Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 52
FASTEIGNA flf] MARKAÐURINN ít—' líl LIFLEG SALA Okkurvantar eignirásöluskrá símar: 11540-21700 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Lýsisverð; Er nú helmingi lægra en í fyrra MIKIÐ verðfall hefur orðið á Iýsi og loðnumjöli, og er lýsisverð nú um helmingi lægra en í fyrra. Likur eru þvi taldar á að hluti lýsisframleiðslunnar verði ekki seldur úr landi heldur notaður til brennslu i verksmiðjunum. Ástæður þessa verðhruns er mikið framboð pálmaolíu, en lýsi og pálmaolía eru notuð jöfnum höndum til framleiðslu á ýmsum ' *r'^iiatvælum. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja rík- isins, sagði að lýsisverð hefði farið lækkandi frá áramótum, en væri nú með Iægsta móti. „Þetta kemur Þingað um IVIúlahrepp FUNDUR um framtíð Múla- hrepps á Barðaströnd verður haldinn í félagmálaráðuneytinu á morgun. Þeir sem þinga um Múlahrepp verða skattstjóri Vestfjarða- umdæmis, oddvitinn í Múlahreppi, oddviti Barðastrandarhrepps, odd- vitinn í Gufudalshreppi, og fulltrúar Fjórðungssambands Vestfjarða, Hagstofunnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðu- neytisins. sér mjög illa fyrir okkur, sérstak- lega með tiliiti til loðnuvertíðarinnar sem er framundan, en við fáum mesta lýsið úr loðnunni nú fyrir áramótin þegar hún er feitust. Lýsi frá Suður-Ameríku var selt um daginn til Evrópu á 150 dollara, en það er helmingur af lægsta verði sem við fengum á síðustu vertíð og þótti það þá lágt verð.“ Talið er að lýsisverð muni þó styrkjast aftur í vetur, því gert er ráð fyrir að jurta- olían hækki í október. „Ég geri ráð fyrir að það borgi sig að brenna lýsið fremur en selja það, en það er þó háð verði á svartolíu," sagði Jón Reynir. Hann sagði að mjölið hefði ekki fallið jafn mikið í verði, það væri líklega svipað og í fyrra, en þá var verð á loðnumjölinu lágt, líkt og lýsisverðið. „Verðið hækkaði í vor en hefur lækkað aftur." Háskólinn fær hús V erslunarskólans Fjármálaráðuneytið hefur annast sölu á áðurnefndum fest kaup á húsnæði Verslun- eignum Verslunarskóla íslands. arskóla Islands að Þingholts- ----- stræti 37. Kaupverðið er 20,5 milljónir króna og er fyrir- hugað að Háskóli Islands fái húsnæðið til umráða. Við eruni 100 ára ídag VeriÖ velkomin Tugir þúsunda afmælisgesta TALIÐ er að gesti Landsbankans í 100 ára afmælinu í gær hafi mátt telja í tugum þúsunda á landinu öllu og sagði Pétur Sigurðsson, formaður bankaráðs, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann teldi daginn frábærlega vel heppnaðan. Sér- staklega kvaðst Pétur glaður yfir því hversu mörg börn hefðu heimsótt bankann. Þessi mynd var tekin í gær við dyr aðal- bankans í Reykjavík en parið sem þar heilsaði gestum og kvaddi var klætt fötum, sem voru i tízku við stofnun Landsbankans. Sjá frásagnir á bls. 4, 5 og 30. Gamla verslunarskólahúsið við Grundarstíg hafði áður verið selt fyrir 11 milljónir króna, en kaupandi þess var Þórður John- sen. Húseign Verslunarskólans við Hellusund er enn óseld, svo og auð lóð við Grundarstíg, en að sögn Þorvarðar Elíassonar, skólastjóra, var ákveðið að setja þær eignir síðast í sölu. Eigna- miðlunin í Þingholtsstræti hefur Mjög miklir rekstrar- erfiðleikar í frystingu Eilífar skuldbreytingar leysa ekki vand- ann, segir sjávarútvegsráðherra FRYSTIHÚSIN í landinu eiga nú við mikla rekstrarörðugleika að etja. A mánudag var tilkynnt ákvörðun um að hætta frystingu hjá Hraðfrystistöðinni i Reykja- jsr. ■\m L p mMtt ||É3 imiiiis** 'fsö jjá a m* ,.. Morgunblaðið/Einar Falur Togarar Granda ínýjan búning Togarar Granda hf. eru nú að skrýðast nýjum búningi, en litur þeirra til þessa hefur tekið mið af fyrri útgerðum þeirra, BÚR og ísbiminum. Fyrstur til að skrýðast nýju litunum var Ásgeir, en nú hefur Snorri Sturluson einnig breytt um svip. Litaskiptin hafa átt sér stað um leið og skipin haf a verið tekin í slipp til viðhalds og viðgerða. vík í haust vegna rekstrarerfið- leika og þess, að lausn á vandan- um í heild væri ekki í sjónmáli. Ellefu frystihús innan Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna töp- uðu á síðasta ári að meðaitali 9,6% af tekjum og veltufjárstaða þeirra rýmaði um 350 milljónir. A aðalfundi Félags Sambands- fiskframleiðenda var samþykkt ályktun þar sem fullyrt var að frystiiðnaðurinn í ýmsum byggð- arlögum væri í rúst. Leitað hefur verið til opinberra sjóða og stjómvalda vegna þessara erfiðleika og talið að á þriðja tug frystihúsa þurfi nú á að halda mill- jörðum króna í formi aukinna lána og skuldbreytinga til að geta haldið rekstri áfram. Knútur Karlsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks á Grenivík, segir í samtali við Morg- unblaðið, að staðan sé víða orðin svo slæm að menn þori ekki að stoppa af ótta við að komast ekki af stað aftur. Vandinn sé ekki aðeins vegna erfiðleika nú, heldur hafi skuldasöfnun undanfarin ár ekki síður slæm áhrif. Menn tapi í dag og geti ekki borgað gömlu skuldimar og þurfi á skuldbreyt- ingu og lækkun vaxta að halda. Jón Ingvarsson, formaður stjóm- ar SH, segir þetta ekki koma á óvart miðað við rekstrarstöðuna nú og undanfarin ár. Það sé því mjög miður að stjómvöld skuli ekki viður- kenna stöðuna og bregðast við í ljósi hennar. A sama tíma og 11 hús innan SH hafí tapað um 9,6% af tekjum hafí Þjóðhagsstofnun metið tap frystingar upp á 1% af tekjum. I tilefni lokunar Hraðfrystistöðv- arinnar segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, í samtali við Morgunblaðið, að eilífar skuldbreyt- ingar leysi lítinn vanda. Nú sé hins vegar unnið að því í samvinnu við bankana að endurskipuleggja rekst- ur þeirra frystihúsa, sem verst standa. Sjá á bls. 5 umsagnir vegna fyrirhugaðrar lokunar Hrað- frystistöðvarinnar. Geislavarnir: Sérfræðingar frá Yín komnir til ráðgjafar TVEIR sérfræðingar frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni í Vín komu til landsins I gær. Óskaði heilbrigðisráðherra eftir heimsókn þeirra til ráðgjafar um geislavarnir og rannsóknir á umhverfis- geislun. Að sögn Sigurðar M. Magnússon- ar, forstöðumanns Geislavarna rík- isins, kynna sérfræðingamir sér starfsemi Geislavama, hitta að máli ráðuneytismenn, heimsækja Landspítalann, Háskóla íslands og fleiri stofnanir. Eftir ferðina munu þau skrifa skýrslu um athuganir sínar og leggja fram tillögur um hvemig hraða má uppbyggingu geislavama hér á landi. Sérfræðingamir halda héðan af landi brott á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.