Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 2
M ORGU MáJX jpft Ð, LÁ tfG ÁjlÝÐ ÁGTJft Íá.AékJtL M6; í I 2V. Hlutabréf Arnarflugs: Helgi Þór tilbúinn til að leggja fram tugi milljóna króna? ÓFORMLEG fundarhöld stóðu yfir í gærdag milli lögfræðinga Helga Þórs Jónssonar, hins nýja hluthafa í Arnarflugi, og þeirra níu aðila sem sýnt hafa áhuga á að auka hlutafé Arnarflugs um 60 milljónir króna. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst mun Helgi Þór fús til að leggja fram umtalsvert fé til hlutafjáraukn- ingar Arnarflugs, jafnvel tugi milljóna. Aðilar veijast frétta af gangi viðræðnanna, en talið er að þær snúist annars vegar um hvernig meta beri hlutabréf Helga Þórs eftir hlutaQáraukninguna, og hve mikið hann sé tilbúinn til að leggja af mörkum til hlutafjáraukningarinn- ar. Líklegt er talið að nímenning- amir hviki ekki frá því skilyrði sínu að núverandi hlutafé verði fært niður eða selt þeim á 10% af nafn- verði. Sem kunnugt er keypti Helgi Þór hlutabréf Flugleiða í Amar- flugi, 44% félagsins, á 14% af nafn- verði, eða á 3 milljónir króna. Ef þeir halda fast við skilyrði sitt, lítur út fyrir að Helgi Þór eigi þann kost vænstan að færa niður bréf sín i 10% af nafnverði og tapa þannig nokkru fé. Amarflugsmenn, sem Morgun- blaðið ræddi við í gær, kváðust vongóðir um að samkomulag tækist með Helga og nímenningunum. Annar ráðgjafi Helga Þórs, Þor- steinn Guðnason hjá Fjárfestingar- félagi Islands, sagðist ekkert geta sagj; um viðræðumar, en línur myndu skýrast um helgina. Þota Arnarf lugs í Líbýu hefur flutninga á ný BOEING 707-þotu Arnarflugs, sem verið hefur í vöruflutning- um fyrir líbýska ríkisflugfélagið undanfarið, var flogið i fyrsta sinn í gærmorgun eftir árás Bandaríkjamanna á miðnætti á mánudag. í fyrstu stóð til að hún flytti vörur til Ankara í Tyrk- Iandi, en því var breytt á síðustu stundu og var vélin þess í stað send til Shannon á írlandi. Hún var væntanleg aftur til Trípólí, höfuðborgar Lýbíu, í gærkvöldi. Að sögn Ómars Ólafssonar flug- stjóra og stjómarmanns Amar- flugs, hefur ekki verið tekin ákvörð- un um að rifta samningi við Libyan Arab Airlines vegna ástandsins í landinu. „Við erum bundnir samn- ingi við líbýska ríkisflugfélagið fram í ágúst, og reynum að standa við hann ef ástandið versnar ekki. Hins vegar hefur verið ákveðið að að flytja höfuðstöðvar þeirra tveggja áhafna sem við flugið starfa frá Líbýu til Evrópu," sagði Ómar. Átta starfsmenn eru í Líbýu á vegum Amarflugs, þar af sjö Is- lendingar. Einn þeirra er Guðmund- ur Jón Helgason stöðvarstjóri. í spjalli við Morgunblaðið í gærdag sagði Guðmundur að menn væru enn nokkuð spenntir vegna ástands- ins, og reyndu að halda sig sem mest inni á hóteli. Guðmundur sagðist hafa skoðað flugvöllinn þar sem Amarflugsvélin var þegar árás Bandaríkjamanna var gerð, og ekki orðið var við neinar skemmdir. „Menn voru að tala um að tvær rússneskar þotur hefðu laskast í árásinni, en ég sá engin merki þess,“ sagði hann. Guðmundur sagði að almenning- ur í landinu væri smám saman að ná sér eftir árásina og safna kjarki til mótmæla. „Það eru víða útifundir þar sem ársin er fordæmd. En það er eins og fólk hafi ekki réttar upplýsingar um gang mála. Það trúir því til dæmis statt og stöðugt að 20-30 bandarískar þotur hafí verið skotnar niður í árásinni," sagði hann. Hinir sex íslendingamir í Líbýu eru Lárus Atlason, Gunnar Þor- valdsson, Óskar Sigurðsson, Ant- óný Svavarsson, Stefán Jónsson og Bjöm Þverdal. Morgunblaðið/Júlíus Mikill mannfjöldi safnaðist saman í Brautarholti í Reykjavík i gærkvöldi. Kyiknað hafði í geymslu- húsi bak við hús Vörukaups í Skipholti og lagði mikinn reyk yfir nágrennið. Mikið Ijón í eldsvoða í Skipholti í gærkveldi MIKIÐ tjón varð í gærkvöldi er kviknaði í skúrbyggingu bak við hús Vörukaups við Skipholt í Reykjavík. Er slökkviliðið kom á staðinn var skúrinn alelda og mikinn reyk lagði um nágrennið. Engin slys urðu á fólki. Slökkviliðinu barst tilkynn- ing um að eldur væri laus í skúrbyggingu við Skipholt um klukkan 21.30 í gærkvöldi. Þegar það kom á staðinn var skúrbyggingin alelda. Eld- tungur stóðu út um glugga á skúmum og sleiktu veggi skrifstofubyggingar Vöm- kaups. Eldur logaði einnig upp úr þakinu. Að sögn Matthísar Jónsson- ar varðstjóra voru allir gluggar á skrifstofubygging- unni lokaðir og kom það í veg fyrir að eldur kæmist í húsið. Hann sagði að annars hefði þetta getað farið verr. Reyk lagði inn í nokkur hús í ná- grenninu og var skemmtistað- urinn Þórscafé eitt þeirra. í skúmum var lager Vöm- kaups. Talið er að miklar skemmdir hafi orðið á vömm sem þar vom geymdar, en það vom ýmsar byggingavömr, plaströr o.fl. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins á tæpri klukkustund. Eldsupptök em ókunn. Mikinn mannfjölda dreif að til að fylgjast með slökkvi- starfinu og þurfti lögreglan að girða svæðið af. Iceland Seafood kaupir hlut í bandarískum samvinnubanka ICELAND Seafood Corporat- ion, fisksölufyrirtæki Sam- bandsins í Bandaríkjunum, hefur keypt hlut í bandariska samvinnubankanum National Co-operative Bank, sem stofnaður var árið 1980. Að sögn Guðjóns B. Ólafssonar framkvæmdastjóra Iceland Seafood, hóf fyrirtækið við- skipti við bankann í byijun þessa árs, og var það skilyrði fyrir viðskiptunum að Iceland Seafood gerðist hluthafi í bankanum. Sagði Guðjón að arðgreiðslur bankans myndu Tekjur framhjá skatti: Um 90% fólks 18—24 ára segjajá og 70% aðspurðra ÞAÐ er fyrst og fremst ungt fólk sem vill taka á móti tekjum sem ekki þarf að gefa upp til skatts. Um 90% þeirra sem eru á aldrin- um 18 til 24 ára segja já við spurningu um þetta en aðeins lítill hluti neitar. Eftir því sem aldurinn færist yfir fólk minnkar hlutur þeirra er vilja taka á móti óskattlögðum tekjum, fer þó ekki niður fyrir 55,8%. Þessar niðurstöður nefndar íjár- málaráðherra, er vann að könnun á umfangi skattsvika eru sýndar á meðfylgjandi töflu. í heild sögðust 70,3% aðspurðra myndu taka á móti tekjum sem ekki þurfí að gefa upp til skatts, 11,1% svara kannski og 14% neita. Hlutfallslega flestir þeirra er hafa skyldunáms- eða háskóla- menntun svara þessari spumingu með afdráttarlausu jái eða 64% og 53%. Hins vegar svara 80,5% þeirra sem eiga að baki iðnnám, vélstjóra- nám eða stýrimannaskóla spuming- unni játandi. Flestir þeirra er neita em með skyldunám að baki og fæstir iðnmenntun. Afstaða há- skólamenntaðra er mjög sveiflu- kennd. 32,7% þeirra segjast myndu kannski taka á móti óskattlögðum tekjum. Um 37% þeirra sem viðurkenna að hafa keypt vöm/þjónustu utan skattkerfísins hafa háskólapróf, en liðlega 7% hafa lokið skyldunámi. lækka verulega vaxtakostnað á lánum frá honum, og þvi séu þessi viðskipti í heild mjög hagstæð fyrir Iceland Seafood. Guðjón vildi ekki skýra frá því hve stóran hlut Iceland Seafood ætti í bankanum, né hver upp- hæðin væri sem farið hefði til hlutafjárkaupanna. „Við hófum viðræður við National Co-operative Bank á síðari hluta síðasta árs um að hann tæki þátt í fjármögnun og fyrirgreiðslu til fyrirtækisins ásamt Citibank, sem er okkar aðalviðskiptabanki, “ sagði Guðjón. „Samningar tókust til að byija með um fyrirgreiðslu fyrir fyrstu þijá mánuði þessa árs. Samkvæmt reglum sem bankinn starfar eftir verða viðskiptavinir hans að kaupa hlut í bankanum, sem nemur einu prósenti af lánsfjárhæð. Að þessu urðum við að ganga, en á móti kemur að arður sem við fáum greiddan í árslok verður það mikill að nettóvextir þessa banka eru hagstæðari en fást hjá öðrum bandarískum bönkum," sagði hann. Að sögn Guðjóns er National Co-operative Bank ekki stór bankastofnun á bandarískan mæli- kvarða, en ráðstöfunarfé hans nemur um 200 milljónum dollara. Iceland Seafood er með stærstu viðskiptavinum bankans hvað láns- §árhæð snertir. Guðjón sagði að nú stæðu yfir samningaviðræður við bankann um áframhaldandi viðskipti. Hann átti ekki von á öðru en þeir samningar tækjust, og gæti þá bankinn annað allt að 20% af fjárþörf Iceland Seafood Corporation. * Utvarpsráð: Vilji til að taka á móti óskattlögðum tekjum Aldurshópur Hlutfall er svar: Já E.t.v. Nei 18—19ára 90,6 6,3 3,1 20—24 ára 90,0 4,0 6,0 25 29 ára 77,8 11,1 11,1 30—39 ára 74,2 12,4 13,4 40 49 ára 14,2 12,7 50 59 ára 14,1 24,2 > 60 ára 16,3 27,9 Reglugerð um frétta- flutning send dagblöðum Á ÚTV ARPSFUNDI í gær óskaði Magnús Erlendsson eftir að bók- að yrði eftirfarandi og var það gert án þess að nokkur hreyfði andmælum: „Leyfi ég mér að óska eftir að „Reglur um fréttaflutning í Ríkisút- varpi" verði sendar dagblöðum til kynningar. Ósk þessi er fram sett til að auðvelda forráðamönnum félaga og félagasamtaka að gera sér grein fyrir hvaða rétt og möguleika þeir hafa varðandi kynningar á mann- fundum í fréttatímum hins ríkis- rekna hljóðvarps og sjónvarps, samanber 6. grein reglugerðar þar að lútandi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.