Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 39
MORGUNPLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRIL1986 K JÚKLIN GARÉTTIR Enn eru ein beztu matarkaupin í kjúklingum. Og fynr þa sem hafa gaman af tilbreytingu í mat langar mig að birta þessar uppskriftir af kjúklingaréttum. Kjúklingar í sveppasósu (fyrir 6—8) 2 kjúklingar 2 msk. olía 50 gr smjör 250 gr litlir laukar 4 msk. hveiti 8A flaska þurrt rósavín 3 dl kjúklingasoð (2 teningar) Salt + pipar, steinselja 125 gr nýir sveppir (skomir sneiðar) 4 eggjarauður 4 msk. ijómi Þurrkað esdragon Hlutið kjúklingana niður í smástykki. Hitið olíuna og smjörið í stórri steikarpönnu og brúnið bitana á öllum hliðum. Takið af pönn- unni. Setjið laukana á pönnuna og brúnið lauslega, bætið síðan sveppa- sneiðum út í og brúnið. Stráið hveitinu og hrærið í og jafnið svo með víninu og kjúklinga- soðinu. Kryddið með salti, pipar og steinselju. Látið kjúklingabitana út í sósuna og látið krauma í 40 mínútur. Þeytið að lokum saman eggjarauður ■ og rjóma og bætið út í sósuna rétt áður en rétturinn er borinn fram. Má ekki sjóða. Kryddið meira ef þarf, og stráið þurrkuðu esdragon yfir. Borið fram með snittubrauði og smjöri. Kjúklingar með appelsínubragði 1 stór kjúklingur 2egg 6 msk. appelsínusafí 50 gr rasp 2 appelsínur 1 tsk. paprika Salt + pipar 75 gr. smjör Þeytið eggin í skál með appelsínusafanum. Rífíð börk af einni appelsínu og setjið hann í plastpoka ásamt raspi, papriku, salti og pipar (magn eftir smekk). Bútið kjúklinginn í fjórðunga, dýfíð þeim í þeyttu eggin og látið svo fjórðungana í plastpokann, einn í einu, og hristið þar til bitinn er vel þakinn raspi. Bræðið smjörið og látið helminginn í ofnfast fat. Setjið kjúklinga- bitana á fatið og hellið afganginum af brædda smjörinu yfír. Látið í 190° heitan ofn í um eina klukkustund. Snúið bitunum við eftir hálftíma í ofninum. Skreytið með appelsínubátum. Gott hrásalat borið með ef vill. Hvítvínskjúklingur 1 stór kjúklingur Salt + pipar 80 gr smjörlíki 3 „skalotte" laukar 200 gr sveppir V2 lítri þurrt hvítvín 1 bolli ijómi. Skerið kjúklinginn í 6—8 stykki, kryddið með salti og pipar og brúnið bitana í smjörlíki í djúpri pönnu. Afhýðið laukana, saxið þá smátt og setjið á pönnuna. Látnir krauma þar til glærir. Niðurskom- um sveppunum bætt út í ásamt 2V2 dl af víninu, og rétturinn látinn krauma í 30 mínútur. Síðan eru kjúklingabitamir teknir upp úr og haldið heitum. Soðið látið smá-sjóða og afgangnum af víninu bætt út í og að síðustu jafnað með ijómanum. Kjúklingabitunum bætt út í heita sósuna. Borið fram með spaghetti. Grískur kjúklingaréttur 1 stór kjúklingur, bútaður í 6 stykki, 6 góðir tómatar, um 800 gr. kartöflur, 1/2 sítróna, 4 ungs laukar, ólívuolía, 4 rif hvítlaukur, timian, basilikum, salt + pipar. Afhýðið og skerið kartöflumar í fíngurþykka „stafí" og setjið í steikarfat eða eldfast glerfat. Fínsaxið 2 lauka og stráið yfír kartöfl- umar, kryddið yfír með salti, pipar, timian og basilikum. Hellið dá- litlu af olíu yfír ásamt safa úr hálfri sítrónu, blandið þessu vel saman (bezt gert með finp-inum). Kryddið kjúklingabitana með salti og pipar og komið þeim fyrir á milli kartaflnanna í fatinu. Afhýðið tómatana, skerið í báta og setjið í pott. Saxið hina tvo laukana og bætið í pottinn, pressið hvítlauksrifin út I, kryddið með timian, basilikum, salti og pipar. Hellið að síðustu örlitlu af olíu út í og sjóð- ið þar til orðið að mauki. Hellið þessu þá yfír kjúklingana og kartöfl- umar og bakið í 200° heitum ofni í 1 V2 tíma, eða þar til allt er orðið meyrt. Bezt að setja í miðjan ofn. Dálítið óvenjulegt bragð, en vel þess virði að reyna. Borið fram með grófu brauði og smjöri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.