Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR19. APRÍL1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Verktakasamband íslands gerir ríkinu tilboð:
Fé til vegagerðar aukið um
650 milljónir næstu þijú ár
Sparar þjóðarbúinu hundruð
milljóna næstu sex árin
A
Island og
Noregur
skipta
loðnukvóta
SAMKOMULAG hefur náðst
milli Noregs og íslands um skipt-
ingu 800.000 tonna loðnukvóta
við ísland og Jan Mayen á tíma-
bilinu 15. júli til 30. nóvember.
Samkomulag þetta var gert eftir
að slitnaði upp úr viðræðum íslend-
inga, Norðmanna og Grænlendinga
um nýtingu loðnustofnsins á fundi
í Kaupmannahöfn.
Kvótinn skiptist þannig að ís-
lendingar fá að veiða um 650.000
tonn af loðnu, en Norðmenn tæp
150.000 tonn. Norðmenn fá auk
þess heimild til að veiða 400 tonn
af botnfiski innan íslenskrar físk-
veiðilögsögu.
Tívolí og
dýragarð í
Laugardal?
DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri
hefur lagt fram tilögu um að
borgarverkfræðingi verði falið í
samvinnu við garðyrkjustjóra að
gera áætlun um uppbyggingu í
Laugardal í samræmi við tiUögur
Reynis Vilhjálmssonar, sem þeg-
ar hafa verið kynntar í skipu-
lagsnefnd borgarinnar.
I tillögu borgarstjóra kemur
fram, að áætlunin skuli miðuð við
4 ára framkvæmdatíma og hún
skuli taka til umhverfis, íþrótta-
mannvirkja, grasagarðsins og gróð-
ursetningarátaks á svæðinu. Jafn-
framt skuli gerð uppbyggingar-
áætlun um skemmtigarð (TívolO,
sem einkum verði ætlaður yngstu
borgurunum og dýragarð, þar sem
verði sýnishom af dýrategundum
af norðlægum slóðum, sjávardýra-
garð og gróðurskála. Loks skuli í
áætluninni gert ráð fýrir vélfrystu
skautasvelli næst Laugardalshöll-
inni.
I tillögu borgarstjóra kemur einn-
ig fram, að framkvæmdaáætluninni
skuli fylgja kostnaðaráætlun, sem
hægt verði að leggja til grundvallar
við gerð fjárhagsáætlunar vegna
ársins 1987.
VERKTAKASAMBAND ís-
lands hefur lagt fyrir forsæt-
isráðherra, samgönguráð-
herra og fjármálaráðherra
tillögu um að flýta þeim
vegagerðarf ramkvæmdum,
sem fyrirhugaðar eru sam-
kvæmt núgildandi langtíma-
að afhenda aðeins hluta af þjóðinni
yfírráðarétt yfír auðlindum þjóðar-
innar allrar, eins og gert er með
núverandi kvótakerfi, án þess að
því fylgi miklar skyldur því öll þjóð-
in þyrfti að hafa lífsviðurværi sitt
af þeim. Líkti hann ferskfískút-
flutningi sjómanna og útgerðar-
manna við það að leyfa erlendum
skipum að veiða í íslenskri landhelgi
og sagði síðan: „Ef við erum orðnir
svona fijálslyndir á annað borð, að
vilja sigla með stóran hluta af aflan-
um okkar óunninn á erlendan
markað með ærnum tilkostnaði þó,
væri þá ekki alveg athugandi að
bjóða aflann út,“ sagði Friðrik Páls-
son einnig.
Sjá ræðu Friðriks Pálssonar
sem birt er í heild á blaðsíðu
16 og 17.
áætlun ríkisstjórnarinnar.
Leggur Verktakasambandið
til, að fé til nýframkvæmda
verði aukið verulega á árun-
um 1986—1988 miðað við það
sem nú er áætlað, en siðan
verði dregið úr framkvæmd-
um á ný á árunum
1989-1991.
í bréfí Verktakasambandsins til
ráðherranna segir, að megintil-
gangurinn með tillögunni sé að
jafna sveiflur í verklegum fram-
kvæmdum og talið sé að það muni
spara þjóðarbúinu hundruð millj-
óna á næstu sex árum. Gert er ráð
fyrir í tillögunni, að ekki verði
veruleg röskun á heildarfram-
kvæmdamagni hins opinbera á
næstu sex til átta árum eins og
það er áætlað nú, þótt vegafram-
kvæmdum verði flýtt.
í tillögunni er reiknað með, að
útgjöld til nýframkvæmda í vega-
gerð verði um 5.100 milljónir króna
á árunum 1986—1988, en sam-
kvæmt langtímaáætlun var reikn-
að með að þessi fjárhæð yrði um
4.450 milljónir króna á núgildandi
verðlagi. Alþingi veitir hins vegar
aðeins 902 milljónir á yfírstand-
andi ári í stað 1.352 milljóna sem
gert er ráð fyrir í langtímaáætlun-
inni. í tillögunni er þannig gert ráð
fyrir því, að framkvæmdafé verði
á þessu þriggja ára tímabili aukið
um 650 milljónir króna frá lang-
tímaáætlun og er það álíka fjárhæð
og skerðing langtímaáætlunarinn-
ar á árunum 1983—1985. Sé aftur
á móti tekið mið af fjárveitingu
Alþingis í ár, 902 milljónir, og
reiknað með að hún haldist óbreytt
á næstu tveimur árum gerir tillag-
an ráð fyrir 2.400 milljóna króna
aukningu framkvæmdafjár.
Gert er ráð fyrir að viðbótarfj'ár-
ins verði aflað á innlendum láns-
Qármarkaði með útgáfu skulda-
bréfa, sem Verktakasambandið
gæfí út, auk þess sem bensíngjald
yrði hækkað fari svo að olíuverð
lækki enn frekar.
Verktakasambandið gerir ráð
fyrir, að undirbúningur fram-
kvæmda verði í höndum Vegagerð-
ar ríkisins og Vegagerðin ákveði
forgangsröð verkefna. Oll verk
verði boðin ,út og þar á meðal
nokkur stórverk' upp á 30—100
milljónir króna á völdum köflum
samhliða smærri verkefnum til að
styrkja hlut bæði stærri og minni
fyrirtækja.
Þá segir í tillögunni, að virkjana-
framkvæmdir liggi nú niðri að
mestu og stórvirk tæki standi
ónýtt, engin atvinnugrein hérlendis
búi við jafn slæm rekstrarskilyrði
og verktakaiðnaðurinn og öll skyn-
samleg rök hnígi í þá átt, að
nauðsynlegt sé að taka upp virkari
stýringu á því fé, sem fer til verk-
framkvæmda í landinu, með það
fyrir augum að jafna stórfelldar
sveiflur.
Fyrir réttu ári gerði Hagvirki
hf. rfkinu tilboð um að Ieggja
bundið slitlag á allan veginn milli
Reykjavíkur og Akureyrar fyrir
920 milljónir króna. Því tilboði var
ekki tekið.
Friðrik Pálsson forstjóri SH:
Kvótanum verði skipt á
milli vinnslustöðvanna
FRIÐRIK Pálsson forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna varp-
aði þeirri hugmynd fram í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu Fiskiðnar
á fimmtudag að fiskveiðikvótanum verði skipt á vinnslustöðvar í
stað skipa. Vinnslustöðvarnar myndu síðan semja við aðra útgerðar-
menn eða áhafnir eigin skipa um að ná í þann afla, sem þeir hefðu
fengið úthlutað, á sem hagkvæmastan hátt.
Vinnslustöðvamar myndu síðan
frysta aflann eða salta eða flytja
hann ferskan á erlendan markað,
unninn eða óunninn, allt eftir því
sem mest gefur í aðra hönd. Taldi
Friðrik að þessi leið myndi skila
þjóðarbúinu mestu í bráð og lengd,
en væri þó viðkvæm í framkvæmd
eins og það kerfí sem við búum við
í dag.
I ræðu sinni á ráðstefnunni
gagnrýndi Friðrik stóraukinn út-
flutning á ferskum físki í gámum.
Hann sagði meðal annars: „Þó að
hátt verð á erlendum ferskfísk-
mörkuðum, sem auk þess kann að
vera tímabundið, verði til þess, að
útflutningur af ferskum físki stór-
aukist, er síður en svo sjálfgefíð,
að það tryggi mestan afrakstur.
feað er fyrst og fremst ranglátt
kvótakerfí sem kallar á þetta
ástand." Hann sagði að markmiðið
með nýtingu auðlindarinnar væri
hvorki að hámarka ágóða sjómanna
né útgerðarmanna, heldur að
tryggja að þjóðin í heild hafí sem
mestan heildarágóða. Þess vegna
þurfí að líta á lokaafurðina og haga
nýtingu aflans þannig, að sem mest
verði til skiptanna fyrirþjóðina alla.
Friðrik sagði að það gengi ekki