Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. APRÍL1986 iMfagt Útgefandi mHftfrifr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 40 kr. eintakiö. Er tilefni til bjartsýni? Umsjónarmaður Gísli Jónsson 333. þáttur Stjómarandstæðingar beina umræðum af sinni hálfu mjög að lélegri afkomu fólks, fátækt og erfíðleikum hús- byggjenda. Talsmenn ríkis- stjómarinnar gera of lítið af því að fjalla um þessa þætti þjóðmála en einbeita sér þeim mun meir að því að undirstrika árangur af störfum ríkisstjóm- arinnar í þijú ár. Báðir aðilar gera of lítið af því að upplýsa fólk um það hvað þróun eftia- hags- og fjármála út í heimi hefur mikil áhrif á afkomu okkar hér á íslandi. í mörgum tilvikum er það svo, að ríkis- stjómir lenda í erfíðleika vegna þróunar viðskipta á alþjóða vettvangi og góðæri hér bygg- ist oft á hagstæðri framvindu mála erlendis. Það er t.d. alveg augljóst, að óðaverðbólgan, sem hér ríkti í einn og hálfan áratug átti sér að verulegu leyti alþjóðlegan uppmna. Gífurlegar olíuverðs- hækkanir tvisvar sinnum á þessu tímabili, sem margföld- uðu orkukostnað þjóðarbúsins og atvinnuveganna ýttu vem- lega undir þessa verðbólguþró- un hér. Mjög háir vextir á alþjóðlegum fjármagnsmörk- uðum á vissum tímum áttu hér einnig hlut að máli. Hvom tveggja skerti afkomu fólks mjög. Hvað eftir annað hafa orðið verðsveiflur á útflutn- ingsafurðum okkar, sem hafa einnig haft neikvæð áhrif á stöðu þjóðarbúsins og afkomu einstaklinga og fyrirtækja. Við sitjum enn uppi með þunga bagga af þessum sökum, sem halda enn niðri lífskjörum fólks. Til viðbótar við þessi alþjóðlegu áhrif á afkomu okkar koma svo þau stórfelldu mistök, sem ríkisstjómir hafa gert á þessu tímabili og þá fyrst og fremst mikil mistök í fjár- festingum. Krafla er gleggsta dæmið um það. Þetta em helztu atriðin, sem hafa dregið niður lífskjörin í landinu á þessu tímabili. Spyxja má, hvort eitthvað sé að gerast, sem geti snúið þess- ari þróun undanfarinna ára við. Margt bendir til að svo sé. Verðlag á olíu hefur hmnið. Það dregur mjög úr útgjöldum okkar vegna olíukaupa og á vemlegan þátt í að draga úr verðbólgunni. Olíuverðslækk- unin mun því hafa jákvæð áhrif á afkomu þjóðarbúsins, fyrir- tækja og einstaklinga. Vextir hafa lækkað á alþjóðlegum mörkuðum. Það dregur úr út- gjöldum þjóðarbúsins vegna erlendra skulda og hefur því jákvæð áhrif á afkomu fyrir- tækja og einstaklinga. Verð- bólgan í helztu viðskiptalönd- um okkar hefur snarlækkað og stuðlar það að hagstæðari inn- kaupum til landsins. Þetta hefur áhrif á lífskjör fólksins í landinu. Hin ytri skilyrði em að flestu leyti hagstæð. Til viðbótar kemur jákvæð þróun innanlands. Aflamagnið við sjávarsíðuna fer vaxandi. Þorskafli eykst, þótt hann sé enn langtum minni en í upphafí þessa áratugar, þegar hann nálgaðist 500 þúsund tonn. Aðrir þættir í sjávarútvegi búa við góða afkomu þessa stund- ina, svo sem loðnuveiðar og rækjuveiðar- og vinnsla. Nýr vaxtarbroddur er að verða til í atvinnulífinu, þar sem er físki- ræktin. Augljóst er að upp- bygging fískiræktarstöðva er komin á mikla ferð. Sá vaxtar- broddur er vísbending um, að enn sé töluverður kraftur í atvinnulífí okkar. Ástandið í atvinnulífinu er ekki alls staðar svo hagstætt. Miklar umræður hafa orðið að undanfömu um erfíðleika í ull- ariðnaði. Þar er á ferðinni atvinnugrein, sem veltir jafn miklu fé og jámblendiverk- smiðjan í Hvalfírði og hefur jafn margt fólk í vinnu og ál- verið í Straumsvík. Umtals- verður samdráttur er í bygg- ingariðnaði og sömuleiðis í verklegum framkvæmdum öðr- um en þeim, sem tengjast vam- arstöðinni i Keflavík eða flug- stöðinni nýju. Af þessu má sjá, að það em margir þættir að verki innan- lands og erlendis, sem em lík- legir til að ýta undir batnandi lífskjör í landinu. Samt sem áður er það svo, að skuldabagg- inn , sem við bemm eftir erfíð- leika undanfarinna ára er svo mikill, að hann mun óhjá- kvæmilega halda lífskjömm niðri um nokkurt skeið. Meðan svo er skiptir mestu að beina athygli að þeim, sem minnst mega sín. Umræður um fátækt hafa orðið til þess að aftnarka þá þjóðfélagshópa nokkuð. Það er löngu orðið tímabært að stjómmálamenn okkar og aðrir forystumenn þjóðarinnar upplýsi fólk um þá staðreynd, að afkoma okkar byggist ekki eingöngu á því, hvort ríkis- stjómir em góðar eða vondar, eða hvemig aflinn er hveiju sinni. Við emm lítill hluti af stómm heimi. Það sem gerist út í þessum stóra heimi og við getum nákvæmlega engin áhrif haft á, skiptir sköpum um afkomu okkar, sem þjóðar og sem einstaklinga. Tvenn er helgi á nútímamáli. Annars vegar er helgi í merk- ingunni heilagleiki, friðhelgi, helgað svæði, í samsetninum svo sem landhelgi og þinghelgi. Þetta orð er frá fomu fari eins í öllum follum: helgi, um helgi, frá helgi, til helgi. Það er með öðrum orðum í sama beyginga- flokki og gleði, reiði, elli og leti. Snemma varð í máli okkar kvenkynsorðið helgr=helgur dagur. Þetta orð virðist vera fylgifiskur kristninnar og kemur ekki fyrir í elstu kvæðum ís- lenskum. Því er ekkert dæmi í skáldamálsorðabók Sveinbjam- ar Egilssonar. í orðabók Johans FVitzners em mörg dæmi, flest reyndar úr fomnorsku lagamáli. „Hefst sú helgr (auðk. hér) á sunnudaginn,“ segir t.d. í Kristnirétti Jóns erkibyskups yngra. Þetta orð var í allt öðmm beygingaflokki en helgi, beygð- ist þó að sumu leyti líkt: helgr, um helgi, frá helgi, til helgar. í þessum beygingaflokki vom mörg kvennanöfn, svo sem þau er enda á gunn(u)r, hild(u)r, gerð(u)r, vör og dís. Þá vom í þessum sama flokki elfr, flæðr, reyðr og æðr, svo og ermr, eyrr, festr og fyllr, svo að dæmi séu tekin. Nú fór á tvo vegu. í fyrri hópnum, elfr o.s.frv., var u skotið inn í ending- una til að auðvelda framburð, og því segjum við nú elfur, flæður, reyður og æður. I seinni flokknum, ermr o.s.frv., gerðist það hins vegar að i-end- ingin í þolfalli og þágufalli tróð sér inn í nefnifallið (áhrifsbreyt- ing). Verða þá til orðmyndimar ermi, eyri, festi, fyUi, og í þessum flokki var sagt helgr og verður því helgi í nefnifalli. Eftir sem áður er eignarfallsend- ing þessara orða -ar. Því segjum við t.d. eyrar, festar, elfar og helgar í eignarfalli. Þetta er rifjað hér upp vegna þess að í svæðisútvarpinu á Akureyri var mönnum ekki fyrir löngu óskað gleðilegrar helgi. Þakkarvert er reyndar að okkur var ekki óskað gleðilega (þf.) helgi, því að stundum má heyra þess konar villu. En rétt hefði verið að óska okkur gleði- legrar helgar (þetta var sagt á föstudegi) því að varla hefur maðurinn ætlast til þess að hlustendur upp og ofan gætu átt ánægjulegan heilagleika um helgina. Niðurstaða í stuttu máli: Til em tvö kvenkynsorð, helgi. Þau em samhljóða í öllum föllum nema eignarfalli. Þegar helgi merkir heilagleiki, er orðið eins í öllum föllum, en helgi í merk- inguninni, helgidagur (dagar) er í eignarfalli helgar. Við hlökk- um til helgarinnar. ★ Umsjónarmaður heldur áfram í aðfinnslutóni. Einkennileg er sú árátta að gera kvenkynsorðið leið að karlkynsorði í samsetn- ingunni Flugleiðir. Orðið leið = vegurinn, brautin sem við fömm hefur frá upphafi verið kven- kyns, fleirtalan margar leiðir. Það er í sama beygingaflokki og braut og sorg (i-stofn). í þessum flokki er nefnifall og þolfall fleirtölu eins, dæmi leið- ir, um leiðir. Þegar nöfn eins og Loftleiðir og Flugleiðir em búin til, er einboðið að beygja þau rétt eins og hið ósamsetta orð leið. Því eigum við að sjálf- sögðu að tala um Flugleiðir, með erri, ekki Flugleiði, rétt eins og við væmm að beygja karlkynsorðin vinur eða læknir. Á sama hátt segjum við að Flug- leiðir hafí verið neyddar til einhvers, ef svo illa hefur til tekist. Látum nú vera, þótt nafnlausir menn mglist á þessu, en þegar sjálfur forstjóri fyrir- tækisins segir alþjóð í sjónvarpi að „Flugleiðir hafí verið neydd- ir“ o.s.frv., þá getur umsjónar- maður þessa þáttar ekki setið á sér. Og enn kvað hann. Sama kvöldið og forstjóri Flugleiða karlkenndi nafnið á fyrirtæki sínu, kom fyrir augu sjónvarps- áhorfenda fréttamaður ríkisút- varpsins á Norðurlöndum. Hafði hann að vonum nokkur tíðindi að segja og þar á meðal að launþegar í Noregi krefðust „styttingu“ vinnuvikunnar. Stytting er í eignarfalli stytt- ingar. Kvenkynsorð, sem enda á -ing, mynda eignarfall með endingunni -ar, en ekki u. Hér er um þvílíkt gmndvallaratriði í beygingarfræði að ræða, að undram má gegna að fastir starfsmenn ríkisQölmiðla skuli ekki kunna á því skil. ★ Eftir allt nöldrið er svo frá því að skýra með ánægju, að orðin forvörn og fomvamar- starf virðast enn vera að festa sig í sessi í stað fyrirbyggjandi stagls sem oft og tíðum mátti heyra. Þeir sem beijast við krabbameinið, auka nú forvam- ir og forvarnarstörf um allan helming. Sjá þó, því miður, leið- arakálf þessa blaðs sl. sunnu- dag. ★ Fyrr hefur þess verið getið í þáttum þessum að ýmsir orð- snjallir menn hafí með mikilli hugkvæmni rímað við erlend orð, þau sem ekki virtust árenni- leg til slíks. Þorgils læknir Benediktsson var enginn eftir- bátur annarra í þeirri list. Hann kvað: Efþérgengurgalíum grátandiogþvalíum, ófeijandiogalíum, áttuaðétavalíum. Áfengisvandi og vafasöm viðbrögð eftir Tómas Helgason í ritstjómargrein Morgunblaðs- ins laugardaginn 12. apríl sl. er tekið undir þá skoðun, að misnotkun áfengis sé aðaláhyggjuefnið þegar rætt er um notkun fíkniefna og nauðsyn þess að menn beiti sér af alefli gegn henni og gegn öllu sem getur orðið til þess að auka heildar- neyslu áfengis meðal landsmanna. í sömu grein er talað um að fræðsla og aðhald sé betra en boð og bönn. I því sambandi er vitnað til herferðarinnar gegn tóbaks- reykingum sem hefur borið lofs- verðan árangur vegna starfs krabbameinsfélaganna og þeirra sem vinna gegn hjartasjúkdómum. Ritstjórinn gleymir hins vegar að geta um að þessi árangur hefði ekki náðst nema með eindregnum stuðningi fíölmiðla og boðum og bönnum. Ekki var byijað á að auka tóbaksneysluna með því að bæta nýjum og „léttari" reyktóbaksteg- undum við áður en herferðin gegn tóbaksreykingum hófst fyrir alvöru. Ekki var heldur flutt fmmvarp til að leyfa framleiðslu reyktóbaks til sölu innanlands og til útflutnings. Það var ekki leitað eftir einhveiju nýju jafnvægi til þess að íslendingar ættu aðgang að léttustu tegundum reyktóbaks og sóknin í „sterka eitr- Tómas Helgason ið“ minnkuð áður en reynt var að ná árangri í herferðinni gegn tób- aksbölinu eins og nauðsynlegt er að ná í baráttunni við áfengið. Það sýnir furðulegan tvískinn- ungshátt að jafnvel höfundar rit- stjómargreinar Morgunblaðsins skuli vilja taka þá áhættu að leyfa fleiri tegundir áfengis jafnvel þó að hann viti að það magn, sem er í þremur eða fjórum glösum af því sem hann kallar sterka og görótta drykki, breyta venjulegum, heiðar- legum manni í skrímsli sem ekki er í húsum hæft. Sama magn af áfengi sem er í bjór hefur sömu áhrif, ef það er dmkkið á jafnlöng- um tíma. Þetta veit leiðarahöfund- urinn fullvel því ekki verður annað skilið á honum en hann taki undir nauðsynina á að koma í veg fyrir að heildameyslan aukist. í þessari ristjómargrein gætir þess misskilningur, að íslenska ríkið lifi á því að selja áfengi og tóbak. Nær væri að segja að íslenska ríkið lifði þrátt fyrir að það seldi áfengi og tóbak. Ollum sem vita vilja er ljóst, að sennilega er kostnaðurinn af áfengis- og tóbaksneyslu lands- manna meiri en sá hagnaður sem ríkið hefur af sölu þessara eitur- efna. Sé það vilji manna að þessi efni séu fáanleg í landinu, er eðlileg- ast að sá aðilinn sem ber kostnað af skaðanum sem þau valda hafi og tekjumar af sölu þeirra, þó að þær dugi sennilega ekki til að standa undir kostnaði. Unnið gegn fræðslu Öllum hugsandi mönnum ætti og að vera ljóst, að nauðsynlegt er að koma í veg fyrir að einstaklingar eigi atvinnu sína og afkomu undir framleiðslu og sölu á eiturefnum á MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1986 29 Forsendur námskrár eftirArnór Hannibalsson Menntamálaráðuneyti fslands hefur gefið út Aðalnámskrá gmnn- skóla. Fyrst ber þar að telja Al- mennan hluta, en þar er gerð grein fyrir forsendum náms, kennslu og prófa. Ennfremur hafa verið gefnar út námskrár einstakra greina. Þessar námskrár em mjög virðu- leg plögg. Þær em undirritaðar af ráðherra og ráðuneytisstjóra, svo sem aðrir stjómvaldsgjömingar, og em því yfirlýsing af hálfu íslenzka ríkisins um stefnu í skólamálum. Hinn almenni hluti aðalnámskrár löggildir þannig nokkrar höfuð- kenningar Svisslendingsins J. Pia- gets, svo sem embættismenn ráðu- neytisins skilja þær. Höfuðhugmyndir „Á forskólaaldri á bam erfitt með að setja sig í spor annarra." „Rökleiðsla bamsins, skilningur þess á orsakasamhengi og um- hverfinu yfirleitt er miklum ann- mörkum háður." Siðgæðisþroski og siðgæðisvitund bama er því á mjög lágu stigi. „Bam getur t.d. ekki sýnt nema takmarkaða tillitssemi við aðra fyrr en það hefur náð þeim þroska að það geti sett sig í spor annarra." Þá kemst siðgæðisþroski á „æðra stig“. Böm hafa litla rétt- lætiskennd, því að hún er „reist á tillitssemi við aðra“. Því verður að bíða eftir að böm komist á nægilega hátt vitsmunastig, til að þau sýni af sér siðgæðisskilning. En vits- munir bama em mjög takmarkaðir. Að vísu öðlast 7—11 ára böm „fæmi í ýmsum röklegum aðgerð- um og ályktunum, en einungis með því að styðjast við áþreifanlega hluti. Þannig öðlast þau t.d. skilning á að summa er óháð röðun eininga, t.d. ef A+B=C þá er B+A=C“. Þá er komið að höfuðkenningu nám- skrárinnar um böm: „Um og eftir 11—12 ára aldur geta margir farið að hugsa óhlutstætt"). Þetta er skýrt þannig, að þeir geti nú „hugs- að sér margar lausnir, sett fram tilgátur og prófað þær eina af annarri í kerfísbundinni röð.“ (En þetta er samt engin skýring á því, hvað það er „að hugsa óhlutstætt". Þó er af þessu dregin sú ályktun að nú megi „leggja fyrir viðfangs- efni án þess að styðjast við áþreif- anlega hluti og myndir og smám saman gera vaxandi kröfur til nemenda um óhlutlægar, röklegar aðgerðir og dýpri skilning á lög- málurn". (Tilvitnanir em úr Al- mennum hluta aðalnámskrár gmnnskóla bls. 9—11). Þetta hefur síðan m.a. það í för með sér, sem segir í Aðalnámskrá fyrir samfé- lagsfræði bls.52: „Þannig má t.d. ætla að nemendur á 4. námsári hafí ekki nægar forsendur til að skilja þær orsakir er leiddu til land- náms íslands og þær félagslegu breytingar sem þá áttu sér stað.“ Þó er gert ráð fyrir því á bls 23 að á 4. námsárí sé upphaf byggðar á íslandi kynnt, en eiginlega sögu á ekki að kenna fyrr ená 7.-9. námsári (bls. 60—61). Þrugl Allt þetta væri gott og blessað, ef ekki vildi svo óheppilega til, að kenningar þær sem hér er vísað til, em innantómt þmgl. Hver sá sem kynnzt hefur bömum og hefur ekki mglazt í ríminu af vitlausum kenningum veit, að böm hugsa fullum fetum óhlutstætt. Þau kunna að tala, og öll orð tungumálsins em óhlutstæð (sértekin) hugtök. Hver sá sem beitir heilbrigðri skynsemi sér, að það er út í hött að halda að böm innan 7 ára skorti siðgæði og geti ekki tekið tillit til annarra sökum vitsmunaskorts. Vissulega hefur hugsun bama sín sérkenni. En kenningar þær, sem að ofan em nefndar, gera henni rangt til. Um snigla og menn Þegar J. Piaget var ungur maður í upphafi þessarar aldar, velti hann- því fyrir sér, hvemig lífvemr fara að því að lifa af í umhverfi sínu og aðlaga sig að því. Hann aðhyllt- ist kenningu Darwins um náttúmv- „Kenning Piagets hefur verið höfð að leiðarljósi a.m.k. síðastliðin tíu ár við gerð alls námsefnis á vegum íslenzka ríkis- ins og við mótun kennsluaðferða í grunnskólum. Engin greinargerð hefur ve- rið birt um það, hvers vegna þessi kenning var valin.“ al og þá kenningu, að vitsmunir væm aðlögunaraðferð. Þetta Ieiddi hann til að halda, að sjálft innra eðli röklegrar hugsunar og upp- bygging hennar, og þar með þær fræðigreinar sem við þau efni fást, rökfræði og stærðfræði, væm af- sprengi þessarar aðlögunar. Þessi kenning er röng og höfuðþverbrest- ur í öllu kenningakerfi Piagets. Piaget hallast að úreltri kenningu E. Haeckles frá því um 1870 að vitsmunaþróun tegundarinnar end- urtakist í vitsmunaþroska einstakl- ings. Hann heldur að reglur um röksamhengi sé hægt að finna með því að athuga hvemig menn bregð- ast við umhverfínu. Þess vegna kallar hann Kenningu sína sálfræði en ekki heimspeki. Piaget kennir að vitsmunir þroskist frá lægra stigi til hærra stigs. Það byggist á því, að athafnir, sem em tengdar nátt- úmlegu orsakasamhengi, hafa inn- byggt röksamhengi. Þær verða þannig að aðgerðum. Náttúmlegt orsakasamhengi og rökleiðing verða eitt og hið sama. Þroskað vit er röklega stærðfrasðilegt. Þroskinn er fólginn í því að nálgast það smám saman. Böm skynja og hugsa rang- lega. Þau skortir vit. Þegar þau ná formaðgerðastigi (11—15 ára) verða þau að vitveram og þroskast ekki meir. En vit þeirra er mæli- kvarði á vit bama. Um allt þetta ber að efast. Kenningin beinist að þessu tvennu: 1. Sýna í hveiju rökaðgerðir mannvitsins em fólgnar. 2. Sýna hvemig menn þroskast til að ná tökum á þeim. Rökaðgerðir Þroskastig em þijú: 1. Forað- gerðastig (að 7 ára aldri), 2. Að- gerðastig (7—11 ára). 3. Form- hugsunarstig (frá 11—12 ára). Rökfræðin beinist að stigum 2 og 3. Aðgerðir annars stigs byggjast á stærðfræðihugtaki, sem nefnt er grúppa. Það skýrist með eftirfar- andi: Settu tvo peninga fyrir framan þig á borðið. Láttu báða snúa með krónuna upp. Fjórar aðgerðir em mögulegar með þeim. Þær em einingar grúppunnar. Aðgerðimar felast í því að snúa peningunum við eða ekki, svo sem hér segir: a) Snúðu hægri handar peningnum við (kallast H) b) Snúðu vinstri handar peningn- um við (kallast V) c) Snúðu báðum peningunum við (kallast B) d) Snúðu engum pening við (kallast E) Nú er hægt að tengja þessar aðgerðir saman í röð, t.d. fýrst V og svo B. Útkoman úr því er H. Mögulegar aðgerðir sjást af þessari töflu: E H V B E E H V B H H E B V V V B E H B B V H E Um samtengingar þessar gilda fjórar aðalreglur: 1. Sama er hvaða tvær einingar em tengdar, útkoman er eining sem er í menginu. Útkoman er alltaf E, H, V eða B. 2. Útkoman er óháð því, í hvaða röð aðgerðir em: (Þetta er reglan sem nefnd er í almennri aðalnám- skrá bls. 9). Dæmi: (H og svo V) og svo B H og svo (V og svo B) H- og svo V og svo H. 3. Ein aðgerð hefur engin áhrif á hinar: E og svo H H. 4. Til er eining í menginu slík, að samtenging tveggja slíkra er upp- hafseiningin. Dæmi. V og svo V E. Þess ber og að geta, að eining- amar geta bæði verið tölur (í dæminu em tveir peningar) og aðgerðir (plús og mínus). Orðið aðgerð getur táknað þrennt: a) Samtengingaregluna fyrir grúpp- una, b) fyrirskrifaðar aðgerðir (plús og mínus), c) aðgerðir sem menn gera í huganum. Þessi margræðni er nauðsynleg, til þess að hægt sé að dæma um „réttar" og „rangar" aðgerðir út frá mismunandi túlkun- um. Þessi margræðni veldur því að líkanið er ónýtt. Röksamhengi er einfaldlega annars eðlis en aðgerðir. Þetta líkan á að gilda um hugsun- arhátt 7—11 ára bama. Það felur í sér rökaðgerðir, en þær styðjast einungis við „áþreifanlega hluti“ (Aðalnámskrá bls. 9). Af hveiju? Við því er ekki svar. Fyrir stig „óhlutbundinnar hugs- unar“ gilda (einhverra hluta vegna) samtengingar fíögurra hugtaka: samsemdar, neitunar, gagnkvæmní og fylgni. Um þau má setja upp samskonar töflu og er hér að ofan. Það getur bæði verið náttúmlegt kerfí, rökfræðikerfí og einnig talna- hlutfallakerfi, allt eftir því hvaða túlkun er talin eiga við. Sjá næstu siðu. borð við áfengi og tóbak eða önnur fíkniefni, sem ekki er leyfð sala á í landinu. Þetta er m.a. vegna þess að ekki er hægt að samræma ágóðasjónarmið einstakra seljenda og fræðslusjónarmið heilsuvemdar, sem leggur áherslu á að draga úr neyslu áfengis. Því miður virðist meiri hluti alls- heijamefndar efri deildar ekki vera þetta ljóst. Hann leggur til að bjór- framvarpið verði samþykkt óbreytt án þess að reisa því skorður að heildameysla áfengis aukist í landinu. Skinhelgi þeirra sem flytja framvarpið og kemur fram í því að þeir ætla að vetja 1% af skatttekjum ríkissjóðs vegna sölu áfengs öls til að fræða fólk um skaðsemi þess eiturs sem þeir vilja hella í það, er nánast grátbrosleg. Þessi tvískinn- ungur sýnir hve erfitt uppdráttar fræðslan um skaðsemi áfengis á. Fræðsla án aðhalds sem fylgir boðum og bönnum, sem höfundur ritstjómargreinarinnar telur að veki uppreisnarhug með mönnum og dugi í engu, er því miður ekki nóg. Enda hefur höfundi greinarinnar vafalaust skotist óviljandi og notað það sem stflbragð að telja að boð og bönn vektu einungis uppreisnar- hug með mönnum og dygðu í engu. Ef svo illa er komið er ekki líklegt að takist að halda uppi neinu siðuðu þjóðfélagi. Það vekur mikla furðu að fíár- málaráðherra skuli hafa borið fram stjómarfrumvarp á alþingi um að leyfa einkaaðilum framleiðslu á áfengi í landinu. Engu er líkara en að þetta fmmvarp eigi að keyra í gegn eins og um sé að ræða neyðar- ráðstafanir sem þoli enga bið eða byltingarkennda nýjung sem koma þurfi á markað með hraði. Sem betur fer em íslendingar ekki þann- Vonandi eru enn nógu margir al- þingismenn sem skifja, hve hættu- leg aukin áfengis- neysla er heiisu og félagslegri velferð þjóðarinnar, svo að dugi til að fella bæði bjórfrum- varpið og frum- varpið um að leyfa einkaaðilum fram- leiðslu á áfengi í Iandinu. ig staddir að vemlegur hluti þeirra eigi lífsafkomu sína undir því að framleiða og koma á markað heima eða erlendis tóbaki, áfengi eða öðmm eiturefnum, sem valda ómældum skaða í þjóðfélögum markaðslandanna. Þetta fmmvarp sýnir enn einu sinni tvískinnungs- háttinn gagnvart áfengi og erfið- leikana sem fræðslustarfsemin á við að stríða. Eitt af því sem gerir fólki erfitt fyrir í kennslu og uppeldi em tví- bent boð sem foreldrar og kennarar gefa bömum sínum og landsfeður þjóðfélagsþegnum. Það er ekki vænlegt til árangurs að segja öðmm þræði að áfengið sé slævandi, dragi úr dómgreind og sé hættulegt lífi og heilsu, en jafnframt að flytja fmmvarp á Alþingi um framleiðslu á þessu hættulegaefni til að græða á sölu þess til útlendinga og þá væntanlega misbjóða heilsu þeirra um leið. Röksemdafærsla fyrir fmmvarp- inu er heldur veikburða og gróða- vonin byggir á því annað hvort að hafa gróðann af Svíum og öðram frændum okkar eða að stuðla að því að auka eitumeysluna meðal vinaþjóða. Vonandi tekst það ekki og er þá hætt við að gróðinn af útflutningi verði ekki mikill og verði fyrst og fremst reynt að sækja hann innanlands. Þetta fmmvarp mun, ef að lögum verður, grafa undan áfengismálastefnu þeirri sem hér hefur ríkt og hefur náð þeim lofsverða árangri að áfengisneysla íslendinga er enn lægst meðal Evrópuþjóða. Vilja alþingsmenn viðbótina? Þó tæki fyrst steininn úr, ef Alþingi samþykkti bjórfmmvarpið sem meirihluti allsheijamefndar efri deildar hefur lagt blessun sína yfir. Samþykkt þess fmmvarps er fáránleg tímaskekkja nú, þegar lögð er öll áhersla á heilsuvemd og að draga úr útgjöldum til heilbrigð- ismála. Þegar í dag em miklir einkahagsmunir í húfi í sambandi við bjórsölu og framleiðslu. Þeir munu ekki minnka ef almennt verð- ur leyfð sala áfengs öls í landinu og getur þá hver sem er séð í hendi sér líkumar á að aftur verði horfið frá því óráði. Það er varla af þekkingarleysi sem alþingismenn og jafnvel fíár- málaráðherra flytja framvörp sem sannanlega munu auka áfengis- vanda þjóðarinnar. Sjálfur forsætis- ráðherra hefur látið Þjóðhagsstofn- un reikna út hver verði aukning áfengisneyslu ef framleiðsla og sala áfengs öls verður leyfð í landinu. Þeir útreikningar sýna að neyslan mundi aukast um þriðjung. Slíkt hefur í för með sér enn meiri skaða, ofneytendum mun fjölga, alkóhól- istamir verða veikari. Oðmm sjúk- dómum og slysum, sem af áfengis- neyslu hljótast, fíölgar og dánartal- an hækkar. Væntanlega vilja þing- mennimir koma þessari þekkingu til alþýðu manna. En ekki virðist fylgja mikill hugur máli þegar jafn- framt er stuðlað að aukinni neyslu. Vonandi em enn nógu margir alþingismenn sem skilja hve hættu- leg aukin áfengisneysla er heilsu og félagslegri velferð þjóðarinnar svo að dugi til að fella bæði bjór- fmmvarpið og fmmvarpið um að leyfa einkaaðilum framleiðslu á áfengi í landinu. Ábyrgð Morgnnblaðs- ins á fræðslu þings ogþjóðar Morgunblaðið er víðlesnasta dagblað landsins og hefur ásamt sjónvarpi og útvarpi mest áhrif á skoðanamyndun í landinu. Þvf leita undirritaður og aðrir, sem vilja koma fræðslu á framfæri, til þess þegar á liggur. Treysta má því að blaðið birti efnið skilmerkilega og á þann hátt sem ritstjóminni þykir hæfa mikilvægi þess. Ábyrgð Morgunblaðsins í heilsu- vemdarmálum sem öðmm málum er mikil og í flestum tilvikum hefur það risið undir henni. Skrif og skoðanir ritstjóra þess hafa mikil áhrif á gang mála. Þess vegna vona ég að þeir endurskoði afstöðu stna til áfengis- mála enn betur en fram kom í rit- stjómargreininni, sem varð tilefni þessara skrifa, og mæli gegn öllu sem orðið getur til að auka neyslu eiturefna eins og áfengis. Höfundur er dr.med., prófessor í geðlæknisfræði við Háskóla ís- lands og forstöðumaður geðdeild- ar LandspítaJans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.