Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1986 „ Hefurðu heyrb bodak um bókin^-: „ KítKkiÓ um lo scntimctrtx." ?" Ég kynntist manninum mínum á sumarferðalagi og hann hélt það væri bara smáævintýri en svo___ Með morgrmkaffinu Þátturinn rannsóknar- blaðamennska fellur nið- ur því upptakan finnst hvergi! HÖGNI HREKKVÍSI „ HVAP SA6ÐIRÐU, GAMli?" Þessir hrlngdu . . Burt með rollur af ræktarlandi Jónas hringdi: „Ég vil taka undir með þeim sem vilja rollumar burt af þeim löndum sem verið er að rækta upp. Bændur geta beitt sín eigin lönd og eyðilagt en annarra lönd hafa þeir engan rétt til að beita og ætti að láta þá borga háar sektir fyrir gróður- skemmdir sem fé þeirra veldur. Ég er sammála þeim sem vilja friða allt land vestan Ölfusár fyrir sauðfjárbeit og skora á stjóm- málamenn að beita sér fyrir því. Það myndi ekki aðeins leiða af sér að þetta land myndi gróa upp heldur myndi það geta dregið vemlega úr þeirri gegndarlausu offramleiðslu sem er á kindakjöti og sparað þjóðinni stórfé sem annars færi í að halda þessari vitleysu gangandi. Nær væri að nota þessa peninga til að græða landið upp“. Bankakortin ekki til góðs Kristbjörg hringdi: „Ég tel það hæpið úrræði hjá bönkunum að gefa út bankakort og þar sem ég starfa við afgreiðslu hef ég heyrt að margir em mér sammála í þessu. Bankakortin auka áhætt- una ef fólk týnir ávísanaheftum sínum eða ef þeim er stolið. Þá hefur þjófurinn bankakort við- komandi ásamt ávísanaheftinu og getur tekið út eins og hann vill.“ Fjarstæða að banna úðun trjáa Gestur Sturluson hringdi: „Nýlega birtist í pistlum Velvak- anda grein eftir mann sem nefnir sig garðyrkjuáhugamann. Greinin hefur yfirskriftina „Stemmum stigu við eiturúðun í görðum". Greinarhöfundur deilir þar hart á alla úðun meindýra sem leggjast á tré borgarinnar. Við þessa grein hef ég ýmislegt að athuga. Grein- arhöfundur segir á einum stað: „Hafa menn veitt því athygli að tré sem verið hafa viðkvæm fyrir lús og maðki meðan úðun var framkvæmd hafí aukist að þoli gegn óværu þegar þau hafa þurft að standa sig hjálparlaust". í til- efni af þessum orðum vil ég spyija háttvirtan garðyrkjuáhugamann; hvar hefur þú haft augun þegar þú hefur farið um borgina. Hefur þú ekki séð að obbinn af greni- tijám í borginni eru meira og minna stórskemmd af sitkalús. Að vísu eru þau sum farin að ná sér aftur en það mun vera skamm- góður vermir, því búast má við nýjum lúsafaraldri í haust vegna þess hve síðasti vetur var mildur, eftir þvi sem garðyrkjufræðingar segja. En því mætti bæta við að veijast mætti þessari plágu ef úðað væri í september eða októ- ber. Á öðrum stað í þessum pistli stendur: „Ég skal fúslega viður- kenna að einstakar tijátegundir eru mjög viðkvæmar fyrir skor- dýrum en athugið að fjölmargar tijá- og runnategundir eru lús- þolnar eða lús sækir ekki á þær. Notið þær tegundir og fjarlagið hinar lússæknu". Hvað myndi það þýða ef farið væri að ráðum þessa garðyrkjuáhugamanns. Ekkert annað en það að höggva yrði öll reynitré í borginni. Ætli birkið yrði ekki að fjúka líka — ég veit ekki betur en maðkur sæki í það á stundum. þetta yrði nú meira skógarhöggið. Auðvitað á enginn að fá að stunda meindýraúðun án þess að hafa til þess fullkomna þekkingu og tilskilin leyfi. En að ætla sér að banna úðun tijáa undir öllum kringumstæðum álít ég algera fjarstæðu, því hvað þýðir að planta tijám í grið og erg ef þau verða svo meindýrum að bráð.“ Víkveiji skrifar Nú fer hver að verða síðastur að gróðursetja tré í görðum. Raunar má ætla, að á þessu 200 ára afmælisári höfuðborgarinnar hafi aldrei fyrr verið gróðursett innan marka hennar eins mörg og margvísleg tré og á þessu vori. Gróðurinn fegrar umhverfíð og lík- legast er það rétt, sem borgarstjór- inn í Reykjavík sagði á dögunum rétt fyrir kosningar, að Reykjavík væri orðin mesti og stærsti skógur landsins. Eigi alls fyrir löngu þurfti Vík- veiji að kaupa sér tijáplöntur, því að hann vill fegra umhverfí sitt eins og aðrir. Hann fór frá einni gróðrar- stöðinni til annarrar í leit að falleg- um plöntum og viti menn — rnikill munur er bæði á þjónustu, sem veitt er í þessum stöðvum og eins þeim tijáplöntum, sem á boðstólum eru. Langstæðilegustu og beztu plönturnar virtust vera í gróðrar- stöð Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi og þrátt fyrir að þær væni bæði stórar og kraftmiklar o<r pflcpT! í biniirr! <?törJvuív um, voru þær á sama verði. Það virtist því ljóst, að beztu kaupin væru þar. Ennfremur var þjónustan við afgreiðslu margfalt betri, starfs- maður stöðvarinnar kom strax að máli við kúnnann og svaraði spurn- ingum og veitti leiðbeiningar við val á plöntum. xxx * Itilefni umrædds afmælisárs Reykjavíkur, hefur eins og áður sagði verið gróðursett mikið af tijám innan marka borgarinnar. Félagasamtök og einstaklingar hafa gefið borginni tré og eins hefur garðyrkjustjóri borgarinnar afhent borgurum tré til þess að fegra ná- grenni sitt. Allt er þetta mjög til fyrirmyndar og verður góður minnisvarði um 200 ára afmælið, þegar fram líða stundir. Gaman verður að virða fyrir sér þroska þessara plantna á næstu árum, sjá þær vaxa og stækka. Grenitijáa- lundurinn við suðausturhorn gamla VirkjiKJ’íiW’ísins vífl f>n^iirprötu or gott dæmi um slíka lundi, sem verða víða um borgina í framtíðinni. Hann er mikil borgarprýði, en var gróður- settur fyrir rúmum 30 árum. XXX En þar sem Víkveija hefur orðið svo tíðrætt um gróður og fegr- un höfuðborgarinnar, þá má geta þess að í gildi er borgarsamþykkt, sem meinar mönnum að fella tré, sem komin eru yfir ákveðna hæð og þurfa menn, jafnvel þótt um einkagarða sé að ræða, að leita til borgarinnar um leyfi fyrir slíku. Að vonum hefur þetta á stundum valdið deilum í sambýlishúsum, sumir hafa viljað fella tré, en aðrir ekki. Þegar tré eru farin að skyggja svo á sólu, að fólk býr jafnvel við myrkur, þegar lengstur dagur er og sól hæst á lofti, getur verið álita- mál, hvort ekki eigi að grisja og þá jafnvel planta tijám að nýju.' Hér hlýtur þó ávallt að verða um tilfinningamál fólks að ræða, sem borgin hefur kannski leyst, með setninfm áðurnefndrn wlnr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.