Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.04.1986, Blaðsíða 43
góður lífsförunautur, til hinstu stundar — hún lést í júní 1974. Þau eignuðust 5 böm og eru þau öll á lífi, þrjár dætur og tveir synir. Andés sat á friðarstóli í Síðumúla í nærri þijátiu ár. Áratuginn frá sjötugu til áttræðisaldurs notaði hann til að losa sig við trúnaðar- störf. Síðan hefur hann tekið lífinu með ró. Heilsa hans hefur þó verið góð. Ingibjörg dóttir hans hefur verið hans bjargvættur, sem hefur hugs- að um hann eins og best var á kosið, slík umhyggja verður seint þökkuð, svo sem verðugt er. Þau þijátíu ár, sem liðin eru síðan ég tók við þingmennsku af Andrési, hef ég heimsótt hann öll sumur að einu undanskildu. Síðast heimsótti ég hann síðastliðið sumar. Þá sátum við lengi einir saman og ræddum málin og gekk það vel þó heym hans væri farin að gefa sig. Eg dáðist að minni hans og andlegri heilsu. Andrés var skemmtilegur í samtali og auk þess góður hagyrð- ingur. Þegar hann hafði frétt af veislu- siðum þeim sem Vilhjálmur Hjálm- arsson ætlaði sér að hafa sem ráð- herra, sendi Andrés honum þessa vísu. „Valdaferill verði þinn vorriþjóðtilnytja En veislurþínar, vinur minn, vilégekki sitja." Dagur Andrésar í Síðumúla hefur orðið langur, enda hefur hann skilað miklu dagsverki. Fátt verður manni meira virði á lífsleiðinni, en kynni af góðu fólki. Eg hefí orðið þeirrar hamingju aðnjótandi að kynnast kveðskapar og tónlistar. Glímdi hann við öll þessi afbrigði listarinn- ar, og hefði getað orðið liðgengur, að sögn góðra manna. Spekingamir segja, að örlög manna séu ráðin við fæðingu, en Geir fæddist í október, 1914. Hvað um það, harka, við- kvæmni og þijóska voru einkenn- andi í skapgerð Geirs. Á árinu 1947 var Geir í síld, í eitt skipti af mörgum. Sverrir hét báturinn. Flotinn var á stöðugu stími milli Gjögurs og Sléttu. Karl- amir börmuðu sér hver við annan í talstöðvunum. Skipstjórinn breiddi úr sér yfir tvo brúargluggana, skim- andi vonleysislega út á sjóinn. Tvær tóbaksrásir láku úr hvorri nös. Geir ók sér við brúargluggann stjóm- borðsmegin. Eftir mánaðar aðskiln- að við Bakkus var hann aumur og öryggislaus. Skipstjórinn lét þau huggandi orð falla, að enginn finni bein. Geir kveður þá upp úr, að þeir séu að fara í bátana allt í kring. Skipstjórinn varð eins og karfi í framan, og þrumaði: „Því í fjandan- um ferðu þá ekki til þeirra." Geir dvaldi oft á Kristneshæli á vegum borgarinnar. Margir góðir menn vildu hjálpa honum. Hrósaði hann mjög nafna sínum Geir, sem var borgarstjóri. Á haustin, er norðan rútan þyrl- aði upp rykmekkinum á þjóðvegin- um fyrir ofan Belgsholt í Melasveit, og rykmökkurinn fór fram úr rút- unni, vissum við, að Geir væri á ferðinni suður úr síldinni. Hann kom alltaf við í Belgsholti á leiðinni suður. Geir lést í Reykjavík um miðjan sjöunda áratuginn, rúmlega sextugur að aldri. Sigurðl. Ólafsson, Maryland, Bandaríkjunum. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1986 mörgu góðu fólki. Einn í þeim hópi var Andrés í Síðumúla, sem veitti mér ómetanlega aðstoð, þegar mest reið á og var mér alltaf til ánægju þegar fundum okkar bar saman. Blessuð sé minning hans. Halldór E. Sigurðsson Kveðja frá Ungmennafélagi Reykdæla „Þeir menn sem börðust fremst með traustri trú til takmarks þess, sem loks er fært að ná. Þeir eru horfnir heim um glæsta brú og heiður þeirra einn nú dvelst oss hji“ Þessar hendingar úr kvæðinu „Áraskiptin" eftir Hannes Hafstein munu hafa liðið í gegnum hug margra er þeir heyrðu lát Andrésar í Síðumúla. Hér er ekki ætlunin að rekja ætt eða æfistörf Andrésar, það munu aðrir gera, en aðeins að senda honum nokkur kveðju og þakkarorð að leiðarlokum. Það kann að vekja undrun eink- um þeirra yngri að félaga sem kennir sig við ungmenni, skuli finna löngun hjá sér til að senda næstum tíræðum öldungi kveðjur og þakkir. En ástæða er fyrir flestu ef ekki öllu. Á sumardaginn fyrsta 1908 sem Kveðjuorð: Fæddur 26. maí 1920 Dáinn 2. apríl 1986 Hinn 2. apríl sl. andaðist í Landa- kotsspítala Sigurleifur Jóhannsson, jámsmíðameistari á ísafirði, eftir tiltölulega stutt en þungbær veik- indi. Sigurleifur var Amfirðingur að ætt og uppruna. Hann fæddist að Auðkúlu í Arnarfirði þann 26. maí 1920. Foreldrar hans voru hjónin Bjamey J. Friðriksdóttir og Jóhann Jónsson. Sigurleifur missti föður sinn í bamæsku og ólst upp með móður sinni og átta systkinum að Auðkúlu til ársins 1935 þegar hún brá búi og flutti til ísafjarðar, en þar bjó þá elsti sonur hennar, Jón Á. Jó- hannsson, síðar skattstjóri á ísafirði og í Vestfjarðaumdæmi. Stuttu eftir komuna til ísafjarðar hóf Sigurleifur nám í jámsmíði hjá Vélsmiðjunni Þór hf. og vann þar um hríð að námi loknu. En lengst af starfsæfinni rak hann eigið fyrir- tæki, ekki mjög stórt í sniðum en rekið af þeirri kostgæfni að menn höfðu ekki ástæðu til að kvarta undan viðskiptunum. Verkefnin hlóðust þvi upp og frístundimar urðu fáar í gegnum árin. Ég kynntist Sigurleifi eða Leifí, eins og hann hét í kunningjahópi, þegar ég fluttist fyrst til ísafjarðar um vorið 1945. Við vomm báðir ungkarlar í þann tíð og vomm kostgangarar hjá Borghildi á Póln- um. Þessi matstaður bar öll bestu einkenni Isafjarðar þeirra ára. Hann var lítill, hlýr og hreinskilinn. Þar mátti fínna þverskurð þessa ágæta samfélags. Þar var heims- borgarinn Baarregaard tannlæknir, puðarinn og seiglukarlinn Sveinn Sveinsson „braskari", mannvinur- inn og snyrtimennið Éggert Láms- son og allt þama á milli. Því skal ekki neitað að stundum gengu hnút- ur um borð, en allt slíkt gleymdist milli máltíða. Borghildur var ein- stök kona. Hún var ein af þessum íslensku hefðarkonum sem standa virkilega undir þeim titli að heita húsmóðir. Þama leið öllum vel og urðu margir kunningjar í gegnum árin. Við Leifur hændumst fljótt hvor að öðmm, sennilega af því hvað við vomm ólíkir, en við vomm líka á svipuðum aldri og áttum þó nokkur sameiginleg áhugamál. Við lásum bækur í frístundunum og lærðum saman ýmislegt sem okkur hafði ekki gefist færi á áður eins og hugurinn hafði staðið til, eins og t.d. ensku hjá Gústaf Lámssyni, þá bar uppá 23. apríl stefndi æsku- fólk úr Reykholtsdalshreppi að Deildartungu. Þetta fólk lét ekki norðan rok með nokkm frosti hefta för sína þótt hvorki væm vegir né bifreiðar til að þeytast á milli staða. Sennilega hafa flestir eða allir ferð- ast á tveimur jafnfljótum. Þetta æskufólk átti brýnt erindi að Deild- artungu. Hér vom „Vormenn is- lands“ á ferð og þennan dag var fyrsta ungmennafélagið í Borgar- firði stofnað, Ungmennafélag Reykdæla. Á þessum stofnfundi mættu 23 ungmenni og gerðust þau öll félagar. Eitt þeirra var Andrés Eyjólfsson sem þá var heimilismað- ur í Deildartungu. Fáir af þeim sem stofnuðu Ung- mennafélag Reykdæla em nú eftir á meðal okkar. Flestir em horfnir yfir „móðuna miklu“. Nú þegar Andrés í Síðmúla er fallinn frá em aðeins tveir af þeim sem sátu fund- inn í Deildartungu 1908 á lífi. Bræðurnir Þórður og -Þorsteinn Kristleifssynir frá Stóra-Kroppi. Andrés gerðist strax ötull bar- áttumaður ungmennafélagshug- sjónarinnar. Ritaði meðal annars margar fróðleiks- og hvatningar- greinar í „Hvöt“ handskrifað blað sem félagið gaf út og lesið var þeim ágæta kennara og heiðurs- manni. Að sjálfsögðu byggist allt at- vinnulíf á ísafírði á sjávarfangi og í tengslum við þann atvinnuveg era nær öll þjónustustörf. Því má kannske segja að það komi nokkuð skemmtilega á óvart þegar menn detta inn í fjölskrúðugt lista- og menningarlíf á þessum stað norður við ystu höf. Mér fannst Leifur bera keim þessara aðstæðna. Hann var þúsundþjalasmiðurinn sem allt lék í höndunum á. Það var næstum sama hvort hann hélt á stálþjöl eða málningarpensli — hvort tveggja fór honum jafn vel og ævinlega einhver list í handbragðinu. Enda varð þjón- usta við blómlegt og dugandi at- vinnulíf hans hlutskipti og því undi hann vel. En áhugi á skemmtan og fögmm listum fór ekki fram hjá honum. Hann kunni vel að meta tónlist og söngmaður var hann góður og tók þátt í störfum kóranna, en söngur- inn er sterkur þáttur í öllu menning- arlífi á ísafirði, sem hefur átt því láni að fagna að njóta tveggja meðal merkustu íslendinga á því sviði, söngstjóranna og tónskáldanna Jónasar Tómassonar og Ragnars H. Ragnar. Sigurleifur átti mörg gæfuspor um ævina en það stærsta steig hann án efa í desember 1949 þegar hann gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Ingu Straumland. Hún bjó honum og dætmm þeirra þremur fagurt og friðsælt heimili sem at- haftiamanninum var meira virði en allt annað til hvfldar og uppörvunar. í lifanda lífi heyrði ég síðast í Leifi þegar hann hringdi til mín frá dótt- ur sinni og tengdasyni í Kópavogi uppúr miðjum mars sl. Hann lofaði mér þá að heyra nokkrar vísur sem honum þótti vænt um en hann var lipur og góður hagyrðingur. Hann vissi þá að hveiju dró, en var að vanda hress í bragði og mér fannst þá ekki ástæða til að ætla að þetta yrði okkar síðasta samtai þessa heims. En það er nú svona að eitt sinn skal hver deyja. Yfirleitt eignast menn sem lengi lifa marga kunningja en flestir fáa vini. Ég kveð hér einn minna bestu vina sem ég sakna mikið. En mestur er að sjálfsögðu missir konu, dætra, bamabama og annarra ástvina. Þau hafa misst ástríkan eiginmann, föður og afa. Öllum þeim og öðmm ættingjum og venslamönnum votta ég mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að blessa minningu Sigurleifs Jóhannssonar. Guttormur Sigurbjörnsson uppúr á fundum. Strax eftir stofnun Ungmennafé- lags Reykdæla vom fleiri félög stofnuð hér í héraðinu. Ungmenna- félagið Brúin nokkmm vikum síðar og svo hvert af öðm á næstu ámm. Forráðamenn félaganna og raun- ar hinn almenni félagsmaður líka fundu fljótlega að þótt ungmenna- félögin væm góð út af fyrir sig, var nokkur hætta á að þau einangr- uðust. Því var það að árið 1912 mynduðu öll ungmennafélögin í héraðinu eitt samband UMSB. Var sambandið hugsað til að auka kynni milli einstakra félaga og að vinna saman að sameiginlegum áhuga- málum. Óhætt mun að fullyrða að Andrés var einn af helstu hvata- mönnum þess að UMSB var stofnað og átti sæti í stjórn þess fyrstu tvö árin og var síðan formaður þess 1915-1916. Stofnun UMSB var heillaskref á sínum tíma því það átti eftir að marka merk spor í menningar og menntasögu héraðsins. Þegar ungmennafélag Reykdæla varð fímmtugt var þess óskað að Andrés flytti erindi um tildrög og stofnun félagsins svo og störf þess fyrstu árin. Tók hann því vel eins og ætíð ef til hans var leitað en 2. apríl sl. lést í Reykjavík vinur minn, Sigurleifur Jóhannsson, jám- smíðameistari á ísafirði. Með nokkmm orðum langar mig til að kveðja hann og votta aðstandendum fyllstu samúðar. Starfsheitið jámsmiður gefur litla mynd af manni eins og Leifur var. í dag, eftir nútíma skólakerfis- stigum, hefði eflaust mátt kalla hann hönnuð, tæknifræðing, verk- fræðing, sálfræðing, skáld og það sem hvergi er kennt, dreng góðan. Samskipti okkar Leifs hófust fyrst þegar ég 10 ámm yngri maður hóf nám m>tt sem rafvirki, og þurfti þá oft að leita eftir samstarfi við hann. Síðan lágu leiðir okkar meira og minna saman í 23 ár, eftiri að ég varð starfsmaður íshúsfélags Isfírðinga, en hann var fastur verk- taki við allt sem þar var gert, bæði smátt og stórt, er við kom allri málmvinnu. Á þessum 23 ámm hefur öllu verið breytt þar á þessu sviði,. og geta þeir einir sem til þekkja vitað hversu óhemju vinna og hugsun hefur verið í því fólgin frá hendi Sigurleifs heitins. Fædd 21. apríl 1945 Dáin 1. mars 1986 Okkur langar með fáeinum orð- um til að minnast góðrar vinkonu sem kvaddi þetta líf svo snögglega að manni gírfst ekki einu sinni tími til að átta sig á hlutunum. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er og em það orð að sönnu. Við kynntumst Margréti ' og manni hennar Baldri er við fluttum til Kaupmannahafnar fyrir tveimur ámm. Magga var sannarlega vinur vina sinna. Fengum við að vera aðnjótandi vináttu hennar, en því miður alltof stutt. Þau hjónin vom 43 bætti við eitthvað á þessa leið. „Ef ég á að ræða tildrög þess að ung- mennafélög vom stofnuð á íslandi yrði það erindi nokkuð langt því að leita þyrfti allt aftur á fyrri hluta 19. aldar ef gera ætti því einhver skil. En e.t.v. mætti svara þessu í örstuttu máli. Þeir sem stofnuðu ungmennafélögin vildu þroska sig andlega og líkamlega og þeir urðu sjálfir að skapa sér þá aðstöðu sem til þess þurfti. Einn þáttur í þeirri aðstöðusköpun var stofnun ung- mennafélaganna." Við sem nú störfum í þessu félagi gemm okkur fulla grein fyrir að við eigum stofn- endum þess óendanlega mikið að þakka. Við munum framvegis sem hingað til reyna að byggja á þeim gmnni sem stofnendumir lögðu fyrir 78 ámm til heilla fyrir sveit og hérað. Nú er Andrés i Síðumúla „horfínn heim um glæsta brú“. Við sendum honum kveðjur og þakkir fyrir uninn störf í þágu fé- lags okkar. Við teljum að það sé meira en „heiður þeirra einn sem dvelst oss hjá“. Á þeirra verkum byggjum við okkar starf. Við vottum hinum látna virðingu okkar og sendum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Ungmennafélag Reykdæla Það skipti ekki máli hvað um var að ræða, allt var tekið mjög föstum tökum. Ef teikningar vom fyrir hendi, vom þær grandskoðaðar, gagnrýndar, og settar fram nýjar hugmyndir. Var allt síðan rætt við viðkomandi verkfræðing, og hygg ég t.d. að tæknideild SH hafi margt tekið til jákvæðar athugunar sem frá honum kom. Aldrei minnist ég þess, í öll þessi ár, er við þurftum að leita til hans, á nóttu sem degi, helgan dag eða virkan, að hann hafi ekki alltaf leyst vanda okkar. Enda em það margar minningamar sem geymast um allt það ómetan- lega í fari þessa fjölhæfa manns. Um það get ég nefnt ótal dæmi, en tek aðeins eitt: Að leita að leka í ammóníaksleiðslum frágengnum af honum var aldeilis óþarfi. En við vélstjóramir þurftum samt ávalt að fínkemba þær allar að honum við- stöddum. Það var ekki nóg fyrir okkur að segja að þær væm í lagi. í daglegri umgengni var hann sérstæður. Aldrei blandaði hann saman vinnu og dægurmálum. Þau vom ekki rædd fyrr en að loknu dagsverki, og kom þá ósjaldan fyrir að kvöldmatartíminn fór þar for- görðum. Sigurleifur var góður söngmaður, en gaf sér ekki tíma til að njóta þess nema nokkur ár, þá ungur maður. Enga þekki ég sem em eins orðheppnir er þeir skipta skapi, eins og hann var. Heldur vildi ég þúsund orðhríðar frá öðmm, en eina frá honum. í slíkum tilvikum var naglinn ávallt sleginn á höfuðið. ; Vísur hans sumar, er hann skildi stundum eftir á borðinu í vélstjóra- kompunni okkar, tjáðu okkur hug hans, léttur eða þreyttur, góðlegt grín eða „skot“. Jarðneskar leifar í þessa vinar míns hvfla nú í sunn- lenskri mold, og hefði ég kosið að geta fylgt honum síðasta spölinn, ! en af því gat ekki orðið. Guð blessi • minningu hans. Hreinn Þ. Jónsson okkur ætíð innan handar og sér- staklega er við áttum von á syni okkar í októbermánuði á síðasta ári. Verðum við ævinlega þakklát fyrir það, því á þessum tíma vom ætt- ingjar vfðs fjarri er stuðnings og uppörvunar var þörf. Það veittu Magga og Baldur okkur. Við þökkum Margréti fyrir allar þær góðu stundir er við áttum með henni. Við biðjum góðan Guð að styrkja eiginmann hennar og ætt- ingjaísorgþeirra. í Kaupmannahöfn, Ragnhildur, Bensi og Agúst Már. Sigurleifur Jóhanns- son — ísafirði Margrét Steinars- dóttir - Kveðjuorð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.