Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1986 19 Við Nýjavatn. í Pyttlum. Jarðfallið þarna er gifurlega stórt og djúpt sem sjá má af viðmiðuninni við fólkið og bílinn. Horft yf ir Litla Skálavatn. Merkihvoli í Landsveit er hétu Bergur, Brandur og Jón. Þeir voru hraustmenni sem létu sér ekki allt fyrir bijósti brenna. Þeir höfðu það fyrir sið að fara í Veiðivötn um vetumætur og dvelja þar fram undir jólaföstu. Þrátt fyrir hreysti sína hræddust þeir mest útilegumenn. Eitt sinn fóru þeir Bergur og Brandur til veiða í Veiðivötnum og fengu mikinn fisk. Bergur var send- ur með fiskinn til byggða en Brand- ur ætlaði að halda áfram að veiða. Síðustu nótt sína í Vötnunum vakn- aði Brandur við fótatak og kom stórvaxinn maður í dymar. Brandur spurði hann að nafni en fékk ekkert svar og ætlaði maðurinn sér inn. Brandur þreif þá byssu sína og skaut manninn til bana. Daginn eftir leit Brandur á líkið, en kannaðist ekkert við manninn. Tók hann þá til þess ráðs að kasta líkinu í djúpan gíg í hraunhól, skammt frá þar sem nú er skálinn og forðaði sér til byggða. Enn má sjá þennan gíg, sem er ákaflega djúpur og mikill. Gönguleiðir Fyrir ofan fy'aldvatn er Miðmorg- unsalda. Þar er útsýnisskífa, enda víðsýnt og auðveldlega hægt að átta sig á fyrirhuguðum gönguleiðum um Veiðivatnasvæðið. Fossvötnin em norðan við öld- una. Þar er ákaflega fallegt, fossar, hvannir og mosagróður á vatns- bökkum. Gönguleiðir liggja í augum uppi. Þá er tilvalið að ganga í kring- um Tjaldvatn og jafnvel Skálavatn. Það er ekki langur gangur. líklega um klukkustundar gangur. Það er einstaklega fögur göngu- leið frá Tjaldvatni, með Langavatni og Eskivatni, vart meira en klukku- stundar löng. Um tveggja stunda gangur er frá Tjaldvatni að Tröllinu. Frá Tröllinu og að hreysinu er rúmlega klukkustundar gangur. Nefna má fleiri gönguleiðir, en landið á þessum slóðum er mjög auðvelt til gangs og auðvelt að rata. Af Veiðivatnaleið liggur slóði í Jökulheima. Þar er nokkuð langur akstur, en mjög sérstakt land. Norðan Veiðivatna eru Hraunvötn, fagurt vatnasvæði milli hraun- kamba. Hér hefur verið stiklað á stóru um Veiðivötn og landið þar í kring. Líklega má mörgu við bæta, en þó helst því, að enginn verður fyrir vonbrigðum með Veiðivötn, sem á annað borð kann að meta íslenskt landslag. um og jafnvel dvelja þar lengur. í byijun nóyember kannaði sonur þeirra hjóna ástandið hjá þeim. Astandið reyndist ömurlegt. Húsið var vart vindhelt, Guðlaug lá í rúmi vegna kulda og Arinbjöm var farinn að kenna skyrbjúgs. Hrossin voru grindhoruð. Saltskortur olli því að allur sil- ungur sem Ampi hafði veitt var dragúldinn og óhæfur til manneldis. Því var ekki um annað að gera en að flytja Ampa og konu hans aftur til byggða og þar hresstust þau og hófu aftur búskap á Króktúni vorið eftir. Hvorugt þeirra fór aftur í Veiðivötn meðan þau lifðu. Sagt er frá bræðrum þrem frá Heimildir. Árbók FerðaféiagB íslands 1940. Tímaritið Áfangar nr. 7, 2. tbl. 3. árg. 1982 o.fl. Höfundur var ritstjórí tímaritsins Áfanga, en starfar nú sem blm. oghefur undanfarið skrifað greinar um ferðamál í Morgun- blaðið. Tölvur senda veðurkortamyndir milli landshluta: Flugmálasljórn hyggst færa sér í nyt gagnanet Pósts og síma UNNIÐ er að því hjá flugmálastjóm að koma upp móttökutækjum fyrir veðurkortamyndir á Akureyri, Egilsstöðum, Homafirði, ísafirði, Reykjavík og Vestmannaeyjum. í ráði er að hið nýja gagnanet Pósts og síma verði í framtíðinni notað til að auka enn á öryggi flugfarþega. Gagnanet er það kerfí kallað sem felst í því að tölvur geta skipst á merkjum. Upplýsingar frá þeim má einnig kalla fram á skjáum sem tengjast netinu. Að sögn Gústavs Amars, yfirverkfræðings Pósts og síma, hentar núverandi símakerfí ekki allskostar til mynda- sendinga, gagnanetið er bæði fljót- virkara og ódýrara fyrir notendur. Inn í þetta flutningskerfi vill flugmálasýóm gjaman komast sagði Haukur Hauksson varaflug- málasljóri. í dag fara veðurskeyti til helstu flugvalla landsins í gegn- um tölvu flugumferðarþjónustunn- ar og Alex-bókunarkerfí Flugleiða. Veðurkort gætu oft á tíðum komið í góðar þarfir sem viðbótarupplýs- ingar við þær sem veðurskeytin gefa, þar fá flugmenn yfírborðskort af landinu og góða mynd af skýja- fari. Haukur kvað það ljóst að flug- umferðarstjóm gæti þó ekki haft not af þessari þjónustu Pósts og sfma fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Kaupa þarf tæki, sem breytir kortinu í tákn fyrir töivuna er sendir út, og á móttökustað þarf að vera tölva og prentari til að taka við sendingunni. Með þessu þurfa að fara nauðsynleg forrit. Allt kostar þetta nokkurt fé og vinnu við gerð hugbúnaðar, en að sögn Hauks, er ekki gert ráð fyrir neinu framlagi til þessara mála í fjárlögum ríkisins fyrir jrfírstandandi ár. Staðið hafa yfír viðræður Veður- stofunnar og flugmálastjómar um samvinnu í þessum efnum. Tölva Veðurstofunnar mun með haustinu tengjast gagnaneti Pósts og síma en aðspurður sagði Markús Á. Einarsson að enn væri nokkuð í það Helgarþj ónusta fyrir bændur LAUGARDAGINN 5. júlí nk. hefst lielgarþjónusta fyrir bænd- ur hjá Búnaðardeild Sambands- ins að Ármúla 3. Varahiutaverslun deildarinnar verður frá og með þeim degi opin á laugardögum frá kl. 10—14. Einnig býður véladeild KEA á Akureyri upp á þjónustu af þessu tagi. að tölvan færi að senda út veður- kort. Til þess skortir hugbúnað -og móttökutæki. Að auki, kvað Hauk- ur Hauksson, það ekki vera orðið alveg ljóst hvemig staðið verður að fjármögnun þessarar nýju tækni, hver ætti að borga hvað. Rýmingar- sala Allar vörur verslun- arinnar seldar með 10-50% afslætti þessa viku. Okkar sérgrein eru fóðraðir dömufrakk- ar, sumarkápur, jakkar, joggingfatn- aður og dömublúss- urfrá kr. 500.- Verksmiðjusalan Skólavörðustíg 19 inngangurfrá Klapparstíg. Sími 622244—póstsendum. gott vefft Tölvuborð Prentaraborð Ritvélaborð O O________ Skrifstofuvörur hf. Ármúla 30 —105 Reykjavík — Sími 82420 ■ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.