Morgunblaðið - 30.05.1986, Síða 36

Morgunblaðið - 30.05.1986, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986 Félag sérleyfishafa og BSI kaupa Um- ferðarmiðstöðina FÉLAG íslenskra sérleyfishafa og Bifreiðastöð íslands hf. hafa keypt Umferðarmiðstöðina í Reykjavík af rikinu fyrir 34 milljónir króna. Tilboð barst einnig frá Félagi hópferðaleyfis- hafa. Umferðarmiðstöðin var reist á árunum 1960-1966 m.a. fyrir fram- lag úr Sérlejrfissjóði og Qárveitingar úr ríkissjóði. í fréttatilkynningu frá samgönguráðuneytinu segir meðal annars að eftir athugun hafi ráðu- neytinu þótt eðlilegt að stöðin væri í eigu þeirra aðila sem hún er aðallega byggð fyrir. Því voru við- ræður teknar upp við Bifreiðastöð íslands hf. og Félag íslenskra sér- leyfíshafa um kaup þeirra á stöðinni og síðar Félag hópferðaleyfishafa. Þessir aðilar lögðu fram kauptiiboð en tilboð Félags sérleyfíshafa og BSÍ reyndist hagstæðara. Að sögn Gunnars Sveinssonar, formanns Félags íslenskra sérleyf- ishafa, er ekki fyrirhugað að breyta rekstri Umferðarmiðstöðvarinnar eftir kaupin. Hann sagði að aðal- áhersla yrði lögð á endurbætur Umferðarmiðstöðvarinnar, bæði innanhúss og utan, og reyna þannig að bæta þjónustu við farþega og aðra sem erindi eiga þangað. Búnaðarbankinn: Kröfur í bú Blóma og ávaxta ekki tapaður Búnaðarbankinn sem er stærsti kröfuhafi í þrotabú Blóma og ávaxta hf. telur að nægar trygg- ingar séu fyrir hendi þannig að bankinn tapi ekki kröfum. Blóm og ávextir hf. var lýst gjald- þrota 24. febrúar sl. og þykir ljóst að aðeins tíundi hluti krafna inn- heimtist. Búnaðarbankinn hefur lýst kröfum að fjárhæð tæpum 10 millj- ónum í búið. Margeir Pétursson, lögfræðingur hjá bankanum, sagði, að jafnvel þó eignir Blóma og ávaxta nægi ekki fyrir skuldum, þá vaeru kröfur bankans ekki tapaðar, enda tryggðar með öðrum veðum og tryggingum. Morgunblaðið/RAX Sóttfram Júlíus Hafstein, sem skipar áttunda sætið á lista sjálfstæðismanna við borgarstjómarkosningamar í Reykja- vfk, sækir ffarn í útitafli á Lækjartorgi í gær. Þar áttust við þrír frambjóðendur sjálfstæðismanna, sem auk Júlíusar voru Haraldur Blöndal og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. A Aróðurs- skilti fjarlægð Starfsmenn Rafmagnsveitna Reykjavíkur fjarlægðu í gær kosningaskilti, sem Alþýðu- bandalagsmenn höfðu i leyfis- leysi fest á Ijósastaura viða i höfuðborginni. Alþýðubandalaginu var gefinn kostur á að fjarlægja skiltin fyrir kl. 7 í gærmorgun, þar sem þau bijóta gegn einróma samþykkt borgarráðs, en flokksmenn urðu ekki við þeim tilmælum og hófust þá borgarstarfsmenn handa. Kosn- ingastjóm Alþýðubandalagsins hef- ur ítrekað mótmæli vegna þessa og telur að um sé að ræða „óeðlilegt inngrip borgarskrifstofanna í kosn- ingarbaráttuna". Fulltrúar borgar- yfírvalda segja hins vegar, að í þessu efni eigi eitt yfir alla að ganga jafnt, og skiltin geti valdið skemmd- um á staumnum og tmflað umferð. Morgunblaðið/Júlíus Vinsældalisti rásar 2 Vinsældalisti rásar 2 þessa viku er sem hér segir: 1. ( 1) Why Can’t This Be Love ................VanHalen 2. ( 6) Lessons In Love ................Level 42 3. (10) Live To Tell...Madonna 4. (4) Living Doll.Cliff Richard 5. ( 2) Gieðibankinn.......ICY 6. ( 5) Á’de’det hár du kallar kárlek.....Lasse/Monica 7. ( 3) J’aime La Vie ............Sandra Kim 8. (15) Greatest Love Of All .......Whitney Houston 9. (17) Train Of Thought.A-Ha 10. ( 8) Look Away..Big Country Vindáshlíð i Kjós: Guðsþjónusta og kaffisala SUMARSTARF KFUK hefst í Vindáshlíð á sunnudag, 1. júni, með guðsþjónustu og kaffisölu. Guðsþjónustu annast séra Guð- mundur Óskar Ólafsson. Þetta er 38. starfsár sumar- búðanna í Vindáshlíð. í sumar verða níu dvalarflokkar fyrir stúlkur á aldrinum 9 til 16 ára og dvelja að jafnaði 67 stúlkur í hverjum flokki sem er ein vika. Fyrsti hópurinn kemur 4. júni. Einnig verða Qöl- skyldudagar um verslunarmanna- helgina og kvennadagar í lok ágúst. Allir em velkomnir í Vindáshlíð á sunnudag. Framboðsfundur á Egilsstöðum: Atvmnumálin í brennidepli Egilsstöðum. Sameiginlegur framboðs- fundur allra frambjóðenda til komandi sveitarstjórnarkosn- inga var haldinn í Valaskjálf nú i byrjun viku. Fjórir listar bjóða nú sem fyrr fram til sveitarstjómar hér á Egilsstöðum, B-listi Framsóknar- flokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, G-listi Alþýðubandalags og H-listi óháðra samtaka áhuga- manna um hreppsmál. A kjörskrá em nú 865 kjósendur. Við síðustu sveitarstjómar- kosningar vom 699 kjósendur á kjörskrá og atkvæði greiddu 624 eða 89,27%. Úrslit urðu þá þau að B-listinn hlaut 219 atkvæði og 3 fulltrúa kjöma, D-listi 157 atkvæði og 2 fulltrúa og G-listi 171 atkvæði og 2 fulltrúa kjörna. Fjórði listinn, I-listi óháðra og alþýðuflokksmanna, fékk 66 atkvæði en engan mann kjörinn. Enginn formlegur meirihluti hef- ur verið starfandi í hreppsnefnd Egilsstaðahrepps. Á framboðsfrindinum nú í vik- unni lögðu talsmenn allra lista áherslu á atvinnumál og mikil- vægi uppbyggingar Egilsstaða- flugvallar í því sambandi. Enn- fremur bám skipulagsmál á góma, umhverfísmál, félags- og menningarmál hvers konar auk skóia- og uppeldismála. Þá drápu talsmenn H-lista á nauðsyn þess að mynda ábyrgan meirihluta í sveitarstjóm að kosningum lokn- um til að tryggja skilvísari stjóm- un sveitarfélagsins. Þá fjölluðu nær allir framsögurnenn um mál- efni hestamanna á Egilsstöðum og brýna nauðsyn þess að skapa þeim varanlega aðstöðu. Þá var Morgunblaðið/ólafur Frambjóðendur á sviði Valaskjáifar. nokkuð rætt um hitaveitumál og löggæslu — en segja má að at- vinnumálin hafi þó verið í brenni- depli. Talsmenn G-lista skám sig nokkuð úr í umræðunni og lögðu áherslu á samspil sveitarstjómar- mála og landsmála. Átöldu þeir mjög það sem þeir kölluðu kjara- skerðingu ríkisstjómar og niður- skurð stjómvalda. Fundinn sátu hartnær 300 manns. Fundarstjórar vom tveir JC-félagar, þau Gunnar Vignis- son og Maríanna Jóhannsdóttir. — Ólafur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.