Morgunblaðið - 30.05.1986, Side 41

Morgunblaðið - 30.05.1986, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986 41 * y Avi/ r-1 Hluti nemenda, sem fram komu á öðrum lokatónleikum Tónlistar- Rangar Már Magnússon spilar á tenórhom. Kennari hans, Sigurð- skólans á Sauðárkróki. ur Jónsson, við píanóið. Sauðárkrókur: Níutíu nemendur á lokatónleikum Sauðárkróki. Tuttugasta og fyrsta starfsári Tónlistarskólans á Sauðárkróki er lokið með tvennum tónleikum í Safnahúsinu. Þar komu fram 90 nemendur, sem léku einleik og samleik á hin ýmsu hljóðfæri. Við skólaslitin lék einnig blásarasveit skólans nokkur lög. í vetur stund- uðu 160 manns nám við skólann. Yngsti nemandinn var 4 ára en þeir elstu á sextugsaldri. Fastráðnir kennarar auk skólastjóra eru þrír og stundakennarar eru þrír. Yngsti nemandinn, Hrefna Bjömsdóttir, 4 ára, leikur á fiðlu. Kári Með henni er kennari hennar, Tim Beilby. Framboðsfundur í Borgarnesi: Frambjóðendur tókust hraustlega á um atkvæðin Borgarnesi. SAMEIGINLEGUR framboðsfundur allra lista við hreppsnefndarkosn- ingarnar í Borgamesi var haldinn miðvikudaginn 28. mai í Hótel Borgarnesi. Fundurinn var mjög fjölmennur, talið var að fundinn hefði sótt 400 manns. Tilhögun fundarins var með þeim hætti og hver framboðslisti fékk 30 mínútur til umráða sem skiptist á þijár umræður. Fundarmönnum gafst kostur á að leggja munnlegar Akureyri: Heimspeki- fyrirlestur í Gamla Lundi Akureyri. PÁLL Skúlason, prófessor í heim- speki við Háskóla íslands, heldur fyrirlestur í Gamla Lundi við Eiðsvöll á Akureyri á morgun, laugardag 31. maí, kl. 16.00. Öllum er heimill ókeypis aðgangur svo lengi sem húsrúm leyfir. Fyrir- lesturinn er haldinn á vegum áhuga- manna um heimspeki á Akureyri og Kennaraháskóla Islands. Fyrirlestur sinn nefnir Páll „Heilbrigð skynsemi og hugmyndafræði" og í þeim lestri verður rætt um hlutverk heimspeki með tilliti til menntunar og lífsskoð- ana. Annars vegar verður fjallað um menntunarhugtakið og leitast við að skýra nokkra höfuðþætti þess. Hins vegar verður Qallað um svokallaða hugmyndafræði og leitast við að skýra hvað stendur á bak við þetta vafasama orð. Jafnframt verður gerð grein fyrir nytsemi heimspekinnar í almennri umræðu um menntun og lífsskoðanir. Páll Skúlason er, jafnframt prófess- orsstarfí sínu við heimspekideild HÍ, formaður Félags áhugamanna um heimspeki og forseti heimspekideild- ar. Hann er eftirsóttur fyrirlesari og hefur haldið fjölda fyrirlestra bæði innan lands og utan á vegum skóla, stofnana og félaga. Páll er fæddur og uppalinn á Akureyri. (Fréttatilkynning.) fyrirspumir fyrir frambjóðendur á milli annarrar og þriðju umferðar. Það skilyrði var sett að fyrirspyrj- endur ættu ekki sæti á framboðslist- unum. Fyrstu og aðra umferð nýttu frambjóðendur aðallega til þess að rekja storf hreppsnefndar síðastliðin Qögur ár og til að kynna þá mála- flokka er megináhersla yrði lögð á á næsta kjörtímabiii. Vitnuðu fram- bjóðendur mikið í þau blöð og þá bæklinga sem búið er að dreifa í hvert hús í Borgarnesi á síðustu dögum. í síðustu umferðinni urðu menn beinskeyttari, saumuðu hver að öðrum og hvöttu kjósendur til að merkja rétt á kjörseðilinn. Fyrsti fyrirspyijandinn var Jón Kr. Guðmundsson. Beindi hann þeirri spumingu til allra flokkanna hvort hætt hefði verið við að byggja nýtt áhaldahús fyrir hreppinn. Gísli Kjartansson oddviti og fýrsti maður á lista sjálfstæðismanna svaraði Jóni því til að á stefnuskrá sjálfstæðis- manna fyrir næsta kjörtímabil væri ákvæði um að áhaldahúsi yrði valinn staður og hafist handa við byggingu þess á þessu ári. Guðmundur Guð- marsson 5. maður á lista Framsókn- arflokksins sagðist líta svo á að núverandi hreppsnefndarmeirihluti væri ásáttur um að nýtt áhaldahús rísi á Sólbakka og að þar yrði einnig gert ráð fyrir aðstöðu fyrir slökkvi- liðið og björgunarsveitina. Þórður B. Bachmann spurði alla flokka hvort breytinga væri að vænta á skattheimtu hreppsins á hestamenn á næsta kjörtímabili. Sagði hann að hestamenn greiddu hundruð þúsunda til hreppsins I formi ýmissa gjalda svo sem fast- eignagjalds, gatnagerðargjalds og leigu á landi. Þætti hestamönnum þetta hart á meðan önnur félaga- samtök þyrftu ekki að sæta þessu hér og ekki væri gengið svo hart að hestamönnum í öðmm bæjarfé- lögum. Jakob Þór Skúlason efsti maður á lista óháðra svaraði Þórði því til að hann teldi að hestamenn í Borgamesi ættu að sitja við sama borð og hestamenn í nágrannasveit- arfélögunum varðandi fsteignagjöld og aðra gjaldtöku. Guðmundur Guðmarsson sagði að samkvæmt nýrri stefnuskrá Framsóknarflokks- ins ættu þau gjöld sem hreppurinn fengi af hestamönnum að renna til þeirra aftur í formi uppbyggingar á aðstöðu að Vindási, hestamönnum til góða. Eyjólfur Torfi Geirsson efsti maður á lista Alþýðuflokksins sagði að Alþýðuflokkurinn hefði einn flokka haldið fund með hestamönn- um í Borgamesi um þessi mál og það væri á stefnuskrá Alþýðuflokks- ins að lækka gjöld af hesthúsum þannig að þau yrðu til jafns við gjöld af útihúsum til sveita. Margrét Tryggvadóttir efsti maður á lista Alþýðubandalagsins sagði að skoða þyrfti öll samskipti hreppsins og hesteigendafélagsins og eðlilegt væri að samræma gjaldtöku við önnur bæjarfélög. Jóhann Kjartans- son annar maður á lista Sjálfstæðis- flokksins sagði að samkvæmt stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins bæri hreppnum að styðja félagasamtök eins og hesteigendafélagið eftir föngum. Einnig benti Jóhann á að fyrirhuguð væri uppbygging á úti- vistarsvæði í Einkunum og að sjálf- sögðu kæmi það hestamönnum til góða. Guðmundur Reynir Guðmundsson spurði að því hvað mikill kostnaður væri kominn í undirbúningsvinnu vegna byggingar fyrirhugaðs safna- húss. Ekki voru frambjóðendur sammála um hvað kostnaðurinn væri orðinn mikill. Indriði Albertsson efsti maður á lista Framsóknar- flokksins taldi að komnar væru rúm- ar 3 milljónir í safnahúsið, Gísli Kjartansson taldi að búið væri að leggja 1,8 millónir króna í það og Grétar Sigurðarson þriðji maður á lista Alþýðubandalagsins sagði hins vegar að í dag væru komnar í safna- húsið 2.182.653 krónur. Fram kom fyrirspurn frá Guð- mundi Arasyni um ástæðuna fyrir því að ekki hefði verið bein útvarps- sending frá fundinum. Svöruðu frambjóðendur því til að ekki hefði fengist sendir hjá Pósti og síma en mikið hefði verið reynt til að koma ábeinni útvarpssendingu. Fundurinn var allur tekinn upp á myndsegulband og verður hann sýndur í kapalkerfi Útvarps-, sjón- varps- og vídeófélags Borgamess nokkrum sinnum fyrir kosningar, svo flestir Borgnesingar ættu að geta skoðað frambjóðenduma á skjánum áður en þeir kjósa. - TKÞ Kosninga- útvarpá stuttbylgju KOSNINGADAGSKRÁ útvarps- ins verður að venju send út á stuttbylgju fá Fjarskiptastöðinni í Gufunesi. Útsendingar verða sem hér segir: Til Norðurlanda og Austur- Evrópu 31. mai: Klukkan 19.00—23.00 á tíðninni 8090 khz eða 37,1 m. Kiukkan 23.00—04.00 á tíðninni 8195 kHz eða 36,6 m. l.júní: Klukkan 12.15—14.30 á tíðninni 13690 kHz eða 21,9 m. Til Bretlands, Vestur-Evrópu og Afríku 31. maí: Klukkan 19.00—23.00 á tíðninni 9985 kHz eða 30 m. Klukkan 23.00—04.00 á tfðninni 8056 kHz eða 37,2 m. l.júnf: Klukkan 12.15—14.30 á tíðninni 13767 kHzeða 21,8 m. Til austurhluta Bandaríkjanna og Kanada 31. maí: Klukkan 22.00—04.00 & tíðninni 9775 kHzeða 30,7 m. l.júni: Klukkan 13.00—15.00 á tíðninni v' 11855 kHz eða 25,3 m. Hlustendur á Norðurlöndum og í Austur-Evrópu sem af einhveijum ástæðum heyra ekki á þeirri bylgju- lengd sem gefín er upp, geta reynt að hlusta á útsendinguna til Bret- lands. Útsending á FM á tveimur stöð- um í Svíþjóð Kosningaútvarpið verður sent á símalínu til Gautaborgar og þar verður það sent út á FM 94,9 og í Lundi á FM 99,1. Þá verður hægt að hlust á kosningaútvarpið í húsi íslendingafélagsins í Bromma í Stokkhólmi. Sumartími í Listasafni Einars Jónssonar FYá og með 1. júní er Listasafn Einars Jónssonar opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30—16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 10—17. Gamli miðbærinn: Lokaátak fegrunarviku NÚ líður að lokum fegrunar- er þó miklu verki ólokið því ekki hendinni og sjá til þess að húsnæði átaks þess sem samtökin Gamli hafa nær allir tekið tilmælum fegr- og umhverfí þeirra verði snyrt, miðbærinn beittu sér fyrir í mal- unamefndar Gamla miðbæjarins lagfært og endurbætt eftir því sem mánuði. sem m.a. fólu í sér skilaboð um þörf krefur fyrir 200 ára afmæli Veður hefur verið mjög gott í málun og viðhald húsa, hreinsun Reykjavíkur í ágúst nk. Gamli höfuðborginni eins og flestir hafa glugga, uppsetningu blómakera, miðbærinn er elsti borgarhluti orðið varir við og þannig hafa allar hreinsun gatna og gangstétta Reykjavíkur og mikilsvert er að aðstæður verið hinar ákjósanleg- ásamt snyrtingu garða og lóða. hann verði hreinn, snyrtilegur og ustu lagfæringa, málningar- og Stjóm Gamla miðbæjarins vill aðlaðandi á afmælisárinu. annarar útvinnu í þá átt gera gamla hvetja alla húseigendur og forsvars- (Fréttatilkynning) miðbæinn fallegri og líflegri. Ennþá menn fyrirtækja til að taka til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.