Morgunblaðið - 30.05.1986, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 30.05.1986, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986 48 Davíð Oddsson borgarstjóri svarar spurningum lesenda Spurt og svarað um borgarmál Kvennaathvarfið Stella Sigurðardóttir, Sól- heimum 23, spyr: Ég hef fylgst með því gegn- um fjölmiðla, að borgarstjóri er umhyggjusamur gagnvart þeim, sem minnst mega sín í borginni. Meðal annars þess vegna vil ég spyrja, hvort borg- arstjóri hafi í huga, í tilefni 200 ára kaupstaðarafmælis höfuð- borgarinnar, að færa kvennaat- hvarfi og unglingaheimili að Sólheimum eitthvað, þessum skjólum fólks, sem það neyðist stundum til að flytja til af heim- ilum sínum, vegna víns og vímu- gjafa? Þarna er mikil þörf til staðar. Svar: Ég skil spuminguna svo, að verið sé að minna á mikilvægt hjálpar- starf, sem unnið er í Kvennaat- hvarfínu og unglingaheimili ríkis- ins í Sólheimum. Það hefur ekki verið rætt um að gefa þessum stofnunum sérstaklega gjafír í tilefni af 200 ára afmælinu, en borgin hefur hinsvegar styrkt starfsemi_kvennaathvarfsins und- anfarin ár. Tjarnargata Leifur Sveinsson, Tjamar- götu 36, spyr: 1) Hvenær verður Tjarnar- gatan malbikuð að nýju (víða eru stór göt i malið og mikið slit við rennusteinana). Tjarn- argatan var upphaflega mal- bikuð 1946. 2) Hvenær má búast við við- unandi viðhaldi á húsum Borg- arsjóðs Reykjavíkur við Tjam- argötu, en þau eru: A) Tjamargata 11. B) Tjarnargata 12. C) Tjamargata 20. D) Tjarnargata 35 (Sólheim- ar, nú Rauða-krossheimili). Nr. 11 er þokkalega viðhaldið, en þyrfti að flytjast austar á Bám- lóð, þar sem húsið stendur út í Tjarnargötuna og stórtruflar umferð. Nr. 12, þar þarf að mála glugga og tréverk. Nr. 20, þar þarf að mála grind verk og bílskúr. Nr. 35, þar þarf að mála allt húsið strax, því áratugum saman er þetta hús búið að vera í niðumíðslu, en nú er mál að linni. Þolinmæði okkar ná- grannanna er þrotin. P.S. í sambandi við Tjamar- götu 11 geri ég ráð fyrir, að endanlega sé hætt við að reisa sálarlausan steinkassa á Bám- lóð og kalla ráðhús. Nóg era bílastæðisvandræðin í mið- bænum samt. Svar við spurningu 1: Vonandi verður stutt í það að samþykktar verði tillögur um viðgerð á bökkum tjamarinnar og fegrun nágrennis hennar. Kemur þá til álita að breyta frágangi Tjamargötu og er ekki ástæða til að fara í endurbyggingu hennar í bili. Gert verður við götuna í sumar þannig að yfírborð hennar verður heilt og slétt. Svar við spurningu nr. 2: Húseignir Reykjavíkurborgar við Tjömina era ellefu í dag. Þrjú þessara húsa standa austan við Tjömina þ.e. Fríkirkjuvegur 1, 3, og 11. Sex hús standa vestan við Tjömina, Tjamargata 10 E, 11, 12, 20, 33 og 35. Tvö húsanna standa norðan við Tjömina, Lækjargata 14 a og 14 b, gamli Iðnskólinn og Búnaðarfélagshús- ið, þau era sambyggð. Ofantalin hús hafa verið í endurbyggingu allar götur frá árinu 1968 þegar byijað var á Fríkirkjuvegi 3. Undanfarin tvö ár hefur verið veitt fé í endurbyggingu á Tjam- argötu 35. Búið er að bjóða út málningar- vinnu við húsið að utan og verður það málað núna í júní. Endur- byggingu þaks, glugga og múr- viðgerðum lauk á síðasta ári. Verið er að ganga frá opnu svæði milli Iðnó og Lækjargötu- húsanna. Búið er að undirbyggja og leggja hitarör í svæðið, síðan verður hellulagt og gróðursett stór tré. í skipulagstillögum um Kvosina er gert ráð fyrir að flytja húsið Tjamargötu 11, en ekki er búið að fínna því stað í borginni. Á fjárhagsáætlun ársins 1986 er ekki gert ráð fyrir málun hús- anna við Tjamargötu 12 og 20. Geta má þess að fyrirhugað er að ijarlægja bílskúr við Tjamar- götu 20, og vonandi verður hægt að framkvæma það sem vantar á málun húsanna á næsta ári. Svar við eftirmála („P.S.“) Engin ákvörðun hefur verið tekin um byggingu ráðhúss. Fyrir lifandi löngu var fallið frá hug- mynd um stórt ráðhús við norður- enda Tjarnarinnar og hefur hún ekki komið aftur á dagskrá. Sá möguleiki hefur hins vegar verið ræddur að byggja lítið snoturt ráðhús í horninu, þar sem Tjamar- gata 11 stendur. Komi til þess, get ég fullvissað bréfritara um, að þar verður ekki reistur „sálar- laus steinkassi". Skautasvell í Laugardal Pétur Magnússon, Sörla- skjóli 9 spyr: Lengi hefur verið fyrirhugað að byggja vélfryst skautasvell í Laugardalnum. Fær þessi framkvæmd forgang á fram- kvæmdaáætlun á þessu ári? Aðrar iþróttagreinar hafa hingað til haft forgang. Er ekki kominn tími til að hefja skautaíþróttina til vegs og virð- ingar? Svar: Skautasvell í Laugardalnum getur ekki haft forgang á þessu ári, en ég vek athygli bréfritara á því, að í nýjum tillögum um Laugardalssvæðið er gert ráð fyrir vélfrystu skautasvelli austan við Laugardalshöllina. Sjálfstæð- ismenn hafa tekið þessa fram- kvæmd á stefnuskrá sína ásamt öðram tillögum um nýja og fjöl- breytta starfsemi í Laugardaln- um. Mikið mun gerast í Laugar- dalnum á næsta kjörtímabili, ef Sjálfstæðismenn stjóma áfram, en einstök verk treysti ég mér ekki til að tímasetja. Skemmtanalífið í höfuðborginni Guðfinna Hannesdóttir, Hveragerði spyr: Skyldi borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, vera stoltur af skemmtanalífinu í höfuðborginni, eins og því sem Kastljós sýndi öllum lands- mönnum í sjónvarpinu 23. þ.m. Þessi þróun varðar alla lands- menn. Svar: Ég sá ekki þennan sjónvarps- þátt, en tel ólíklegt, að unnt sé að gefa rétta mynd af skemmt- analífínu í höfúðborginni í svo stuttum þætti. Veit ég að menn skilja, að ég fer ekki að dæma um það eftir frásögnum annarra af slíku sýnishomi. Laun strætisvagna- bílstjóra Hörður Tómasson, Hraunbæ 136. Nú em strætisvagnabílstjór- ar í Kópavogi fjómm iauna- flokkum hærri en strætis- vagnabílstjórar f Reykjavík. Því spyr ég, hver er ástæðan og á ekki að breyta þessu.? Svar: Sérkjarasamningar við Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar era nú á lokastigi og get ég ekki svarað því, hvað í þeim verður ákveðið um kjör einstakra starfs- hópa. Eyjabakki Björa Bjarklind, Eyjabakka 32, spyr: Ég vil gjarnan fá upplýsing- ar varðandi svæðið fyrir fram- an Eyjabakka 18-32 og þar í kring. Þetta er 17 ára gamalt hverfi og eina ófrágengna hverfið í neðra Breiðholti. Öðm hvora hafa komið vinnuflokkar og potað eitthvað í drulluna en engu komið í verk. Þó er nú búið að helluleggja smásvæði og tyrfa fyrir framan leikvöll- inn, sem þaraa er. Megum við búast við áframhaidandi fram- kvæmdum og þá hvenær eða þurfum við að bíða í önnur 17 ár? Svar: Umrætt svæði er ekki í umsjá borgarinnar. Garðyrkjustjóri hef- ur rætt við lóðarhafa um að gera átak til að ljúka frágangi á þess- um stað. Reykjanesbraut Bára Andersdóttir, Jöldu- gróf 17, spyr: Ég hef fylgst með fram- kvæmdum við Reykjanesbraut héraa fyrir neðan hverfið og Iangar mig til að spyrja borgar- stjóra eftirfarandi spurninga: a) Ef verið er að fjölga akgreinum hefur þá eitthvað verið hugsað út i það hvernig við íbúar þess hverfis eigum að komast lifandi yfir á strætis- vagnastöðina hér fyrir neðan? Ég veit af undirgöngunum, en finnst borgarstjóra eðlilegt að þurfa að ganga hálfan kíló- metra til þess að geta notað þjónustu strætisvagnanna? b) Við íbúar þessa hverfis greiðum okkar gjöld eins og aðrir, en hver er þjónustan við okkur? Hér era t.d. engar gangstéttir, engin verslun o.s.frv. Borgarstjórinn er vel- kominn í hverfið til þess að kynna sér ástand mála. Svar: a) Vegna lagningar Reykja- nesbrautar milli Kaplakrika og Breiðholtsbrautar er nauðsynlegt að breikka Reykjanesbraut upp í sex akreinar og setja upp um- ferðarljós á gatnamótum á kaflan- um miili Miklubrautar og Breið- holtsbrautar. Verður þessum framkvæmdum lokið í haust. Það er talið of hættulegt að setja upp gangbrautarljós á sex akreina götu, sérstaklega þar sem umferð er jafn mikil og hröð eins og á þessum stað. Þess vegna hefur verið tekin sú ákvörðun að flytja biðstöð SVR norður að undirgöngum sunnan Bústaða- vegar. Við það lengjast gönguleið- ir milli Blesugrófar og biðstöðva SVR eitthvað (samanborið við að ganga beint yfír Reykjanesbraut á móts við núverandi biðstöð SVR austan götunnar). Gönguleiðir ættu þó ekki að verða lengri en 300-400 metrar, sem þykir vef viðunandi í dreifðri byggð. b) Eins og getið hefur verið um í svöram mínum áður á þess- um vettvangi hafa hús og önnur mannvirki staðið í vegi fyrir gangstéttagerð til þessa. Nú í sumar er á áætlun að leggja gangstétt við Stjömugróf og má vænta þess að gangstéttagerð í Blesugrófarhverfinu ljúki alveg á næstu tveimur áranum. Skipulag Skeijafjarðar Steinþór Björgvinsson, Bauganesi 25, spyr: 1. Hver era áform um svæð- ið milli Bauganess og Einars- ness, gegnt Skildinganesi í Skeijafirði? 2. Hvert er framtíðarskipu- lag gangstíga og gangstétta í Skeijafirði? 3. Hver era fyrirhuguð not af svæði þvi sem er á horai Suðurgötu og Þorragötu, þar sem nú er vísir að aðstöðu fyrir boltaíþróttir? Ef ekkert er ákveðið um þetta svæði í skipu- lagi er þá ekki upplagt að gera þetta svæði að vel skipulögðu íþróttasvæði fyrir nærliggjandi hverfi? 4. Af gefnu tilefni, hvaða áætlanir era uppi um samgöng- ur við Skeijafjörð ef þessi eini vegur til hverfisins rofnar um lengri eða skemmri tíma? 5. Hvað er fyrirhugað með keyrslu skólabarna til og frá skóla úr Skeijafirði? 6. Era til fullmótaðar tillög- ur um frágang Suðurgötu, ef svo er hveijar era þær og hvenær má búast við að lokið verði við götuna með tiiheyr- andi gangstéttum? Svör: 1. Svæðið milli Bauganess og Einarsness er notað undir íbúða- byggð og era ekki uppi áform um að breyta því. Lóðimar milli þess- ara gatna ná saman, þær era langar og mjóar og nýtast því illa. Því hefur landeigendum, á undan- fömum áram, verið gefínn kostur á að breyta fyrirkomulagi lóða sinna þannig að þær nýtist betur. 2. Enn vantar nokkuð á að gengið sé að fullu frá gangstétt- um í Skeijafírði, en á þessu ári er fyrirhugað að leggja þar nokkra kafla af gangstéttum, einkum við Skildinganes. 3. Á þessu svæði era uppi hugmyndir um að reisa íbúðir aldraðra á vegum BHM. Þar era einnig fyrirhugaðir skólagarðar auk leiksvæðis. Hluti af þessu svæði (Klapparsvæðið) hefur þegar verið friðlýst sem náttúra- vemdarsvæði. 4. í gildandi skipulagi er ein- ungis ein aðkomuleið að Skeija- fírði og era engar áætlanir uppi um að breyta því. 5. Það hefur verið skoðað í Skólaskrifstofunni — síðast fyrir tveimur áram — hvemig sérstök- um skólaakstri fyrir Skeijafjörð yrði helst fyrir komið svo að sem bestu gagni kæmi. Bömin hafa verið tiltölulega fá á þessu svæði Séð yfir Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.