Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 5
MORftUNBLAÐIÐ, LAUGARDAQUR 19. APRÍL1986 5 Nordjobb: Fjögur hundruð um- sóknir um sumarvinnu á Norðurlöndunum 550 óskuðu eftir vinnu hér á landi UM ÞESSAR mundir eru um- sækjendur um störf á Norður- löndunum að fá svör við umsókn- um sínum i gegnum atvinnumiðl- unina Nordjobb. Atvinnumiðlun- in tók til starfa í fyrra, þá fóru um 50 ungmenni héðan til starfa á Norðurlöndunum og 50 Norð- urlandabúar komu hingað til lands. í ár voru umsóknir þeirra sem vildu koma hingað til lands um 550 í 80 stöður og 400 íslend- ingar sóttu um að komast í 100 stöður á Norðurlöndunum, að sögn Péturs Hafsteins verkefnis- Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi fréttatilkynning frá Skotveiðifélagi Islands: „Nú fer í hönd sá tími er farfugl- ar koma til landsins. Skotveiðifélag Islands vill hér með vekja sérstaka athygli á því, að gæsa og anda- veiðar eru bannaðar á vorin. All- ar gæsir eru friðaðar frá 15. mars til 20. ág. Allar andategundir eru stjóra. Forgöngu að þessari starfsemi hafði nefnd athafnamanna sem starfað hefur á vegum forsætisráð- herra Norðurlanda, nefndin er kennd við formanninn Per Gyllen- hammer, forstjóra Volvo. Sjálfs- eignarstofnun hefur verið set.t á fót á vegum Norrænu iðnþróunarstofn- unarinnar og norrænu félaganna, og hafa starfsmenn ráðnir af nor- rænu félögunum séð um stjóm þessa verkefnis. Umsækjendur eiga að vera á aldrinum 18-25 ára og sagði Pétur að í hópi hinna 550 sem friðaðar frá 1. apríl til 1. sept. Þá vill félagið benda landeigend- um, sem stuðla á einhvem hátt að því að slíkar veiðar fari fram, að þeir geti hugsanlega orðið hlutdeild- armenn í lögbroti samkv. 22. gr. laga nr. 19, 1940. Einnig er hér vakin athygli manna á að öll sinu- brenna verði framkvæmd samkv. gildandi lögum.“ hefðu óskað eftir störfum hér á landi væri talsvert af langskóla- gengnu fólki. Laun eru í samræmi við kjarasamninga í hveiju landi, hér á landi hefur verið gerður sér- stakur ráðningarsamningur svo tryggt sé að þetta sumarvinnufólk njóti sömu kjara og aðrir launþegar vinnumarkaðarins. Af þeim 550 sem sótt hafa um vinnu hér á landi em 340 frá Svíþjóð og um 100 frá Finnlandi. Þeir fara að vinna í frystihúsum, við verslunarstörf, skrifstofustörf og lagerstörf. Flestir fá vinnu hjá Sambandinu, íslensk- um aðalverktökum, Landsbankan- um, Hagkaup, Eimskip og Velti, en auk þess verður fjöldi annarra vinnustaða með einn til tvo Norður- landabúa í vinnu hjá sér í sumar, 35 verða hér á höfuðborgarsvæðinu en 45 úti á landi. Flest störfín krefjast engrar starfsmenntunar, en þó em undan- tekningar á því. „Við emm t.d. að reyna að fínna vélvirkja fyrir þá á ísafirði." Hann var spurður hvemig reynsl- an af þessari atvinnumiðlun hefði verið í fyrra. „Um 90% af krökkun- um sem fóm út vom ánægðir með dvöl sína og vinnustað, og yfír 80% fyrirtækjanna, sem okkur fínnst mjög gott. Þau koma heim reynsl- unni ríkari og hafa kynnst ung- mennum frá hinum Norðurlöndun- um.“ Um 400 íslensk ungmenni sóttu Skotveiðifélag íslands: Vekur athygli á veiðibanni Morgunblaðið/Ámi Sæberg Pétur Hafstein verkefnisstjóri Nordjobb. um sumarstörf á hinum Norður- löndunum og Pétur var spurður hvort ekki hefði verið erfítt að velja milli umsókna. Hann svaraði að valið hefði verið úr umsækjendum innan þeirra landa sem umsóknim- ar beindust að. Flestir þeirra sem fá vinnu í sumar em búnir að fá jákvætt svar við umsóknum sínum, en Pétur sagði að öllum umsækj- endum yrði svarað hvort sem þeir fá vinnu eða ekki. Hjá Pétri á skrif- stofunni í Norræna húsinu var sænsk stúlka, Anna-Caren Fem- ström, en hún kom hingað á vegum Nordjobb í fyrrasumar, vann á skrifstofu Heklu hf. Hún er komin aftur hingað til lands, segir að hér sé gott að vera, hún er að ljúka háskólaprófí í leiklistarfræði og upplýsingamiðlun og er hér að safna heimildum í sambandi við námið. Hún talar ágæta íslensku, og segist ekki hafa verið í neinum erfíðleikum með tungumálið, sam- starfsfólk hennar hafí verið henni innan handar, talað við hana ensku ef annað dugði ekki. Launin segir hún vera lægri hér en í Svíþjóð og nauðsynjar dýrari, en þrátt fyrir það hafi hún ákveðið að koma hingað öðm sinni. Pels í mis- gripum ÞAÐ gerðist í afmælisveislu í Borg- artúni 17 á pálmasunnudag, að brúnn pels var tekinn í misgripum og annar minni skilinn eftir í stað- inn. Eigandi pelsins, sem tekinn var, hafði samband við Morgun- blaðið og bað um að þessu væri kómið á framfæri og bað jafnframt um, að pelsinum væri skilað og hins vitjað. Nánari upplýsingar er að fá ísíma 39591. RÝMINGARSALA Á REGNFATN AÐI Mikið úrval fyrir börn og fullorðna. Mikið lækkað verð. Kaffi á könnunni Laugardagur 19. apríl kl. 9 SVR leið 2 16 E EUROCARD V/SA iUMit Ánanaustum sími 28855
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.