Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986 ,'pcu4 eru vakcmdi ennf>ó./' > y áster Vi, ... að hita upp bílinn hennar áður en þú ferðívinnu. TM Reg. U.S. Pat. Oft.—all rights reserved <D 1986 Los Angeles Times Syndicate Með morgnnkaffínu Út með skotsilfrið annars dæli ég yfir þig ilmvatni. Rússnesk rúlletta á þjóðvegiinum Hvað veldur því að íslenskir öku- menn virðast vera þeir verstu norðan Alpafjalla og þó víðar væri leitað? Undirritaður hefur dvalið áraraðir erlendis í ýmsum löndum og ekið um á eigin bíl í tugum þjóðlanda svo hann þykist geta nokkuð dæmt; ís- lendinga verður að flokka meðal þriðja heimsins þjóða hvað umferðar- menningu varðar. Það er vel þekkt, að varla er hægt að aka hér bæinn þveran án þess að verða ekki vitni að því að bflar hafa lent saman, en í ýmsum erlendum stórborgum geta menn dvalið mánuðum saman án þess að verða vitni að slíku. Ótrúlega stór hópur ökumanna böðlast áfram I umferðinni og sýnir þar af sér víta- vert tillitsleysi af ráðnum hug. Róleg- heitafólk breytist sumt í ökuníðinga um leið og það sest undir stýri. Ofan á þetta bætist svo hinn stóri hópur ökuglópa sem eru hér eins og mý á mykjuskán. Hér er að sjálfsögðu átt við þá ökumenn sem hreinlega kunna ekki að haga sér f umferðinni. Þetta fólk, sem ekki ætti að hafa ökupróf, er eins og skýjaglópar, svínandi á öðrum hvorum bfl sem á vegi þess verður af tómum sveitamannshætti. Eitt atriði sem ber slæmri öku- menningu vitni og stingur mjög í augu snýst um það hversu gróflega menn taka orðið fram úr á góðum og malbikuðum vegum. Gott dæmi um þetta er vegurinn austur fyrir fjall á fögrum sunnudegi. Umferð er iðulega mikil á slfkum dögum og gengur stundum nokkuð hægt. Eftir að hafa ekið þessa 40—60 km við Hver eru stefnu- mál Alþýðu- bandalagsins? Kæri Velvakandi Ég vil lýsa furðu minni á kosn- ingabaráttu Alþýðubandalagsins. Það leggur enga áherslu á að kynna sín stefnumál, heldur rægir það hina flokkana öllum stundum á lág- kúrulegan hátt. Eru stefnumál Alþýðubandalagsins e.t.v. svo lítil- mótleg að það taki því ekki að kynna þau rækilega? Óákveðinn kjósandi slfkar aðstæður spyr maður sjálfan sig að því, hvort fólkið hafi ætlað í sunnudagslystitúr eða spila rússn- eska rúllettu, slíkur er darraðardans óyfirvegaðs framúraksturs sem maður verður stöðugt vitni að. En það er ekki eingöngu hægur lestar- gangur sunnudagsumferðar sem freistar manna til framúrtöku. Jafn- vel þótt umferðin gangi eðlilega greitt fyrir sig, ef svo mætti kalla (á milli 80 og 90) eru þeir ótrúlega margir sem þykjast þurfa að komast fram úr, hvað sem það kostar. Nú er f sjálfu sér ekkert athugavert við að taka fram úr öðrum bflum ef aðstæður og viðbragðssnerpa eigin bfls leyfa. En þvf er oft ekki að heilsa á Hellisheiðinni. Hvað eftir annað verður maður vitni að óhugn- anlega grófum ffamúrakstri, sem ekki ósjaldan endar á því að hinn óþolinmóði ökuþór kemst nánast í þrot; kemst hvorki fram fyrir röðina né inn f hana, hann er staddur á öfugri akrein, á yfir 100 km hraða og biffeið að koma á móti. Ljót atvik af þessu tagi getur að líta í nær hvert skipti og maður á leið eftir þessum vegi. Og annað til. Ef gott færi gefst til framúrtöku, þegar lát verður á móti umferð, er algengt að sjá bflalest sem stefnir í sömu átt, leysast upp í einskonar jakahlaup. Allir ætla að taka fram úr, jafnt sá næstfremsti sem sá síðasti. Iðulega sveifia menn svo djarfiega og at- hugunarlaust út á mótakreinina, að þeir eru nærri komnir utan í bfla sem þar eru þegar fyrir, komnir sem hendi væri veifað langt aftan úr röð á kraftmiklum tryllitækjum, í djöful- móð að taka fram úr. Slfk atvik eru algeng sjón á þessari leið. Það er alþekkt í flestum löndum að slfkan akstursmáta megi oft sjá hjá ungum angurgöpum, og er sagt að þeir séu að „hlaupa" af sér hom- in. En hvaða manngerð skyldi haga sér svona hér heima, ekki eru þetta allt tómir gæjar með bfladellu? Ef maður ætti að flokka þessa ökuníð- inga í einhveija hópa af sjónhending- unni um leið og þeir tæta fram úr eða ffam hjá, verður vart raðað af nákvæmni. Þó má fullyrða að hér fara fleiri en hálfstálpaðir menn offari. Konur sjást varla í þessum hópi, enda fremur sjaldséðir öku- menn á leiðum utan þéttbýlis. Ekki verður sem sé betur séð, en hér fari gott þversnið fslenskra ökumanna af hvaða tagi sem er. Einna sárast er að sjá hóp manna sem þekkjast vel úr, fjölskyldumenn. Hinn um- hyggjusami faðir sem fór með flöl- skylduna f sunnudagsökutúr eða skfðaferð er allt í einu orðinn viti sínu fjær. Skemmtiferðin er orðin að trylltu kapphlaupi, þar sem reynt er að meija fram úr hveijum bflnum á fætur öðrum með „manúeringum" sem kosta þeysingar með allt á útopnuðu svo hraðinn verður aðeins mældur í þriggja stafa tölum. Öryggi eiginkonunnar eða glókollanna litlu sem sjást f aftursætinu virðast ekki skipta hinn hamslausa fjölskylduföð- ur meira máli en þar flytti hann ullarpoka, hvað þá að maðurinn virð- ist gera sér rellu út af fólki í öðrum bifreiðum sem hann kann að stofna í jafn mikla hættu og sjálfum sér. Djöfulmóðurinn rennur ekki af mörg- um fyrr en við fyrstu umferðarljósin. Þar ekur maður iðulega ffarn á þessa kappa sem hætt hafa Iffi sjálfs sfn, sinna nánustu og annarra óviðkom- andi í skiptum fyrir fáeina tugi sek- úndna sem fyrsti umferðarvitinn hrifsar svo ef til vill aftur. Hvað getur hinn almenni ökumaður gert sér til varnar gegn þessum nfðingum þjóðveganna? Víða erlendis nota menn svonefnda Ijósflautu undir slík- um kringumstæðum, þ.e. blikka háu- ljósunum f grfð og erg á ökudónann sem tekur svo óvarlega fram úr að hann svínar gróflega á mótkomandi ökutæki. íslendingar eru flautuglaðir bifreiðarstjórar, en þeir kunna ekki að nota ljósflautuna til þess að áminna menn sem ögra í umferðinni á þennan hátt. Aldrei, f eitt einasta skipti, hef ég séð bfla hér á landi sem gróflega er svínað á við framúrtöku gera neitt annað en að draga úr ferð og vægja fyrir dónanum. Sá sem vitið hefur vægir, en sendið þessum mönnum líka „tóninn" með blikki svo þeim skiljist að sé saklausu fólki ógnað af tilefnislausu á svo ruddaleg- an hátt sitja menn ekki þegjandi undir sfku. Þessir menn hafa hægar um sig ef á þeim dynja formælingar ljósflautunnar í hvert skipti sem þeir stunda sína iðju. Ökumaður. HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar Gígja Birgisdóttir er glæsilegur fulltrúi Akureyringa. Hún var kjörin Fegurðardrottning íslands siðastliðið föstudagskvöld í veit- ingahúsinu Broadway og þótti vel að sigrinum komin. Þetta er f fyrsta skipti sem Akureyrarmær er hlut- skörpust í keppninni um þennan eftirsótta titil og því bjóst Víkveiji við því að Akureyringar væru yfír sig montnir af Gígju. Og það eru þeir auðvitað — langflestir að minnsta kosti. En einn hópur manna virtist ekki hafa fylgst með, bæjarstjóm Akureyrar. Víkveiji varð fyrir mikium vonbrigðum að fulltrúi bæjarstjómar skyldi ekki mæta á flugvöllinn þegar Gígja kom til heimabæjarins á sunnudag — þó ekki hefði verið nema með blóm- vönd og hamingjuóskir upp á vas- ann en, nei takk. Stutt er í kosning- ar og frambjóðendur hafa líklega verið uppteknir við að safna at- kvæðum. En þeir hafa örugglega tekið skakkan pól í hæðina því Gígja er nýorðin 18 ára — og því ein fjölmargra Akureyringa sem nú mega kjósa í fyrsta skipti — og einnig margir vinir hennar sem mættu á völlinn til að fagna henni. Það hefði því líklega borið vel í veiði, ef svo má að orði komast, fyrir þann frambjóðanda sem hefði dottið það snjallræði í hug að taka á móti henni fyrir hönd bæjarstjóm- ar... XXX Fyrst farið er að minnast á Gígju og keppnina um titilinn Feg- urðardrottning íslands getur Vfk- veiji ekki annað en lýst furðu sinni yfir fréttaflutningi útvarpsins af keppninni. Gígja var krýnd upp úr kl. 1 aðfaranótt laugardags. Sagt var frá krýningunni á laugardags- morgun í útvarpinu en í hádegis- fréttunum á laugardag þurfti Vík- veiji að bíða lengi eftir að nánar yrði greint frá keppninni — og bíður reyndar enn eftir því. Kl. 12.35 — er 15 mínútur voru liðnar af frétta- tímanum — á eftir tilkynningum um tónleika sem haldnir yrðu um kvöldið og þess háttar „fféttum" var loks greint frá því hver hefði verið kjörin Fegurðardrottning ís- lands kvöldið áður og fimm fyrstu stúlkumar í keppninni taldar upp. Búið! XXX etta minnti Víkveija á hádegis- fréttatíma útvarpsins á næst- liðnu hausti, föstudag einn sem ís- lendingar voru örugglega hreyknari en þeir höfðu lengi verið. Kvöldið áður hafði Hólmfríður Karlsdóttir verið kjörin Ungfrú Heimur í Lon- don og Víkverji beið spenntur ásamt félaga sínum á veitingastað þar sem þeir sátu að snæðingi, eftir því að heyra nánar af sigri Hólmfríðar sem vakti heimsathygli — alls staðar nema hjá ríkisútvarpinu á íslandi. Hlustendur máttu bíða í heilar 20 mínútur eftir því að minnst væri á sigur Hólmfríðar og þá var fréttin álíka skammarlega snubbótt og þegar sagt var frá sigri Gígju á föstudagskvöldið. Menn misstu nánast matarlystina af undmn! Urðu satt að segja bálvondir út í útvarpið. Þessi vinnubrögð vom sannarlega til skammar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.