Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLl 1986 Þormar G. Kristjáns son — Minningarorð Flautuleikur, kór- söngur, dans og myndbandaveisla Jónshúsi í Kaupmannahöfn. UM HVÍTASUNNU var leikið á flautu af mikilli list í íslensku guðsþjónustunum beggja vegna Sundsins, þ.e. í Kaupmannahöfn og Malmö. Gunnar Gunnarsson flautuleikari iék eins og stundum áður, en nú útsetningar eftir Jón Þórarinsson tónskáld við tvö sálmalög, sem hann hafði sérstaklega samið fyrir þetta tækifæri. Einnig lék Sigríður Helga Þorsteinsdóttir á fiðlu og tóku þau Gunnar undir við söng kirkjukórs íslenska safnaðarins. Við kirkjukaffið á eftir rakti Steindór Steindórsson frá Hlöðum gamlar minningar frá Hafnarárunum, en hann hefur undanfarið dvalið í Kaupmannahöfn sem styrkþegi Carlsberg-sjóðsins og rannsakað hvemig íslenskir styrkþegar sjóðsins hafa hagnýtt sér framlag úr honum. í dag er borin til hinstu hvflu Þormar Grétar Kristjánsson, er lést við vinnu sína 20. júní sl. Mig langar með örfáum orðum að minnast Jomma, eins og hann var kallaður í daglegu tali. Eg hitti hann fyrst fyrir 6 árum er ég kom á heimili ömmu mannsins míns. Jommi var alltaf glaður og tilbúinn að hjálpa öðrum í erfíðleikum þrátt fyrir sín veikindi, alltaf var hann tiibúinn að takast á við ný verkefni. Ég þakka fyrir þær stundir þegar hann kom á heimili mitt á sl. ári ásamt eftirlifandi konu sinni, Vil- helmínu Guðmundsdóttur, til að líta á bamabömin. Elsku Vilheimína, guð styðji þig og styrki í þinni miklu sorg. Heiða Dánartilkynningar virðast yfír- leitt koma á óvart. Þormar Krist- jánsson eða Jommi, eins og hann var almennt kallaður, hafði ekki gengið heill til skógar um alllangt skeið, en hann bar veikindin vel og virtist síst verr haldinn af þeim en verið hafði. Hann fór til vinnu sinnar eins og venjulega föstudag- inn 20. júní, heimsótti bróður sinn í síðdegiskaffitímanum, en um kvöldmatarleytið var hann allur. Aðstæður breytast stundum fljót- lega. Hann hét Þormar Grétar Vídalín fullu nafni, fæddur í Hafnarfirði hinn 1. október árið 1923. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Vídalín Brandsson stýrimaður og Guðríður Guðbjörg Þorláksdóttir. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1926 og þar ólst Þormar upp. Þormar var ungur að ámm er hann fór að vinna, enda var slíkt venja í þá tíð. Hann stundaði sjó framan af starfs- ævinni, en vann síðan margvíslega landvinnu, a.m.k. frá því á 6. ára- tugnum, var í bæjarvinnunni, vann sem sendibifreiðarstjóri og m.a. á Þresti. Starfsmaður Hamars var hann um skeið, en að síðustu vann hann sem garðvörður í grasagarðin- um í Laugardal. Hann var harð- duglegur starfsmaður, samvisku- samur og kappsamur og vinsæll af samstarfsmönnum. Þormar kvæntist Vilhelmínu Guðmundsdóttur úr Hafnarfírði hinn 15. desember árið 1964. Þau eignuðust ekki böm, en Vilhelmína hafði verið gift áður og ólu þau Þormar upp yngstu böm hennar. Sá er þetta ritar kynntist Þormari Kristjánssyni er hann kvæntist systurdóttur hans árið 1957. Við voram fyrst til heimilis hjá tengda- foreldum mínum á Njálsgötu 33, en þá bjór Þormar á neðri hæðinni ásamt móður sinni og bróður. Samgangur var að vonum mikill innanhúss, enda var hér um fjöl- skylduhús að ræða. Þormar kom oft upp á efri hæðina, og mikil tengsl vora milli hans og konu minnar, sem leit á hann nánast sem eldri bróður. Hann var maður léttur í lund og greiðvikinn og gat verið hrókur alls fagnaðar. Sambandið hélst þótt við flyttum af Njáls- götunni og hann stofnaði heimili, enda var Þormar tíður gestur hér á heimili okkar. Hann var ætíð boðinn og búinn til að aðstoða og mörg hafa þau smáviðvik og snún- ingar verið í gegnum tíðina, sem hann hefur leyst af hendi fyrir mig og mína. Hafí Þormar Kristjánsson heila þökk fyrir samfylgdina. Að síðustu viljum við hjónin flytja eiginkonu Þormars, bömum hennar og systkinum Þormars, okkar alúð- arfyllstu samúðarkveðjur. Lýður Björnsson Einar G. Sveinbjömsson konsert- meistari í Malmö var organisti í Rosengárds-kirkjunni þar á annan í hvítasunnu eins og vant er. En nú hafði honum heldur betur bæst liðsauki, sem var kona hans, Manu- ela Wiesler, hinn heimsfrægi flautu- leikari, en þau höfðu verið gefín saman í hjónaband laugardaginn á undan. Lék Manuela einleik og með manni sínum og jók á hátíðleik stundarinnar. Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands var á söngför um Norðurlöndin og hélt þá tónleika í Skt. Pálskirkju og Jónshúsi við fögnuð áheyrenda enda vel þjálfaður og lagaval Qöl- breytt. Einsöngvaramir stóðu sig einnig vel, þau Jenný D. Gunnars- dóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Ásmundur Sverrir Pálsson. Héðan lá svo leið Ámesinganna til Malmö og Lundar. Söngstjóri kórsins er Jón Ingi Sigurmundsson. Haukur Morthens skemmti hér í Jónshúsi ásamt félögum sínum þijú kvöld í röð f maflok og gerði glatt í kringum sig eins og honum er lagið. Segja áheyrendur að stutt hafí verið í tárin hjá sumum við að rifja upp gömlu lögin og heyra góða lagameðferð þeirra enda allir vei þekktir hljómlistarmenn; auk Hauks þeir Karl Möller á hljómborð, Guðmundur Steingrímsson á trommur og Gunnar Bemburg á bassa. Á meðan á tónleikum og dansleik stóð hékk uppi falleg sýn- ing á verkum Áma Elfar frá Reykjavík í félagsheimilinu og minnti á afmæli höfuðborgarinnar á þessu ári. „Norræn myndbandaveisla" var haldin í félagsheimilinu, einnig síð- ustu dagana f maí og var dagskráin Qölbreytt: ljóðalestur, tónlist, kvik- myndir og myndbönd frá öllum Norðurlöndunum. Ljóð sín lásu fínnska skáldið Ihalainen, sem hef- ur gefíð út nokkrar ljóðabækur, og danski blaðamaðurinn og ljóðskáld- ið Helge Krarup. Um hljómlistina sáu þeir Guðmundur Eiríksson og Tryggvi Guðmundsson. Fjórar stuttar kvikmyndir vora sýndar og skal nefnd kvikmyndin L’Or d’Is- lande frá 1965, sem tekin er af Erik Hagens og sýnir fslenska gull- ið, vatnið, og bregður upp mannlífs- myndum að heiman. Myndböndin vora fleiri, þó engin frá Finnlandi vegna póstmannaverkfalls þar, en tvær íslenskar komu frá Ástu Ólafs- dóttur, sem búsett er í Hollandi. Myndbandaveislan var skipulögð af Galleri Trekanten, sem m.a. er verkstæði fyrir myndbönd, og af íslenskum aðilum hér í borg. — G.L.Ásg. Birtíng afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakín á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta iagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargrein- um skal hinn látni ekki ávarp- aður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasfð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu lfnubili. Meginregla er að minningargreinar birtist undir fullu höfundarnafni. Eiginmaður minn, t PÁLL GESTSSON, Selvogsgrunni 8, lést í Landakotsspítala sunnudaginn 29. júní. Gunnþóra Jónsdóttir. t Hjartkær móðir okkar, stjúpmóðir og tengdamóðir. DAGBJÖRT LÁRA EINARSDÓTTIR, Háukinn 3, Hafnarfirðl, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 3. júlíkl. 13.30. Ingibjörg Kristinsdóttir, Svavar Geirsson, Þórunn S. Kristinsdóttir, Bjarni Pótursson, Ragnar E. Tryggvason, Guðrún Guðmundsdóttir, Ebba S. Eðvarðsdóttir, Lóra Eðvarðsdóttir, Arndi's Kristinsdóttir, Sigurjón Júlfusson, Ragnheiður Kristinsdóttir, Úlfar Haraldsson. t Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU KRISTJÁNSDÓTTUR, Eskihlfö 14a. Garðar Pólsson, Lllja Jónsdóttir, Hannes Pálsson, Áróra Pálsdóttlr, Hafstelnn Jónsson, Björn Pálsson, Slgurlaug Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi, KJARTAN ÓLAFSSON, . vörubifreiðastjóri, Mlklubraut 28, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. júlí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Islands. Erna Helgadóttir, Kjartan Andrósson, Kristbjörg Kjartansdóttir, Björn Þorvaldsson, Jórunn Lfsa Kjartansdóttir, Hallur Hallsson, Magdalena Kjartansdóttir, Þórarinn Stefánsson og barnabörn. ii raðauglýsingat- radauglýsingar Atvinnumálaráðstefna á Eyrarbakka Atvinnumálaráðstefna tengd tilkomu brúarinnar á Ölfusá við Óseyrar- nes og þróun atvinnulífs i þéttbýliskjörnum Árnessýslu, verður haldin í samkomuhúsinu á Eyrarbakka nk. föstudag 4. júli og hefst hún kl. 13.15. I kaffitímanum veröur Hraðfrystihús Stokkseyrar heimsótt. Ráðstefnan er öllum opin en hennl mun Ijúka síödegis. Stutt framsöguerindi flytja: Fiskvinnsla: Ólafur Óskarsson, frkvstj. Hraöfrystihúss Stokkseyrar. Útgerð: Sveinn H. Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ. Iðnaðun Þráinn Þorvaldsson, frkvstj. Útflutningsmiöstöðvar iðnaðar- ins., Páll Pálsson, forstjóri Iðntæknistofnunar fslands. Ferðamál: Birgir Þorgilsson, frkvstj. Ferðamálaráös, Bragi Einarsson í Eden, Þorsteinn Ásmundsson, Selfossi. Óseyrarnesbrúin: Helgi Hallgrímsson, yfirverkfræðingur Vegagerð- arinnar. Ráðstefnustjóri verður Helgi Ivarsson, bóndi í Hólum. Að loknum framsöguerindum verða fyrirspurnir, þá umræöuhópar og siðan sameiginlegar umræður. Þingmenn Sjátfstæóisfíokksins á Suðuriandi. Sumarferð sjálfstæðis- félaganna f Norðurlands- kjördæmi eystra Sumarferð sjálfstæöisfélaganna i Norðurlandskjördæmi eystra verð- ur farin laugardaginn 5. júlí í Ásbyrgi. Hist verður á flötinni i byrginu um hádegi á laugardag og tjaldað. Frjáls tími fram að kvöldverði (eigið nesti). Alþingismennirnir Árni Johnsen og Halldór Blöndal flytja ávarp. Fjöldasöngur og skemmtiatriði undir stjórn Árna Johnsen. Forsetakvartettinn syngur. Svefnpokapláss fyrir þá sem vilja í Skúla- garði. Nánari upplýsingar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins milli kl. 17.00-18.00 daglega í síma 96- 21504. Nefndin. Merkurferð Laugardaginn 5. júlí nk. mun Heimdallur, félag ungra sjálfstæöis- manna i Reykjavik, gangast fyrir Þórsmerkurferð. Lagt verður af stað frá Valhöll kl. 9.30. Reistar veröa hringlaga tjaldbúðir og verður i miðju þeirra eldstæði, þar sem matreiöslumeistari mun grilla kvöld- mat. Verði er mjög stillt i hóf eða kr. 850 og er þá innifalin rútuferð fram og til baka, morgunveröur, skemmtiatriði á kvöldvöku og kynnis- ferð i býtið á sunnudeginum. Áhugasamir vinsamlegast tilkynnið um þátttöku í síma 82900. Allt ungt sjálfstæðisfólk velkomið. Ferðanefnd Heimdallar, Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna i Reykjavik. IIEIMDALI.ÚR ,F • U • S .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.