Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 13
Fólk staldrar við og bíður eftir við- brögðum Khadafis — segir Signrður Helgason forstjóri Flugleiða um hugsanleg áhrif árásarinnar á Líbýu á Norður-Atlantshaf sflugið „VIÐ HÖFUM miklar áhyggjur af þessu ástandi og fylgjumst vel með gangi mála. Bókanir frá Bandaríkjunum til Evrópu hafa dreg- ist saman um 10—15% frá því í fyrra, en á sama tíma hafa bókanir frá Evrópu til Bandarikjanna aukist" sagði Sigurður Helgason for- stjóri Fiugleiða í samtali við Morgunblaðið er hann var spurður um hugsanlegar afleiðingar árásar Bandaríkjamanna á Líbýu á Norður- Atlantshafsflug Flugleiða. Sigurður Helgason sagði að vegna þess hve Flugleiðir væru lítið og óþekkt flugfélag hefði ekki orðið eins mikið vart við samdrátt í bók- unum hjá því og hjá stóru banda- rísku félögunum. Skrifstofa Flug- leiða í New York hefði til dæmis fengið um fjögur þúsund símhring- ingar í gær frá fólki sem spurðist fyrir um ferðir til Evrópu. Sigurður sagði að eflaust hefði það einnig áhrif að flugvöllurinn í Luxemborg væri ekki með þekktustu flugvöllum í Evrópu. „Bókanir koma seinna inn en oft áður“ sagði Sigurður. „Fólk virðist ætla að staldra við og sjá hver viðbrögð Khadafís verða, áður en það tekur ákvörðun um að ferðast til Evrópu. Þetta ástand hefur aukið eftir- spurn Bandaríkjamanna eftir ferð- um til íslands, eða viðkomu á ís- landi. Áhugi fólks beinist nú til norðlægari landa. Nú eru til dæmis öll hótel í Reykjavík að verða upp- bókuð fyrir sumarið." Okurmálið: Hermann kemur heim eftir mánuð HERMANN G. Björgvinsson, aðalsakborningur og aðalvitni ákæruvaldsins í okurmálinu svo- nefnda er væntanlegur til lands- ins eftir um það bil mánuð, að því er hann sagði í símtali við Olöfu Pétursdóttur, héraðs- dómara í Sakadómi Kópavogs. i gær. Ólöf Pétursdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að hún hefði leit- að eftir því að Hermann hefði samband við sig og gerði grein fyrir ferðum sínum. „Hann hefur nú haft samband við mig og ég fékk það staðfest að hann væri í fríi og væri væntanlegur heim eftir rúman mánuð,“ sagði Ólöf. Hermann fór af landi brott vestur um haf til Bandaríkjanna síðastliðinn laugar- dag. •jrJT- Sigurvegarar í myndbandasamkeppninni. Talið frá vinstri: Orri Árnason, Bergur Geirsson, Þorgils Björgvinsson og Markús Jósefsson. Myndbandasamkeppnin „Hraði og skynsemi“: Fyrstu verðlaun fékk „Asbjörn og Magnús“ Umferðarnefnd Reykjavíkur og íþrótta- og tómstundaráð efndu til myndbandasamkeppni meðal ungs fólks á landinu í tengslum við umferðarviku í Reykjavik sl. haust. Yfirskrift samkeppninnar var „Hraði og skynsemi“. Markmiðið með myndbandinu var að auka umferðaröryggi ungs fólks og vekja það til umhugsunar um umferðina. Fyrstu verðlaun hlaut myndin „Ásbjöm og Magnús", sem gerð er af ungu fólki í félagsmiðstöðv- unum Agnarögn og Ekko í Kópa- vogi, þeim Orra Arnasyni, Bergi Geirssyni, Þorgils Björgvinssyni og Markúsi Jósefssyni. Dómnefnd skipuðu Guttormur Þormar frá Umferðamefnd Reykjavíkur, Karl Jeppesen kvik- myndagerðarmaður og Gunnar Örn Jónsson frá Iþrótta- og tóm- stundaráði. í umsögn dómnefndar um myndimar segir m.a. að „Ásbjöm og Magnús" hefði náð best þeim markmiðum sem sett vom. „Myndin er í léttum dúr og boð- skapur hennar kemst auðveldlega til skila. Hljóðupptaka myndarinn- ar er þokkaleg en önnur tæknileg vinnubrögð em mjög einföld. Það hefði bætt þessa mynd ef aðalleik- arar hennar hefðu verið sýndir í nærmynd í upphafí auk þess sem fjölbreyttari myndatöku hefði verið beitt." Dómnefndin treysti sér ekki til að gera upp á milli myndanna í 2. og 3. sæti en það voru mynd- bönd, sem krakkar úr Álftamýrar- skóla og Æfingaskólanum fram- leiddu. Atvinnumálasamþykkt þings Landssambands iðnverkafólks: Á vöxtur í iðnaði að gerast sjálfkrafa? „ÍSLENSK verkalýðshreyfing hefur verið frumkvæðislítil í atvinnumálum og starfsfólk flestra fyrirtækja sýnir takmark- aðan áhuga á því, sem framund- an er i fyrirtækinu, sem það starfar hjá, enda er því ekki gefinn kostur á að hafa áhrif á mótun og stefnu þess. Á þessu þarf að verða breyting og verka- lýðshreyfingin verður að láta atvinnumálin meira til sín taka en verið hefur.“ Svo segir m.a. í ályktun um atvinnumál, sem samþykkt var á 7. þingi Landssambands iðnverka- fólks, sem haldið var í Reykjavík 11. og 12. apríl. Þar segir einnig að í íslenskum iðnaði starfi nú nærri sex þúsund manns. Það svari til þess að sjöundi hver maður stundi atvinnu í iðnaði, næst stærstu atvinnugrein landsmanna. Síðan segir: „í yfirlýsingum um atvinnumál er iðnaði oftast ætlað stórt hlutverk en sjaldnast er skil- greint með hvaða hætti iðnaðurinn geti búið sig í stakk til þess að taka á móti þeim þúsundum manna, sem streyma munu út á vinnumarkaðinn á næstu árum. I reynd skortir skýra stefnumótun í málefnum íslensks iðnaðar. Áform um uppbyggingu eru næsta óljós og á stundum er gengið út frá því, að vöxturinn gerist sjálfkrafa og án undirbún- ings.“ Þá segir einnig m.a. í ályktun- inni: „Það öryggisleysi, sem stórir hópar iðnverkafólks búa við, er með öllu óviðunandi. Fjöldauppsagnir starfsfólks, sem unnið hefur í ullar- og fataiðnaði, sýnir það best. Flótt- ann frá innlendri framleiðslu yfir í innflutning verður að stöðva og tryggja iðnverkafólki atvinnu með öllum tiltækum ráðurn." I ályktun um verkmenntunarmál segir m.a.: „Ljóst er að krafan um Akureyri. MAÐUR, sem fannst meðvitund- arlaus á götu á Dalvík, aðfarar- nótt laugardagsins og fluttur var í sjúkrahús til Reykjavíkur, er nú á batavegi en hann lá á gjör- gæslu um tíma. Maðurinn, sem fæddur er 1939, fannst meðvitundarlaus kl. 3.20 aðfararnótt laugardags. Hann var fluttur ?. Fjórðnngssjúkrahúsið , á stóraukna iðnfræðslu og verk- menntakennslu fyrir starfsfólk í verksmiðjuiðnaði er eitt brýnasta hagsmunamál iðnverkafólks í dag. Framvindan í þessum málum á næstu misserum og árum mun án efa hafa afgerandi þýðingu í bar- áttu okkar fyrir því, að skapa almennan skilning og viðurkenn- ingu á mikilvægi og þýðingu þeirra starfa, sem iðnverkafólk hefur með höndum. Um leið hlýtur aukin verk- menntakennsla að verða mikilvægt tæki í baráttu iðnverkafólks fyrir stórbættum kjörum þeirra, sem við iðnað starfa.“ Akureyri og síðan til Reykjavíkur. Rannsóknarlögreglan á Akureyri hefur unnið að rannsókn málsins og var að störfum á Dalvík í gær. Skv. heimildum Morgunblaðsins er ekkert sem gefur vísbendingu um það að eitthvað saknæmt hafi gerst. Svell var á götunni og allt bendir til þess að um slys hafí verið að ræða - maðurinn hafi dottið á götunni. Dalvík: Fannst meðvitundarlaus Tónlistarunnendur Á næstunni mun íslenska hljómsveitin og Kór Langholtskirkju flytja tónverkið Messías eftir George F. Hándel, ásamt einsöngvur- unum Ólöfu K. Harðardóttur, Sólveigu Björling, Garðari Cortes og Halldóri Vilhelmssyni. Stjórnandi verður Jón Stefánsson. Verkið verður flutt sem hér segir: ( íþróttahúsinu á Akranesi 19. april kl. 14.00, í Selfosskirkju þriðjudaginn 22. apríl kl. 20.30 i íþróttahúsinu í Keflavik miðvikudaginn 23. apríl kl. 20.30 og í Reykjavik í Lang- holtskirkju fimmtudaginn 24. apríl kl. 20.30. Aðgangseyrir er kr. 600. Forsala aðgöngumiða er hafin: Á Akra- nesi í Tónlistarskólanum, á Selfossi í versluninni Höfn og Vöru- húsi KÁ, i Keflavík i Tónlistarskólanum, i Reykjavík i Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Bókabúð Lárusar Blöndals og ístóni. í slenska Hljómsveitin HOSTfi Störf viðferðamannaþjónustu Hótel- og ferðaþjónustuskóli, stofnaður árið 1959 í Leysin, frönskumælandi Sviss. Prófskírteini í lok námskeiðs. Kennsla fer fram á ensku. 1. 2ja ára fullnaðarnám í hótelstjórn (möguleiki á að innrita sig annaðhvort á 1. árið á stjórnsýslunámskeið eða á 2. árið í framhaldsnám í hótelstjórn). 2. 9 mánaða alþjóðlegt ferðamálanámskeið, kjarnanám, viður- kennt af Alþjóða flugmálastofnuninni og UFTAA, sem lýkur með prófi. Fullkomin íþróttaaðstaða einkum til skíða- og tennisiðkunar. Næsta námskeið hefst 24. ágúst 1986. Skrifið til að fá upplýsingar til: HOSTA; CH-1854, Leysin Tel: 9041/25-34-18-14 Telex: 456-152 crto ch.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.