Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1986 51 Budd og Ovett: Góður árangur í Belfast ZOLA BUDD sigraAi í 3000 m hlaupi f Olsterleikunum f Belfast í fyrrakvöld og hljóp á besta tíma sem náöst hefur á árinu. Steve Ovett vann sama afrek f 5000 m hlaupi. Budd var 6 sekúndum frá eigin meti og fékk tímann 9.34,53 mínút- ur. Það vakti athygli að hún hljóp í skóm, en yfirleitt hleypur hún berfætt. Ovett sigraði í 5000 m hlaupi á sama móti og tryggöi sér sigurinn með góðum endaspretti. Hann fékk tímann 13.20,06 minútur. Mjólkurbikarinn — 3. umferð ÞRIÐJA umferð í Mjólkurbikar- keppni KSÍ var leikin í gærkvöldi. Vfkingur Reykjavík, Hveragerði, Grindavík, Fylkir, Austri og KS unnu sína leiki og halda áfram f 16 liða úrslit ásamt liðunum 10 í l.deild. Staðan í leik Leifturs og KS var 3:3 að venjulegum leiktíma lokn- um, liðin skoruðu sitt markiö hvort í framlengingu og þurfti því víta- spyrnukeppni til að fá fram úrslit. Leiftursmenn skoruðu tvisvar en KS þrisvar og KS heldur því áfram. Annars urðu úrslit leikjanna í gærkvöldi sem hér segir: Reynir S. — Víkingur R. 0:4 Leiftur — KS 6:7 Víkverji — Hveragerði 1^~ Grindavík — ÍR 2:0 Fylkir — ÍK 2:1 Austri — w Valur, Reyðarf. 4:1 Frjálsíþróttamót í Svíþjóð: Sigurður náði sínu , bezta og vann sigur SIGURÐUR Einarsson spjót- kastari úr Ármanni skaust upp Cram í góðri æfingu BANDARÍKJAMENN sigruðu Englendinga f landskeppni f frjálsfþróttum, 122-111, f Eng- landi um helgina. Steve Cram, hemsmethafi f mfluhlaupi, náði þar besta árangri sem náðst hefur f þessari vegalengd f ár. Cram hljóp á 3:51.43 mínútum og er greinilega í mjög góðri æf- ingu um þessar mundir og líklegur til afreka í sumar. Ensku hlaupar- arnir Sebastian Coe og Steve Ovett voru ekki með í þessu hlaupi eins og ráðgert hafði verið. Englendingurinn, Bob Harrison, sigraði f 1.000 metra hlaupi á 2:17.99 mín. Hinn ungi, David Sharpe, sigraði nokkuð óvænt í 800 metra hlaupi á 1:45.88 mín. Linford Christie, sem á enska metiö í 100 m halupi kvenna, sigr- aði í sömu veglengd á ótrúlega góðumtíma, 10,37 sekúndum. fyrir Tom Petranoff á heimsaf- rekaskránni í spjótkasti með árangri sfnum á alþjóðlegu móti f borginni Borlánge í Sví- þjóð í fyrrakvöld. Sigurður sigraði á mótinu og kastaði 79,74 metra, eða 10 sentimetrum lengra en hann hafði náð bezt í sumar. Annar varð Svíinn Per Borglund með 76,70 metra og Einar Vilhjálms- son þriðji með 76,18. Borglund kastaði nýlega 80,74. Sigurður skaust upp fyrir Petranoff, fyrrum heimsmet- hafa, en er samt enn í 13. sæti á skránni þar sem Bretinn David Otteley komst í hóp 80 metra kastara á enska meist- aramótinu um helgina. Otteley kastaði 80,24 og tryggði sér sigur á Einari Vilhjálmssyni (77,84) í síðustu umferð, eins og við sögðum frá í fyrradag. Oddur Sigurðsson, IFK Hels- ingborg, og Oddný Árnadóttir ÍR kepptu einnig á mótinu. Oddur sigraði í 400 metra hlaupi á 48,17 sekúndum og Oddný varð fjórða í 200 metrum á 24,79 sek. Sænska stúlkan Lena Möller sigraði á 24,20. Fjölskyldan hjá Navratilovu MARTINA Navratilova, sem nú stefnir að sfnum fimmta Wimbledon-sigri f röð, var kát f gær. Hún vann þá auðveldan sigur á Bettine Bunge, frá V-Þýskalandi í fjórðungsúrslit- um f keppninni, og í fyrsta skipti f sex ár hitti hún foreldra sfna og systur. Navratilova er búsett í Banda- ríkjunum en er frá Tékkóslóvakíu eins og nafnið bendir til. Hún fluttist „vestur" árið 1975. Fyrir sex árum, eða 1980, flutti fjöl- skylda hennar til Bandaríkjanna, en eftir nokkurra mánaða dvöl fóru foreldrar hennar aftur til Tékkóslóvakíu. Síöan þá hafa systir hennar og móðir heimsótt hana, en þaö var fyrst í gær sem öll fjölskyldan kom saman á ný. Og pabbinn var ekki lengi aö gera athugasemdir við tennisleik dótturinnar. „Hann sagði mér aö kasta boltanum hærra í uppgjöf- um, og hann hefur rétt fyrir sór. Hann sá í sjónvarpinu að óg var farinn að kasta honum lægra en ég gerði áður, og það hefur komið niður á uppgjöfunum - það jafnast ekkert á við að hafa fjöl- skylduna hjá sór“, sagði Navra- tilova. Navratilova er efst á heimsaf- rekaskránni í tennis, og er talin sigurstrangleg á Wimbledon. Chris Evert-Lloyd er í öðru sæti og er einnig komin í undanúrslit ásamt Hönnu Mandlikovu, sem er þriðja í röðinni, og Gabriela Sabatini, sem er tíunda á heims- afrekaskránni. Becker sektaður Núverandi Wimbledon-meist- ari í karlaflokki, hinn átján ára Þjóöverji, Boris Becker, var í gær sektaður fyrir að hafa of stóra auglýsingu á búningi sínum. Sektarupphæðin var 1000 dollar- ar, eöa um 50 þúsund íslenskar krónur. Becker gerði í upphafi keppn- istímabilsins auglýsingasamning við Coca Cola, og að sögn móts- haldaranna var auglýsing fyrir- tækisins á treyju Beckers of stór, og sömuleiðis auglýsing á upp- hitunarbúning, sem hann klædd- ist áður en leikur hans viö Svíann Mike Pernfors hófst á mánudag- inn. í reglum mótsins segir að óheimilt sé að hafa auglýsingar á búningum stærri en 13 fer- sentimetra, og gildir það um þann tíma sem tennisleikarinn er á, eða við tennisvöllinn, á blaðamannafundum eða öðrum atburðum tengdum Wimbledon- mótinu. Á opnunardegi mótsins var Tókkinn Miloslav Mecir sektaður fyrir samskonar brot. Hann hitaöi þá upp í jakka sem var merktur framleiðandanum. Þessir tveir sektuðu tennisleikarar mætast í fjórðungsúrslitum í dag. Lendl enn með Ivan Lendl er efstur á heimsaf- rekaskránni í karlaflokki og á að baki marga glæsta sigra, en honum hefur aldrei tekist að sigra á Wimbledon. Hann er þó ennþá með í keppninni og hefur leikið vel - staðráðinn í því að missa ekki af þessum eftirsótt- asta sigri tennisheimsins að þessu sinni. Svíar eiga marga frammúr- skarandi tennisleikara um þessar mundir, enda hefur áhugi á tenn- is verið mjög mikill í Svíþjóð siðan Björn Borg öðlaðist heimsfrægð. En nú bregður svo við að þegar átta eru eftir í Wimbledon-keppn- inni í karlaflokki eru allir Svíar úr leik. Þaö þykir hafa komið mjög á óvart, því af 16 bestu tennis- leikurum heims eru 5 Svíar, og sá fremsti þeirra, Mats Wilander, er talinn einn af fjórum bestu í heimi. Leikið er á Wimbledon-mótinu á mörgum völlum fré morgni til kvölds, enda er keppt í mörgum aldursflokkum, þó athyglin bein- ist að sjálfsögðu aðallega að stórstjörnunum. ■ ■ +7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.