Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 23
éjaíanáí Pfthwisr hriteíí #{ Insnkam »J»íu ftllt áókveðiS um sanikomudog ÍHþingts «t<«ik«t> í <«««.<« vifcv< '* ^'s^íw 4 i &«»««$ sírSw SSBfe»áá (SáifiViiSt ", ,, fa«wSÍ» >i»nwin|stástfjðrn Xhip. Ur n\m Poítiajt ^wj* Ríjti hs<i ó«ááJ(!|it«Sfti8. Fosge’sto í Poznaa eta yiiiiuil Miktl ’ ■’- vs-:".:V fvrír dyrum í IVílíanrf* • ..«,« *.*Í9*t tzsidingae ktiia Hoíarada gtfúfur ii aS fiugvétartfaki "•■<'» »• » »i MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1986___________________________23 Suður-Afríka: Raquel Welch hrósarsigri Kvikmyndaleikkonan Raqu- el Welch sést hér fagna sigri. Hún vann mál, sem hún höfðaði gegn Metro Goldwyn Mayer-kvikmynda- verinu og fleiri aðilum, eftir að hún var svipt hlutverki sinu í kvikmyndinni „Cann- ery Row“ eftir skáldsögu Johns Steinbeck. Welch krafðist skaðabóta og fékk 11 milljónir dala (um 450 miUjónir króna). Harðir bardagar í grennd við Kabul Islamabad, AP. HARÐIR bardagar hafa geisað undanfarna daga milli skæruliða og afganska stjómarhersins og sovéska hernámsliðsins um- hverfis höfuðborgina Kabul, að sögn vestrænna heimildar- manna. Hefur mjög mikið tjón orðið í þorpinu Paghman, sem er skammt frá Kabul, eftir eld- flaugaárásir. Hafa Sovétmenn og afganski stjómarherinn beitt flugvélum og þyrlum í árásunum, en skæruliðar em sagðir hafa varist af hörku. Þó er hvorki vitað hveijir hafa haft betur í bardögunum né hve margir hafa fallið í þeim. Einnig herma sömu heimildir, að skæruliðar hafí skotið niður vöm- flutningaflugvél sl. fimmtudag með þeim afleiðingum að um 100 her- menn létu lífið. Samkvæmt óstað- festum fréttum vom hermennimir Afganar. Hins vegar drógu tals- menn skæmliða í Pakistan þessar fréttir í efa, og kváðu ólíklegt að svo stór flugvél hefði verið skotin niður án vitneskju þeirra. Þá var skýrt frá því, að í síðustu viku hefðu a.m.k. sex sprengjur spmngið í Kabul. Ekki er vitað hveijir stóðu á bak við sprenging- amar, en heimildarmennimir töldu líklegt að þar hefðu skæmliðar verið að verki. Námamenn grípa til skæruverkfalla Jóhannesarborg, AP. LEIÐTOGAR Stéttarfélags svartra námaverkamanna samþykktu í atkvæðagreiðslu í gær að hefja skæruverkföll til að mótmæla því að tiu háttsettir embættismenn stéttarf élagsins hefðu verið hnepptir í gæsluvarðhald samkvæmt neyðarlögunum. Þessar aðgerðir stéttarfélagsins forðast fangelsun. Sendiherra Suður-Aftíku í Lon- don sagði í ræðu á neðri málstofu breska þingsins á mánudag að stjóm Suður-Afnku myndi svara fyrir sig ef gripið yrði til efnahags- ráðstafana gegn Suður-Afríku. Denis Worrall kvað ýmsar ráðstaf- anir koma til greina, sem gætu haft öngþveiti í Suður-Afríku í för með sér. „Og stjómin mun ömgg- lega taka að íhuga að stöðva endur- greiðslur á erlendum lánum,“ sagði Worrall. Sprengja sprakk í Jóhannesar- borg í gær með þeim afleiðingum að sex konur og tvær ungar stúlkur særðust. Sprengingin átti sér stað á strætisvagnabiðstöð í miðborginni nærri stærsta skýjakljúfi landsins. Þetta er tíunda sprengingin í Suð- ur-Afríku síðan sett vom á neyðar- lög 12. júní. Þrír menn hafa beðið bana og 98 særst í þessum spreng- ingum. gætu dregið úr framleiðslu á gulli í þessu mesta gullframleiðslulandi heims. Ákvörðunin siglir í kjölfar þess að forseti stærsta stéttarfélags landsins, Sambands suður-afrískra stéttarfélaga, var handtekinn. Þess má geta að hann er einnig varafor- seti Stéttarfélags svartra náma- verkamanna og hefur ekki mátt geta hans í fréttum vegna neyðar- hafta, sem sett hafa verið á suður- afríska fjölmiðla. Marcel Golding, talsmaður stétt- arfélags námaverkamanna, sagði að aðgerðir ættu að hefjast í dag og yrðu þær vandlega skipuiagðar. Ætlunin með þessu væri að knýja stjómendur náma til að þrýsta á stjómvöld um að láta leiðtoga stétt- arfélagsins lausa. í félaginu em 550 þúsund svertingjar, sem vinna í gull-, kola-, demanta- og platínu- námum í Suður-Afríku. Bannað er að greina frá því hvemig mótmæla námamennimir hafa ráðgert að grípa til. Eigendur náma hafa hvatt stjómvöld til að láta leiðtoga Sam- bands suður-afrískra stéttarfélaga lausan, ef rétt sé að hann sé í haldi. Slíkt sé nauðsynlegt til að raska ekki starfsemi í námunum og halda jafnvægi á vinnumarkaði. Hermt er að ýmsir aðrir framámenn í sambandinu séu nú í felum til að Púíska kommúrJstastíórmn kiýtur Yapirðúsi: í V»8 heisniuni biauS og hjálsat bosmngat En ttftolmæb v«rk»m»nn« vor« {>;*'?«« maut «»r,ö ásta»4ið Slctlm *r lolllnn trá, co andi Isons rikir cnn j Srcml Hússar bcíttu orrustu- |l'!tscivélum $je$jn verkamönnum i Paxrnm ttm lif'fjíws >x n'iiin Krúsjcff gefut út skipanir tit afíra kammúnístafiokka heitns Frásagnir Morgunblaðsins af verkfallinu og óeirðunum í Poznan. Fréttirnar bárust alheimi þar sem alþjóðleg kaupstefna stóð yfir í borg- inni þegar óeirðir brutust út. vopnað vélbyssum. Laust þar í bardaga, en verkamenn vom vopn- lausir. Hermt er að hundrað manna hafí beðið bana og enn fleiri særst. Jafnframt að þúsundir manna hafí verið handteknir. Með atburðunum í Poznan hófst frelsisalda, sem flæddi yfir kommúnistaríkin, en hún brotnaði og fjaraði út með innrás Sovétmanna í Ungveijaland. Atburðimir í Poznan hófust 30. júní 1956 með því, að verkamenn úr Stalín-verksmiðjunum hópuðust saman og kröfðust hærri launa. Ákváðu þeir að fara í kröfugöngu. Jókst hún stöðugt eftir því sen gengið var áfram. Skiptu kröfu- göngumenn er þeir komu í mið- borgina þúsundum og jafnvel tug- þúsundum. Lögreglumenn vom á götunum, er gengið var um, en þeir gátu ekkert aðhafzt og sumir voru jafn- vel hlynntir eða vingjamlegir. Gengið var inn að miðju borgarinn- ar í 15-20 manna breiðri fylkingu og bám göngumenn kröfuspjöld með kröfum m.a. um hærri laun og fijálsar kosningar. Hrópuðu göngumenn einnig kröfur sínar og hæstkváðuvið rópin: Við heimtum brauð. Gegn skriðdrekaliði Mannsöfnuðurinn fór niður á aðaltorg borgarinnar og að bæki- stöðvum öryggislögreglunnar. Var fangelsið við „Frelsistorg" brotið upp, föngum sleppt út og kveikt í lögreglustöðinni. Þá ætlaði múgur- inn einnig að gera árás á bækistöðv- ar kommúnistaflokksins, en þá gerðust aðrir atburðir, sem komu í veg fyrir það. Skriðdrekalið æddi inn í borgina og fótgöngulið vopnað vélbyssum kom með vörubifreiðum og safnað- ist á torginu framan við ríkisbank- ann. Síðan var vopnum beitt gegn mótmælahópnum. Erlendir menn, sem staddir vom í borginni, heyrðu skothríð alllengi dags. Sagt er að verkamennimir hafi valið daginn af ásettu ráði vegna þess að þá stóð yfir alþjóðleg vöm- sýning í Poznan. Þar með yrði alheimi kunnugt um atburðina. Af opinberri hálfu var sagt að æsing- amar væra af útlendum rótum Aðgerðir verkamannanna stóðu í nokkra daga og vom verksmiðjur lokaðar af þeim sökum um skeið. Þá var sett útgöngubann, sem verkamenn virtu að vettugi. Vopn- uðust þeir vélbyssum og hand- sprengjum. Auk skriðdreka og stór- skotaliðs beitti rússneski herinn orrustuflugvélum gegn verkamönn- unum. Svikafáni Reyndar beitti sovézki herinn öllum brögðum. Eitt sinn settust verkamenn um ráðhúsið, en flokkur rússneskra hermanna hafðist þar við, og höfðu skriðdreka sér til vamar. Vora verkamenn fjölmennir og réðust til atlögu úr öllum áttum. Drógu Rússar þá upp hvítan fána, sem merkir uppgjöf, en er verka- menn hugðust taka bygginguna herskildi, og komu í ljós, hófu Rúss- ar skothríð — og tókst þeim þannig að lokka marga út úr fylgsnum sín- um og fella þá. í framhaldi af uppreisninni í Poznan kom til alvarlegra óeirða í öðmm borgum landsins, og verka- menn og námamenn víða um landið efndu til „þegjandi verkfalls" með því að draga stórlega úr afköstum. M.a. var gert verkfall í prentsmiðju kommúnistaflokksins og varð að kalla öryggislögregluna á vettvang til að þvinga prentara til að halda vinnu áfram. Breiddist út Upp úr virtist sjóða þegar fregn- imar bárast af atburðunum í Pozn- an. Efnt var til geysisfjölmennra útifunda í Búdapest í Ungveijalandi þar sem mótmælt var einræði og kúgun kommúnistastjómarinnar. Heimtaði mannfjöldinn aukið frelsi og betri lífskjör. Ennfremur breiddist uppreisnar- aldan til Sovétríkjanna og kom til harðra átaka og vopnaviðskipta í Eystrasaltsríkjunum, Eistlandi, Lettlandi og Lithaugalandi. Reis þar mikil mótmæla- og hermdar- verkaalda gegn Rússum. Frelsis- sveitir sátu t.d. um útvarpsstöðina í Ríga í Lettlandi í tvo sólarhringa en urðu að hörfa fyrir ofurefli rússneskra herskara. Los Angeles: Rússum gert að greiða miskabætur Los Angeles, AP. BANDARÍSKUR dómarí kvað upp þann úrskurð í gær að Sovét- mönnum bærí að greiða banda- rískum kaupsýslumanni 250 þús- und doUara í skaðabætur fyrír að lýsa því yfir opinberlega að hann værí njósnarí. Þetta er í fyrsta sinn sem Sovét- mönnum er gert að greiða miska- bætur í öðm landi en Sovétríkjun- um, að sögn lögfræðings stefnanda. Kaupsýslumaðurinn Raphael Gregorian stundaði viðskipti í Sov- étríkjunum með læknislyf, en var rekinn úr Iandi árið 1984. Stuttu síðar birtist grein í sovéska dag- blaðinu Izvestia, þar sem hann var sakaður um njósnir í þágu Banda- ríkjanna. + N-Irland: Bílsprengja drep- ur hermann Belfast, iVP. HERMAÐUR lét lífið er sprengja sprakk í bíl hans á fimmtudag í síðustu viku. Hermaðurínn var félagi í Vamarliði Ulsters, sem aðallega er skipað mótmælend- um. Talið er að sprengjan hafí verið tengd rafkerfi bflsins og sprangið, þegar hermaðurinn sneri svisslykl- inum. Enginn hefur enn lýst ábyrgð á hendur sér vegna sprengjunnar. GENGI GJALDMIÐLA London, AP. Bandaríkjadollari lækkaði gagnvart öllum helstu gjald- miðlum heims á gjaldeyrísmörk- uðum í gær og hefur hann ekki verið lægri gagnvart flestum þeirra í sjö vikur. í Tókýó kostaði dollarinn 163,65 japönsk jen (163,95) þegar viðskipt- um lauk og 163,675 þegar gjaldeyr- ismarkaðir lokuðu í London. í London kostaði sterlingspundið síðdegis í gær 1,5455 dollara (1,5330). Gengi annarra helstu gjaldmiðla var á þann veg að dollarinn kostaði: 2,1775 vestur-þýsk mörk (2,1950), 1,7745 svissneska franka (1,7965), 6,9500 franska franka (7,0125), 2,4520 hollensk gyllini (2,4765), 1.494,00 ítalskar lírur (1.509,00) og 1,3795 kanadíska dollara (1,3875).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.