Morgunblaðið - 30.05.1986, Page 27

Morgunblaðið - 30.05.1986, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986 27 við menntamálaráðuneytið og §ár- málaráðuneytið um markvissa upp- byggingu grunnskólanna á næstu átta árum. Þar er gert ráð fyrir framkvæmdum sem nema 168 milljónum króna. Þessi samningur er tímamótasamningur í samskipt- um ríkis og sveitarfélaga því þetta er í fyrsta skipti sem slíkur samn- ingur er gerður og ég vil nota tækifærið til að þakka ráðherrunum Sverri Hermannssyni og Þorsteini Pálssyni fyrir mikinn skilning á þessu máli. Andstæðingar okkar héldu því alltaf fram að vonlaust væri að ná slíkum samningi og að við værum að skjóta okkur undan ábyrgð í þessu máli. Svo hefur ekki verið, við höfum staðið vel að þessu máli frá upphafi enda vilja allir eigna sér heiðurinn af þessu í dag og mest þeir sem hæst gagnrýndu okkur fyrr í vetur. Atvinnumál komin í gott horf Atvinnumálin eru komin í nokkuð gott horf eftir erfiðleika á árinu 1984. Þá lá fyrir að einn togari yrði seldur burtu og tvö frystihús hættu starfsemi. Útgerðarmenn og bæjarstjóm sameinuðust um að halda skipinu og það tókst og síðan hefur þróunin verið jákvæð og allt á réttri leið á nýjan leik, ný fyrir- tæki hafa hafið starfsemi bæði í iðnaði og fiskvinnslu sem veita mörgu fólki atvinnu og í vetur bættust síðan við tveir glæsilegir togarar í flotann. Við höfum verið með kynningu í sjónvarpi og viðar á því sem Akranes hefur upp á að bjóða fyrir atvinnurekstur. Margir hafa sýnt áhuga og haft samband við okkur enda hefur þessi kynning vakið mikla athygli. Við höfiim til- lögur um frekari eflingu atvinnu- lífsins enda leggjum við höfuð- áherslu á að þessi jákvæða þróun haldi áfram. Við viljum efla Fram- hugar að ,því. Við viljum leita gamstarfsfélaga, fyrirtælga og ein- staklinga um þessa framkvæmd því ljóst er að bæjarsjóður getur ekki lokið við þessa framkvæmd á skömmum tíma eins og er, fjár- magn liggur ekki á lausu í svo stór- um stfl sem þarf og því er nauðsyn- legt að virkja fleiri aðila til að hrinda þessu verkefni í framkvæmd og ljúka því á skömmum tíma. Þetta er mjög brýn framkvæmd enda biðlisti eftir vistrými mjög iangur. Áætlaður kostnaður við þennan áfanga nemur um 80 miíljónum króna og teljum við að framkvæmd- um þurfi að ljúka á 2-3 árum. Sjálfstæðismenn áfram í forystu Ég tel að kosningamar snúist fyrst og fremst um það hvort sjálf- stæðismenn eigi áfram að hafa forystu i bæjarmálunum á Akranesi eða hvort við á að taka samsuða þriggja eða fjögurra vinstri flokka. Ég vil minna á að vinstra samstarf hefur verið reynt tvisvar á Akranesi en endaði í bseði skiptin með ósköp- um og urðu sjálfstæðismenn að taka við á miðju kjörtímabili. Fleiri nýir kjósendur ganga nú að kjörborðinu en nokkru sinni fyrr. Við þá vil ég segja eftirfarandi: Akranes er góður staður fyrir ungt fólk. Við höfum margt að bjóða því, t.d. stöðugt og fjölbreyti- legt atvinnulíf, góðar menntastofn- anir, við bjóðum því upp á íþrótta- og æskulýðsaðstöðu í fremstu röð, heilbrigðisþjónustu eins og hún gerist best, góðar samgöngur við stærsta þéttbýliskjama landsins og síðast en ekki síst fallegan og góðan bæ og gott mannlíf. Höfundur er efsti maður á lista sjálfstæðismanna A Akranesi og forseti bæjarstjómar. Séð yfír Akranes. kvæmdasjóð bæjarins m.a. með því að losa hlutafé sem bærinn á í mörgum rótgrónum fyrirtækjum og veita því íjármagni sem þannig skapast til að styðja við bakið á nýjum fyrirtækjum. Við viljum einnig leggja áherslu á aukin tengsl menntastofnana bæjarins við at- vinnuuppbygginguna. Við teljum möguleika á stóraukinni þátttöku Akumesinga í ferðaþjónustu og viljum koma á fót kennslubraut sem tengist ferðamálum við Fjölbrauta- skólann. Við emm svo lánsöm hér á Akranesi að við eigum mörg sterk og rótgróin fyrirtæki bæði í sjávar- útvegi og iðnaði og þess vegna hefur bæjarfélagið ekki þurft að standa í miklum atvinnurekstri sjálft eins og mörg hliðstæð sveitar- félög þurfa að gera. Stækkun Höfða Sem fyrr segir tel ég nauðsynlegt að hefja nú þegar stækkun dvalar- heimilisins Höfða. Bæjarstjóm hef- ur samþykkt tillögu stjómar heimil- isins um að he§a uppbyggingu 2. áfanga og viljum við standa heils- dagsetningunni 28. ágúst 1870 en þá kvaddi hann hana. tíma, en hann hafði notað hluta þeirra til skreytingar á fyrstu út- gáfum Nonnabókanna í Þýskalandi. Hér er ekki um neina sölu að ræða, enda hefur það aldrei hvarfl- að að Haraldi að nota þessi fágætu andlegu menningarverðmæti í fjár- öflunarskyni. Haraldur vinnur nú að því að ganga frá fullkominni ritskrá Nonna svo og endurskipulagningu á safninu í heild. Hafa þeir ráð- herramir Matthias og Sverrir stutt hann með ráðum og dáð og hafa heitið því að halda því áfram eftir því sem föng em á. Það var þetta sem ríkisstjómin heimilaði þeim ráðherrunum að gera. Þessi frásögn Morgunblaðsins hefur fallið Haraldi mjög þungt, enda hefur hann ávallt kosið að sinna störfum sínum óáreittur og í kyrrþey. Okurmálið: Hermann fyrir dóm 1 júnímánuði SENN líður að því, að dæmt verði I máli Hermanns Björgvinssonar. Hermann kom til landsins frá Bandaríkjunum fyrir nokkm og verður málið líklega tekið fyrir um miðjan júni í Kópavogi. Hjá Saka- dómi Reykjavíkur hafa 73 menn verið ákærðir fyrir þátt í okurmál- inu svokallaða og hefur flestum ákæmm verið þinglýst. Ekki hefur verið dæmt í neinu málanna. Fallegfur kórsöngur Tönlist Jón Ásgeirsson Mótettukór Hallgrímskirkju hélt tónleika í Kristskirkju sl. þriðjudag, en kórinn er á fömm til Norður- landa, þar sem hann mun frumflytja þrjú íslensk kirkjutónverk á nor- rænu kirkjutónlistarmóti, sem hald- ið verður í Osló um miðjan júní. Tónleikamir hófust á þremur sál- malögum eftir Þorkel Sigurbjöms- son. Það fyrsta er við texta eftir Pál V.G. Kolka og tvö síðari við texta eftir Matthías Jochumsson. Þessi þijú nýju sálmlög em mjög fallega gerð og sérstaklega það, sem er við textann Englar hæstir, andar stærstir eftir Matthías. Nið- urlag þess er svc kallaður hálfendir en með því að endurtaka siðustu hendinguna og leiða lagið þannig niður á fmmtón þess, væri trúlega fengið lag, sem vinsælt gæti orðið til almennra söngnota. Hvað sem þessu líður em sálmlögin eftir Þorkel fallegar tónsmíðar, mjög í anda perlunnar við texta Kolbeins Tumasonar, Þú mikli himnasmiður. Þijú ný kirkjutónverk vom flutt, en tilkoma þeirra er fyrir tilstilli Nomus-nefndarinnar og var ætlun- in að hvetja norræn tónskáld til tónsköpunar fyrir almennt kirkju- hald. Þessari stefnu hefur stjóm- andi Mótettukórsins, Hörður Áskelsson, fylgt og em sálmar Þorkels svar við þessum áhuga Harðar, að fella lifandi tónsköpun að kirkjustarfinu, jafnframt því sem haldið er upp merki eldri tónlistar. Nýju verkin em 23. Davíðssálmur eftir Jónas Tómasson, Gloría eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Ave María eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Öll verkin em fallega hljómandi einkum þó Ave María eftir Hjálmar. Rétt væri að heyra verkin oftar, því einn flutningur nægir ekki, en samvistir við góða tónlist byggjast á þeirri gleði að hitta fyrir aftur þann vin, sem vekur upp endur- minninguna um ljúfar stundir. Þar er sú líftaug listarinnar, sem gerir góða list eilífa og jafngilda vináttu er aldrei á fellur. Mótettan eftir Britten var eins og á skakk við það, sem á undan og eftir fór, enda ekki víst nema verkið njóti sín betur með þeim söngmáta er einkennir enskan kórsöng. Seinni hluti tón- leikanna var helgaður þýskri mót- ettugerð og var fróðlegt að heyra tveggja kóra mótettuna eftir Jó- hannes Bach, Unser Leben ist ein Schatten, besta verkið af þýsku mótettunumvar Die mit Tránen sa- en, eftir Schiitz. Þrátt fyrir að margt sé frábærlega fallegt í mót- ettunum eftir Brahms og Mend- elssohn em verkin, sem mótettukór- inn söng, ekki með þeim glampa glæsileiks, sem þessir höfundar áttu til í svo ríkum mæli. Mótettukórinn undir stjóm HarðarÁskelssonar er feikna góður og vom íslensku lögin mjög fallega sungin, svo og margt í þýsku mótettunum, einkum var undirritaður sáttur við mótettuna eftir Schiitz, sem má vera að nokkm vegna tónmálfæris meistarans. Matthías Bjarnason, viðskiptaráðherra: Kvótinn hefur hækkað verð fiskiskipa um of RAÐHERRA viðskipta og sam- gangna, Matthías Bjarnason, var einn þeirra, sem ávörpuðu aðal- fund Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna fyrir nokkru. Hann sagði meðal annars að kvótítm á hvern bát hefði hækkað verð báta og fiskiskipa langt umfram nokkuð, sem gætí talizt raun- verð. Áð undanfömu hefðu 5 fiskibátar verði seldir milli land- svæða hér. Meðalaldur hefði verið 14,4 ár og meðalverð á hvetja lest 250.000 krónur. Á svipuðum tima hefðu tvö kaup- skip verið seld úr landi. Meðal- aldur þeirra hefði verið 15 ár og verð fyrir hvetja lest að meðaltali tæpar 20.000 krónur. - Matthías Bjamason sagði, að bátamir 5 hefðu verið seldir á alls 104 milljónir króna, stærð þeirra væri 413 lestir og samanlagður aldur 72 ár. Stærsti báturinn er 247 tonn að stærð og 19 ára gamall. Hann er seldur á 41 milljón króna og kostaði hver lest í honum að meðaltali 166.000 krónur. 78 lesta bátur, 21 árs, var seldur á 18 millj- ónir eða 231.000 að meðaltali fyrir hveija lest. 39 lesta bátur, 11 ára, var seldur á 17,5 milljónir eða 449.000 krónur hver lest. 29 tonna bátur, 7 ára gamall, var seldur á 21 milljón króna eða 724.000 krón- ur hver lest og loks nefndi ráð- herrann 20 lesta 14 ára gamlan bát, sem seldur var á 6,5 milljónir eða 325.000 krónur hver lest. Annað kaupskipið var 241 lest að stærð, 14 ára gamalt og selt á 13.230.000 krónur eða 55.000 krónur hver lest. Hitt skipið var 1.507 lestir, 16 ára gamalt og selt á 20.329.000 krónur eða 13.500 krónur hver lest.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.