Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1986 20 Metveiðivika Geysigóð veiði hefur verið í Laxá í Leirársveit að undanfömu og bullandi ganga í ána, „mjög stórar göngur og þær streyma upp jafnt á flóði sem Ijöru," sagði viðmælandi einn í gær. Vikuna 21.—28. júní veiddust hvorki fleiri né færri en 123 laxar, sem er algert met miðað við tíma. Mest hefur veiðin orðið á einni viku í Laxá 150—160 og það á hinum svokallaða „besta tíma“. Það var eins og hendi væri veifað, fýrstu þijá dagana í umræddri viku veiddust 39 laxar, en síðan brá til betri vegar frá sjónarhóli veiði- manna og 84 fískar komu á land fjóra síðari dagana. Að sögn veiði- manna var stærðin blönduð, það er mikið að ganga upp af smálaxi, en vænir fískar komu jafnt og þétt í bland, allt að 16,5 punda. Enn veiða íslendingar í ánni og veiddu þeir um að bil 70 prósent af aflanum á flugu, bæði stórar og smáar allt niður í nr. 12. Með umræddri metveiði vom komnir 230 laxar á land, sem er helmingi meiri afli en á sama tíma í fyrra. Enn veiðist þó langsamlega mest í Laxfossi og þar fyrir neðan, en það gerðist er hópurinn sem um ræðir var við veiðar, að fyrstu lax- amir veiddust í Miðfellsfljóti, og nokkrir sáust í Eyrarfossi, laxinn er því aðeins farinn að ganga fram ána. Rokvænir í Hvítá Stangveiði hófst í landi Lang- holts í Hvítá í Ámessýslu þann tuttugasta og fyrstu vikuna veidd- ust 50 laxar á þrjár stangir. 47 fyrstu laxamir vom allir yfír 10 pund, meðalþunginn geysilegur og stærstu fískamir 20—22 punda. Síðustu þrír vom hins vegar 7—8 punda. Að sögn veiðimanna sem þama vora nýlega, virðist laxinn ekki vera farinn að leggjast að ráði í Langholtinu, heldur gangi hann rakleiðis áfram. Öðm máli virðist gegna um Snæfoksstaðaveiðamar, þar em menn að fá þokkalegustu veiði flesta daga og er margt af fískinum þar einnig rokvænt, m.a. þrír 17 punda laxar. Hvítá hefur 25 punda lax á land í Aðaldal Neslandi á svartan Toby-spún, 28 gramma. „Mér fannst þetta mjög skemmtilegt því ég var seint á ferð — hafði tafíst hér í bænum — og var ekki kominn austur fyrr en klukkan hálf tfu um kvöldið. Veiðitímanum lýkur klukkan tíu og ég var mikið að velta því fyrir mér hvort ég ætti nokkuð að eiga við þetta fyrr en morguninn eftir," sagði Gunnar Ragnars í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „En félagar mínir höfðu skilið Kirkjuhólmakvíslina eftir þannig að ég ákvað að prófa. Ég byrjaði um klukkan hálf tíu — stóð þama á bakkanum á strigaskónum — og var búinn að landa honum klukkan tíu!“ Gunnar sagði að hann hefði, ásamt fleiram, verið við veiðar á þessu svæði á sama tíma í nokkur ár, „og það hefur ekki verið eins mikill lax í ánni þessi ár og núna. Við vomm þama núna frá fímmtudegi til sunnudags — veiddum reyndar ekki mikið því það var mjög heitt. Áin var um 16 gráðu heit — en við sáum all- mikið af laxi,“ sagði Gunnar. Akureyri. 25 PUNDA iax koma á land úr Laxá f Aðaldal síðastliðið fimmtudagskvöld. Laxinn var 110 cm á lengd. Það var Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðv- arinnar á Akureyri og forseti bæjarstjómar, sem veiddi þennan stærsta lax sumarsins hingað til í Kirkj uhólmakvísl I Morgunblaðið/gg Garðar H. Svavarsson var f hinu fengsæla „holli“ f Laxá f Leirár- sveit. Hér er hann með nokkra laxaúrLaxá. verið mjög hrein að undanfömu, „hreinni en Stóra Laxá“, sagði einn af viðmælendum blaðsins. Örlítið líf í Hreppunum Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst, er enn sem komið er heldur lítilfjörleg veiði í Stóm Laxá, nær ekkert á neðri svæðun- um, en nokkrir fískar hafa veiðst efst. Er fengin vissa fyrir þvf að Ástvaldur Jónsson kastmeistari hafí dregið þijá í Hólmahyl og a.m.k. tveir aðrir fískar hafa veiðst, alls líklega innan við 10 laxar sem er afar lítið en betra en ekki neitt. En þetta getur komið hvenær sem er þar efra, það kom „skot“ á Iðunni fyrir skömmu, Ijórir vom dregnir á þurrt á skömmum tíma, þar af einn 20 punda á flugu, en sfðan ekki söguna meir og er mál manna að afgangurinn af göngunni sé ein- hvers staðar í gmggugu og köldu vatni Stóm Laxár. Nýja flugstöðin: Morgunblaðið/Bjami Norðurendi flugstöðvarinnar. Fyrir ofan mennina á myndinni mun hluti listaverks Leifs Breiðfjörð hanga, en neðan við þá verður veitingabúð f blómahafi. Verður tekin í notkun í apríl 1987 Um fjögfur til f immhundruð manns munu vinna í hinni nýju flugstöð FRAMKVÆMDIR við hina nýju flugstöðvarbyggingu við Keflavíkur- flugvöll ganga samkvæmt áætlun og mun flugstöðin verða tekin í notkun 15. aprfl á næsta ári. Yfímmsjón með byggingu flug- stöðvarinnar fyrir hönd ríkisins er í höndum byggingamefndar, en framkvæmdastjóri hennar er Jón E. Böðvarsson. Umsjón og eftirlit með verksamningi er í höndum verkfræðistofu Stanleys Pálssonar hf. Það em þijú verktakafyrirtæki, sem helst koma við sögu við bygg- ingu flugstöðvarinnar. Hagvirki hefur með höndum jarðvegsvinnu, frárennslislagnir og innréttingar hússins, ístak hafði með höndum uppsteypu hússins og íslenskir aðalverktakar sjá um gerð flug- hlaða. FlugstÖðvarbyggingin greinist í tvo meginhluta, þ.e. aðalbyggingu og landgang til flugvéla. Landgang- urinn liggur frá suðurhlið bygging- arinnar. Farþega-, þjónustu- og skrifstofurými er samtals 12.284 fermetrar og landgangurinn er 1.812 fermetrar. Til samanburðar má geta þess, að stærð gömlu flug- stöðvarinnar er um 7.000 fermetr- ar. 1.000 farþegar munu geta at- hafnað sig samtímis í byggingunni. Aðkoma og brottför frá bygging- unni er um neðri hæð. Á þeirri hæð er farangursskáli fyrir miðju, en til vesturs afgreiðsla brottfararfar- þega og til austurs afgreiðsla komufarþega. Með þessu er af- greiðsla brottfarar- og komufar- þega aðskilin og hentar þetta fyrir- komulag vel þessari stærð flug- stöðvar og veitir öllum þáttum starfseminnar jafna og eðlilega stækkunarmöguleika, en í skipulagi er gert ráð fyrir helmingsstækkun flugstöðvarbyggingarinnar ef þörf krefur. Auk afgreiðslu farþega til og frá landinu er einnig fyrirhuguð ýmis almenn þjónusta og aðstaða fyrir starfsfólk á þessari hæð bygg- ingarinnar. Á efri hæð er biðsvæðið (transit) fyrir miðju, en gengið verður beint af þeirri hæð um landgang út í flugvélar. Á efri hæð verða enn fremur skrifstofur og verslanir vestanmegin en fríhöfn og veitinga- sala, ásamt mötuneyti og eldhúsi, austanmegin. Skálabygging skiptir flugstöð- inni í miðju og er skálabyggingin gleijuð til endanna að norðan og sunnan. Skálabyggingunni er hald- ið uppi með stálgrindarverki. Undir glerþaki í norðurenda skálans á neðri hæð verður veitingabúð fyrir almenning og sést yfír hana af biðsvæði efri hæðar. Neðan úr gler- þakinu mun hanga listaverk eftir Leif Breiðfjörð glerlistamann. Verkið er í tveimur hlutum; sá stærri mun hanga fyrir framan norðurgluggann en sá minni fyrir framan suðurgluggann. Samtals verður listaverkið 70 fermetrar að stærð, og er það stærsta listaverk Leifs til þessa. Landgangur til flugvéla tengist syðra glerþaki. Úr biðsal á efri hæð sést vel athafnasvæði flugvéla, aðkoma að byggingunni og Faxa- flóasvæðið. Er því auðvelt fyrir flugfarþega að átta sig á öllum staðháttum. Til suðurs blasa við stél flugvéla. Til austurs og vesturs, samsíða biðsvæði á efri hæð, liggja hliðar- svæði. Vestantil á neðri hæð verður móttaka og innritun farþega og farangurs og á hæðinni þar fyrir ofan skrifstofur og verslanir. Aust- antil á neðri hæð verður tollskoðun, komuverslun fríhafnar, banki o.fl. Þar fyrir ofan em eldhús, mötu- neyti, veitingasala, fríhöfn o.fl. Meðfram austur- og vesturhliðum byggingarinnar á þriðju hæð er gert ráð fyrir tækjaklefum og ýms- um geymslum. Landgangurinn í flugvélar getur þjónað sex flugvélum í sénn, þremur hvomm megin. Á enda landgangs- ins er gert ráð fyrir v-laga fram- lengingu ef þörf verður á auknum afköstum í framtíðinni. Gangurinn verður teppalagður á gólfi og veggj- um og ranar liggja út úr ganginum f flugvélamar, þ.e. farþegamir fara ekki lengur út undir bert loft á leið sinni frá flugvél yfír í flugstöð. Kúptir, hringlaga gluggar em meðfram landganginum, þ.e. unnt er að sjá langs með ganginum. Þegar blaðamaður og Ijósmynd- ari Morgunblaðsisns áttu leið um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.