Morgunblaðið - 30.05.1986, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 30.05.1986, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986 63 • Guðmundur Steinsson skorar hér með skalla oina mark íslands í leiknum gegn Tékkum í gœrkvöldi. Hann fékk laglega sendingu frá Amóri Guðjohnsen, sem hann afgreiddi síðan örugglega f netið. Tékkneskur sigur í daufum leik TÉKKAR unnu frekar auðveldan sigur é íslendingum þegar liðin mættust í síðasta leik Reykjavfkurleikanna í knattspymu é Laugardals- veili.f gærkvötdi. Úrslitin urðu 2:1 og voru öll mörkin gerð f síðari hálfleik. írar unnu þvf Reykjavfkurleikana, Tékkar urðu f öðru sæti og íslendingar í þvf þriðja og neðsta. Leikurinn í heild var frekar daufur og einn áhorfandinn orðaði það svo að það hefði eins verið hægt að vera heima og horfa á stillimyndina f sjónvarpinu. Þetta er ef til vill of djúpt f árinni tekið en engu að síður nokkur sannleikur í þessu, sórstaklega á þetta við um fyrri hálfleikinn. Tókkar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og munaði þar mestu um hversu vel leikmenn þeirra unnu án þess að hafa knöttinn. Þeir voru sífellt á ferðinni og opn- uðu þannig miðjuna mikið en sókn- ir þeirra enduðu flestar með slök- um skotum sem engin hætta staf- aði af. Friörik markvörður Friðriks- son varð þó nokkrum sínum að taka á til að koma í veg fyrir mark og gerði hann það af stakri prýði. Leikurinn var í heild mjög róleg- ur. Leikmenn reyna að halda knett- inum mikið og er ekkert annað en gott um það að segja nema þá aö menn verða að vanda sendingam- ar meira þegar þeir senda knött- inn. íslendingar fengu þó nokkur „Það vantaði þetta eina mark“ „VIÐ getum spilað okkar varnar- leik og fáum góð marktækifæri sam ekki tekst að nýta. Það vantar þetta eina mark,u sagði Pétur Pétursson, fyrirliði fslenska liðsins. „Mér fannst þessi leikur betri af okkar hálfu en á móti írum. Átt- um góða kafla og fengum skyndi- sóknir sem við áttum að nýta.“ W „Oskipulag í spilinu" „MÉR fannst þessi leikur slappari en á móti írum á sunnudaginn. Það var óskipulag í spilinu hjá okkur," sagði Arnór Guðjohnsen, eftir leikinn f gærkvöldi. „Ég er hrifinn af þessari leikað- ferð hjá Sigi Held en það þarf bara meiri tíma og fleiri æfingaleiki. Það er alltaf hægt aö læra af tapleikjum og nú er bara að nýta þann lærdóm fyrir næstu leiki," sagði Amór Guðjohnsen, sem var einn besti leikmaður fslands í báðum leikjun- um á Reykjavíkurleikunum. Hann dvelur nú hér í sumarfríi og verður hér á landi fram í júlí og þá hefst baráttan aftur hjá honum með Anderlecht í Belgíu. „Þokkalegur leikur“ „LEIKURINN var þokkalegur og við fengum okkar fœri sem nýtt- ust illa,“ sagði Ómar Torfason. „Tékkarnir leika vel úti á vellin- um en ekki eins vel upp við mark- ið. Við bökkuðum of mikið í fyrri hálfleik og fengu þeir þá meiri frið en í seinni tókum við þá framar og þá gekk þetta betur." Um nýju leikaðferðina sagði Ómar: „Ég er bjartsýnn á að þessi nýja leikaðferð beri árangur. Þessa leikaðferð nota flest lið í Evrópu og með meiri æfingu ætti okkar að takast að ná betri tökum á henni. Þetta er alveg ný staða fyrir mig að leika svona aftarlega," sagði Ómar. færi í fyrri hálfleiknum og flest eftir skyndisóknir. Á 12. mínútu átti liðið glæsilega sókn. Sigurður Grétarsson gaf þá góða sendingu á Arnór sem framlengdi skemmti- lega á Pétur Pétursson en skot hans með vinstra fæti var ekki nógu nákvæmt og fór langt fram- hjá. Síðan komu nokkur færi en ekkert varð úr þeim. íslenska liðið hóf siðari hálfleik- inn af mun meiri krafti en sést hafði til þeirra i fyrrí hálfleiknum. Leikmenn virtust ákveðnir í að gera sitt besta til að vinna leikinn. Hver sóknin rak aðra en alltaf vantaði síðustu snertinguna til að Ijúka sókninni eins og þær eiga að enda — með marki. Tvö mörkTékka Eftir eina stórsókn íslands komust Tékkar í skyndisókn sem endaði með marki. Levy (nr. 5) gaf þá góðan bolta fyrir markið á fjær- stöngina þar sem fyrir voru tveir Tékkar og einn íslendingur. Friðrik markvörður lagði af staö út en hætti við og knötturínn fór yfir Loft og einn Tékka, lenti beint fyrir fætur Kula (nr. 10) sem átti ekki í erfiðleikum með að skora. Skömmu síðar skallaði Sigurður rétt yfir mark Tékka eftir enn eina fallega sókn íslands og á sömu mínútu átti hann annað gott færi. Hann komst einn í gegnum vörnina aðeins á ská við markið en gott skot hans fór rétt framhjá stöng- inni. Síðan kom annað mark Tékka. Chovanec (nr. 8) skaut þá nokk- uð föstu skoti af um það bil 25 metra færi. Knötturinn fór i ein- hvem inni í vítateignum og breytti um stefnu þannig að Friðrik var kominn úr jafnvægi og í netið fór knötturinn. Nú skipti Sigi Held þeim Guð- mundi Steinssyni og Ólafi Þórðar- syni inná fyrir þá Guðmund Þor- björnsson og Pétur Ormslev. Það átti að freista þess að setja meiri þunga í sóknina og reyna að jafna metin. Þetta bar árangur því sókn- arlotur Islands urðu þyngri en ekki þó nógu þungar fyrr en á 83. mín- útu. Þá gaf Ágúst Már fallega sendingu um hægri kantinn á Ragnar Margeirsson sem gaf yfir vitateiginn á Arnór sem vippaði inn í teiginn til baka á Guðmund Steinsson og hann skallaði fallega í netið. Gott mark en kom alltof seint. Dauft íslenskt lið. íslenska liðið var óvenju dauft í þessum leik. Þeir Guðmundur Þorbjörnsson og Ómar Torfason fundu sig engan veginn í stöðum sínum sem ystu miðjumenn enda báðir óvanir því að leika þessar stöður. Einhvern veginn hafði maður það á tilfinningunni að þeir mættu að ósekju koma framar á völlinn og láta þá varnarmennina þrjá um vörnina á meðan. Lítið sást af þessu og því vantaði mikið menn á kantana þegar við sóttum en á móti kemur aö ef þeir hefðu farið fram hefði losnaði um kant- ana fyrir Tékkana í sókninni. Leik- kerfið 3-5-2 var því eiginlega leikið 5-3-2 að þessu sinni. Ragnar barðist vel allan leikinn og sama má segja um Sigurð Grét- arsson sem er greinilega í mjög góðu formi um þessar mundir. Friðrik var ágætur í markinu en heföi ef til vill átt að koma í veg fyrir fyrra mark Tékka. ( vörninni stóðu þeir Gunnar, Ágúst Már og Loftur sig vel og á miðjunni áttu Pétur Ormslev og Arnór einnig þokkalegan dag. Pétur Pétursson lék ágætlega í fyrri hálfleik en í þeim síðari dalaði hann. Hvers vegna unnu Islendingar ekki leikinn fyrst allir stóðu sig þokkalega? Allir leikmennirnir stóðu sig þokkaiega, það er rétt en það vantaði meiri samvinnu og nákvæmni i leik liðsins. Það vant- aði herslumuninn til þess að sókn- arlotur liðsins gengju upp og upp- skeran yrði mark. „Betra en gegn írum“ — sagði Sigi Held landsliðsþjálfari „ÞESSI leikur var betri en gegn I sem kostuðu okkur sigurinn,u Irum. Það voru mistök f vöminni | sagði Sigi Held landsliðsþjálfari eftir leikinn gegn Tékkum f gær- kvöldi. „Leiðinlegt að þurfa að tapa“ „ÞAÐ var leiðinlegt að þurfa að tapa þessum leik, við spiluðum vel og áttu ágæt marktækifæri," sagði Ragnar Margeirsson. „Mér fannst þessi leikur mun betri en á móti Irum. Ég fann mig ágætlega í þessari stöðu á miðj- unni. Þessi staða útheimtir mikla vinnu og er erfið. Leikaðferð Sigi Held er góð að mínu mati og á eftir að skila sér. Við þurfum bara að taka mennina fyrr, Tékkarnir fengu of mikin tíma með boltann þó svo að þeir hafi ekki skapað sér mörg marktækifæri. En það er þetta eina mark sem skiptir máli," sagði Rangar. — Hvað er framundan hjá þér? „Ég er núna í sumarfrfi og verð hér heima fram í byrjun júlí. Þá fer ég út til Belgíu og verð þar væntan- lega næsta vetur og leik með Waterschei í 2. deild. Keppnistíma- bilið í Belgíu hefst 20 ágúst." „Það eru fá lið í Evrópu sem leika eins góðan bolta og Tékkar. Við gerðum þrenn til fern mistök og þeir nýttu sér tvenn þeirra og skoruðu. Við fengum góð mark- tækifæri sem ekki tókst að nýta og því fór sem fór. Leikmenn töp- uðu boltanum of fljótt í sókninni, voru of bráðir oft á tíðum. Annars börðust leikmenn vel og eiga hrós skilið. Við verðum svo bara aö læra af þessum mistökum og reyna betur næst," sagði Sigi Held. Knattspyrna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.