Morgunblaðið - 30.05.1986, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 30.05.1986, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986 51 ljós, að þessi kvíði er óþarfur, því að um leið og inn er komið fínnur hún hlýju og velvild. Inda fer fljót- lega að hella upp á könnuna og baka sínar frábæru pönnukökur, en Guðni sest niður og spjallar við stúlkuna. Þetta eru mín fyrstu kynni af elskulegum tengdafor- eldrum. Aldrei bar skugga á okkar vinskap. Árin líða. Guðni missir heilsuna og Inda hjúkrar honum með ástúð og hlýju. Ég minnist þess, hve gaman var að skreppa til tengdafor- eldranna og ræða málin. Mikið voru rædd uppeldis- og kennslumál, en ég var þá farin að starfa sem kennari. Tengdaforeldrar mínir voru miklir ljóðaunnendur og vörp- uðu oft fram stökum. Guðni orti þónokkuð og man ég eftir kvöld- stund, sem ég átti með honum, þar sem ég skrifaði niður kvæði, sem hann hafði ort. Inda átti líka til að setja saman vísur, en ég hef grun um, að þær vísur hafí því miður ekki alltaf verið settar á blað. Árið 1966 flytjum við hjónin til Danmerkur, þar sem Sigurbjami fer í framhaldsnám. Þá kynnist ég að mörgu leyti betur tengdaforeldrum mínum í gegnum bréfaskriftir. Guðni tók að sér fréttaflutning frá íslandi meðan heilsa leyfði, en ég flutti fréttir frá Danmörku. Bréfín frá honum voru afskaplega skemmtileg. Hann sagði svo lifandi frá sér og sínum. Mikið þótti mér vænt um, þegar Inda sagði mér fyrir nokkrum vikum, að hún væri að lesa sér til skemmtunar bréfín frá mér. Síðar færði hún mér bréfín og sagði, að ég mætti eiga þau. Ég óskaði þess þá, að ég hefði verið eins hugulsöm og hún að geyma öll bréfín frá þeim, því ég veit, að hún hefði haft gaman af að lesa bréfín frá Guðna. Það hefði glatt hana að lesa, hversu mikils hann mat hana og dáði. Eitt sumarið kom Inda í heim- sókn til okkar til Danmerkur. Með henni kom Idda, dótturdóttirin, sem var sólargeislinn í lífí gömlu hjón- anna. Held ég að Inda hafí haft ánægju af þeirri dvöl. Árið 1969 fæddist okkur hjónum sonur. Skruppum við heim til ís- lands um páskana sama ár til að láta skíra hann. Var honum gefíð nafn Guðna afa síns. Man ég, hversu hrærður tengdafaðir minn var, þegar hann fékk lítinn nafna. Því miður naut gamli maðurinn þess ekki lengi, að hafa nafna sinn hjá sér og fylgjast með honum, því tengdafaðir minn lést árið 1971. Eftir 6 ára dvöl erlendis fluttum við svo heim. Var þá Inda orðin ein í Barmahlíðinni. Þegar svo heilsu hennar tók að hraka fór hún að fá áhuga fyrir því að komast á elli- heimili, þar sem hún gæti fengið hjúkrun og félagsskap. Hún fékk pláss á Hrafnistu hér í Reykjavík fyrir rúmu ári. Held ég að henni hafi líkað vel dvölin þar, en undan- famar vikur mátti fínna á henni, að hún var orðin þreytt og vildi fara að fá hvíldina, enda sárlasin. Hjálmfríður Eyjólfs- dóttír — Minning Fædd 1. nóvember 1898 Dáin 24. maí 1986 Það verður ekki þjóðarbrestur þó að öldruð þreytt kona kveðji þessa veröld, en f hugum þeirra, sem þekktu hana, verður tómarúm, sem enginn annar fyllir. Þessi hugsun hvarflaði að mér, þegar ég frétti lát Hjálmfríðar Eyjólfsdóttur, sem andaðist 24. maf sl. og verður jarðsungin frá Fossvogskirkju kl. 15 ídag. Hjálmfríður var komin af breið- fírskum ættum. Fædd að Firði í Múlasveit 1. nóv. 1898. Foreldrar hennar vom Eyjólfur Jóhannsson og Guðmunda Jónatansdóttir. í frumbemsku fór hún til föðursystur sinnar, Guðnýjar Jóhannsdóttur, og manns hennar, Magnúsar Jóhanns- sonar bónda í Svefneyjum, og ólst upp hjá þeim sem þeirra bam. Á unglingsaldri stundaði Hjálm- fríður nám við Kvennaskólann í Reykjavík, en að námi loknu lá leiðin aftur vestur í Breiðaíjörð. 17. apríl 1921 giftist hún Jóni Hákonar- syni frá Reykhólum. Fyrstu hjú- skaparárin bjuggu þau að Skálmar- nesmúla í Múlasveit í sambýli við Hákon Magnússon, föður Jóns, en fluttust síðan að Reykhólum og bjuggu þar í sex ár, en til Reykja- víkur fluttust þau 1931. Hjálmfríður og Jón eignuðust 4 böm: Sólborgu, Eyjólf, Hallgrím, hann lést 1984, og Hákon Amar, sem býr í Bandaríkjunum. Þegar þau komu til Reykjavíkur var kreppan í algleymingi og at- vinna því rýr. Þá var verið að byggja Flóaáveituna og fengu þar ýmsir atvinnu. Jón var þar flokks- stjóri um skeið og Hjálmfríður matráðskona, en henni var snemma sýnt um þesskonar störf og kom það gjörla fram síðar því lengst ævinnar starfaði við slík störf. Þau hjón vom mjög félagslynt fólk. Þau tóku virkan þátt í ung- mennafélagshreyfingunni heima f sveit sinni og þegar til Reykjavíkur kom lögðu þau átthagafélögum lið, bæði Breiðfírðingafélaginu og síðar Barðstrendingafélaginu, og var Jón formaður þess síðamefnda þegar hann andaðist langt um aldur fram sfðsumars 1952. Þegar Barðstrendingafélagið hóf landnám í Reykhólasveit 1945 með byggingu hótelsins að Bjarkalundi var Jóni falin umsjá þeirrar fram- kvæmdar. Hjálmfríður stóð dyggi- lega við hlið manns síns og gengu þau með eldlegum áhuga að þessu starfi og lögðu allt í sölumar til að hrinda þessu máli í framkvæmd. Ég býst varla við að margt nú- tímafólk mundi sætta sig við þær aðstæður, sem Hjálmfríður varð við að búa, meðan á þessu stóð, hvað þá heldur svo rýr laun, sem í boði voru, fyrir það starf sem innt var af hendi. Greiðasölu hóf Hjálmfríð- ur í tjaldi um leið og byggingar- framkvæmdir hófust, auk þess að sjá vinnuflokknum fyrir viðurværi, sem þó hefði mátt halda að væri ærið starf. En þá kom glögglega í ljós hvílík þrek- og atorkumann- eskja Hjálmfríður var. Eftir að byggingu hússins lauk, um mitt sumar 1946, höfðu þau hjónin veit- ingarekstur á hendi við góðan orðs- tír, og Hjálmfríður ein, eftir lát manns sfns, allttil ársins 1955. Eins og áður sagði voru þau Hjálmfríður og Jón frumbyggjamir í Bjarkalundi og stendur Barð- strendingafélagið í þakkarskuld við þau. Ifyrir þessi störf var Hjálm- fríður gerð að heiðursfélaga fyrir nokkrum árum, var það örlítill þakklætisvottur af félagsins hálfu. Nú að leiðarlokum viljum við fé- lagar Barðstrendingafélagsins í Reykjavfk enn á ný þakka hinni látnu atorkukonu brautryðjanda- störf hennar og manns hennar í Bjarkalundi um leið og við vottum bömum hennar okkar dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning mætrar konu. Vikar Davíðsson Marga sunnudagana hafa þær setið og spjallað saman heima hjá okkur, Inda og móðir mín. Þá kom Inda með ptjónana sína eða tók sér bók í hönd. Vona ég, að þetta hafí verið henni einhvers virði, en oft hafði hún orð á því, að það væri nú óþarfí að bjóða sér alltaf í mat á sunnudögum. Á hvítasunnudag heimsóttum við hjónin hana á Hrafnistu. Var hún sárlasin og féllst á að reynt yrði að koma henni á sjúkradeildina. Ðaginn eftir var hún svo flutt á gjörgæslu Landakotsspitala, þar sem hún lést IV2 sólarhring síðar. Nokkmm klukkustundum fyrir andlátið vomm við hjónin ásamt Iddu við sjúkrabeð hennar. Tók hún eftir því, að Sigurbjami hafði ekkert sæti. Með erfíðismunum hafði hún orð á því, að hann þyrfti að fá stól til að sitja á. Svona var Inda, alltaf að hugsa um aðra. Að lokum vil ég þakka Indu fyrir árin, sem við áttum saman. Helst hefði ég viljað hafa hana hjá okkur á silfurbrúðkaupsdegi okkar, en hún kvaddi tveimur dögum áður. Ef ég ætti mér éina ósk bömum mínum til handa, þá myndi ég óska þess, að þau eignuðust eins góða tengdaforeldra og mínir vom. Blessuð sé minning um góða tengdaforeldra, ömmu og afa. Hulda Friðriksdóttir Góð vinkona okkar hjóna kvaddi þennan heim miðvikudaginn 21. maí síðastliðinn. Indíana Bjama- dóttir í Gerði lét ekki mikið yfír sér, en hún stóð fyrir sínu. Hljóðlát og kærleiksrík vann hún störf sín á mannmörgu heimili við erfíðar aðstæður. Hún var líka góð félags- kona í kvenfélaginu okkar, greind, orðvör, ósérhlífín og tillögugóð. Það var gott að koma að Gerði til þeirra Indu og Guðna. Þar réð íslensk gestrisni ríkjum, eins og hún getur best verið. Þegar þau hjónin Indíana og Guðni Eggertsson fluttu til Reykja- víkur ásamt Qölskyldu sinni sökn- uðum við góðra nágranna. Guðni var gæddur mörgum list- rænum hæfileikum, m.a. var hann sérlega góður skemmtikraftur, virt- ist vera fæddur leikari og söng- maður. Nutum við konumar f kven- félaginu Akurrós oft góðs af þess- um hæfíleikum hans þegar við stóð- um fyrir skemmtunum. Þegar bömin okkar vom við nám í Reykjavík dvöldu þau lengi í Barmahlíð 37 hjá þeim Indu og Guðna. Var gott að vita af þeim þar. Guðni andaðist 27. apríl 1971 eftir langvarandi vanheilsu. Var Indíana honum ómetanleg stoð og stytta allt til hinstu stundar. Við hjónin og bömin okkar minn- umst þeirra Indíönu og Guðna með kærri þökk fyrir góð kynni og biðj- umjæim blessunar á nýjum leiðum. Ástvinum þeirra vottum við samúð og hluttekningu. Margrét og Þorgrímur, Kúludalsá. Birting afmælis- og minningar- greina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstfóm blaðs- ins á 2. bæð í Aðalstræti 6, Reykjavík ogá skrifstofu blaðs- ins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast siðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Magnus Jensen í Reykjavíkurhöfn. MorgunbUðið/Þorkeii Áætlunarsiglingar hafnar til Grænlands frá Reykjavík: 107 lestir af ýms- um vamingi fóru í fyrstu ferðinni NÚ ERU hafnar beinar beinar siglingar farmskipa milli íslands og Grænlands. Á þriðjudag var Grænlandsfarið Magnus Jensen hér og lestaði 107 tonn af margvíslegum varningi. Ferðir skipsins verða á 6 vikna fresti, hefjast i Alaborg i Danmörku með viðkomu í Reykja- T vik og áfangastað Sukkertoppen á vesturstönd Grænlands. Magnus Jensen er í eigu Græn- landsverzlunarinnar og skipstjóri er Poul Newstead. Umboðsmaður skipsins hér á landi er Þorvaldur Jónsson, skipamiðlarí. Hann sagði skipið taka vörur til allra staða á vesturströnd Grænlands og farm- gjöld væru þau sömu frá Álaborg og Reykjavík til allra þessara staða. Skipið hefði í þessari fyrstu ferð sinni hingað lestað 107 tonn af ýmsum vamingi alls um 500 rúm- metra. Mestu hefði þar munað um 16 gáma með plastkössum frá Plasteinangrun á Akureyri, en meðal annars hefði mikið af veiðar- færum farið um borð, kex, málning, Svali, sement og naglar svo eitthvað væri nefnt. Hann sagðist telja, að á næstu misserum yrði mest um flutning á veiðarfærum ýmiskonar héðan til Grænlands, en fleira kæmi auðvitað til greina. Poul Newstead, skipstjóri á Magnusi Jensen. Miðhús, Reykhólasveit: Sumarbúðir í grunnskólanum Miðhúsum. 6 félagar í ungmennafélaginu Aftureldingu í Reykhólasveit ætla að reka sumarbúðir i grunn- skólanum á Reykhólum í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá forstöðumanni, Aslaugu Gutt- ormdsóttur, kennara, er ætlunin að taka á móti hópum baraa á aldrinum 8 til 12 ára og eiga þau að dvelja á staðnum i 8 daga í einu. Gjaldið er 6.500 krónur á bam og þar er innifalinn ferðakostnaður frá Reykjavík. Ætlunin er að fara með krakkana í flöruferðir, Qall- göngur og skoða gróður og steina. Einnig verður sund á dagskránni og aðgangur að bókasafni. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem ung- mennafélag stendur fyrir rekstri sumarbúða. 20 böm geta verið í búðunum í einu og ætlunin að fyrsti hópurinn komi um miðjan júní. Sveinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.