Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1986 irr • 3r / g* 0 • /«/• AP/Símamynd Komið i veg fyrir sjalfsmorð Á þessum myndum má sjá hvernig lögreglumenn í Boston í Massachusetts í Banda- ríkjunum koma í veg fyrir að ung stúlka, Adriana Montilla að nafni, fremji sjálfs- morð með því að varpa sér fram^af brún þrílyfts húss. Á fyrri myndinni fylgjast lögreglumennirnir með Montilla. Á síðari myndinni hafa þeir gripið í hana og búa sig undir að kippa henni inn um glugga. Eftir að Montilla var bjargað var hún færð á sjúkrahús. Kína — Sovétríkin: Stj órnmálasam- band ekki batnað Peking, AP. LÍTIÐ hefur miðað í átt að bættum stjórnmálasamskiptum Sovét- manna og Kínveija að sögn aðstoðarutanríkisráðherra Kína, Qian Qichen. SAMKVÆMT samkomulagi ríkj- anna, sem gert var á síðasta ári, áttu utanríkisráðherrar ríkjanna að hittast að máli, en ekki hefur enn verið ákveðið hvenær sá fundur verður. Qichen sagði að efnahags- tengsl Kína og Sovétrílq'anna hefðu aukist að undanfömu, en það sama væri ekki hægt að segja um stjóm- málasamband ríkjanna: „Ekkert hefur breyst í þeim efnum," sagði hann. Kínveijar hafa lýst yfír því að tilgangslaust sé að halda fund utanríkisráðherranna nema Sovét- menn breyttu stefnu sinni í utan- ríkismálum. Er hér einkum um þijá þætti að ræða: Að Sovétmenn hætti stuðningi sínum við hemámslið Ví- etnama í Kambódíu, dragi herlið sitt til baka frá Afganistan og kín- versku landmærunum. Ef af heimsókn sovéska utan- ríkisráðherrans verður, þá yrði það hin fyrsta frá því að Andrei Gro- myko kom þangað árið 1959. í ráði var að kínverski utanríkisráðherr- ann mundi endurgjalda heimsókn- ina síðar. Ungrerjaland: Danmörk: Ólöglegir flóttamenn frá Austurlöndum Umdeildur erkibiskup látinn Búdapest, AP. LASZLO Lekai kardínáli, erkibiskup kaþólskra í Ungveijalandi, lést á mánudaginn af hjartaslagi, 76 ára að aldri. Hann reyndi mjög að bæta sambúð kirkjunnar og ungverskra yfirvalda á valdatima sínum og var gagnrýndur fyrir of mikla undanlátssemi. Fyrirrennari hans i embætti, Mindszenty kardináli, var einarður i baráttu sinni fyrir sjálfstæði kirkjunnar. MIKILL fjöldi flóttamanna frá Austurlöndum hefur að undan- förnu komist með ólöglegum hætti frá Vestur-Þýskalandi til Danmerkur. Mest hefur borið á fólki frá Libanon. Frá áramótum hefur danska lögreglan hand- tekið 300 manns af þessum sök- um og ekkert lát virðist á flótta- mannastraumnum. í Danmörku eru uppi grunsemdir um að flóttafólkið njóti aðstoðar Vest- ur-Þjóðveija við að komast yfir landamærin. Að sögn lögreglumanna í landa- mærabænum Padborg á Suður- Jótlandi bendir ýmislegt til þess að yfírvöld í Vestur-Þýskalandi hygg- ist herða gildandi löggjöf um flótta- menn og að þar með muni fleiri sækja um hæli í Danmörku. Fjölgað hefur verið í lögregluliði Padborgar m.a. vegna þess hve tímafrekt það reynist að yfírheyra flóttamennina sökum tungumálaörðugleika. í Danmörku hafa vaknað grun- semdir um að menn í Vestur- Þýskalandi aðstoði fólkið við að komast jrfír landamærin til Dan- merkur. í mörgum tilfellum hafa flóttamennimir farið yfír landa- mærin á stöðum þar sem engin gæsla er og fullyrða margir að þeir geti ekki hafa gert það án hjálpar manna sem kunnugir eru staðhátt- um. Lögreglumenn í Padborg segjast hafa rökstuddan grun um að flótta- mennimir fái hjálp frá Vestur- Þýskalandi. Segja þeir að við yfír- heyrslur verði tungumálaerfíð- leikamir nánast óyfírstíganlegir þegar talið berst að því hvort flótta- fólkið hafí fengið utanaðkomandi hjálp. (Úr Aktuelt.) Lekai sætti sig við, að ríkið stæði ofar kirkjunni. Ríkisfjölmiðlar fóru vinsamlegum orðum um hann og sjálfur sagði hann Vatíkanið styðja stefnu sína. Lekai refsaði harkalega klerkum, sem þóttu hvassyrtir í garð komm- únista og sagði aðstæður allt öðru vísi í Ungveijalandi en í Póllandi. Mindszenty kardínáli var á sínum tíma fangelsaður af yfírvöldum, en látinn laus 1956. Er Sovétmenn bældu niður ungversku uppreisnina sama ár, fékk hann hæli í banda- ríska sendiráðinu í Búdapest. Þar dvaldi hann síðan í 15 ár, en tókst þá að flýja til Austurríkis, þar sem hann lést 1975. Gorbachev ber lof á Jaruzelski Lögreglan réðst á fólk, sem minntist verkfallanna í Poznan fyrir 30 árum, en með þeim hófst frelsisalda, sem flæddi yfir kommiinistaríkin Varsjá, AP. MIKHAIL Gorbachev, leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins, hrósaði á mánudag Wojciech Jaruzelski hershöfðingja ákaft, fyrir að bægja frá þeim hættum, sem steðjuðu að kommúnismanum i Póllandi, vegna óháðu verkalýðsfélaganna, Samstöðu. Gorbachev hrósaði Jaruzelski sérstaklega fyrir að „veijast árásinni gegn sósialismanum, með eigin afli“, en talið er að hann hafi þar átt við setningu herlaganna 1981. Þrátt fyrir fullyrðingar beggja leiðtoganna um að nú væri allt með kyrrum kjörum i Póllandi, kom til átaka milli lögreglu og fólks, sem minntist verkfallanna í Poznan fyrir 30 árum. Veður víða um heim Lœgflt I ð » Akureyri 13 alskýjaft Amsterdam 1S 27 heiðskfrt Aþsna 20 31 heiðskírt Barcelona 27 heiðskfrt Berlfn 16 28 heiðskírt Bríissel 13 30 heiðskfrt Chicago 15 18 heiðskfrt Dublin 12 17 heiðskfrt Feneyjar 24 heiðskfrt Frankfurt 13 28 heiðskfrt Genf 16 28 heiðskírt Helsinki 20 léttskýjað Hong Kong 28 32 heiðskfrt Jerúaalem 16 25 heiðskfrt Kaupmannah. 16 24 helðskfrt Las Palmas 24 léttskýjað Lissabon 17 26 heiðskfrt London 16 26 heiðskfrt Los Angeles 22 35 heiðskírt Lúxemborg 26 hélfskýjað Malaga 26 hálfskýjað Mallorca 28 léttskýjað Mlami 26 30 rignlng Montreal 16 léttskýjað Moskva 12 21 skýjað NewYork 16 27 rignlng Osló 16 30 heiðskfrt París 16 27 helðskfrt Peking 21 28 heiðskfrt Reykjavík 16 mlstur Ríóde Janeiro vantar Rómaborg 18 32 heiðskfrt Stokkhólmur 14 24 heiðskírt Sydney 7 15 skýjað Tókýó vantar Vinarborg 24 skýjað Þórshöfn 13 þoka Kuwait: Öll ríkisstjórnin sagði af sér Kuwait, AP.^ RÍKISSTJÓRN Kuwait sagði af sér í gær vegna deilna við þing landsins. Utanríkisráðherra stjómarinnar afhenti forsætisráðherranum, Saad Abdullah Al-Sabah krónprins, lausnarbeiðnimar fyrir hönd allra ráðherranna að sögn fréttastofu landsins, sem ekki tilgreindi nánar ástæðumar fyrir afsögnunum. Ótilgreindar heimildir herma, að þingið hafí viljað yfírheyra fjóra ráðherra vegna meintra mistaka í starfí. Olíumálaráðherrann er talinn bera sök á lélegum varúðarráðstöf- unum við olíumannvirki, þar sem nýlega urðu keðjusprengingar, er ríkisstjómin kenndi skemmdar- verkamönnum um. Benin: Sprenging í bj órverksmiðju Abuja, Nígeríu, AP. AÐ minnsta kosti niu týndu lffi í mikilli sprengingu, sem varð í bjórverksmiðju í Afríkuríkinu Benin i vesturhluta álfunnar.- Ekki er vitað hversu margir slösuðust en sprengingin lagði verksmiðjuna og nærliggjandi byggingar I rúst. Ekki er vitað með vissu hvað olli sprengingunni né heldur hvort um slys var að ræða eða pólitískt hermdarverk. Mathieu Kerekou forseti Benin var staddur í heim- sókn í Nígeríu en hélt heimleiðis er hann frétti um atburðinn. Gorbachev fór mörgum, fögmm orðum um stjómsnilli Jamzelskis. Hann tók sérstaklega fram, að þetta segði hann ekki af skyldu, eða í kurteisisskyni, heldur af djúpri sannfæringu. í lok ræðu Gorbachevs færði Jamzelski honum veggteppi, með ásjónu Leníns ísaumaðri, og féllust þeir í faðma að því loknu. 30 ár frá verkfalli og óeirðum í Poznan Til átaka kom á sunnudag, þegar óeirðalögregla réðst á 3.000 manna göngu, sem farin var til þess að minnast 30 ára afmælis verkfalls pólskra verkamanna í Poznan. Verkamenn í Stalín-verksmiðjunum lögðu niður vinnu og kröfðust bættra lífskjara. Yfírvöld gripu til grimmilegra hefndaraðgerða og bældu mótmæli verkamanna niður með vopnavaldi. Skriðdrekar komu æðandi inn í borgina og herlið Konimúnistaleiðtogamir Gorbachev og Jaruzelski sjást hér meðal fulltrúa á 10. flokksþingi pólska kommúnistaflokksins i Varsjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.