Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. APRÍL1986 .. * • piyf ... 'V Snjór og ófærð á Norður-Jótlandi Á þessari mynd getur að líta þá sjón sem víða bar fyrir augu Norðutjóta þegar þeir vöknuðu að morgni sl. miðvikudags og þar var sannarlega ekkert aprílgabb á ferðinni. Það kyngdi niður snjó, og voru snjóplógar og önnur stórvirk snjóruðningstæki á fleygiferð út um allar trissur. Vegna hálku sem myndaðist á vegum, fóru margir bílar út af en engin alvarleg slys urðu á fólki. Danska veðurstofan sagði að slíka ofankomu gerði ósjaldan í kuldatíð á Norður-Jótlandi, ekki síst skömmu áður en vorið tæki völdin. Heitt loft frá meginlandinu stigi þá upp á þessu svæði vegna þrýstings frá köldu lofti norðan að, frá hafinu og norsku fjöllunum. Pakistan: Bhutto fagnað hvar sem hún fer Jhelum, Pakistan. AP. BENAZIR Bhutto, dóttir hins Hflátna fyrrum leiðtoga Pakistan, heldur áfram ferð sinni um landið til að hitta stuðningmenn sína, en hún kom aftur til Pakistan fyrir um viku siðan. Hún sagði tugum þúsunda fagnandi stuðningsmanna sinna í Jhelum að Mohammad Zia Ul-Haq, hershöfðingi og forseti Pakistan og her hans hefðu brugðist því hlutverki sínu að þjóna hagsmunum þjóðarinnar. „Það er ekki hlutverk hersins að herinn. Bhutto sagði stuðnings- stjóma landinu, heldur er til þess ætlast að hann þjóni fólkinu," sagði hún 30 þúsund stuðningsmönnum sínum sem veifuðu fánum í lit flokks hennar, svörtum, rauðum og græn- um. Múgurinn hrópaði vígorð gegn ríkisstjóminni og gegn ríkisstjóm Bandaríkjanna og brenndi banda- ríska fánann. Jhelum er í um 100 kílómetra fjarlægð í austur frá Islamabad. Frá þessu héraði koma flestir þeir sem ganga í pakistanska herinn og borgin er í sterkum tengslum við Hryðjuverkin rædd á fundi Evrópuráðsins Raunverulegar aðgerðir eru ekki það sama og nefndaskipanir og ráðstefnuhald Strassborg. AP. í NÆSTU viku munu koma saman í Strassborg í Frakklandi fulltrúar 21 Evrópuþjóðar til að ræða um hryðjuverkastarfsemi og hvemig best verði við henni bmgðist. Hafa Evrópuþjóðirnar raunar reynt að koma sér saman um þetta í nærri tvö ár án mikils árangurs og er haft eftir ýmsum, að samstöðuleysið sé jafnvel meira nú en áður. Hryðjuverkastarfsemi verður aðalmálið á vorfundi ráðherra- nefndar Evrópuráðsins en hann Chile: Stúdentar handteknir ^ Santiago, Chile. AP. ÓEIRÐALÖGREGLA, sem naut stuðnings hersins, réðst inn í þijú háskólahverfi og handtók fleiri en 500 stúdenta, að sögn lögreglu og sjónarvotta. Enginn særðist og ekkert ofbeldi var haft í frammi. Aðgerð Iögreglunnar tók um klukkutíma. Að sögn hennar verða stúdentamir, flestir hveijir, látnir lausir, eftir að gengið hefur verið úr skugga um hvetjir þeir eru. Handtökumar koma í framhaldi af þriggja daga mótmælum í háskólum vegna menntamálastefnu herstjóm- arinnar í landinu. Þess er meðal annars krafist að stjórnin láti af stjóm skólanna, en frá því herstjóm Pinochets tók völdin fyrir 13 ámm árið 1973, hafa í flestum tilfellum herforingjar haft með höndum yfir- stjóm skólanna. verður haldinn dagana 23.-24. apríl undir forsæti Peters Barry, utanríkisráðherra íra. Þar verður tekið fyrir álit vinnunefndar, sem skipuð var fyrir tveimur ámm og átti að gera tillögur um „ákveðnar og sameiginlegar“ aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum, en álitið er í raun aðeins skýrsla um ólíkar skoð- anir. Sumar ríkisstjórnir vilja að skip- uð verði enn ein nefndin til að fjalla um málin og hún verði skipuð ráð- hermrn til að öllum megi vera ljóst að alvara búi að baki en aðrar segja að enginn eigi að efast um pólitísk- an vilja Evrópuþjóðanna og að þess vegna skuli sérfræðinganefndum falið að fylgja málunum eftir. Svo em þær, sem telja að ráðstefna innanríkis- og dómsmálaráðherra landanna sé það sem vantar. Vinnunefndarmenn hafa þrátt fyrir ágreininginn orðið sammála um nokkrar aðgerðir sem gætu mönnum sínum að það væri engin hætta fyrir sig að fara inn í bæinn þrátt fyrir þetta. „Ég á engin skot- færi. Ég á aðeins hugsjónir." Múgur og margmenni hafa fagn- að Bhutto frá því hún sneri úr sjálf- skipaðri útlegð 10. apríl síðastlið- inn. Um helgina er gert ráð fyrir stómm fjöldafundi í Rawalpindi, sem er systurborg höfuðborgarinn- ar. Hún hefur krafist þess að efnt verði til kosninga hið fyrsta og Zia láti af forsetaembættinu. komið að miklu gagni ef þær yrðu samþykktar og á því em líka sæmilegar horfur nú eftir síðustu glæpaverk hryðjuverkamanna. í Evrópuráðinu þarf hins vegar jáorð allra þjóðanna til að tillögur verði samþykktar og óttast sumir-, að Möltubúar skerist úr leik af ótta við Líbýumenn. Tillögur nefndarinnar em þessar: — að aldrei verði orðið við kröfum hryðjuverkamanna, — að allt verði gert til að sanna sök þeirra þjóða sem styðja hryðjuverkastarfsemi, — að áhersla verði lögð á að ijúfa tengslin milli alþjóðlegra hryðju- verkasamtaka, — að komið verði í veg fyrir að hiyðjuverkamenn geti farið úr einu Evrópulandi í annað, — að íhuguð verði stofnun alþjóða- dómstóls sem eingöngu fjalli uin hryðjuverk, — að settar verði reglur um um- fjöllun fjölmiðla um hryðjuverk. Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri 2 skýjaó Amsterdam 3 10 skýjaö Aþena 10 25 heiðskfrt Barcelona 25 skýjað Berlín 3 14 skýjað Brcissol 2 12 rigning Chicago 2 14 skýjað Dublin 3 8 heiðskfrt Feneyjar 14 skýjað Frankfurt 3 12 rigning Genf 5 13 skýjað Helsinki 0 3 skýjað Hong Kong 22 27 skýjað Jerúsalem 12 21 heiðskírt Kaupmannah. Las Palmas 3 11 skýjað Lissabon 7 13 rigning London 6 10 skýjað Los Angeles 11 22 heiðskírt Lúxemborg 7 skýjað Malaga 15 léttskýjað Mallorca 16 skruggur Miami 15 26 heiðskírt Montreal 5 18 skýjað Moskva -5 5 heiðskfrt NewYork -6 11 heiðskírt Osló +1 4 skýjað Parfs 6 13 skýjað Peking 11 22 skýjað Reykjavfk 6 léttskýjað Rfó de Janeiro 16 25 skýjað Rómaborg 8 18 heiðskírt Stokkhólmur 3 8 skýjað Sydney 14 24 heiðskfrt Tókýó 10 18 heiðskfrt Vínarborg 6 12 skýjað Þórshöfn 5 alskýjað Brautryðjandi fransks flugvélaiðnaðar látinn Paris. AP. MARCEL Dassault, einn af frumkvöðlum franskrar flugvélasmíði, er látinn 94 ára að aldri. Hann átti mjög viðburðaríða ævi, lifði af vistina í Buchenwald-fangabúðunum í Þýskalandi og varð síðar einn af auðugustu mönnum i Evrópu. Starfsævi hans var 70 ár, hófst með framleiðslu hans á tréskrúfum fyrir frumstæðar tví- þekjur en lauk með smíði hljóðfrárra Mirage-þotna og glæsilegra einkaflugvéla. Dassault var maður fremur feiminn og lét lítið á sér bera en hann var líka kænn. Hann vissi vel, að í viðskiptunum eru pólitísk áhrif betri en engin og hann lét sig hafa það að bjóða sig fram til þings og náði kjöri. Þegar hann lést var hann aldursforseti franska þingsins. Ævisöguritarar og samstarfs- menn Dassaults segja, að hann hafí verið snillingur í að sjá ein- falda lausn á erfíðum og flóknum vandamálum og það, sem öfund- armenn hans kölluðu bamaskap, var sú bjargfasta trú hans, að iðjusemi og heilbrigð skynsemi gæfust jafnan best. Dassault fæddist 22. janúar árið 1982 og var skírður Marcel Bloch, yngstur fjögurra sona Adolphe Bloch, sem var gyðingur og læknir í París. Marcel hafði þó lítinn áhuga á trú og siðum feðra sinna og þegar hann varð fijáls á ný eftir átta mánaða fangavist í Buchenwald lét hann breyta nafni sínu eins og þúsundir annarra franskra gyðinga. Upp frá því hét hann Marcel Dassault. Á sjötta áratugnum var hann skírður til kaþólskrar trúar. Eldrí bróðir Marcels, Daius, varð raunar fyrri til að taka sér nafnið Dassault en hann var sér- fræðingur í vélahemaði og varð hershöfðingi í franska hemum eftir stríð. Nefndi hann sig fyrst Chardassau (árásarskriðdreki) en síðan Dassault. Illar tungur sögðu, að Marcel hefði tekið nafn- ið upp til að hagnast á orðstír bróður síns og í þeirri von, að fólk gleymdi Bloch 210- og Bloch 220-flugvélunum frá því fyrir stríð en þær hröpuðu svo oft, að þær voru kallaðar „líkkistumar fljúgandi“. Dassault gerði sér grein fyrir því strax eftir fyrra stríð, að öld flugvélanna væri að renna upp og árið 1935 var hann orðinn milljónamæringur á flugvéla- smíði. Árið 1952 varð Mystere II-orrustuþotan hans fyrst evr- ópskra flugvéla til að ijúfa hljóðmúnnn og áður en áratugur- inn var liðinn voru Mirage-þotum- ar eftirsóttar um allan heim. Marcel Bloch, síðar Dassault, við stjórnvölin á Farman-flugvél. Myndin var tekin árið 1917 þegar Dassault var 25 ára. Innfellda myndin er nýleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.