Morgunblaðið - 30.05.1986, Side 3

Morgunblaðið - 30.05.1986, Side 3
< MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986 3 DAVÍÐ ODDSSON, BORGARSTJÓRI Við kjósum menn en ekki flokka. Við kjósum menn að verðleikum. Við ætlum að kjósa DAVÍÐ ODDSSON borgarstjóra í Reykjavík. Atli Heimir Sveinsson, tónskáld. Egill Eðvarðsson, kvikmyndaleikstjóri. Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri. Gunnar Þórðarson, tónlistarmaÖur. Kjartan Ragnarsson, leikritahöfundur. Sigurður Pálsson, rithöfundur. Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur. Þórarinn Eldjárn, rithöfundur. Þorsteinn Gunnarsson, leikari ogarkitekt. Skepnur drápust af völdum rafmagns Breiðavíkurhreppi. FJÓRAR skepnur þrír hestar og kind, drápust af völdum raf- niagns frá raflínu þegar raf- magnsstaur brotnaði við jörðu á túninu við eyðibýlið Dagverðará aðfaranótt fimmtudags í norðan- áttinni. Rafmagnslínan losnaði ekki af staumum og sligaði staurinn þá eðlilega línuna niður að jörðu, en snerti hana þó ekki alveg. í gær var fyrst farið að athuga línuna, sem liggur frá Hellnum að Malarrifi, þegar rafmagn fór af á Malarrifí. Þegar rafveitustjóri Ól- afsvíkur, Snorri Böðvarsson, lög- reglumenn frá Ólafsvík ásamt bændum frá Hellnum og Amar- stapa, eigendum skepnanna, komu til að athuga línuna, lágu þrír hestar dauðir við línuna og ein veturgömul kind, dauð líka. Kindin hafði orsak- að það að rafmagnið fór af því hún var á línunni með aðra framlöppina þegar að var komið. Kindin hafði sviðnað og djúp hola hafði myndast í jörðu þar sem kindin lá. Viðgerð hófst strax í gær og búist var við að henni lyki þá um kvöldið. Tekin var skýrsla á staðn- um og sagðist rafveitustóri í samtali við fréttaritara vera hlynntur því að tjón bændanna yrði bætt þeim, en þó er ekki vitað að svo stöddu hvemig þeim málum verður háttað. Finnbogi Nefnd fjallar um samfelld- an skóladag í Reykjavík SVERRIR Hermannsson, menntamálaráðherra, hefur skipað nefnd til þess að gera framkvæmdaáætiun um hvernig koma skuli á samfelldum skóla- degi í Reykjavík. Skal áætlunin taka til allra grunnskóla i Reykjavík, sem reknir eru af ríki og borg og ná yfir fjögur ár. Skal starf nefndarinnar gmnd- vallast á tillögum, sem gerðar eru í skýrslu samstarfshóps undir stjóm Salóme Þorkelsdóttur, alþingis- manns, á vegum menntamálaráðu- neytisins. Formaður nefndarinnar, sem áætla á um framkvæmd sam- fellds skóladags í Reykjavík er Bessí Jóhannsdóttir, cand. mag. og aðrir nefndarmenn em: Áslaug Friðriksdóttir, skólastjóri, Hafdís Sigurgeirsdóttir, kennari, Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri, Ragnar Georgsson, forstöðumaður, og Salóme Þorkelsdóttir, alþingismað- ur. Nefndin skal m.a. gera könnun á ástandi í hveijum skóla fyrir sig og athuga eftirtalin atriði: þörf á viðbótarrými, þörf á auknu kennslu- magni og skipan skólanestis, segir í frétt frá menntamálaráðuneytinu. Póst- og simamálastofnun: Jón A. Skúlason lætur af störfum 1. september JÓNI A. Skúlasyni póst- og síma- málastjóra, hefur verið veitt lausn frá embætti vegna aldurs frá og með 1. september næst- komandi. Jón hefur gegnt embætti póst- og símamálastjóra í 15 ár. Hann hefur starfað samfleytt í 40 ár hjá Póst- og símamálastofnuninni. Samkvæmt fréttatilkynningu frá samgönguráðuneytinu hefur emb- ætti póst- og símamálastjóra nú verið auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til l.júlf nk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.