Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 1
56 SIÐURB STOFNAÐ 1913 144. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Neitar að ræða Chernobyl-slysið Sovézki landbúnaðarráðherrann í Skotlandi Lundúnum, AP. LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA Sovétríkjanna, sem nú er i opinberri hcimsókn í Bretlandi, neitaði í gær að ræða opinberlega um það hvort Sovétmenn hygðust greiða skaðabætur vegna kjarnorkuslyss- ins í Chernobyl. Landbúnaðarráðherrann, Vsevo- lod S. Murakhowsky, tilkynnti á fréttamannafundi að hann mundi ekki svara spumingum um kjam- orkuslysið og afieiðingar þess. Landbúnaðarráðherra Bretlands, Michael Jopling, sagði hins vegar að breska stjómin kynni að bæta bændum á Bretlandseyjum þann skaða, sem kjamorkuslysið hefði valdið þeim. Breska stjómin ætlar að vekja máls á skaðabótagreiðslum vegna slyssins í Chemobyl á fímmtudag, en þá eiga utanríkisráðherra Bret- lands, Geoffrey Howe, og aðrir háttsettir embættismenn fund með sovéska landbúnaðarráðherranum. Sjá frétt á bls. 22. Italía: Kristilegir demó- kratar stvðia Craxi Róm, AP. KRISTILEGIR demókratar á ít- steypustjóminni. Þeir era Kristilegi alíu, en þeir mynda stærsta stjómmálaflokk fráfarandi stjórnar, lýstu sig á þriðjudag reiðubúna til þess að styðja nýja ríkisstjórn, undir forsæti Bettino Craxi. Þá lýstu leiðtogar tveggja smáflokka einnig yfir stuðningi sinum við Craxi. Til þessa hafa Kristilegir demó- kratar gert það að skilyrði fyrir rík- isstjómarþátttöku, að Bettino Craxi léti af störfum áður en árið er liðið. Nú hafa þeir endurskoðað þá af- stöðu sína. Einnig era þeir tilbúnir til þess að endurskoða reglur um atkvæðagreiðslur í þinginu, en síð- asta stjóm féll einmitt vegna þess að þingmenn stjómarflokkanna hlupust undan merkjum í skjóli leynilegrar atkvæðagreiðslu. Leiðtogar flokka sósíaldemókrata og fijálslyndra kváðust styðja Craxi í viðræðum við Francesco Cossiga, forseta Ítalíu, sem nú ráðgast við stjómmálaleiðtoga um myndun nýrrar stjómar. Cossiga ræddi síðar í gær við embættismenn hinna flokkanna þriggja, sem aðild áttu að sam- demókrataflokkurinn, Sósíalista- flokkurinn og Repúblikanaflokkur- inn. Sigltá fund Frelsisstyttunnar Norska skipið Sorlandet siglir hér framhjá Frelsisstyttunni á leið sinni inn í New York-höfn. Skipið mun taka þátt í hátiðarhöldunum hinn 4. júlí, en þá mun fjöldi skipa, stórra og smárra, sigla framhjá Frelsisstyttunni og hylla hana, aldargamla. ísrael: Shalom segir að Shamir hafi fyrirskipað morðin Tcl Aviv, fsrael, AP. AVRAHAM Shalom, fyrrum yfir- maður leyniþjónustu ísraela (Shin Bet), heldur því fram að Yitzhak Shamir, þáverandi for- sætisráðherra, hafi fyrirskipað morðin á tveimur Palestínu- mönnum árið 1984. Þetta var haft eftir ónafngreindum hátt- settum embættismanni i ísrael, sem sagði Shalom hafa látið þessi orð falla á fundi ráðherra Verka- mannaflokksins. Sjálfur segist Shamir ekki vera andvígur tak- markaðri rannsókn á þvi, hvern þátt hann átti í að reynt var að hylma yf ir atburðinn. Þingmenn Verkamannaflokks Simonar Peres, forsætisráðherra, hafa krafíst ítarlegrar rannsóknar og er talið að þeir Peres og Shamir, leiðtogi Likud-bandalagsins, sem nú gegnir stöðu utanríkisráðherra, Talsmaður bandaríska sjávarútvegsráðuneytisins í viðtali: Úrskurður hæsta- réttar breytir litlu „ÉG TEL ekki að úrskurður Hæstaréttar Bandaríkjanna frá því á mánudag eigi eftir að breyta miklu á þessu sviði,“ sagði William Gordon, talsmaður bandaríska sjávarútvegsráðuneytisins í viðtali við Morgunblaðið i gær, er hann var spurður um viðbrögð banda- rískra stjórnvalda við úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna um hvalveiðar og fiskveiðiréttindi Japana. „Ég hef hins vegar ekki náð að kynna mér öll atriði úrskurðarins og því er það of snemmt fyrir mig að segja nokkuð um málið að svo komnu. En það er ljóst að þetta á hvorki eftir að hafa áhrif á fiskveiði- réttindi Sovétmanna né Norðmanna í bandarískri lögsögu," sagði Gor- don ennfremur. An Do, fiskveiðifulltrúi japanska sendiráðsins í Washington, varðist allra frétta en minnti á að Banda- ríkjamenn og Japanir hefðu gert með sér samning, sem heimilar Japönum að veiða allt að 200 búr- hvali á ári fram til 1. apríl 1988, án þess að til viðurlaga komi af hálfu Bandaríkjamanna. „Hvað gerist eftir það veit enginn og enginn veit hvaða áhrif þessi úrskurður á eftir að hafa á gang þessara mála eftir það,“ bætti hann við. Enn er ekki vitað um viðbrögð náttúruvemdarsamtaka í Banda- ríkjunum, en líklegt er að afstaða þeirra skýrist á næstu dögum. Telja má víst að þessi úrskurður Hæsta- réttar Bandaríkjanna sé þeim mikið áfall. Sjá bls. 4: Ummæli Halldórs Asgrímssonar sjávarútvegs- ráðherra og Kristjáns Lofts- sonar forstjóra Hvals hf. Shalom um að hafa fyrirskipað morðin. Honum hefur einnig verið gefíð að sök að hafa gefið tveimur nefndum, sem rannsökuðu málið, vísvitandi rangar upplýsingar. Simon Peres, forsætisráðherra ísrael, segist reiðubúinn til að koma fyrir rannsóknarnefnd í máli Yitzhak Shamir, utanríkis- ráðherra. vilji forðast stjómarkreppu, sem leitt gæti til kosninga. Á mánudag átti Peres fund með þeim Shamir og Yitzhak Rabin, vamarmálaráðherra, og ræddu þeir þær kröfur sem fram hafa komið um opinbera rannsókn. Rabin er einn þriggja ráðherra Verkamanna- flokksins, sem lagst hafa gegn slíkri rannsókn. Peres forsætisráðherra sagði á þingi að hann væri hlynntur rann- sókn þessa máls og hann væri sjálf- ur reiðubúinn til koma fram fyrir rannsóknamefndina til að hreinsa sig af öllum gran. Fyrram háttsettir starfsmenn leyniþjónustunnar hafa ásakað Streita fylgir starfi hveriu London, AP. Námuverkamenn eru sú stétt manna sem starfar undir mestu álagi en starfi bóka- safnsfræðinga fylgir minnst streita. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem vísindamenn við háskólann í Manchester á Englandi hafa nýlokið. Lög- reglumenn koma næstir námuverkamönnum en bygg- ingaverkamenn, flugmenn, fangaverðir og blaðamenn eru í þriðja sæti. Að sögn vísindamanna er í raun ómögulegt að mæla streitu á hlutlægan hátt sökum þess að hveiju starfi fylgir ákveðið álag. Könnuð vora 150 störf og sú streita sem þeim fylgir metin eftir kvarðanum 0 til 10. Tannlæknar, stjómmála- menn, leikarar og læknar reynd- ust einnig þjást af mikilli streitu. Bændur og stjómarerindrekar reyndust starfa undir meðal- álagi en minnst álag virðist fylgja störfum bókasafnsfræð- inga, barnfóstra, presta og geimfara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.