Morgunblaðið - 30.05.1986, Side 52

Morgunblaðið - 30.05.1986, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986 fclk í fréttum Belafonte stundar hestamennsku Nathaniel Hawthorne (1804-1864) er þekktur bandarískur rithöfundur. Saga hans um aft- urgöngu í lestrarsal Athenaeum-bókasafns- ins í Boston (t.v.) þykir sórstœö vegna þess hve látlaus frásögn Hawthornes er. Edgar Allan Poe (1809-1849) var meistari draugasagna meö hryllingsfvafi. Hann var góður vinur Nathaniels Hawthorne og er ekki ólfklegt að hann hafi heyrt söguna um sr. Harris af hans eigin vörum. Shari Shari Belafonte, dóttir hins fræga Harry Belafonte, hefur verið í kvikmyndabransanum í fimm ár og þótt standa sig vel. Þótt foreldrar hennar hafí skilið þegar Shari var aðeins tveggja ára gömul, hafa hún, þijár systur hennar og bróðir alltaíf haft sterk tengsl við foður sinn. Sjálf lifir Shari í ham- ingjusömu hjónabandi og stundar hestamennsku af miklum áhuga. Sérkennileg draugasaga Aður en Nathaniel Hawthome (1804-1864) skrifaði hina frægu skáldsögu sína The scarlet letter (Skarlatsrauði stafurinn) vann hann sem skrifstofumaður á Chaplin-systur leika saman í kvikmynd Josephine Chaplin og yngri systir hennar, Anna, myndu áreiðanlega gleðja föður sinn, hinn goðsagnakennda Charlie Chaplin, ef hann gæti fylgst með þeim núna. Þær eru báðar leikkonur og léku saman fyrir skömmu í kvikmyndinni „Til- viljun" (Coincidence). Sam- vinna þeirra virðist hafa borið góðan árangur því i ráði er að gera fleiri kvikmyndir með þeim systrum. tollskrifstofunni í Boston. Á árun- um frá um 1830-40 fór hann á hverjum degi á Athenaeum-bóka- safnið í Boston til að fást við skrift- ir í nokkra klukkutíma. Einn fasta- gesta þar var gamall prestur, séra Harris að nafni, sem árum saman hafði setið þar í sæti „sínu" við eldinn og lesið dagblaðið Boston Post. Hawthome hafði aldrei rætt neitt við hann þar sem samræður voru stranglega bannaðar í lestrarsaln- um, en sr. Harris var í huga hans orðinn sem eitt af húsgögnunum. Rithöfundurinn varð því harla undr- andi er einn kunningja hans sagði honum að sr. Harris hefði andast fyrir nokkm. Og undrun hans varð enn meiri daginn eftir þegar hann sá gamla manninn sitja á sínum vanalega stað og lesa blaðið sitt. Og vikum saman hélt Hawthome áfram að sjá séra Harris á sínum stað rétt eins og gamli maðurinn væri þar lifandi kominn. Eitt af því sem leitaði á hug Hawthome í þessu sambandi var sú staðreynd að margir aðrir sem komu reglulega á safnið höfðu verið kunnugir sr. Harris, þó Hawthome hefði aldrei kynnst honum. Hvers vegna sáu þeir hann ekki líka? Eða sáu þeir hann einnig en vom eins og hann sjálfur, sem ekki kunni við að gera návist gamla mannsins að umræðuefni? Annað sem olli Haw- thome heilabrotum í þessu sam- bandi var innri mótstaða hans sjálfs gagnvart því að snerta við þessari skynviliu sinni, eða t.d. að þrífa dagblaðið úr höndum aftur- göngunnar. „Ef til vill kærði ég mig innst inni ekki um að skemma þessa ofsjón mína og eyðileggja þannig góða draugasögu, en þetta er þó sjálfsagt allt hægt að útskýra á hversdagslegan hátt," skrifar Hawthome. Að nokkmm tíma liðnum tók Hawthome eftir því að sr. Harris var farinn að gefa honum auga eins og hann ætlaðist til að hann gæfi sig á tal við sig. „En ef ætlun hans hefur verið að fá mig til málskrafs hefur dómgreind hans verið orðin álíka siöpp og gerist hjá hinu spírit- íska bræðralagi okkar tíma - basði var að samræður vom stranglega bannaðar í lesstofunni og svo hefði ég áreiðanlega vakið mikla undmn meðal hinna virðulegu lærdóms- manna sem þama vom staddir með því að ávarpa hann. Og hefði ég líka ekki gert mig að algeru fífli með því að standa þama á miðju gólfinu í hrókasamræðum við auðan stól- inn? Þar að auki hafði ég aldrei verið kynntur fyrir sr. Harris ...“ Þegar nokkrir mánuðir vom liðn- ir tók Hawthome einn daginn eftir því að sr. Harris var ekki í stól sín- um á safninu, og sá hann aldrei upp frá því. Mörgum fínnst þessi saga Haw- thomes trúverðug en aðrir benda á að hann hafi haft auðugt ímyndun- arafl og skrifað margar sögur með dulrænu ívafi. Hawthome var góður vinur skáldanna Edgars Allan Poe og Hermans Melville sem báðir notuðu draugagang sem efnivið í skáldverkum sínum. Reyndar virð- ast draugar hafa verið vinsælir í heimi skáldsögunnar á þessum tíma, t.d. notaði Dickens oft drauga og dulúð til að magna spennu í skáldsögum sínum. Afturganga Marleys birtist Scrooge í Jólasálmi Dickens. Draugurinn þessí var dæmdur til að reika um á jörðu sökum þess hversu illa hann hafði farið með líf sitt, og varar hann Scrooge við að hann verði einnig fordæmdur ef hann bœti sig ekki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.