöðu sína og lækka skuldir á komandi áram, jafnframt því sem raunverð á rafmagni til almenningsveitna geti lækkað að jafnaði um að minnsta kosti 3% á ári. Jafnframt era góð skilyrði til þess að auka veralega sölu á orku til orkufreks iðnaðar, ef færi gefast á þeim vettvangi. Þannig mun Landsvirkjun geta haldið áfram að gegna hinu tvíþætta hlutverki sínu: Að tryggja almenningsveitum í landinu öragga og hagkvæma orku og nýta þau tækifæri til raforkusölu til iðnaðar, sem orðið geta þjóðar- búinu til hagsbóta." Uppselt var öll kvöldin þijú og komust raunar færri að en vildu. “Það hefði verið hægt að hafa þetta á hveiju kvöldi í heila viku," sagði Hermann Haraldsson, stjórnarmað- ur í Straumum, í samtali við Morg- unblaðið. Hermann tjáði blaða- manni að námskeiðinu yrði fylgt eftir með því „að fara með menn inn í fjörð — inn í Eyjafjarðará - til að láta þá kasta í vatn“. Á námskeiðinu vora bæði byij- endur og menn lengra komnir, ungir sem aldnir. Kennarar vora fjórir: Sigurður Þórhallsson, Sig- mundur Ofeigsson, Ólafur Ágústs- son og Júlíus Bjömsson. Þess má geta að Fluguhnýtinga- klúbburinn Bakkabræður sýndi fluguhnýtingar á námskeiðinu. Á morgun, sunnudag, gangast skemmtinefndir stangveiðifélag- anna þriggja fyrir fræðslu- og skemmtifundi í Sjallanum. Hann hefst kl. 14.00. Tumi Tómasson fískifræðingur flytur erindi og ræðir um þau vatnasvæði sem stangveiði- félögin í bænum hafa til umráða. Hann svarar svo fyrirspumum á eftir. Myndasýning er einnig á dagskrá og happdrætti þar sem veiðidagar, fluguhjól og veiðistöng era í verðlaun. Skýrsla Halldórs Jónatanssonar, forstjóra: Landsvirkjun skuld- laus um næstu aldamót 653 milljónir í framkvæmdir og rannsóknir á árinu 1986 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jóhannes Nordal, formaður stjómar Landsvirkjunar í ræðu- stól á ársfundi fyrirtækisins á föstudag. numið 28% af rekstrartekjum. Nú benti hins vegar flest til þess, að ytri skilyrði væra að breytast orku- búskap íslendinga í hag, bæði með hagstæðari þróun éfnahagsmála hér innanlands og lækkandi olíu- verði og auknum hagvexti erlendis. Jóhannes gat þess í ræðu sinni að eins og nú stæðu sakir væri mikil óvissa um frekari þróun orku- freks iðnaðar hér á iandi á næstu áram. Efnahagsörðugleikar undan- farins áratugar hefðu dregið úr vexti orkufreks iðnaðar í heiminum og aukið samkeppni milli þeirra ríkja, sem gætu boðið raforku á hagstæðu verði. Mikilvægt væri fyrir íslendinga að verða færir um að nýta þau tækifæri, sem kynnu að gefast á þessu sviði í framtíðinni. Enginn vafí væri á því, að Lands- ÁÆTLAÐ er að Landsvirkjun verði orðin svo til skuldlaust fyrirtæki um næstu aldamót, að því er tekur til núverandi kerfis, en lán vegna þess greiðast nú niður í vaxandi mæli frá 'ari til árs. Fjármagns- kostnaður Landsvirkjunnar fer því fyrirsjáanlega Iækkandi og þar með sá kostnaðarhluti, sem vegur hvað þyngst í verðmyndun rafork- unnar. Þetta kom meðal annars fram í skýrslu Halldórs Jónatansson- ar, forsljóra, Landsvirkjunnar á ársfundi fyrirtækisins. í skýrslu sinni rakti Halldór algjöra lágmarki. starfsemi og afkomu Landsvirkj- unnar á árinu 1985 og horfumar framundan í rekstri fyrirtækisins og virkjunarframkvæmdum. Fram- kvæmda og rannsóknaráætlun Landsvirkjunnar fyrir árið 1986 er að fjárhæð alls 653 milljónir króna og sundurliðast sem hér segir: í Blönduvirkjun verður varið 283 milljónum í framkvæmdafé, vextir 159 milljónir, Kvíslaveita 27 millj- ónir í framkvæmdafé og aðrar framkvæmdir 39 milljónum í fram- kvæmdafé, 2 milljónir í vexti. Fram- kvæmdafé til rannsókna er 46 millj- ónir og 97 milljónir í vexti. Áætlunin miðast við að Blöndu- virkjun þurfí ekki að vera komin í rekstur fyrr en 1991. Hvað Kvísla- veitu snerti verður aðeins um að ræða frágang vegna fjórða áfanga veitunnar og rannsóknir verða í Gert er ráð fyrir að lántökur vegna framkvæmda og rannsókna nemi um 540 milljónum króna á árinu og að öðra leyti verði um að ræða fjármögnun með fé úr rekstri Landsvirkjunar. Afborganir að frádregnum lánum til skuldbreytinga áætlast alls rúm- lega 990 milljónir króna í ár eða um 450 milljónum króna umfram lántökur vegna framkvæmda og rannsókna. í skýrslu Halldórs kom meðal annars fram, til að þessa hefðu ís- lendingar aðeins virkjað um 13% af því vatnsafli, sem talið er að sé virkjanlegt með hagkvæmu móti. „Við eigum því enn langt í land með að fullnýta þessa þjóðarauðlind okkar íslendinga," sagði Halldór m.a. Hann gat þess, að við stofnun fyrirtækisins 1965 hefði eigið fé numið um 1,2 milljörðum króna á verðlagi í árslok 1985, en hafði þá hækkað í um 11 milljarða króna og þannig um það bil nífaldast. Halldór nefndi, að á árinu 1985 hefði Orkuspárnefnd gefíð út nýja orkuspá, sem gerði ráð fyrir mun minni aukningu á almennri raforku- notkun á næstu áram en eldri spár. Með hliðsjón af því og óvissu um aukningu orkufreks iðnaðar hefði stjóm Landsvirkjunnar ákveðið þegar um haustið 1985 að stefna að gangsetningu fyrstu vélar blönduvirkjunar á árinu 1989 í stað 1988, sem áður hafði verið miðað við. í láns^arlögum fyrir árið 1986 hefði síðan verið gert ráð fyrir því að gangsetning fyrstu vélar virkj- unarinnar færi ekki fram fyrr en 1990, en stjómin hefði frestað endanlegri ákvörðunartöku um tímasetningu virkjunarinnar þar til snemma á árinu 1986, er horfur um þróun orkufreks iðnaðar lægju ljósar fyrir. Jafnframt hefði stjómin ákveðið að fresta fimmta og síðasta áfanga Kvíslaveituframkvæmd- anna og stækkun Þórisvatnsmiðl- unar um óákveðinn tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.