Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1986
ÚTYARP/ SJÓNVARP
Græn eru grös
Miðdegissagan er einn af
þessum fostu punktum í
dagskrá rásar 1. Lestur hennar
hefst klukkan 14.00 og lýkur hálf-
tíma síðar. Oft hef ég notið þess
að hlýða á miðdegissöguna þótt
vissulega hafi stundum athygiin
hvarflað frá lestrinum, enda misjafn
sauður í mörgu fé eins og gengur.
Þ6 hygg ég að það sé góður siður
að lesa miðdegissöguna enda er hún
sjaldnast rofin af tónaflúri en nú
er svo komið hjá ríkisútvarpinu
okkar að vart finnst sá dagskrárlið-
ur er líður ekki ótruflaður vegna
músíkinnskota.
Stjórnmálanámskeið
Síðastliðinn föstudag hóf Erlend-
ur Jónsson að lesa smásögu sína
Stjóramálanámskeið og lauk þeim
lestri nú á mánudaginn. Erlendur
Jónsson er óvenju fær upplesari og
jafnvígur á beina og óbeina frásögn..
Þannig lék Erlendur persónumar
uns þær stóðu ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum áheyrandans.
Einkum varð þó aðalpersónan, hinn
fertugi piparsveinn Aðalsteinn, er
fór á stjómmálanámskeið hjá Þjóð-
þrifaflokknum en endaði ekki sem
stjómmálamaður heldur alls óvænt
f hjónabandinu blessaða, eftirminni-
legur í huga áheyrandans að lestri
loknum. Fannst mér hreint ævintýri
líkast að kíkja innfyrir dyr hjá Þjóð-
þrifaflokknum í fylgd Aðalsteins.
Nú, en enda þótt saga þessi hafi
verið hin ágætasta smíð og kitlað
rækilega hláturtaugar undirritaðs
býst ég nú ekki við að Erlendur
Jónsson verði tekinn hér í guðatölu
og boðið á rithöfundareikistefnur út
um allar jarðir eða kæfður f ríkis-
styrkjum. Kemur þar tvennt til. í
fyrsta lagi hefir Erlendur starfað
sem gagnrýnandi hér á blaðinu, en
sá starfi aflar mönnum ekki vin-
sælda meðal þeirra er toga í spen-
ana hjá mjólkurkúnni góðu, né
heldur meðal þeirra er ráða vali á
kennslubókum f skólum landsins. í
öðm lagi minnist ég þess ekki að
Erlendur Jónsson hafi gert mikið
af því að stíga í pontu með spek-
ingssvip eða að blöðin hafi hampað
hans ágætu persónu. Kannski hefði
verið ráð fyrir Erlend við upphaf
rithöfundarferils að breyta nafiiinu
og kalla sig til dæmis Erlend Icy,
en slíkar nafngiftir fleyta oft lista-
mönnum býsna langt f lifanda lffi.
Klám?
Heyrði ég rétt, Helgi Már Barða-
son, að þú hafír spilað lagið f nótt
fyrir stúlkuna í Grímsey í þættinum
Allt og sumt er hljómaði á rás 2
nú á mánudaginn og að textinn við
þetta óskalag hafi verið hið svæsn-
asta klám? Vonandi skjátlast mér
í þessu efni.
Njálssaga
Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og
nágrenni þjónar að mfnu mati ágæt-
lega því hlutverki að upplýsa hlust-
endur á svæðinu um helstu viðburði
dagsins. Sem dæmi um þennan
verkhátt vil ég nefna er Friðrik
Brekkan, einn af forsvarsmönnum
Söguleika, er nú sýna Njáls sögu í
leikgerð Helgu Backmann og Helga
Skúlasonar, mætti í svæðisútvarpið
sfðastliðinn mánudag og rakti
hvemig Sögu-leikaramir hefðu
hrakist frá einum stað til annars
uns Davíð Oddsson borgarsfjóri tók
málið í sfnar hendur og lét reisa
fímmhundmð manna áhorfendapall
í Rauðhólum og þá mddu starfs-
menn borgarinnar bflastæði með
leifturhraða, en þar með var þessari
stórmerku sýningu bjargað fyrir
hom á síðustu stundu og nú geta
menn yljað sér við bjarmann frá
Njálsbrennu á sannkölluðum sögu-
slóðum.
Ólafur M.
Jóhannesson
Þættir úr sögn Reykjavíkur:
Deilur um
samkomustað
Alþingis
■■■■ Þættir úr sögu
O "1 30 Reykjavíkur em
^ 1 — á dagskrá rásar
eitt í kvöld. Sumarliði
ísleifsson hefur umsjón
þáttarins með höndum. Þar
er komið sögu að deilur rísa
upp á fyrri hluta 19. aldar
um það hvar samkomu-
staður Alþingis eigi að
vera. Sagt verður frá deil-
um þessum og bent á
hugmyndir sem fram hafa
komið á þessari öld um að
flytja þingstaðinn aftur til
Þingvalla. Lesari með
Sumarliða er Þóra Sigurð-
ardóttir.
9. öld vildu margir að Alþingi kæmi saman á Þingvöllum eins og til foraa.
Kuggur, myndasaga eftir Sigrúnu Eldjárn, er meðal efnis í þættinum Úr mynda-
bókinni, sem er á dagskrá sjónvarps í kvöld.
Úr myndabókinni
■■■■ Úr myndabók-
-| ^700 inni, barnaþátt-
1 í “ ur með innlendu
og erlendu efni í umsjón
Agnesar Johansen er á
dagskrá sjónvarps síðdegis
í dag. Meðal efiiis er Kugg-
ur, myndasaga eftir Sig-
rúnu Eldjám, Fálynda
prinsessan, Raggi ráða-
góði, Snúlli snigill og Alli
álfur, Ugluspegill, Lúkas,
AIÍ Bongó og Alfa og Beta.
Hljomur
horfins
tíma
■■■ Hljómur horfins
01 00 tíma- fyrsti
þáttur af §órum
um tónlist, er á dagskrá
rásar eitt í kvöld. Þátturinn
er í umsjá Guðmundar
Gunnarssonar og kemur
frá Akureyri. „Hugmyndin
með gerð þessara þátta er
að rifja upp að einhveiju
leyti fyrstu kynni mín af
tónlist sem urðu alfarið
fyrir tilstilli útvarpshlust-
unar,“ sagði Guðmundur.
„Þetta reyni ég með því
að bregða undir nálina
plötum frá árabilinu 1937
langleiðina til 1950.“
Fyrsti þáttur verður helg-
aður fslenskum flytjendum
frá þessum árum, þar koma
við sögu María Markan,
Sigurður Skagfield og
fleiri.
I
UTVARP
MIÐVIKUDAGUR
2. júlí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.1B Morgunvaktin.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.16 Veöurfregnir.
8.30 Fréttiráensku.
0.00 Fréttir.
9.06 Morgunstund barn-
anna: „Pétur Pan og Vanda"
eftir J.M. Barrie, Sigríöur
Thoriacius þýddi. Heiödís
Noröfjörð les (3).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
9.45 Lesiö úr forystugreinum
dagblaöanna.
10.00 Fréttir.
10.06 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áöur
sem Guðmundur Sæ-
mundsson flytur.
10.10 Veöurfregnir.
10.30 Áöurfyrráárunum.
Umsjón: Ágústa Bjömsdóttir.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur. Umsjón:
Guðmundur Jónsson og Ýrr
Bertelsdóttir.
12.00 Dagskrá.Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.46 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar.Tónleikar.
13.30 I dagsins önn - Börn
og umhverfi þeirra. Umsjón:
Anna G. Magnúsdóttir og
Lilja Guðmundsdóttir.
14.00 Miödegissagan „Katr-
jn“, saga frá Álandseyjum
eftir Sally Salminen. Stein-
unn S. Siguröardóttir les (2).
14.30 Segöu mér aö sunnan.
Ellý Vilhjálms velur og kynnir
lög af suörænum slóöum.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
16.20 Á hringveginum —
Suöurland. Umsjón Einar
Kristjánsson, Þorlákur
Helgason og Ásta R. Jó-
hannesdóttir.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.16 Veöurfregnir.
16.20 Siödegistónleikar: Tón-
list eftir Jean Sibielius.
a. Rakastava, svíta op. 14.
Kammersveitin i Helsinki
leikur; Leif Segerstam stj.
b. Sinfónía nr. 3 i C-dúr op.
52. Fílharmóníusveitin i Vín
leikur; Lorin Maazel stj.
17.00 Fréttir.
17.03 Bamaútvarpið. Stjóm-
andi Vemharöur Linnet.
Aöstoöarmaöur: Sigurtaug
M. Jónasdóttir.
17.46 I loftinu. Umsjón Hall-
grimur Thorsteinsson og
Guölaug Maria Bjamadóttir.
Tilkynningar.
18.46 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.46 Aö utan. Fréttaþáttur
um erlend málefni.
20.00 Sagan: „Sundrung á
Flambardssetrinu" eftir
K.M. Peyton. Silja Aðal-
steinsdóttir les þýöingu sína
(9). .
20.30 Ýmsar hliöar. Þáttur í
umsjá Bernharös Guö-
mundssonar.
21.00 Hljómur horfins tima.
Fyrsti þáttur Gunnars Guö-
mundssonar af fjórum. (Frá
Akureyri.)
21.30 Þættir úr sögu Reykja-
vikur. Þriöji þáttur: Reykjavík
eöa Þingvellir, deilur um
þingstaðinn. Umsjón: Sum-
arliöi (sleifsson. Lesari: Þóra
Siguröardóttir.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orö kvöldsins.
MIÐVIKUDAGUR
2.júlí
9.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: Ásgeir Tómas-
SJÓNVARP
i
19.00 Úr myndabókinni
9. þáttur.
Barnaþáttur meö innlendu
og erlendu efni. Kuggur,
myndasaga eftir Sigrúnu
Eldjárn, Fálynd prinsessa,
Raggi ráðagóöi, Snúlli snigill
og Alli álfur, Ugluspegill,
Lúkas, Ali Bongó og Alfa
og Beta. Umsjón: Agnes
Johansen.
19.60 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
MIÐVIKUDAGUR
2. júlí
20.30 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.36 Margrét Danadrottning.
Viötal sem Bogi Ágústsson,
fréttamaður ( Kaupmanna-
höfn, átti viö Margréti II.
Danadrottningu, en hún er
vaentanleg til (slands á
næstunni.
21.10 Hótel.
20. Engum aö treysta.
Bandariskur myndaflokkur í
22 þáttum.
Aðalhlutverk: James Brolin,
Connie Sellecca og Eva
Gabor. Þýöandi Jóhanna
Þráinsdóttir.
22.00 Bronsöldin.
(Bronsálderen). Sænsk
heimildamynd um bronsöld
í Skandinavíu og fornminjar
frá þeim tlmum. Þýðandi
Jóhanna Johannsdóttir.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpiö).
22.66 Fréttirldagskrárlok.
22.16 Veöurfregnir.
22.20 Hljóö-varp. Ævar Kjart
ansson sér um þátt i sam
vinnu við hlustendur.
23.10 Djassþáttur. — Tómas
R. Einarsson.
24.00 Fréttir. Dagskráriok.
son, Kolbrún Halldórsdóttir
og Gunnlaugur Helgason.
Inn I þáttinn fléttast u.þ.b.
fimmtán minútna barnaefni
kl. 10.05 sem Guöriöur
Haraldsdóttir annast.
12.00 Hlé
14.00 Kliöur
Þáttur I umsjá Gunnars
Svanbergssonar og Sigurð-
ar Kristinssonar. (Frá Akur-
eyri).
15.00 Núerlag
Gunnar Salvarsson kynnir
gömul og ný úrvalslög að
hætti hússins.
16.00 Taktar
Stjórnandi: Heiöbjört Jó-
hannsdóttir.
17.00 Erill og ferill
Ema Arnardóttir sér um tón-
listarþátt blandaöan spjalli
viö gesti og hlustendur.
18.00 Dagskrárlok.
S VÆÐISÚTVARP
REYKJAVÍK
17.03—18.15 Svæöisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
—FM 90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.