Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 39
MORGUNPLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRIL1986
K JÚKLIN GARÉTTIR
Enn eru ein beztu matarkaupin í kjúklingum. Og fynr þa sem
hafa gaman af tilbreytingu í mat langar mig að birta þessar
uppskriftir af kjúklingaréttum.
Kjúklingar í
sveppasósu
(fyrir 6—8)
2 kjúklingar
2 msk. olía
50 gr smjör
250 gr litlir laukar
4 msk. hveiti
8A flaska þurrt rósavín
3 dl kjúklingasoð (2 teningar)
Salt + pipar, steinselja
125 gr nýir sveppir (skomir
sneiðar)
4 eggjarauður
4 msk. ijómi
Þurrkað esdragon
Hlutið kjúklingana niður í smástykki. Hitið olíuna og smjörið í
stórri steikarpönnu og brúnið bitana á öllum hliðum. Takið af pönn-
unni.
Setjið laukana á pönnuna og brúnið lauslega, bætið síðan sveppa-
sneiðum út í og brúnið.
Stráið hveitinu og hrærið í og jafnið svo með víninu og kjúklinga-
soðinu. Kryddið með salti, pipar og steinselju. Látið kjúklingabitana
út í sósuna og látið krauma í 40 mínútur. Þeytið að lokum saman
eggjarauður ■ og rjóma og bætið út í sósuna rétt áður en rétturinn
er borinn fram. Má ekki sjóða. Kryddið meira ef þarf, og stráið
þurrkuðu esdragon yfir. Borið fram með snittubrauði og smjöri.
Kjúklingar með
appelsínubragði
1 stór kjúklingur
2egg
6 msk. appelsínusafí
50 gr rasp
2 appelsínur
1 tsk. paprika
Salt + pipar
75 gr. smjör
Þeytið eggin í skál með appelsínusafanum. Rífíð börk af einni
appelsínu og setjið hann í plastpoka ásamt raspi, papriku, salti og
pipar (magn eftir smekk).
Bútið kjúklinginn í fjórðunga, dýfíð þeim í þeyttu eggin og látið
svo fjórðungana í plastpokann, einn í einu, og hristið þar til bitinn
er vel þakinn raspi.
Bræðið smjörið og látið helminginn í ofnfast fat. Setjið kjúklinga-
bitana á fatið og hellið afganginum af brædda smjörinu yfír. Látið
í 190° heitan ofn í um eina klukkustund. Snúið bitunum við eftir
hálftíma í ofninum.
Skreytið með appelsínubátum. Gott hrásalat borið með ef vill.
Hvítvínskjúklingur
1 stór kjúklingur
Salt + pipar
80 gr smjörlíki
3 „skalotte" laukar
200 gr sveppir
V2 lítri þurrt hvítvín
1 bolli ijómi.
Skerið kjúklinginn í 6—8 stykki, kryddið með salti og pipar og
brúnið bitana í smjörlíki í djúpri pönnu. Afhýðið laukana, saxið þá
smátt og setjið á pönnuna. Látnir krauma þar til glærir. Niðurskom-
um sveppunum bætt út í ásamt 2V2 dl af víninu, og rétturinn látinn
krauma í 30 mínútur. Síðan eru kjúklingabitamir teknir upp úr og
haldið heitum.
Soðið látið smá-sjóða og afgangnum af víninu bætt út í og að
síðustu jafnað með ijómanum. Kjúklingabitunum bætt út í heita
sósuna. Borið fram með spaghetti.
Grískur kjúklingaréttur
1 stór kjúklingur, bútaður í 6 stykki, 6 góðir tómatar,
um 800 gr. kartöflur, 1/2 sítróna,
4 ungs laukar, ólívuolía,
4 rif hvítlaukur, timian, basilikum, salt + pipar.
Afhýðið og skerið kartöflumar í fíngurþykka „stafí" og setjið í
steikarfat eða eldfast glerfat. Fínsaxið 2 lauka og stráið yfír kartöfl-
umar, kryddið yfír með salti, pipar, timian og basilikum. Hellið dá-
litlu af olíu yfír ásamt safa úr hálfri sítrónu, blandið þessu vel saman
(bezt gert með finp-inum). Kryddið kjúklingabitana með salti og
pipar og komið þeim fyrir á milli kartaflnanna í fatinu. Afhýðið
tómatana, skerið í báta og setjið í pott. Saxið hina tvo laukana og
bætið í pottinn, pressið hvítlauksrifin út I, kryddið með timian,
basilikum, salti og pipar. Hellið að síðustu örlitlu af olíu út í og sjóð-
ið þar til orðið að mauki. Hellið þessu þá yfír kjúklingana og kartöfl-
umar og bakið í 200° heitum ofni í 1 V2 tíma, eða þar til allt er
orðið meyrt. Bezt að setja í miðjan ofn.
Dálítið óvenjulegt bragð, en vel þess virði að reyna. Borið fram
með grófu brauði og smjöri.