Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1986 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1986 27 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmlr Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, - Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 40 kr. eintakiö. Verndartollur á kartöflur Lög um framleiðslu og sölu búvöru, sem samþykkt vóru síðastliðið vor, heimila landbúnað- arráðherra að leggja allt að 200% toll á innfluttar kartöflur. Frum- varp að þessum lögum, sem var mjög umdeilt, gerði í upphafí ráð fyrir því, að heimild til álagningar vemdartolls næði til innfluttrar búvöru, en heimildin var þrengd í meðförum þingsins — og nær eingöngu til kartaflna. Land- búnaðarráðherra hefur nú nýtt heimild þessara laga og lagt 40% gjald á unnar innfluttar kartöflur og 50% gjald á óunnar innfluttar kartöflur. Þessi gjömingur ráð- herrans er umdeildur, ekki síður en lagasetningin. Gagnrýni á heimildarlög til álagningar vemdartolls á innflutt- ar kartöflur, sem fram var sett í umræðu á Alþingi, var einkum af þrennum toga. I fyrsta lagi var nauðsynin til álagningar vemdar- tollsins dregin í efa, þar eð inn- flutningur á grænmeti og garð- ávöxtum, þar með töldum kartöfl- um, var og er ekki heimill, sam- kvæmt lögum sem fyrir vóru, meðan nægilegt framboð er af innlendri framleiðslu. í annan stað þótti mönnum varhugavert að Alþingi framseldi skattlagningar- vald til ráðherra með þessum hætti. í þriðja lagi hlyti slíkur tollur að hækka verð á viðkomandi neyzluvöm og ganga þannig þvert á gerða kjarasátt og viðleitni til að halda almennu verðlagi niðri. Talsmenn heimildarinnar töldu hana hinsvegar nauðsynlega til að veita innlendum kartöflubænd- um vemd gagnvart innfluttri framleiðslu. Þeir bentu m.a. á að vegna legu landsins og náttúru- fars væri ekki hægt að tryggja nægilegt vöruframboð grænmetis og garðávaxta allt árið. Yrði því að flytja þessar vömr inn, hluta úr ári, oft niðurgreiddar í fram- leiðslulöndum, sem raskaði mjög samkeppnisstöðu hinnar innlendu framleiðslu. Þetta ætti m.a. við um framleiðslu fyrirtækja, sem vinna úr íslenzkum kartöflum og eigi í sölusamkeppni við innflutta vöm. Landbúnaðarráðherra svaraði gagnrýni á frumvarpið meðal annars svo: 1) Gjaldið, sem hér um ræðir, íþyngir ekki neytendum, enda „verður því varið til að greiða niður neyzluvömr, sem framleidd- ar em hér innanlands og lækkar þá þeirra verð á móti". 2) „Ég ætlast ekki til“, sagði landbúnaðarráðherra ennfremur, „að þessi heimild verði notuð nema þegar sambærileg innlend framleiðsla er hér á boðstólum". Ætla verður að sú yfírlýsing ráðherra, sem hér er rakin, að heimild til álagningar verdartolls á innfluttar kartöflur verði ekki notuð nema þegar innlend fram- leiðsla er jafnframt á markaði, hafí haft áhrif á endanlega af- stöðu einhverra þingmanna til fmmvarps hans. í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag er það hins- vegar haft eftir ráðherranum að ætlunin sé að jöfnunargjaldið verði á innfluttum kartölfum í allt sumar, þrátt fyrir það að innlend framleiðsla sé nánast á þrotum, „kannski vikubirgðir eftir, en í mesta lagi til tíu daga“, eins og segir í frétt Morgunblaðsins í gær. Það hlýtur að vera aðfínnslu- vert þegar og ef ráðherra, sem fær slíkt skattlagningarvald í hendur, beitir því þvert á yfírlýs- ingu í sjálfu löggjafarþinginu. Vemdartollar af því tagi, sem hér um ræðir, em alltaf var- hugaverðir, þó réttlætanlegt kunni að vera að grípa til þeirra í einstökum neyðartillfellum. Þjóð, sem er jafn háð útflutningi eigin framleiðslu og við íslendingar, verður að ganga fram með gát í þessum efnum. Fáar þjóðir eiga jafn mikið í húfí og við, að toll- múrar hái ekki vegferð íslenzkrar framleiðslu inn á þá erlendu markaði, sem skipta þjóðarbúskap okkar mestu máli. I þessu sam- bandi er rétt að huga að skuld- bindingum okkar við GATT og réttindi okkar á móti, sem vega þungt fyrir útflutning þjóðarinn- ar. Staða mála á íslenzkum vinnu- markaði er og mjög viðkvæm, þrátt fyrir það að við höfum náð verulegum árangri í hjöðnun verð- bólgu, sem undir engum kringum- stæðum má glutra niður. Það er mjög mikilvægt að stjómvöld standi þann veg að málum í mótun og framkvæmd skattastefnu, þar með talin framkvæmd heimilda til álagningar vemdartolla, að verð- lag hækki sem allra minnst og helzt innan „rauðra strika" sam- komulags við aðila vinnumarkað- arins. Aðilar, sem fást við viðskipti með kartöflur, telja sumir hveijir vafasamt, að þessi skattheimta þjóni boðuðum tilgangi. Þannig segir Ólafur Sveinsson, Qármála- stjóri Ágætis: „Þessi skattheimta er að mínu mati algerlega til- gangslaus. Jöfnunargjaldið er eingöngu skattheimta á neytendur án þess að hún komi framleiðend- um á nokkum hátt til góða.“ Síðast en ekki sízt skiptir það máli að ráðherrar breyti í sam- ræmi við orð og fyrirheit og treysti þann veg trúnað við fólkið í landinu. Landbúnaðarráðherra gaf þá yfírlýsingu á Alþingi 23. apríl síðastliðinn, að heimild til álagningar vemdartolls á innflutt- ar kartöflur verði ekki notuð „nema þegar sambæriieg innlend framleiðsla er hér á boðstólum", eins og hann komst að orði. Síðan er að sjá hvort efndir fylgja orð- um. Samtakamáttur- inn er lykillinn eftir Val Arnþórsson Á stjómarfundi Sambandsins sl. haust var ákveðið, að sérmál aðal- fundanna nú í vor skyldi vera Samvinnuhreyfíng framtíðarinnar og í samræmi við þá ákvörðun hefur þetta málefni verið krufíð til mergj- ar í umrasðum á kaupfélagsstjóra- fundi sl. haust, á sérstökum náms- stefnum samvinnuhreyfingarinnar í landshlutunum í vetur og á aðal- fundum kaupfélaganna nú í vor. Það er að sjálfsögðu mikið mats- atriði hvaða sérmál á að taka til meðferðar hveiju sinni. Sérmálin, sem tekin hafa verið til meðferðar á undanfömum árum, hafa jafnan endurspeglað það, sem efst var á baugi í hreyfíngunni á hveijum tíma. Að þessu sinni þótti sérstök ástæða til þess að skyggnast til framtíðarinnar og er þá sannarlega ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í vali á sérmáli. En að yfírveguðu ráði þótti rétt að taka þetta sérmál til meðferðar einmitt nú og þá með hliðsjón af þeim miklu breytingum, sem orðið hafa og eru að verða í umhverfi samvinnuhreyf- ingarinnar og í ljósi þeirrar að ýmsu leyti óræðu framtíðar, sem við okkur blasir. Það er auðvelt að spá í allt nema framtíðina. Í þessum fleygu spaugsyrðum er mikill sann- leikur fólginn. Tíminn líður hjá sem kvikmynd á tjaldi og hleður nútíð- inni að baki sem fortíð á hveiju augnabliki. Framtíðin bíður á veg- ferðinni framundan óræð á svip og fagnar þeim best, sem best eru búnir til samfundar við hana. Fyrir 30 árum las ég þessa setningu eftir bandarískum skipulagsfræðingi: „Vel rekin fyrirtæki fást við fyrir- séð vandamál. Illa rekin fyrirtæki fást við ófyrirséð vandamál. Mis- munurinn liggur í skipulagningu og áætlanagerð." Þessi orð voru rétt og brýn fyrir 30 árum og eru enn brýnni í dag. Allt félagslegt og rekstrarlegt umhverfí hreyfíngar- innar hefur breyst mikið að undan- fömu, það breytist óðfluga á hverri stundu og breytingamar eiga vænt- anlega eftir að verða enn meiri og víðtækari en þegar er orðið. Að öllu þessu athuguðu er tvímælalaust tímabært, að samvinnuhreyfíngin skyggnist fram á veginn og reyni að spá í framtíðina. Ég þarf tæpast að taka það fram, að hugleiðingam- ar hér á eftir eru mínar eigin hug- leiðingar. Þær skoðanir sem ég kann að setja fram eru mínar eigin skoðanir. Orð mín em á eigin ábyrgð og einskis annars þótt ég vissulega hafi ráðfært mig við ýmsa aðila, svo og hlýtt á umræður margra mætra manna á námsstefn- unum í vetur. Nokkurgrund- vallarsjónarmið Áður en lengra er haldið og áður en byijað er að fást við hið eiginlega umræðuefni, framtíðina, getur ver- ið gagnlegt að skilgreina fyrir sér nokkur grundvallarsjónarmið, sem eru nánast óumbreytanleg og verða alltaf til staðar sem grundvöllur samvinnustarfs. Þar má t.d. nefna eftirfarandi: 1. Hugsjón samvinnu og samhjálp- ar er nánast eilíf og mun lifa svo lengi sem mannleg viðleitni verður til staðar á jörðinni þótt samfélög rísi og falli, þótt heims- veldi rísi og falli, þá verður hugsjónin um samvinnu, sam- hjálp, jafnrétti og bræðralag til og mun ávallt lifa. 2. Samvinnufyrirtækin, eins og við þekkjum þau í dag, og þá hvort sem er á íslandi eða öðrum löndum, eru ekki hugsjónin sjálf, heldur gijótpállinn og rekan, plógurinn og herfíð, sem notuð eru til þess að yrkja akur sam- vinnuhugsjónarinnar. Hvemig þau áhöld eru í lögun á hveijum tíma skiptir ekki höfuðmáli held- ur aðeins það, að þau þjóni til- gangi sínum sem allra best miðað við þarfir hvers tíma. 3. Grundvöllur samvinnustarfs byggir á því að menn efla hag heildarinnar jafíihliða því að efla eigin hag. Sjónarmið einkagróða víkja fyrir hag heildarinnar. 4. Höfuðmarkmið samvinnustarfs er hið sama og í upphafí, þ.e. að efla hag félagsmannsins og þjóna honum sem best. 5. Þarfír félagsmannsins eru ekki eingöngu efnislegar heldur og félagslegar. Fræðslu- og félags- málastarf verður því alltaf snar þáttur í samvinnustarfi. 6. Samvinnustarf verður að taka mið af því samfélagi, sem það lifír og hrærist í. Fyrirkomulag samvinnustarfs getur því verið mismunandi frá landi til lands og frá tíma til tíma. Með hliðsjón af framanrituðu og Úölmörgum atriðum, sem ég ekki hef tíundað hér, má ljóst vera, að þróun samvinnustarfs á íslandi hefur verið með eðlilegum hætti miðað við landfræðilegar aðstæður, stærð þjóðarinnar, atvinnuvegi hennar og þarfír félagsmannanna. Samvinna og samhjálp hefur verið íslendingum í blóð borin frá upphafi vegar. Grágás geymir hin merkileg- ustu ákvæði um gagnkvæmar tryggingar bændanna sem hjálpuð- ust að við að bæta brunatjón ef bæjarhús brunnu. Fjötrar ófrelsis hindruðu vissulega alla þróun lang- ar aldir og dimmar en strax þegar Valur Arnþórsson Fyrri hluti „Félagsmaðurinn er að sjálfsögðu grunneining’ samvinnustarfsins. Hann hefur verið það og verður það áfram. Án félagsmanna verður ekkert samvinnustarf. A sama hátt er það augljóst, að kaupfélög- in eru grunneiningar samvinnurekstrarins, þau hafa verið það og verða það áfram.“ frelsið fékk að njóta sín að nýju kviknaði samvinnustarfíð og þá af brýnni þörf fyrir það að efla hag heildarinnar og með því að efla eigin hag. Menn tóku til óspilltra mál- anna að smíða sér áhöld til þess að yrkja samvinnuakurinn, tæki til þess að koma afurðum félagsmanna í sem hæst verð og tæki til þess að útvega þeim lífsnauðsynjar á sem hagstæðustu verði. Með upp- haflegu tækjunum voru síðan smíð- uð enn fleiri áhöld til þess að mæta síbreytilegum þörfum í vöru og þjónustu, atvinnusköpun og fram- þróun. Er með öllu óþarft að rekja þá sögu alla hér. Hreyfing framleiðenda og neytenda Á það skal þó drepið, að hin ís- lenska samvinnuhreyfíng hefur eitt mjög sterkt sérkenni, en það er hin blandaða hreyfing framleiðenda og neytenda. Svo sem okkur er öllum kunnugt þróaðist samvinnustarf erlendis yfírleitt þannig, að á lagg- imar reis sérstök hreyfing neytenda annars vegar og sérstök hreyfing framleiðenda hins vegar. Neytenda- hreyfíngin annaðist verslun og neysluvöruiðnað tengdan verslun- inni, en framleiðendahreyfingin úr- vinnslu og sölu landbúnaðarvara. Neytendahreyfíngin tengdist gjam- an hugsjónalega verkalýðssamtök- um og sósíalískum flokkum, en framleiðendahreyfíngin stéttarsam- tökum bænda og pólitískum flokk- um í miðju litrófí stjómmálanna. Upphafleg gerð hinnar íslensku samvinnuhreyfingar var fullkom- lega eðlileg miðað við íslenskar aðstæður. Hún var sprottin af rót- um frelsisbaráttunnar og varð bar- áttutæki í frelsisbaráttunni. Hún varð því strax félagspólitísk. Yfír- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar bjó í dreifbýli. Gerð hreyfíngarinnar tók mið af þeirri staðreynd, en varð fljótlega blönduð hreyfíng framleið- endanna í dréifbýlinu og þeirra, sem í þéttbýlinu bjuggu og flestir áttu rætur sínar í dreifbýlinu. Hreyfíng- in varð ekki bara félagspólitísk heldur efnahagspólitísk og varð strax sterk andstæða sérgróða og einstaklingshyggju. Hugsjónalega tengdist hún því þeim, sem hösluðu sér völl á miðju eða til vinstri við miðju í hinu pólitíska litrófí. í ljósi þess að vera blönduð hreyfíng net- enda og framleiðenda átti hreyfíng- in sér snertifleti við nánast öll at- vinnuleg viðfangsefni þjóðarinnar og af þeim sökum varð henni fljót- lega beitt í öllum greinum atvinnu- lífsins. Hreyfíngin hefur því orðið fjölþættari og víðfeðmari en sam- vinnuhreyfíngar flestra landa ann- arra. Hún hefur því orðið hlutfalls- lega fyrirferðarmeiri en víðast annars staðar, átt sér marga for- svarsmenn og fylgjendur, en líka eignast svama og harðsnúna and- stæðinga, sem telja hana standa í vegi fyrir einkagróða og framþróun einkaframtaksins. í ljósi þess sem að framan segir má ljóst vera, að viðfangsefni kaup- félaganna í dag eru fullkomlega eðlileg. Vegna samhengis í máli mínu er ekki úr vegi að rifja upp hver þau helstu em: — Verslun — Vinnsla ög sala landbúnaðaraf- urða — Iðnaður — Þjónusta — Vinnsla og sala sjávarafurða — Flutningastarfsemi — Fræðslustarfsemi Þörf fyrir sameiginlegan sam- starfsvettvang kaupfélaganna, til þess að gæta sameiginlegra hags- muna, koma mjög fljótlega í ljós og stofnun Sambands íslenskra samvinnufélaga var fullkomlega eðlilegt skref í þróun samvinnu- starfsins. Viðfangsefni Sambands- ins urðu eðlileg endurspeglun á viðfangsefnum og þörfum kaup- félaganna á sama hátt og það var fullkomlega eðlilegt þegar hreyf- ingin smiðaði sér ný áhöld í sérstök- um samstarfsfyrirtækjum til þess að sinna sérstökum verkefnum eins og t.d. félagi til þess að fást við olíuverslun, félagi til þess að fást við tryggingar og fjölmörgum samstarfsfyrirtækjum í heima- byggðum til þess að fást við ýmis sérstök verkefni. Vinmif öt hversdags- leikans Ég þarf ekki að tíunda það í þessu erindi, að í dag stendur samvinnuhreyfíngin sem rammís- lenskt fyrirbrigði föstum fótum í atvinnu- og efnahagsllfí landsins samansett í höfuðatriðum af u.þ.b. 40 sjálfstæðum kaupfélögum, sem eiga sér samstarfsvettvang í Sam- bandinu og eiga ýmist hvert út af fyrir sig eða sameiginlega og þá t.d. einnig með Sambandinu ýmis samstarfsfyrirtæki til þess að sinna sérstökum verkefnum. Samvinnu- hugsjónin hefur þannig verið klædd i vinnuföt hversdagsleikans, eins og Eysteinn Jónsson hefur orðað það, en ýmsum þykja þau orðin svo þæfð og þykk að lítið sjáist til hugsjónarinnar. Það er alla vega skilningur þeirra, sem sjá ekki hugsjónarlegt innihald mannlegrar viðleitni nema þeir geti séð hugsjón- ina berstrípaða, athafnalausa. Þá hlið málsins ætla ég ekki að ræða hér en sný mér fremur að því að ræða hið eiginlega viðfangsefni, framtíðina. Áður má þó staldra við og spyija, hvort ekki sé þetta nú allt saman harla gott. Uppbyggingin hafí tek- ist vel. Samvinnuhreyfíngin standi traustum fótum og því sé best að hafa allt óbreytt og láta framtíðar- siglinguna fara eftir veðri og vind- um. Vissulega kæmi þetta til álita og ég vil reyndar segja það strax, að ég tel trauðla ástasðu til bylting- arkenndra breytinga I höfuðskipu- lagi en ég vil stórlega draga í efa, að við eigum þess nokkum kost, þótt við vildum, að hafa allt óbreytt um langa framtíð. Til þess hafa ytri aðstæður breyst allt of mikið og eru enn að breytast með mjög hraðfara hætti. Breyttar ytri aðstæður í framhaldi af framansögðu er þá fullkomlega eðlilegt að fara að skilgreina fyrir sér, hveijar þessar breytingar em helstar. Ekki verða þær tíundaðar allar. Til þess eru þær of margar og margslungnar, en drepa má á höfuðatriði. Þar vil ég sérstaklega nefna eftirfarandi: 1. Eigið fjármagn samvinnufélag- anna byggðist á löngu árabili hratt upp í skjóli þess, að hagn- aðarstig I ýmiskonar rekstri var tiltölulega hátt. Kaupmenn og aðrir aðilar í einkarekstri notuðu háa álagningu og reiknuðu sér miklar tekjur í rekstri. Með því að nota sömu álagningu höfðu Samvinnufélögin verulegan hagnað, sem þau gátu notað til þess að endurgreiða tekjuafgang til félagsmanna og byggja upp eigin sjóði. í stað þessa er nú komin mjög hörð samkeppni á markaðnum samfara lágri álagningu og lágu hagnaðar- stigi. 2. Um langt árabil voru vextir neikvæðir og fjármagnsbruni i óðaverðbólgu kom í stað eðlilegs hagnaðar í rekstri jafnhliða því sem endurmat eigna i verðbólg- unni byggði upp eigið fé. Óarð- bær rekstur duldist á bak við hina neikvæðu vexti og fjár- magnsbrunann. Mistök í §ár- festingum hurfu sem dögg fyrir sólu. I dag býr- atvinnurekstur- inn við mjög háa raunvexti, mistök í fjárfestingu geta orðið banabiti jafnvel hinna traustustu fyrirtækja og taprekstur hleður á sig vaxtakostnaði sem snjó- bolti á hraðfara leið til glötunar. 3. í framhaldi af framansögðu hafa möguleikar til uppbyggingar eigin fjár eftir hefðbundnum leiðum minnkað mjög í sam- vinnufélagsforminu en sam- keppnisaðilamir hafa síaukna möguleika í þeim efnum. 4. Skömmu eftir upphaf samvinnu- starfs í landinu bjuggu 85% þjóð- arinnar í dreifbýli en 15% þjóðar- innar í þéttbýli. Nú hafa þessi hlutföll snúist við. 85% búa í þéttbýli, en 15% í dreifbýli. Byggðaröskun hefur orðið mikil og hefur nú enn aukist hröðum skrefum. 5. Lífskjör þjóðarinnar hafa batnað stórlega, m.a. fyrir tilstilli sam- vinnustarfsins, og kröfur hafa aukist að því er varðar vöruval, verð og þjónustu. Samgöngum hefur fleygt fram, bílaeign er mikil og landið allt orðið einn markaður. 6. Vöruframboð hefur stóraukist. Markaðurinn hefur breyst úr seljendamarkaði í kaupenda- markað. Viðverutími vara í verslunum hefur styst og lífs- lengd fíölmargra vörutegunda styst stórlega frá því sem áður var. 7. Fólksfækkun í dreifbýli samfara samdrætti í framleiðslu hinna hefðbundnu búgreina hefur minnkað verulega, hiutverk og viðfangsefni fjölmargra kaup- félaga. Jafnframt hefur grund- völlur fyrir sérstaka yfirstjóm og sjálfstæðan rekstur minnkað. Stórstígar framfarir í fjarskipta- og upplýsingatækni hafa jafn- framt auðveldað yfírstjóm í stærri rekstrareiningum og á stærri landsvæðum. 8. Ný lög um framleiðslu, verðlagn- ingu og sölu landbúnaðarvara hafa breytt stöðu afurðareikn- inganna innan kaupfélaganna. Ábyrgðin á rekstri mjólkur- stöðva og sláturhúsa hefur færst af herðum framleiðendanna yfír á herðar aðalrekstrar kaupfélag- anna. Samhliða verður rekstur afurðastöðvanna erfíðari vegna mikils fjármagnskostnaðar og vegna minnkandi verkefna sem afleiðing af samdrætti í land- búnaðarframleiðslunni. 9. Bankastarfsemi og íjármagns- markaðir em undirorpnir stór- felldum breytingum. Erlendis hverfa bankamir frá því að fjár- magna fyrirtæki sem verða þá að leita út á markaðinn eftir fjár- magni í ýmsu formi. Á slíkri þróun bryddir þegar á íslandi. Fyrirtækin munu í vaxandi mæli leita á markaðinn eftir fjár- magni hér sem erlendis. 10. Áróður fyrir þátttöku almenn- ings í atvinnulífinu með kaupum á hlutabréfum hefur farið áber- andi vaxandi og skattfrelsi vegna slíkra hlutafjárkaupa hefur verið tekið upp. Stofnun starfsmannasjóða hefur hafíð innreið sína. Þeir kaupa hluta- bréf í atvinnufyrirtækjunum og opna þannig leið fyrir beinni þátttöku starfsfólks í atvinnu- rekstrinum. Slíkt á tvímælalaust eftir að stóraukast hérlendis sem erlendis. 11. Byggðaröskunin veldur breytt- um styrkleikahlutföllum inn- byrðis í Sambandinu þegar til lengdar lætur og getur framkall- að spennu milli dreifbýliskaup- | félaga annars vegar og þétt- býliskaupfélaga hins vegar. Slíkt kallar á athugun á uppstokkun hins lýðræðislega stjómunar- kerfis, sem einnig getur farið saman við þörf fyrir aukna sér- hæfíngu í viðfangsefnum Sam- bandsins. Samskonar spenna getur orðið innbyrðis í blönduð- um kaupfélögum, sérstaklega þeim stærri, sem hafa blandaðan rekstur með höndum og sundur- leitar byggðir. Enn skynjar fé- lagsfólkið þó í ríkum mæli gagn- kvæma og sameiginlega hags- muni byggðanna til sjávar og sveita. 12. Andstæðingar samvinnuhreyf- ingarinnar hafa jafnan haldið uppi áróðri gegn henni. Þessi áróður hefur farið mjög vaxandi á undanfömum misserum og ámm. Hann hefur aldrei verið markvissari en nú og betur skipulagður. Framangreind upptalning verður látin duga um þá miklu breytingu, sem hefur orðið og er að verða í hinu reksturslega og félagslega umhverfí samvinnuhreyfingarinn- ar, en mörgu mætti við bæta. Ég ætla ekki að flokka undir breytingar í hinu rekstrarlega eða félagslega umhverfí þá alvarlegu staðreynd sem við blasir, að Sambandið og flest kaupfélaganna búa við alls- endis ófullnægjandi rekstrar- afkomu og arðsemi ef dæmt er út frá rekstrinum á síðasta ári. Þær alvarlegu rekstrarstaðreyndir flokka ég fremur undir afleiðingu af breytingunum I umhverfínu en sem eina af breytingunum sjálfum. Rekstrarvandinn er afleiðing en ekki orsök. Hann hnykkir hinsvegar enn frekar á þörfínni fyrir endurmat á stöðunni og endurskipulagningu til þess að mæta kröfum framtíðar- innar. í framhaldi af þessu er þá rétt að líta fram á veginn og hug- leiða ýmis atriði varðandi sam- vinnuhreyfingu framtiðarinnar og hvemig brugðist skuli við þeim breytingum, sem orðið hafa. í þess- um hugleiðingum gefum við okkur að sjálfsögðu það, að höfuðmarkmið samvinnustarfsins séu áfram hin sömu þótt því megi vissulega skjóta að, að markmiðin mætti gjaman skilgreina að nýju og setja þau fram á skýran og einfaldan hátt fyrir alla meginþætti samvinnustarfsins, þannig að bæði starfsfólk og félags- menn megi sem best vita að hveiju er stefnt á hveijum tíma. Félagsmaðurinn Félagsmaðurinn er að sjálfsögðu gmnneining samvinnustarfsins. Hann hefur verið það og verður það áfram. Án félagsmanna verður ekkert samvinnustarf. Á sama hátt er það augljóst, að kaupfélögin em greunneiningar samvinnurekstrar- ins, þau hafa verið það og verða það áfram. Hver fjöldi kaupfélag-.^ anna verður er hins vegar allt annað mál. Það hlýtur að vera stefna hreyfíngarinnar, að samvinnustarf og samvinnurekstur eigi sér stað um land allt eftir því sem við verður komið, en hvort það em fleiri eða færri kaupfélög, sem hafa þann samvinnurekstur með höndum, skiptir aftur minna máli í sjálfu sér. Þau em í dag um 40, vom áður miklu fleiri, en viðbúið að þau verði færri í framtíðinni vegna þeirra fjölmörgu breytinga í umhverfinu, sem orðið hafa og ég hef tíundað hér að framan. Það er alls ekki stefna hreyfingarinnar að fækka kaupfélögunum. Fjöldi þeirra verð- ur að sjálfsögðu að fara eftir að- stæðum og vilja fólksins í hémðun- um. Hvert félag verður að hafa rekstrargrundvöll. Höfuðatriði er hins vegar, ef sameina þarf sam- vinnufélög, að það sé gert í tíma og áður en efnahagslegar ógöngur loka öllum sameiningarleiðum. Viðfangsefni kaupfélaganna, hvort þau verða fleiri eða færri, verða efalítið svipaðs eðlis sem í dag. En hlutföll verkefnanna breyt- ast innbyrðis eftir breytingum í atvinnuháttum og breytilegum v þörfum félagsmannanna á hveijum tíma. Það yrði allt of langt mál að ijalla sérstaklega um hin einstöku verkefni kaupfélaganna og hvemig þau eiga að bregðast við breyttum aðstæðum. Freistandi væri að ræða sérstaklega vinnslu landbúnaðar- og sjávarafurða, vegna breytinga og erfíðleika, sem á þeim sviðum em, en það er efni í sérstakt erindi og yrði of langt mál. Það verður því ekki gert hér. Ég vil þó vísa til þess sem áður var drepið á, að staða afurðareikninga landbúnaðarafurða hefur breyst, mjólkurstöðvar og sláturhús era eftirleiðis rekin af aðalrekstri félaganna. Leita þarf leiða til að viðhalda félagslegum áhuga bændanna. Samlagsráð og sláturhúsaráð geta verið ágæt tæki til þess og samstarf við félög naut- gripa- og sauðfjárbænda. Sérstök rekstrarfélög getur þurft að mynda með bændunum, sem leigi afurða- stöðvamar, ef afurðastöðvamar em hlutfallslega of stórar fyrir aðal- reksturinn. Höfundur er stjómarformadur Sambands fslenskra samvinnufé- laga. Greinin er erindi sem flutt var á aðalfundi Sambandsins á Akureyri. Leikfélag Reykjavíkur: Tæp 30.000 sáu Land míns föður LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur nú lokið 89. leikári sínu. Leikárinu lauk með sýningu á söngleiknum Land míns föður eftir þá Kjartan Ragnarsson og Atla Heimi Sveinsson og var það jafn- framt 141. sýning verksins. Söng- leikurinn var frumsýndur 4. október sl. og hafa nú 29.951 séð sýning- una. Hefur Leikfélagið aldrei sýnt eitt leikrit jafnoft á sama leikárinu. Á lokasýningunni vom heiðurs- gestir 50 vistmenn og starfsmenn Sólheima í Grímsnesi. í hléi þáðu gestimir veitingar í boði leikfélags- ins og að lokinni sýningu var þeim sýnt leikhúsið og fengu þá tækifæri til að heilsa upp á leikarana. Auk Lands míns föður vom við- fangsefni leikársins fjögur, eitt frá fyrra leikári og þijú ný. Eina er- lenda leikritið var breski gamanleik- urinn Sex í sama rúmi eftir Ray Cooney og John Chapman, sem sýndur var 22 sinnum og vom áhorfendur 5.909. Svartfugl Gunn- ars Gunnarssonar í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur sáu 4.788 á 23 sýn- ingum. í Austurbæjarbíói vom auk sýninga á Sex í sama rúmi sýningar á Ástin sigrar eftir Ólaf Hauk Sím- onarson. Þá flutti Leikfélagið leik- og lestrardagskrána Jakobína á Listahátíð kvenna. Aðsóknin í vetur er að sögn leikfélagsins einsdæmi og var sætanýting 96,7%. í vetur störfuðu á annað hundrað manns hjá Leikfélaginu, þar af 51 leikari. Leikstjórar vom Kjartan Ragnarsson, Bríet Héðinsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Jón Sigur- bjömsson. Vegna vinsælda söngleiksins vom færri verkefni á verkefnaskrá en oft aður og vom því þijú verk í æfingu sem bíða sýningar. Leik- þáttur um Skúla Magnússon sem Kjartan Ragnarsson samdi og leik- stýrir. Það verður framlag Leik- félagsins til hátíðarhaldanna 18. ágúst. Þá em langt komnar æfíngar á fyrsta viðfangsefni næsta leikárs en það er leiksýning um upphafsár Leikfélagsins sem Guðrún Ás- mundsdóttir hefur tekið saman og leikstýrir. Nefíiist það Upp með teppið, Sólmundur. Einnig hófust í vor æfingar á nýju íslensku leikriti eftir Birgi Sigurðsson, það heitir Dagur vonar, leikstjóri er Stefán Vistaienn Sólheima heilsa upp á leikara í Landi m<ng föður að lok- Baldursson. inni síðustu sýningu leik&rsins. Frá æfingu á Upp með teppið, Sólmundur. Frá vinstri Aðalsteinn Bergdal, Guðbjörg Thoroddsen, Ragnheiður Amardóttir, Hanna Maria Karlsdóttir, Gisli Halldórsson, Margrét Ólafsdóttir, Helgi Björnsson og Soffía Jakobsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.