Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1986 Landbúnaður í þrengingum — Síðari grein: Ný hugsun — nýjar lausnir eftir Stefán Aðalsteinsson Svínabóndi af Suður- landi... Endurmenntun og símenntun eru kjörorð dagsins í iðnaði, verslun og þjónustu. Landbúnaðurinn þarf líka að til- einka sér sér þessi hugtök. Það þótti viðburður í vor þegar svínabóndi af Suðurlandi hélt fyrir- lestur á fundi hjá Aðgerðarann- sóknafélagi Islands. Aheyrendur hans voru tölfræðingar, reiknifræð- ingar og stærðfræðingar frá Há- skóla íslands ogýmsum rannsókna- stofnunum. Þeir tóku máli bóndans vel. Bóndinn lýsti bresku tölvubók- haldsforriti sem hann beitir við alla þætti rekstrarins hjá sér til að tryggja sér sem mesta hagkvæmni. Hann taldi sig spara sér stórfé á ári með tölvunni. Hagræðing, þekking og tækni lykilorð Afleiðingar af hagræðingu í svínarækt eru sífellt að koma í ljós. Framleiðslan eykstj verðið lækkar og neyslan vex. I svínarækt er engum bónda tryggt verðiags- grundvaliarverð fýrir framleiðsl- una. Sömu sögu er að segja um fuglakjöt. I báðum þessum greinum verða menn að bjóða góða vöru á hag- stæðu verði til sölu á tiltækum markaði til þess að geta stundað þennan búskap. Hagræðing, þekk- ing og tækni eru lykilorðin í þeim rekstri. Verðið til neytenda á þessum kjöttegundum fer sífellt lækkandi. Sumir framleiðendur græða, aðrir tapa. Þeir sem ekki geta fylgst sem gefast upp. Vandinn í hnotskurn Landssamtök sauðQárbænda* voru gagnrýnd á nýafstöðnum aðalfundi Stéttarsambands bænda fyrir það að vilja lækka dilkakjötið í verði til að auka sölu á því. Hér kemur vandi bændastéttar- innar fram í hnotskum. Dilkakjötið á í samkeppni á markaði við annað kjöt sem fer lækkandi í verði með aukinni hagræðingu. Ef fjárbændur fylgja ekki þeirri þróun eftir hlýtur sala á dilkakjöti enn að dragast saman. Vandinn er mikill og hann er bráður. Hann verður ekki leystur með takmörkun á framleiðslurétti. Svörin við vandanum felast í nýrri hugsun og nýjum lausnum í Iand- búnaðarmálunum. Hagræðing og fækkun í hefðbundnum bú- greinum Hér á eftir verður drepið á nokk- ur atriði sem eru bein svör við vandanum. Fleiri lausnir munu koma í ljós eftir því sem menn losna úr viðjum hefðbundinna viðhorfa. Færa verður framleiðslu mjólkur og dilkakjöts á mun færri hendur heldur en nú er. Hagræðingu verði beitt í ríkum mæli til að lækka framleiðslukostn- að. Hagræðingin náði bæði til bú- skaparins sjálfs og vinnslustöðv- anna. Fjölgun í loðdýrarækt Uppbyggingu í loðdýrarækt verði hraðað. Sennilega er óhætt að bæta við 300-500 nýjum loðdýrabændum á næstu tveimur árum. Loðdýrabændur framleiða fyrir erlendan markað. Þeir keppa ekki hver við annan um innienda mark- aðinn. Það þarf ekki að skammta þeim framleiðslurétt og það á ekki að setja þá á tekjutryggingu. Þeir eiga að fá góða fyrirgreiðslu við að komast af stað, og síðan eiga þeir að bjarga sér. Brýnt er að efla ýmsar grunn- rannsóknir og margs konar hagnýt- ar rannsóknir í loðdýrarækt hér á landi. Fyrir ári var gerð úttekt á þörf fyrir rannsóknir og þróunarstarf- semi á sviði loðdýraræktar. Gefið var út rit um þessa úttekt, „Rann- sókna- og þróunaráætlun í loð- dýrarækt" (Fjölrit Rala nr. 112, júní, 1985). í þessu riti var áætlað, að ársverk í loðdýrarækt yrðu tæp 500 í árslok 1988, en um 1000 í árslok 1990. Þá var gert ráð fyrir að fjárfesting í loðdýrarækt yrði alls 4-5 milljarðar fram til ársins 1990. Verðmæti árs- framleiðslunnar árið 1990 var áætl- að 1,6 milljarðar. í skýrslunni var bent á að brýna nauðsyn bæri til að hraða rann- sókna- og þróunarstarfi í þágu loðdýraræktar. Lagt var til að veitt yrði 13,5 milljónum í fjárfestingar vegna rannsóknastarfsins og 6,8 milljónum í árlegan rekstrarkostn- að. Raunsæ áætlun — tak- mörkuð viðbrögð Ekkert hefur komið fram um það að þessi áætlun sé óraunsæ. Samt verður mjög lítið vart við að hún hafi verið gerð. Viðbrögð stjóm- valda við henni hafa verið afar takmörkuð. Á Rannsóknastofnun landbúnað- arins bíða menn meira og minna handarvana eftir góðri aðstöðu til að rannsaka loðdýrafóður. Á meðan dynja á loðdýrabændum vandamál sem ef til vill má rekja til óheppilegs eða gallaðs hráefnis. Skipulegar rannsóknir á hráefnum og tilraunir með geymsluþol hrá- efna og gerð fóðurs gætu oft komið í veg fyrir stóráföll, sem annars vofa yfir. Það er áberandi að ráðamenn hafa sett fyrir sig áætlaðan kostnað við rannsóknimar. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því að öflugt rannsókna- og þróunarstarf er lífs- nauðsyn fyrir nýja búgrein í vexti. Á Rannsóknastofnun landbúnað- arins em margir sérfræðingar sem geta lagt loðdýraræktinni lið. Þeir hafa boðið fram krafta sína tii að tryggja hag þessarar búgreinar sem best. Því boði má ekki hafna. Verkefni sem kemur í veg- fyrir stórtjón Það má nefna sem dæmi um árangur rannsókna í loðdýrarækt að vorið 1985 hófst verkefni með ræktun íslenska melrakkans í því skyni að koma upp stofni af hvítref til að framleiða verðmætan teg- undabiending með silfurref. Margir loðdýrabændur voru fam- ir að gæla við hugmyndina um að rækta upp sinn eigin hvítref með því að taka yrðlinga af grenjum. í villtum yrðlingum sem safnað var á vegum þessa rannsóknaverk- efnis komu fram tveir alvarlegir smitsjúkdómar sem ekki var vitað um áður í villtum ref hér á landi. Loðdýrabændur forðast villtan ref eins og heitan eldinn eftir að frétt- ist af þessum sjúkdómum. Það er óhætt að fullyrða að þetta verkefni hefur með þessu eina at- riði, komið í veg fyrir stórtjón, sem hefði e.t.v. getað hlaupið á tugum milljóna, ef bændur hefðu almennt farið í þessa tilraunastarfsemi. Laxeldi I ferskvatni arðvænlegt? Norskir laxeldismenn sem komu hingað til lands í heimsókn í apríllok Stefán Aðalsteinsson „Árangnr í nýjum bú- greinum byggist á traustri þekkingu. Þeirrar þekkingar þarf að afla með rannsókn- um og þróunarstarfi.“ í vor telja að íslendingar geti átt mjög mikla möguleika í eldi á laxi upp í 1,5-2 kg í fersku vatni. Fyrir hann er hægt að fá góðan markað í Suður-Evrópu. Ef þetta reynist rétt getur laxeldi orðið arðbær atvinnugrein fyrir bændur frá ystu nesjum til innstu dala. Þá myndu þeir kaupa seiði frá sérhæfðum eldisstöðvum og ala þau upp í rétta stærð. Forsendan fyrir þessu eldi er nóg af góðu, ómenguðu vatni. Jarðvarmi er mikils virði ef hann er tiltækur, og svo er vitanlega natni nauðsyn viðþennan búskap eins og annan. Á þessu sviði er stórfelld þörf á rannsóknum, bæði í fóðurgerð, fóðrun, meðferð og kynbótum. Enginn f iskur í keri — enginn refur í búri Árangur í nýjum búgreinum byggist á traustri þekkingu. Þeirrar þekkingar þarf að afla með rann- sóknum og þróunarstarfi. Rannsóknastofnun landbúnaöar- ins er sú stofnun sem mest getur lagt af mörkum í þessum tilgangi. En stofnunin hefur ekki verið efld til þessara starfa sem skyldi. Eins og nú standa sakir hafa sérfræðingar Rannsóknastofnunar- innar mjög takmarkaða möguleika á að sinna rannsóknum í loðdýra- rækt og fiskeldi á Keldnaholti. Þar geta menn hvorki haft ref í búri né físk í keri í næsta nágrenni við sig eins og er. Það er misskilin byggðastefna sem veldur. Því fargi þarf að létta af stofnuninni sem allra fyrst. Hér er ekki tóm til að ræða aðra möguleika til nýrra starfa í sveitum. Þó má minna á, að kanínurækt virðist geta gefið gott af sér og þjónusta við ferðamenn er vaxandi atvinnugrein í sumum sveitum. Skógrækt getur vafalaust orðið einhveijum tekjulind. Þegar áþján gamalla viðhorfa linnir opnast augu manna fyrir mörgum nýjum mögu- leikum. Hrunið er nálægt... Ef ekki verður tekið á þeim bráða vanda sem framundan er í sauð- fjárræktinni getur hún hrunið á næstu misserum. Mjólkurfram- leiðslan stendur betur að vígi því þar er frarrileiðslan nær þörfum markaðarins. Ábyrgir aðilar — stjórnmála- menn, ríkisstjórn, fagráðuneyti, Stéttarsamband bænda, búgreina- félög, Búnaðarfélag Islands og Rannsóknastofnun landbúnaðarins — verða að taka höndum saman um að forða þeim bráða vanda sem við er að etja og beina þróuninni inn á farsælar brautir. Höfundur er deildnrstjóri við Rnnnsóknastofnun landbúnaðar- ins. Skólakór í heimsókn í Svíþjóð Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. eftir Guðjón Högnason Það er ekki í frásögur færandi þótt íslendingar komi í heimsókn til Danmerkur eða Sviþjóðar, enda hefur fjöldi íslendinga lengri eða skemmri viðdvöl í þessum löndum. Þessar heimsóknir eru misjafnlega góð landkjmning eins og gerist og gengur á ferðalögum um ókunnar slóðir. En þess skal getið sem vel er gert og gott til eftirbreytni. Fyrir stuttu, nánar tiltekið þann annan júní, kom í heimsókn til Malmö og Lundar í Svíþjóð allstór hópur ís- lenskra ungmenna. Var þar kominn kór Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi ásamt stjómanda sínum, Jóni Inga Sigurmundssyni og farar- stjórum. Var kórinn þá að koma úr söngför um Danmörku. Eg var með þessum ungmennum dijúgan dag og hvarvetna vöktu þau athygli manna fyrir prúð- mennsku, samheldni og glaðværð. Á þeim þrem hljómleikum sem ég var viðstaddur, var í hvert sinn að nokkru leyti nýtt efnisval. Ber það vitni um að mikil vinna hefur verið lögð í að hafa efnisskrá sem fjöl- breyttasta. Á efnisskrá voru meðal annars þjóðlög frá íslandi og öðrum Norðurlöndum, söngvar eftir átta ung tónskáld og nokkur alþjóðalög. Kórinn hljómaði létt, hreint og nýstárlega með nákvæmri smekk- vísi stjómandans. Á hann mikið hrós skilið fyrir að hafa náð svo góðum árangri með skólakór, þar sem meðlimir kórsins eru sífellt að koma og fara ár hvert. Ég ætla mér ekki að ræða um hin einstöku verkefni kórsins, en mörg af þeim snertu hug og hjarta okkar sem á hlýddum, og hljómur þeirra mun geymast með okkur lengi. Eftir tónleikana í Dómkirkj- unni í Lundi átti ég tal við söng- stjóra Dómkirkjukórsins þar í borg og sagði hann að þessi kór hefði komið sér mjög á óvart fyrir gæði og fjölbreytt efnisval. Hann hefði meira að segja ekki hikað við að flytja svo vandasöm verkefni sem negrasálma og tekist mjög vel. Hinn kunni íslandsvinur, Gösta Hólm prófessor, sýndi ferðafólkinu Dóm- kirkjuna og sagði frá fomum og merkilegum hlutum í þessu fræga guðshúsi. Einnig skrifaði hann mjög lofsamlega grein um kórinn og ís- lenskt sönglíf í eitt stærsta dagblað Suður-Svíþjóðar. Síðustu tónleikamir sem kórinn hélt voru á útileiksviði, sem byggt er í fomrómverskum stfl, í lystigarði Malmö-borgar og heitir Pfldamms- parken. Þar eins og alls staðar var kórinn beðinn um aukalög. Síðasta lagið sem kórinn söng í Malmö var eftir ósk áhorfenda lagið „Hver á sér fegra föðurland". Stóðu þá allir upp á áheyrendapöllunum, og er ég ekki granlaus um að flestir af heyrendum hafi orðið rakir í augum. Þessi glaðværi íslenski unglinga- hópur kvaddi okkur með söng seint á sumarkvöldi í lystigarðinum í Malmö. Hafðu þökk fyrir komuna til Sví- þjóðar Jón Ingi Sigurmundsson og kórinn þinn, Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Höfundur er búsettur í Malmö í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.