Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 1
80SÍÐUR B STOFNAÐ1913 117. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986 ________________________Prentsmiðja Morgimblaðsinn Slegið í gegn íKína STUÐMENN hlutu gúðar mót- tökur á hljómleikaferð sinni um Kína. Lokatónleikarnir voru haldnir i Peking í gær. Uppselt var á alla tónleikana. I dag held- ur hljómsveitin, sem tók sér nafnið „Strax“ af ótta við að Kínverjum vefðist tunga um tönn við að taka sér Stuðmannanafnið í munn, til Hong Kong þar sem hún heldur eina tónleika fyrir heimferðina. Samkvæmt skeyti AP-fréttastof- unnar voru öryggisverðir á nálum á tónleikum Stuðmanna og rétt áður en hljómsveitin kom fram á sviðið var rækilega tilkynnt að bannað væri að rísa úr sætum og syngja og tralla. Kvöldið áður hafði hópur áheyrenda ruðst upp á sviðið. Það gerðist ekki í gær en samt sinntu áheyrendur ekki fyrirmælum og tóku kröftuglega undir með hljómsveitinni. Fór þó allt friðsam- lega fram. Kínveijar höfðu slæma reynslu af komu brezku hljómsveit- arinnar Wham! fyrir ári, en frammi- staða Stuðmanna er lofuð. Enda espuðu Wham!-strákamir áhorfend- ur til skrílsláta á hljómleikum. Matthías Á. Mathiesen á ráðherrafundi NATO í Halifax: Aðstaða vesturveldanna til m m ^ 0 0 MorgunDiaoio/vri.iv.m. Lokafundur 1 ngningu Það rigndi á sjálfstæðismenn í Reykjavík, þegar þeir efndu til lokafundar kosningabaráttu sinnar á Lækjatorgi síðdegis í gær. í ræðu sinni hvatti Davíð Oddsson, borgarstjóri, Reykvikinga til að veita sjálftæðismönnum brautargengi í kosningunum á laugardag og koma i veg fyrir, að framtíð borgarinnar verði stefnt í voða. „Við skulum ekki setja hana á uppboðsmarkað óánægjunnar og sundrungarinnar. Slíkt hlutskipti á borgin ekki skilið. Slíkt eiga borgarbúar ekki skilið.“ í skeytunum segir að Stuðmenn hafí klæðst víðum og kragamiklum Maófötum með málmkenndri áferð í gær. Fatnaður sá eigi upp á pall- borðið hjá miðaidra embættismönn- um og fullorðnu fólki en ekki hjá unglingum. Haft er eftir Jakobi Magnússyni að draumur Stuðmanna sé að spila frammi fyrir tveimur milljónum Kínveija á aðaltorgi Peking, Tian- anmen-torginu, en yfírvöld eni víst ekki reiðubúin að leyfa slflct. í frétt- inni segir að gerð hafí verið heimild- armynd um hljómleikaferðina fyrir brezka sjónvarpsstöð og að Stuð- menn hyggist gefa út plötu í Kína. Ennfremur að verð miða á tónleika hafi verið frá 20-35 krónur en gengi þeirra á svartamarkaði verið 120- 160 kr. samninga betri en oft áður FUNDUR utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins hófst í gær í Halifax í Kanada. Á fundinum var hart lagt að Banda- ríkjamönnum að bijóta ekki Salt II sáttmálann. Við setningu fundarins sakaði Joe Clark, utanríkisráðherra Kan- ada, Sovétmenn um að hafa brotið samþykktir um vígbúnað. Clark sagði að hegðun Sovétmanna væri slfkum vafa undirorpin að Banda- ríkjamenn sæju sig ekki lengur knúna til að lúta ákvæðum Salt II sáttmálans. Carrington lávarður, fram- kvæmdastjóri NATO, tók í sama streng. Hann harmaði að Sovét- Stjórn Taiwan vítir Argentínumenn: Skaðabóta kraf- ist fyrir togarann Talpeu STJORN Taiwan ætlar að krefj- ast skaðabóta af Argentínumönn- um fyrir að ráðast á togara frá Taiwan undan ströndum Falk- landseyja. Einn sjómaður lést þegar argentínskt varðskip skaut á tvo togara og þrír hlutu meiðsl. Eins manns er saknað. Bretar hafa sakað Argentínu- menn um „óréttlætanleg og öfga- kennd viðbrögð" í máli þessu. Bretar gera tilkall til 150 mflna landhelgi umhverfís Falklandseyjar og var togarinn skammt undan henni að veiðum. Hu Chih-Chih, forstjóri veiðmála- stjómar Taiwan, sagði á blaða- mannafundi í gær að Argentínu- menn bæru ábyrgð á því að togarinn eyðilagðist. Hann sagði að togarinn hefði verið að veiðum á alþjóðlegu hafsvæði. Á fundinum kom fram að togarinn hefði verið að veiðum innan 200 mílna landhelgi Argentínu. Skipið fékk boð um að stoppa og skotið var á það þegar ekki var hlýtt. Áhöfnin þurfti að fara frá borði og náðu skipveijar argentínska skipsins þeim úr sjónum. Þá var einn maður látinn og annars er saknað. í árás- inni laskaðist annað skip frá Taiwan, sem var í grenndinni. menn hefðu enn ekki svarað tillög- um þeim, sem Bandaríkjamenn lögðu fram í yín, af skynsemi. Matthías Á. Mathiesen, utanrík- isráðherra, sagði í ávarpi við setn- ingu fundarins að nú ógnuðu eink- um tvær hættur öryggi aðildarríkja NATO; hryðjuverk og hemaðarupp- bygging Sovétmanna. Matthías sagði að ekki mætti breyta þjóðfélögum okkar í lög- regluríki, þótt hryðjuverk væru framin: „Lýðræðisríki tryggja innra öryggi sitt með öðmm hætti en alræðisríki." Ráðherrann kvað vestræn lýð- ræðisríki eiga að koma sér saman um öryggisreglur og markvissar, árangursríkar aðgerðir gegn ríkj- um, sem uppvís yrðu að stuðningi við hryðjuverkamenn. Um Sovétmenn sagði Matthías að linnulaus hemaðaruppbygging þeirra ógnaði NATO. Innrásin í Afganistan sýndi að Sovétmenn væm reiðubúnir til að beita hervaldi utan landamæra sinna og heims- yfírráð væm sem fyrr aflvaki til- rauna þeirra tii að kljúfa samstarf vestrænna ríkja og auka áhrif sín í þriðja heiminum. Hann sagði að íslendingar hefðu ekki farið varhluta af hemaðarum- svifum Sovétmanna á Atlantshaf- inu. Sovéski flotinn hefði á tuttugu ámm breyst í mesta flotaveldi heims úr veikum strandvamarflota. Matthías sagði að lokum að Sovétmenn ættu nú við ýmis vanda- mál að stríða. Þar mætti nefna kjamorkuslysið í Chemobyl og AP/Símamynd GJeorge Shulz utanríkisráðherra óskar Matthíasi Á. Mathiesen utan- ríkisráðherra til hamingju með ávarp hans á ráðherrafundi Atlants- hafsbandalagsins í Halifax í gær. Sfðar um daginn ræddu þeir Rain- bov Navigation-málið einnig stæðu þeir frammi fyrir stöðnun bæði í félagsmálum og efnahagsmálum. Aðstaða vestur- veldanna til samninga væri því betri en oft áður. „Þessa stöðu ber að nota til að telja Sovétmenn á að draga úr birgðum kjamavopna, efnavopna og öðmm vígbúnaði, og fá þá til að efna gefin fyrirheit um aukin mannréttindi," sagði Matthías. Yfírvöld í Austur-Berlín hafa nú I flóra daga framfyigt þeirri kröfu sinni að erlendir sendiráðsstarfs- menn sýni vegabréf er þeir fara milli Austur- og Vestur-Berlínar. Vesturveldin segjast ekki þola slíkan yfírgang og sagði George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, að hann ætlaði að krefjast þess að fjallað yrði um málið á utanríkisráðherrafundinum. Sjá einnig frétt á baksfðu og ræðu Matthíasar á bls. 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.