Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1986 3 Myndbandaleiga sjónvarpsins: Strandar á viðræðum um fram- sal á inn- lendu efni — segir Pétur Guð- finnsson, framkvæmda- stjóri sjónvarpsins „VIÐ ERUM að vonast til að Myndbandaleiga sjónvarpsins komist á laggimar með haustinu, en ég get ekki timasett það ná- kvæmlega þar sem strandar á viðræðum milli stofnunarinnar og Starfsmannafélags sjónvarps- ins um framsal starfsmannanna á efni þvi er þeir hafa sjálfir unnið við,“ sagði Pétur Guðfinns- son, framkvæmdastjóri Sjón- varpsins, í samtali við blaðamann Morgunbiaðsins. „Eg geri ráð fyrir að á næstunni muni Starfsmannafélagið fá umboð frá starfsmönnum sjónvarpsins til þess að semja fyrir þeirra hönd við stofnunina um greiðslur þannig að fastlega er gert ráð fyrir að um einhveijar peningagreiðslur verði að ræða frá stofnuninni fyrir íjöl- foldun innlends efnis. Ekki er þó enn komið á hreint hvort greiðslum- ar muni renna beint til einstakra starfsmanna sjónvarpsins eða í sér- stakan sjóð innan Starfsmannafé- lagsins," sagði Pétur. Gert er ráð fyrir Ijölföldun inn- lends efnis, sem þegar hefur verið sýnt í sjónvarpinu, og verða mynd- böndin bæði til leigu og sölu. Við- víkjandi erlendu efni, sagði Pétur, að ekki væri enn ráðið hvort sjón- varpið þyrfti að sýna það allt áður en að yrði fjölfaldað, en hann bætti því við að fyrst og fremst yrði á boðstólum erient sjónvarpsefni á myndböndum, en ekki nýjasta kvik- myndaefnið hveiju sinni. Miklaholtshreppur: Sláttur hafinn á tveimur bæjum Borg í Miklaholtshreppi. EFTIR margra daga þoku og súldarveður sem verið hefur hér, sól ekki sést í marga daga, er nú loks tekið að birta til. Þegar þetta er skrifað á þriðjudegi er hér 22 gráðu hiti og hefur enginn dagur sumarsins verið hlýrri. Mistur er þó í lofti en eigi að síður indælt veður. Sláttur hófst hér í sveit á tveimur bæjum í dag. Vonandi er að sólski- nið verði okkur hagstætt. Gras- spretta hefur verið heldur hæg í súldinni og sólarleysinu undanfama daga en tún eru ókalin. Uppskera ætti því að geta orðið þokkaleg ef veðurguðir verða okkur hagstæðir. Nýlega kom nýkjörin hrepps- nefnd saman til síns fyrsta fundar. Oddviti er Guðbjartur Gunnarsson, Hjarðarholti, en varaoddviti Helga Tryggvadóttir, Gröf. í dag er verið að byija að undir- búa vegarkaflann frá Vegamótum að Stóm-Þúfu. Setja á klæðningu á veginn í sumar. Fögnum við þeirri framkvæmd því vegir hafa verið ósléttir undanfarið. Páll Jökull SF 75 Fáflkrúðefirði. TÍU lesta bátur, er smíðaður var í Skipasmiðastöð Guðlaugs Einarsson- ar á Fáskrúðsfirði, var afhentur eigendum sl. laugardag. Báturinn hefur verið í smíðum sl. fimm og hálfan mánuð og var hann sjósettur 26. júní sl. og hlaut þá nafnið Jökull SF 75. Eigandi er Esjar Stefánsson, Höfii f Homafirði. Teikningar af bátnum gerði Sigurð- ur Einarsson. Þetta er 10. báturinn sem smfðaður er hjá Guðlaugi eftir teikningum Sigurðar. Báturinn er afturbyggður og em fbúðir skipveija í afturskipi. & þetta fyrsti báturinn sem stöðin afhendir með þessu fyrirkomulagi. Báturinn er búinn til línu-, neta- og hand- færaveiða. í honum em fjórar ís- lenskar tölvufærarúllur. Töluvert hefur verið spurt um smíði á slíkum bátum hjá stöðinni og er ráðgert að heQa smíði á samskonar bát fijót- lega. Verð bátsins var um 4 milljónir. Hjá stöðinni starfa sjö menn, en auk nýsmfða er unnið við viðgerðir á bátum og vantar tilfinnanlega dráttarbraut til að auðvelda þá vinnu. Albert Kemp FIATUNO hefur ekki að ástæðulausu hlotið fjölda alþjóða viðurkenninga og verðlauna, þ.á m. verið kosinn bíll ársins 1984 af kröfuhörðustu bíladómurum Evrópu. Vinsældir FIA T UNO undanfarin ár eru einkum að þakka frábærri hönnun yfirbyggingar, miklum aksturseiginleikum og sparneytni, eins og FIAT er einum lagið. Veröfrákr. 257.800.~ (Uno453d)Igengi 18/6 ‘86) , au9®<da9 flMOP UMBOÐIÐ SKEIFUNNI 8 - SÍMI 688850

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.