Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 7
MORGIJNBLAÐÍÐ, ‘LÁPGARD AGUR 19. APRÍt'íðfe ;7 Krabbameinsf élagið: Fimm verðlaunamyndir í teiknimyndasamkeppni Ólafur Rögn- valdsson út- gerðarmaður í fyrsta sæti — á lista almennra hreppsbúa Hellisandi. BIRTUR hefur verið listi al- mennra hreppsbúa í Neshreppi utan Ennis í sveitarstjórnarkosn- ingunum 1986. í fyrsta sæti er Ólafur Rögnvaldsson útgerðar- maður. í öðru sæti er Ómar Lúðvíksson trésmiður, í þriðja sæti er Gunnar Már Kristófersson sveitarstjóri, Óttar Sveinbjömsson rafvirkja- meistari er í fjórða sæti, í fimmta sæti er Ingibjörg Friðjónsdóttir bankamaður, í sjötta sæti Aðal- steinn Jónsson bifreiðastjóri, Aldís Reynisdóttir húsmóðir er í sjöunda sæti, Albína Gunnarsdóttir kennari í áttunda sæti, í níunda sæti er Margrét Benjamínsdóttir verslunar- maður og í tíunda sæti er Guðmund- ur Kristjánsson nemi. Afmælishöld í Melaskóla Melaskóli við Hagamel heldur upp á 40 ára afmæli sitt og 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar um helgina. Hátiðahöld verða í skólanum bæði í dag kl. 13.00 til 17.00 og á morgun kl. 13.00 til 18.00. Sýning verður á vinnu nemenda í stofum skólans og á göngum. Þá verður efnt til skemmtana þar sem m.a. kór skólans og hljóðfæraleikar- ar koma fram auk þess sem söng- leikur verður fluttur. Þá fara fram leikfímisýningar og báða dagana verður foreldraráð skólans með kaffi- óg kökusölu. LAUGARDALSHÖLL 15.-19.APRÍL í dag kl. 13.45 Portúgal — írland kl. 15.30 úrslitaleikur mótsins ísland — Noregur Ahorfendur! Nú reynir á stuðning ykkar. Fjölmennum í Höllina og hvetjum strákana til sigurs. Verð á leikina: fullorðnir kr. 250.- börn kr. 100.- ......Suðurnesjamenn: Landsleikur f Kefíavík á mánu- dagskvöldkl. 20.00. FLUGLEIDIR /MT SíWnG Búið er að velja fimm verð- launamyndir í teiknimynda- samkeppni Krabbameinsfé- lags Islands sem fram fór í tengslum við „Fræðsluviku ’86“ á Kjarvalsstöðum. Skóla- börn á aldrinum 10 til 12 ára voru beðin að teikna myndir Almenna bókafélagið: Leikrit Shakespeares í þýð- ingu Helga Hálfdánarsonar FJÓRÐA bindið af þýðingum Helga Hálfdánarsonar á leikrit- um Williams Shakespeares er komið út hjá Almenna bókafélag- inu. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a.; „Leikritin í þessu 4. bindi eru harmleikimir sem Shakespeare samdi á tímabilinu 1604—08 og byggja þeir fyrstu á ævisögu Plut- arks, þ.e. Koríólanus, Júlíus Sesar og Anton og Kleopatra og gerast allir í Róm og grennd, og svo er hér Óþelló sem gerist í Feneyjum og fjallar um Óþelló, hinn göfuga Mára í þjónustu Feneyjaríkis, Des- demónu konu hans og illmennið Jago. Með þessu bindi eru komin út 16 af þeim 37 leikritum sem Shake- speare samdi, konungaleikritin öll í 1. og 2. bindi og Rómeó og Júlía, Hamlet, Lér konungur og Makbeð í 3. bindi. Þýðingar hinna leikrit- Neshreppur: anna liggja allar fyrir og munu koma út á næstu 2—3 árum. 4. bindið er alls 472 bls. Safnið er gefið út í sérstökum bókaflokki. Almenna bókafélagsins sem nefnist Úrvalsrit heimsbókmenntanna. Annað sem komið hefur út í þeim flokki er Don Kíkóti í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Útliti Shakespeareleikritanna hefur Hafsteinn Guðmundsson ráð- ið, en bækumar eru unnar í Prent- smiðjunni Odda. af einhverju, sem þeim dytti í hug þegar þau heyrðu talað um krabbamein. Mörg hundruð myndir bárust og voru um eitt hundrað þeirra sýndar á sýningunni og hafa verið sendar með henni víða um land, en „Fræðsluvika ’86“ er farand- sýning og verður á ferðinni næstu mánuði. Sýningargestir á Kjar- valsstöðum völdu fimm bestu teikningamar og verða þær og höfundar þeirra verðlaunaðir með 5.000 krónum hver. Höfundar verðlaunateikning- anna eru: Sigurður St. Konráðs- son og Róbert Þ. Björgvinsson, bamaskólanum í Neskaupstað, Baldvin Kristinsson, gmnnskóla Siglufjarðar, Ingvar Isfeld Krist- insson, bamaskólanum í Neskaup- stað, Freyja H. Ómarsdóttir, Álftanesskóla og Ásgeir Jónsson, barnaskólanum Neskaupstað. (Úr fréttatilkynningu) Fyrstu verðlaun hlutu þeir Sigurður St. Konráðsson og Róbert Þ. Björgvinsson, bamaskólanum í Neskaupstað, fyrir þessa mynd. AFRAM ÍSLAND—ÁFRAM ÍSLAND EVR0PUKEPPNI I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.