Morgunblaðið - 30.05.1986, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986
17
Kosningaloforð
sj álfstæðismanna
oiái roT/rniot<rMM uiimii. criTMT.
Mörgum finnst kosningaloforð
þau loforð sem síst megi treysta.
En í fyrradag og aftur nú birtum
við 4 ára gömlu loforðin og ekkert
af þeim er óefnt. Þess vegna birt-
um við nú ný kosningaloforð kinn-
roðalaust. Við biðjum þig að
geyma auglýsinguna og merkja
við eftir því sem loforðin verða
efnd. Það verður þér hjálp við að
gera upp hug þinn að fjórum árum
liðnum
Efn,:
yilfi,a6isl
menn
TTlU^U‘
i las
irat'°a®'
Sa«e'
v\ð
haU '
&fí£!***"*
^atneby^8
- Alno'- -
oð 1
Raui
'í&r^
sttftn'
LeggiS.
fe"»
ui» >
n\6«»
IrafnV^
JrihW**”*
úf
tO&
Oboö
lutt-
Seija
IWetu^;
atte
m'
Fetta ar
biutans
urn.
eiri-
dain-
»iSSSiSáíS?ft-
um
svo l
dirnaf
ein'
tnenn
botiú
SJALFSTÆÐISMENN MUNU:
EFNT:
Útsvar, fasteignagjöld og aðstöðugjöld verða ekki
hækkuð umfram verðlag eins og gert var í vinstri
stjórn í Reykjavík.
Komið verði upp 1. áfanga að skemmtigarði og dýra-
garði í Laugardal.
Gert verði vélfryst skautasvell í Laugardal.
Gerð verði varanleg aðstaða til leikstarfsemi og
skemmtana á opnu svæði í borginni.
Lokið verði við Borgarleikhús svo að hefja megi þar
fullan rekstur 1988.
Viðeyjarstofa verði fullgerð og tekin í notkun í þágu
menningarlífs og sögu borgarinnar og þjóðarinnar.
Opnaðar verði ekki færri en 10 dagvistarstofnanir,
þ. á m. í Ártúnsholti og gamla Vesturbænum.
Gerður verði smábarnaskóli í Ártúnsholti.
Lokið verði við Vesturbæjarskóla.
Stefnt verði að samfelldum skóladegi í flestum skól-
um Reykjavíkur.
Opnuð verði heilsugæslustöð við Hraunberg og á
horni Garðastrætis og Vesturgötu.
Gamli miðbærinn verði endurnýjaður, þó með ríku
tilliti til gamals og gróins svipmóts hans. Tvær nýjar
bifreiðageymslur verða opnaðar, við Garðastræti
og Tryggvagötu.
Gróðursett verða á milli 250.000 og 300.000 trjá-
plöntur á ári að meðaltali á vegum borgarinnar.
Lokið verði við að endurreisa hitaveitugeyma í
Öskjuhlíð, þar sem komið verði fyrir útsýnisstað og
hreyfanlegum veitingastað efst.
Holræsi borgarinnar við Ægisíðu, frá Elliðavogi að
Örfirisey, við Eiðsgranda verði sameinuð í þrjú ræsi,
sem lögð verði í haf út. Dælu- og hreinsistöðvum
verði lokið á tveimur árum íframhaldi af því.
Loforð þessi verði birt opinberlega í fjölmiðlum i lok
kjörtímabilsins ásamt dagsetningum á efndum.
Að framan eru talin nokkur afmörkuð og bein kosningaloforð.
Þau eru ekki tæmandi talning á stefnumálum okkar, fjarri því.
Þau höfum við kynnt rækilega í fjölmiðlum og bæklingum síðustu
vikurnar. Nefna má í því sambandi öldrunarmálin og félagsmálin,
skipulagsmál og umhverfismál, íþróttamál og æskulýðsmál og
einstakar framkvæmdir í hverfum borgarinnar.
Frambjóðendur D-listans