Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. APRIL1986 Minning: GuttormurÞ. Bjarna- son — Reyðarfirði Minning: Andrés Eyjólfsson fv. bóndi og alþingismaður Fæddur 15. október 1966 Dáinn 31. mars 1986 Ó, sólarfaðir, sygndu nú hvert auga en sér í lagi þann, sem tárin lauga og sýndu miskunn öllu því, sem andar en einkum því, sem böl og voði grandar. (Sb. 1886 — M. Joch.) Okkur systkinin langar til að minnast frænda okkar Guttorms Þórs Bjamasonar hér með nokkrum orðum, en orð verða oft fátækleg þegar ungt fólk með framtíðina fyrir sér hverfur skyndilega af sjón- arsviðinu. Gutti Þór eins og við systkinin kölluðum hann alltaf var fæddur 15. október 1966 hann var því aðeins á tuttugusta aldursári þegar hann lést. Hann var heimagangur hjá okkur á Mánagötu 8, ávallt kurteis og innilegur en það voru hans eiginleikar. Við viljum þakka Gutta fyrir þann tíma sem hann gaf okkur og litli frændi hans Andri þakkar þá hlýju sem hann fann strax inn á hjá honum. Við biðjum algóðan Guð að styrkja móður hans og systur í þessari miklu sorg. Björk, Siggi og Berglind. Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til Drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. Enmannsinssonarmildi skal máttug standa í gildi, hún boðast oss í engils róm. (EinarBenediktsson.) Nú við andlát vinar okkar og félaga, Guttorms Þórs Bjamasonar, viljum við minnast hans með örfá- um fátæklegum orðum. Kynni okkar hófust í heiðríkju bemskunn- ar þegar tíminn stóð kyrr og lífið var eilíft sólskin. Þau kynni héldust alla tíð, í leik, í námi og starfi. Hugir okkar eru fullir gleði að hafa átt góðan vin, og efst í minni er góðvild hans og gamansemi og vingjamlegt bros. En hafið er stórt, báturinn smár og siglingin vanda- söm. Með síðasta erindinu úr kvæði Guttorms J. Guttormssonar „Góða nótt“, sendum við móður hans og systur innilegar samúðarkveðjur. Streym þú, himins stilling niður, stattu við, þú næturfriður. Hugur fellur fram og biður, fúnheitt andvarp lyftist hljótt. Hættiallrasáraðsvíða, sólar verði gott að bíða, þurfí enginn kulda að kvíða, komi sólskin. Góða nótt. Enginn þurfí að óttast, komi engill dagsins. Góða nótt. Heiðar og Þórhallur Hann Gutti er dáinn. Félagi og vinur er horfínn. Hvers vegna? Að nýliðnum páskum leita á hugann spurningar um tilgang og eðli dauðans. Úr minnisdjúpi sveima lærðar setningar. „Þeir sem Guð elskar deyja ungir.“ „Ég lifí og þér munuð lifa.“ „Þeir sem trúa á mig lifa þótt þeir deyi.“ Hugljúfur félagi er fallinn í lífsins stríði. Getum við varist og reist, við lífsleið okkar, bautastein helgaðan honum? Við vonum og biðjum. Blessuð sé minning hans. Þórey, Hanna, Hlíf og vinir. Samúðarkveðjur okkar felum við í þessu versi: „Efvelþúviltþérlíði þínvonáGuðséfest. Hann styrkir þig í stríði ogstjómaröllubest. Aðsýtasártogkvíða aðsjálfanþigerhns. Nei, þú skalt biðja og bíða, þáblessunGuðservís." Harpa og Sverrir Hann Gutti er dáinn. Hann var borinn til hinstu hvfldar hinn 7. apríl sl. Hann fæddist 15. október 1966, og var sonur hjónanna Þór- eyjar Sigfúsdóttur og Bjama Hann- essonar og átti hann eina systur, Hönnu Hlíf sem er fædd 1. nóvem- ber 1965. Við systkinin kynntumst þessum ljúfa dreng 1974 eftir að hann flutt- ist til Reyðarfjarðar. Mestur vin- skapur náðist þó á milli Gutta og Heiðars, en þó var eins og hann væri einn úr systkinahópnum. Fannst okkur hann fara alltof fljótt frá okkur, en við munum geyma minningu hans í hjörtum okkar. En vitnum svo í spámanninn eftir Kahlil Gibran: Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér flallið bezt af sléttunni. Og láttu vináttuna ekki eiga sér neinn til- gang annan en að auðga anda þinn, því að sú vinátta, sem leitar ein- hvers annars en síns eigin leyndar- dóms, er ekki vinátta, heldur net, sem kastað er í vatn og veiddir í tómir undirmálsfiskar. Og gefðu vini þínum það, sem þú átt best. Ef hann verður að þekkja fátækt þína, lát hann þá einnig kynnast auðlegð þinni. Að leiðarlokum viljum við svo þakka Gutta, okkar ástkæra vini, fyrir allar þær unaðs- og ánægju- stundir er við áttum kost á að njóta með honum og biðjum algóðan guð að geyma og varðveita þennan elskulega dreng. Síðan vottum við Þóreyju og Hönnu Hlíf okkar dýpstu samúð og biðjum guð að blessa þær í þeirra miklu sorg og söknuði. Heiðar Kristinsson, Sigrún E. Kristinsdóttir, Gísli Þór Kristinsson. Fæddur 27. maí 1886 Dáinn 9. apríl 1986 Þann 9. apríl sl. lést í sjúkrahús- inu á Akranesi Andrés Éyjólfsson fyrrum bóndi í Síðumúla og al- þingismaður, eftir stutta legu. Þá skorti hann tæpar sjö vikur í 100 ára aldur. Talið er að hann hafi náð hæstum aldri þeirra er á Alþingi hafa setið. Andrés fæddist að Kirkjubóli í Hvítársíðu þann 27. maí 1886. Foreldrar hans voru Eyjólfur Andr- ésson Magnússonar alþm. og bóndi á Kirkjubóli og kona hans Guðrún Brynjólfsdóttir bónda og hrepp- stjóra að Selalæk á Rangárvöllum. Andrés giftist 1919 Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá Mjóadal A-Hún. Hann útskrifaðist sem bú- fræðingur frá Hvanneyri 1911. Árið 1912 hóf hann búskap í Síðumúla, fyrst sem leiguliði, en eignaðist jörðina alla litlu síðar. Þá hóf hann stórbúskap. Talið var í upphafi að hann færi ekki troðnar slóðir í bú- skap sínum, en hann lét það sig litlu skipta. Hann ræktaði jörð sína af miklum dugnaði svo túnin urðu snemma stór og vel ræktuð. Fram- kvæmdir hans í byggingum í Síðu- múla urðu á fyrstu árum í búskap- artíð hans, miklu meiri og fyrr á ferð en þá gerðist. Árið 1957 hætti Andrés búskap, hafði búskapur hans staðið í 45 ár. Heimili hans varð þó áfram í Síðumúla til dauða- dags. Andrés gegndi mörgum trúnað- arstörfum, lengst starfaði hann í hreppsnefnd Hvítársíðuhrepps. Oddviti sveitarstjómar var hann í 41 ár. Svo vandvirkur og vel að sér um reikningshald hreppsins var hann að yfirendurskoðandi hrepps- reikninga í Mýrasýslu sagði mér að alltaf hefði hann skilað reikning- unum tíl sín á þeim tíma er lög gerðu ráð fyrir. Endurskoðun á sveitarreikningum þeim sem Andr- és gerði, sagði hann óþarfa, svo vel væri frá þeim gengið að þar skorti ekkert á. Þó lét Andrés ekki af oddvitastörfum fyrr en áttræður, þá af eigin ósk. Svo mun hafa verið um öll trúnaðarstörf, hann varð að óska eftir að láta af þeim vegna aldurs. Andrés var innanþingsskrifari Alþingis alls í níu ár. Skjalavörður Alþingis var Andrés í 16 ár. For- maður eftirlitsnefndar með opin- berum sjóðum var hann í þrjátíu ár. í Landsbankanefnd í eitt ár. I nefnd um útrýmingu refa og minka var hann skipaður 1956, þá um sjötugt. Andrés í Síðumúla var í hópi þeirra er beittu sér fyrir byggingu Reykholtsskóla. Hann var formaður skólanefndar frá upphafi þar til hann sagði af sér, þá meira en hálf áttræður. Það sem einkenndi öll störf Andrésar á opinberum vettvangi og gerðu hann svo eftirsóttan til þeirra, voru hyggindi hans, vandvirkni, dugnaður og reglusemi. Þegar hinn vinsæli og vel gerði maður, Bjami Ásgeirsson, hætti þingmennsku fyrir Mýramenn, eftir meira en tuttugu ára setu á Alþingi, var Andrés í Síðumúla valinn til framboðs fyrir Framsóknarflokkinn og náði kosningu. Tvennt kom Andrési að góðu gagni í þing- mennskunni. Það fyrra var hvað hann var kunnugur meðferð allra þingmála og hitt hvað hann naut mikilla vinsælda meðal þingmanna og starfsfólks. Allir vildu allt fyrir Andrés gera, svo sem hann hafði þeim gert. Og það dugði honum vel. Hann sótti mál fyrir sitt kjör- dæmi með miklum dugnaði og var vel ágengt. í kosningunum 1953 var Andrés endurkjörinn, en við kosningamar 1956 gaf Andrés ekki kost á sér til framboðs, enda var hann þá orðinn sjötugur og þá búinn að starfa á vegum Alþingis í 30 ár. Það féll þá í minn hlut að þreyta kosningar fyrir Framsóknarflokk- inn í Mýrasýslu. í þeim kosningum gerði það gæfumuninn, hvað Andr- és reyndist mér og flokki sínum vel. Svo vel reyndist hann mér alla tíð. Andrés í Síðumúla hefur verið gæfumaður í líflnu. Kona hans, Ingibjörg, var honum sérstaklega Vinur minn Geir í byijun heimskreppunnar, um það leyti, er flokkur Hitlers var stærsta minnihlutaflokksklíka Þýskalands, birtist fregn í Reykja- víkurblöðunum, sem vakti undrun borgaranna. Fregn, sem hefði ekki þótt fréttamatur i stórborgum heimsins. Drengur á gelgjuskeiði nýtur húsaskjóls og athvarfs í mannlausum skipum við festar í Reykjavíkurhöfn. Var drengurinn þar í samfélagi rotta, raka og gamalla matarleifa, tröllum geflnn. Vetur voru snjóþungir á þessum árum og sumrin heit, þakin ljósbrá. Konur burðuðust með þvott, krakka og kaffi á flöskum í þvottalaugam- ar í Laugardal. Beljur voru á beit við Tungu, og fjölskyldur voru í útilegu við Elliðaámar. Kindum var slátrað í sláturhúsinu við Kalkofns- veg, og ís höggvinn í tjöminni og fluttur á hestasleðum í sláturhúsið. Verkamannskýlið stóð hornrétt við Varðarhúsið í grófinni á mótum Kalkofnsvegar og Tryggvagötu. Skolprörin stóðu eins og byssuhólk- ar út úr hlöðnum gijótveggnum handan við Verkamannaskýlið. Rottur á stærð við ketti skutust um stórgrýtið í flæðarmálinu, eins og klettabúar. Trillukarlar lönduðu aflanum við steinbryggjuna og tré- bryggjuna, og óku fískinum eða báru í handvögnum og körfum yflr Tryggvagötu í bárujámsskúrana á milli Pósthússtrætis og Kalkofns- vegar. Var þar einskonar fískmark- aður. Á sumrin, eftir grásleppu- og rauðmagavertíðina á lognværum sumardögum, spúluðu karlamir trillurnar, drógu íslenska fánann að húni í skuti, og fetjuðu vasapela- karla og konur með tango-hatta á útisamkomu sjáifstæðismanna að Eyðum, og fluttu krakka og full- orðna, í olíubrælu og vélaskelli, í kringum lystiskipin á ytri höfninni, sem gnæfðu eins og klettaborgir yfir skoppandi bátakrílin. Lýra og Nova önnuðust hesta- og heyflutn- inga á ströndina, og Fylla skaut púðurskotum á ytri höfninni á afmælisdegi kóngsins. Vinur minn Geir Jósepsson frá Grímsey við heimskautsbaug kom til iðandi borgarinnar til þess að ganga lífinu á hönd, og leita móður sinnar og systra. Hann leitaði at- hvarfs þar sem hann best þekkti til, í bátum við sjávarsíðuna. Geir var fimmta barn hjónanna Jóseps Þorsteinssonar og Guðrúnar Einarsdóttur á Dalvík. Fjórar systur ásamt foreldmnum fögnuðu komu hans í þennan heim. Styijöld geisaði í Evrópu. Is lá við ströndina, og fólk át selakjöt, Jósep stundaði róðra á vetuma. Á sumrin óð síldin. Siglu- ijörður breyttist á augabragði í reykspúandi síldarhreisturbæ, þar sem danska, íslenska og norska vom talaðar jöfnum höndum. Þang- að héldu allir, sem vettlingi gátu valdið, meðal annarra hjónin Jósep og Guðrún. Mikið var um landlegur og oft hart í búi hjá fólki á þessum slóðum. Atvinnulífið var í höndum athafnamanna með dönsku ívafi. Hagsmunir pyngjunnar réðu at- vinnumálunum í heiminum um þessar mundir, og bitnaði það ekki síst á íslendingum. Jósep og Guðrún slitu samvistir, og héldu hvort í sína áttina. Hún með dætumar suður á bóginn, hann með soninn Geir til Grímseyjar. Ólst Geir þar upp við sjóstörf og eldamennsku. Sá hann um alla matargerð fyrir þá feðga. Helsta tómstundaiðjan var bóka- lestur. Varð Geir vel kunnugur ís- lendingasögunum og stórskáldum þjóðarinnar af lestrinum. Geir var vel máli farinn og talaði með norð- lenskum hreim. Frásagnargáfa hans var með afbrigðum góð, og hressandi að hlusta á hann segja frá. Á síðkvöldum dundaði hann oft við vísna smíði. Var hetja hans og fyrirmynd skáldið Steinn Steinarr. Mikið var um harðfiskát í Grímsey og bjó Geir að því alla tíð. Opnaði hann aldrei gosflöskur öðruvísi en með tönnunum. Geir var ákaflega skemmtilegur í viðræðum, hafsjór af allskonar lífs fróðleik, vissi sitt- hvað um alla skapaða hluti. Var Geir mjög róttækur í skoðunum, hallaðist að jafnaðarstefnunni framan af, en eins og ungir menn og róttækir, hreifst hann af rússn- esku byltingunni. Trilíubátalífið, sem hann kynntist hjá föður sínum í Grímsey, átti vel við Geir. Átti hann alla tíð í erfíð- leikum við venjuleg störf hjá öðrum. Geir stefndi stöðugt að því að afla peninga til trillukaupa, fara norður í Grímsey, og stunda róðra. Þessi draumur hans rættist aldrei. Geir stundaði um hríð bréfanám við Sjó- mannaskólann í Reykjavík og tók svokallað pungapróf. Fór alla tíð vel á með þeim feðg- um. Lagði Jósep áherslu á að herða strákinn, og tókst það frá líkamlegu sjónarmiði séð. Var Geir rammur að afli. Stóðust engir honum snún- ing í sjómanni. Margur dátinn átti um sárt að binda á stríðsárunum, ef hann varð fyrir barðinu á Geir. Einn vetrardag í norðan báli varð Geir fyrir því óhappi að verða í vegi veðurofsans. Brotnaði hægri handleggur hans og greri aldrei um heilt síðan. Stöðvaðist allur vöxtur í handleggnum. Var hann mjór og visinn. Aldrei kvartaði Geir, og gekk til allra verka, eins og heill væri. Geir var tæplega meðal maður á hæð, eins og fimleikamaður í vexti. Hann var hárprúður, með ljósrauðbirkið, liðað hár, grængrá augu í sterklegu andlitinu. í útliti hefði Geir verið ágæt auglýsing fyrir kynþáttaáróðursdeild nasista. Bæjaryfirvöldin skárust í leikinn, og vildu senda unga skipaflakkar- ann á sveitaheimili. Afstýrði Guð- rún móðir hans því, og veitti drengnum skjól hjá sér. Guðrún bjó með norskum manni, Óla Bang, í eins herbergis íbúð. Bjó Geir hjá móður sinni alla tíð síðan, eða þar til hún lést í hárri elli á sjötta ára- tugnum. Óli Bang vann alla algenga verkamannavinnu í Reykjavík á veturna, og var í síld og vertíð á sumrin og haustin. Guðrún fylgdi sambýlismanni sínum hvert á land sem hann fór. Gekk hún í hús og þvoði, eldaði og tók innan úr. Fylgdi Geir móður sinni og var fæði hans innifalið í kaupi Guðrúnar. Ég kynntist þeim mæðginum fyrst er Guðrún aðstoðaði móður mína á heimili okkar á árinu 1933. Héldu þau mæðginin alltaf síðan tryggð við okkur. Jósep undi sér ekki í Grímsey. Vildi hann nálgast son sinn og dætur og fluttist til Reykja- víkur. Geir var umhugað um að foreldrar sínir hæfu búskap að nýju. Allar tilraunir í þá átt fóru út um þúfur. Geir var mjög hændur að föður sínum og heimsótti hann oft og hlúði að honum þar til Jósep lést farinn að kröftum. Árið 1936 réðst Geir á norskt skip í Reykjavík, og sigldi viða næstu tvö árin. Talaði hann síðan norsku eins og innfæddur. Geir hélt uppi sömu háttum eftir heimkom- una. Var í sfld á sumrin með móður sinni og Bang, og á vertíð á haust- in. Var dvalist í Reykjavík um há- veturinn. Geir var eftirsóttur af skipstjórum bátaflotans, vegna eldamennskukunnáttu sinnar. Á árinu 1938 lék Þjóðveiji að nafni Werner á harmoniku á kaffi Lauga- veg 28. Kynntist Geir honum vel og lærði hjá honum harmonikuleik, sem hann hafði dútlað við áður. Lék Geir all vel á nikkuna, þótt honum auðnaðist aldrei að eignast harmon- iku. Geir hafði ungur kynni af Bakk- usi og hélt tryggð við hann til dauðadags. Var brennivíni óspart haldið að Geir, og þótti hann skemmtilegur drykkjufélagi á yngri árum, er enginn þótti maður með mönnum, sem ekki blótaði Bakkusi. Bakkus kóngur opnaði sálina. Draumar gátu ræst., ekkert var ómögulegt. Ákvarðanir voru tekn- ar, sem urðu að engu í nístandi köldum hversdagsleikanum. Geir var náttúrubarn, sem lifði á umróta- tímum. Hann var stoltur og hreyk- inn af uppruna sínum og þráði einfaldleikann og kyrrðina. Geir var listhneigður mjög. Naut hann í rík- um mæli litbrigða náttúrunnar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.