Morgunblaðið - 30.05.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.05.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986 Sjónvarpsum- ræður í kvöld Deilur í Alþýðubandalaginu um talsmann þess ENDASPRETTUR kosningabaráttunnar fyrir borgarstjórnarkosn- ingamar í Reykjavík á morgun verður í sjónvarpinu í kvöld, þegar hringborðsumræður efstu manna listanna verða sýndar í beinni út- sendingu. Páll Magnússon stjómar umræðunum. Fimm listar voru í gær búnir að fulltrúi flokksins í þessum umræð- tilnefna fulltrúa sína, allir nema Alþýðubandalagið, og er í öllum tilvikum um að ræða þá sem skipa 1. sæti viðkomandi lista. Álfheiður Ingadóttir, formaður kosninga- sijómar Alþýðubandalagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ákvörðun um fulltrúa flokksins í sjónvarpsumræðunum yrði ekki tekin fyrr en árdegis í dag. Samkvæmt öðrum heimildum Morgunblaðsins stóð hins vegar yfir fundur í kosningastjóminni í allt gærkvöld. Því var að vísu harð- lega neitað á skrifstofu flokksins fram eftir kveldi að svo væri, en um miðnætti var sagt að fundurinn stæði enn yfir. Á þessum fundi var rætt um þann ágreining, sem uppi hefur verið innan flokksins undan- fama daga um það hver vera ætti um. Sigurjón Pétursson, efsti mað- ur á lista Alþýðubandalagsins, hef- ur sótt það fast að taka þátt í þessum umræðum. Aðrir hafa hins vegar haldið fram Kristínu ólafs- dóttur eða Össuri Skarphéðinssjmi. Morgunblaðinu tókst ekki að afla upplýsinga í gærkvöldi um niður- stöður fundar kosningastjómarinn- ar. Davíð Oddsson borgarstjóri verð- ur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrir Kvennalistann, Bjami P. Magnús- son fyrir Alþýðuflokkinn, Sigrún Magnúsdóttir fyrir Framsóknar- flokkinn og Áshildur Jónsdóttir fyrir Flokk mannsins. Hringborðs- umræðumar hefjast klukkan 22.15 og standa í eina til eina og hálfa klukkustund. Eldur í Hegningarhús- inu — Fangi strauk EINUM fanga tókst að stijúka eftir að eldur kom upp í Hegning- arhúsinu við Skólavörðustíg um klukkan 17.30 í gær. Eldurinn kom upp á baðherbergi og er talið að hann hafí kviknað út frá ljósaperu sem ofhitnaði. Mikill reykur myndaðist á gangi Hegningarhússins og var farið með alla fangana út í garð. Þar tókst einum þeirra að sleppa yfír vegginn. Fanginn er síbrotamaður og hefur oft setið inni. Samkvæmt upplýsing- um sem Morgunblaðið fékk hjá fangaverði í Hegningarhúsinu er þetta ekki í fyrsta sinn sem þessum manni tekst að stijúka. Síðast þegar Morgunblaðið ftétti í gærkveldi hafði ekki tekist að fínna fangann. „Þetta eru hrika- 1 eg ósannindi“ — segir Davið Oddsson um skrif Tímans um málefni Granda hf. „ÞETTA eru hrikaleg ósannindi,“ en bersýnilega sögð vísvitandi" sagði Davíð Oddsson, borgar- stjóri, þegar undir hann voru bomar þær staðhæfðingar i for- ystugrein Timans i gær, að skuld- ir ísbjaraarins væru 36 milljónum krónum hærri, en þær eignir sem fyrirtækið lagði til Granda hf. „Staðreyndin er sú,“ sagði borgar- stjóri, „að við samruna Bæjarút- gerðarinnar og ísbjamarins lagði Isbjöminn til eignir, sem samkvæmt lokamati em að upphæð 628,8 millj- ónir króna, og með fylgdu skuldir, sem nema 519,1 milljón króna. Hreint eigið fé, sem eigendur ís- bjamarins lögðu til, nam því um 109 milljónum króna." í forystugrein Tímans er jafti- framt fullyrt, að hlutabréf þau, sem ísbjöminn lagði til við sameining- una, hafí verið að verðmæti 56 millj- ónir króna í júní í fyrra, en við sameininguna hafí verið búið að hækka matið á þessum bréfum um 22 milljónir eða í 78 milljónir króna. „Þetta er einnig ósatt,“ sagði borg- arstjóri. „Hið rétta er, að matstalan, sem nefnd er, var fundin áður en endanlegt mat var lagt á eignir Bæjarútgerðarinnar og Isbjamarins í Sfldar- og fiskimjölsverksmiðjunni. Þar áttu báðir aðilar jafnan hlut og hækkuðu því eignahlutar beggja fyrirtækjanna jafnt. Við lokauppgjör reyndist eigið fé Granda hf. 492 milljónir kr., sem sýnir að ijár- hagurinn er ekki veikur. Þvert á móti er hann traustur, þótt lausafjár- staðan sé auðvitað erfíð eins og hjá öðrum fyrirtækjum í þessari at- vinnugrein." „í forystugreininni segir jafn- framt, að Reykjavíkurborg standi enn í stórfelldum ábyrgðum fyrir skuldum, sem Bæjarútgerðin hafi stofnað til og Grandi yfírtekið," sagði Davíð Oddsson, „Þetta hefur ekki við nein rök að styðjast. Sann- leikurinn er sá, að samið var við alla stærstu lánardrottna Bæjarút- gerðarinnar, s.s. Fiskveiðisjóð, Byggðasjóð og Ríkisábyrgðasjóð, um að losa borgarsjóð undan slíkum ábyrgðum. Sum þessara lána hafði borgarsjóður tekið beint og afhent Bæjarútgerðinni, þannig að borgar- sjóður var ekki aðeins ábyrgðaraðili, heldur beinn skuldari." Morgunblaðio/EI'I Hvitu kollarair settir upp við skóIasUt i Menntaskólanum i Reykjavík i gær. Menntaskólinn í Reykjavík: Brautskráði 172 stúdenta við hátíðlega athöfn í gær MENNTASKÓLINN í Reykja- vik útskrifaði 172 stúdenta í gær við hátiðlega athöfn í Há- skólabiói. 52 luku prófi úr máladeUdum, 53 úr eðlisfræði- deUdum og 67 úr náttúrufræði- deUdum. Dux scholae varð Kristján Sig- urður Guðmundsson með 9,55 og semi-dux varð Guðrún Edda Gunnarsdóttir með 9,46. Þá komu Siguijón Þ. Ámason, Gerður Gröndal, Einar Heimisson, Krist- ján Halldórsson og Gylfí Magnús- son, öll með ágætiseinkunn. Fjöldamörg verðlaun voru veitt í Háskólabíói í gær við athöftiina, bæði peninga- og bókaverðlaun. Kristján sagði í samtali við blaðamann eftir útskriftina að hann væri mjög ánægður með árangurinn og hyggði á raun- greinanám í Háskóla íslands á hausti komanda. Kristján var aðeins þijá vetur í MR — „ég las annan bekkinn um sumar og tók prófín þá um haustið áður en ég byijaði á þriðja árinu í skólanum. Þetta var vissulega erfítt nám — ég kom langbest út úr raungrein- unum, var með 10 í flestum þeirra en ég fór ekki undir 9.0 í neinu fagi“. Kristján sagðist ekki vera orðin leiður á námi. Hann vinnur i Iðnaðarbankanum i sumar jafnt þvi sem hann þjálfar með ólympiu- landsliðinu í eðlisfræði. „Við erum Kristján Sigurður Guðmundsson dux scholae og Guðrún Edda Gunnarsdóttir semi-dux. flórir i liðinu og verðum að þjálfa vel fyrir mótið sem hefst 13. júlí nk. í London", sagði Kristján. Guðrún Edda er á förum til Bandaríkjanna í haust þar sem hún hefur fengið styrk til háskóla- náms við Brandeis-háskólann, sem er rétt fyrir utan Boston. „Ég býst við að fara inn á raungreina- brautina, en hef samt ekki alveg gert upp við mig hvað ég vil.“ Guðrún Edda sagðist hafa þurft að leggja sig mikið fram við námið í MR — en hún var líka í píanón- ámi við Tónlistarskólann í Reykja- vík í vetur og hefur lokið 7. stigi þar. Viðstaddir voru margir eldri stúdentar frá skólanum að vanda. Fram kom í máli rektors MR, Guðna Guðmundssonar, að elzti núlifandi stúdentinn væri Hinrik Thorarensen, sem útskrifaðist árið 1913, og næstelsti stúdentinn væri Þórunn Kvaran, stúdent 1915. Þriéji elsti stúdentinn, Anna Bjamadóttir, nú 70 ára stúdent, var viðstödd athöfnina í gær þar sem bamabam hennar útskrifað- ist. Nokkrir af fulltrúum eldri nemenda skólans, sem héldu upp á stúdentsafmæli sín í gær, færðu skólanum gjafir og fluttu ávörp við skólaslitin. 440 beiðnir um gjald- þrotaskipti á árinu 63% fleiri en á sama tíma í fyrra UM 440 beiðnir um gjaldþrota- skipti hafa borist skiptaráðand- anum í Reykjavik það sem af er þessu ári, að sögn Ragnars H. Hall skiptaráðanda. Á sama tíma i fyrra höfðu embættinu borist 270 beiðnir um gjaldþrotaskipti og er aukningin því 63% það sem af er ári. Á öllu árinu 1985 bárust embættinu 762 beiðnir um gjald- þrotaskipti. Ragnar sagði í gær að mikill meirihluti gjaldþrotabeiðnanna væri vegna einstaklinga. f fyrra Helgarveðríð: Skiptast á skin og skúrir SUÐAUSTANÁTT verður um allt land i dag með rigningu viðast hvar á Suður- og Vestur- landi, en þurru veðri á Norður- og Áusturlandi. Hiti verður 7-11 stig. Á laugardaginn er búist við norðvestanátt um mest allt landið. Þá verða skúrir um norðanvert landið en þurrt og bjart á Suður- og Suðausturlandi. Suðvestan- lands verður skýjað og ef til vill skúrir. Hiti verður á bilinu 5-9 stig. Gert er ráð fyrir að á sunnudag verði hæg suðlæg átt á landinu, skýjað og lítilsháttar skúrir á Suður- og Vesturlandi en þurrt og sennilega bjart veður á Norður- og Austurlandi. Hiti verður 8-13 stig. hefði hlutfall gjaldþrotabeiðna vegna einstaklinga aukist miðað við hlutafélög, en Ragnar tók fram að margir af þessum einstaklingum hefðu verið með fyrirtæki. Ekki enda öll þessi mál með gjaldþroti, sagði Ragnar að reynslan sýndi að 40-60% fjöldans tækist að bjarga sér frá gjaldþroti áður en úrskurður um gjaldþrot væri kveðinn upp. Ragnar sagði að þessi fyöldi beiðna um gjaldþrotaskipti sýndi að það færi vaxandi að menn létu reyna á það til enda hvort þeir fái eitthvað upp í kröfur sínar eða ekki. Áberandi væri að opinberir aðilar, til dæmis gjaldheimtan og tollstjór- inn, væru ekki með jafn margar beiðnir um gjaldþrotaskipti og áður var. Mikið hefði aukist að lögmenn og bankar legðu beiðnimar fram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.