Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1986 31 Morgunblaðið/Skapti Þær vinna í eldhúsinu þessar — og eiga allan heiðurinn af bakstrin- um, en allt sem boðið er upp á á kaffihlaðborðinu er heimabakað. Frá vinstri: Þórdís Jónsdóttir, Sigþrúður Tóbíasdóttir og Inga Jónas- dóttir. Hótel Edda á Hrafnagili Akureyn. HÓTEL Edda í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði opnaði 14. júni og er þetta annað sumarið sem hótel er starfrækt þar. Hótelstjóri er Ingibjörg Sigurðardóttir og sagði hún í samtali við biaðamann að á hótelinu væru 35 gistiherbergi - “við getum gist tæplega 100 manns i rúmum og auðveldlega 60-70 manns þar fyrir utan í svefnpoka- plássi í skólastofunum." Ingibjörg sagði að boðið væri upp á allar veitingar, alla daga frá kl. 8 til 23.30, og væri kaffihlaðborðið á sunnudögum sérstaklega vinsælt. “Kaffihlaðborðið er opið kl. 3 til 6 á sunnudögum, og í dag voru til dæmis um 400 manns hjá okkur," sagði hún er blaðamaður leit við síðastliðinn sunnudag - og þá hafði greinilega verið nóg að gera! Sundlaugin á Hrafnagili er opin alla daga vikunnar frá kl. 10 til 22. “Hun er mjög þægileg, sérstaklega fyrir bamafólk því hún er stór og grunn," sagði Ingibjörg. Síða í vikunni sagðist hún fá Ijósalampa á hótelið. Þá má nefna að við hótel- ið er grasvöllur þar sem hótelgestir geta stundað knattspyrnu. Ingibjörg sagði “allmikið" hafa verið að gera á hótelinu i sumar. “Hér er ágætis funda- og ráðstefnu- aðstaða sem hefur talsvert verið notuð og þá tel ég hótelið mjög vel staðsett, til dæmis er það ákjósan- legt fyrir bamafólk. Það er vel út úr mestu umferðinni en samt er ekki nema tíu mínútna keyrsla til Akureyrar." Morgunblaðið/Skapti Ingibjörg hótelstjóri, lengst til vinstri, ásamt starfsfólki í matsalnum, Ingólfi Arasyni, Sólveigu Hallgrímsdóttur, Eyrúnu Ingvadóttur og Sigurði Kolbeinssyni. Nýja húsnæðislánakerfið: Áhersla á lán til þeirra sem eru að byg-gj a í fyrsta sinn í KJÖLFAR kjarasamninganna í febrúar siðastliðnum hefur verið gerð uppstokkun á öllu húsnæðislánakerfinu. Nú nýlega var svo birt ný reglugerð um lánveitingar Byggingarsjóðs ríkisins. Lánsréttur í hinu nýja húsnæðis- lánakerfi ræðst af því hvort um- sækjandi hafi greitt iðgjöld í lífeyr- issjóð tvö undangengin ár fyrir lán- veitingu og hversu mikið sá lífeyris- sjóður lánar til Húsnæðisstofnunar með skuldabréfakaupum. Einnig er tekið tillit til þess hvort um fyrstu kaup sé að ræða eða umsækjandi eigi íbúð fyrir. Lánsréttur ræðst af skuldabréfakaupum lífeyrissjóða Ef lífeyrissjóður umsækjenda hefur keypt skuldabréf fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu veitir það rétt á hámarksláni. Kaupi lífeyrissjóður fyrir 20% af ráðstöfunarfé sínu á umsækjandi lágmarkslánsrétt, en sé keypt fyrir minna en 20% fæst ekki lán. Ef umsækjandi hefur greitt ið- gjöld til fleiri en eins lífeyrissjóðs á undanfömum tveimur árum, áður en umsókn er lögð fram, ákvarðast lánsréttur hans af skuldabréfa- kaupum hvers einstaks sjóðs í hlut- falli við iðgjaldagreiðslur. Lánin geta aldrei orðið hærri en sem svarar 70% af kostnaðaráætlun íbúðar eða 70% af raunverulegu kaupverði hennar. Við mat á því hvað telst raun- vemlegt kaupverð eru hafðar til hliðsjónar upplýsingar Fasteigna- mats ríkisins um kaupverð íbúða á hveijum tíma. Ef óeðlilegur munur er á fast- eignamati og raunvirði, nemur láns- ijárhæð 70% af þeirri íjárhæð sem Húsnæðisstofnunin viðurkennir sem raunhæft mat á kaupvirði. Allt að 2,1 milljón Fyrir þá sem eru að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð geta lánin numið allt að 2.100.000 krónum við kaup á nýrri íbúð, ef umsækjandi hefur hámarkslánsrétt, en 700.000 kr. miðað við lágmarkslánsrétt. Fyrir þá sem eru að byggja eða kaupa nýja íbúð og eiga íbúð fyrir nema lánin allt að 1.470.000 kr. Við kaup á notuðu húsnæði geta lánin hjá þeim sem eru að kaupa eða byggja í fyrsta sinn orðið allt að 1.470.000, miðað við hámarks- lánsrétt en hæst 1.029.000 kr. hjá þeim sem eiga íbúð fyrir. Allar upphæðir miðast við láns- kjaravísitölu og eru teknar til end- urskoðunar ársfjórðungslega. „I fyrsta sinn“ Umsækjandi getur talist vera að byggja í fyrsta sinn, þó að hann hafi áður fengið lán úr Byggingar- sjóði ríkisins. Þetta gildir ef um hjónaskilnað er að ræða; ef umsækjandi hefur þurft að selja sína fyrri íbúð vegna greiðsluerfiðleika; eða vegna greiðsluþrots/gjaldþrots. Einnig ef umsækjandi hefur átt verkamannabústað fyrir og er að hefja nýbyggingu utan verka- mannabústaðakerfisins, að því skil- yrði uppfylltu að eignarhluti hans hafi numið lægri ijárhæð en sem svarar 25% af hámarkslánsljárhæð til nýbyggingar. Önnur undantekningartilfelli geta einnig komið til greina. Lánsréttur hjóna Lánsréttur hjóna eða sambýlis- fólks, sem bæði eru útivinnandi, miðast við meðaltal af lánsrétti þeirra beggja. Ef annar aðilinn hefur heimilisstörf að aðalstarfi hefur hann sama lánsrétt og maki. Umsækjandi sem hefur heimilis- störf að aðalstarfí en er hvorki í sambúð né hjúskap hefur hámarks- lánsrétt. Ekki stærri en 220 fm í þessari nýju reglugerð eru einn- ig þau nýmæli að lán til nýrra íbúða, stærri en 170 fm, skerðast um 2% fyrir hvem fermetra sem íbúðin er stærri en 170 fm. Ekki eru veitt lán til stærri íbúða en 220 fm. Miðað er við innanmál hússins alls að frádregnum bílskúr. Gildir þetta um teikningar sem samþykktar eru af byggingamefnd- um frá og með 1. september 1985. Umsókn og- úthlutun Umsókn er gerð á þar til gerðum eyðublöðum sem Húsnæðisstofnun- in lætur í té. Þeir sem uppfylla öll skilyrði um lánveitingu eiga að fá bindandi svar um lánsíjárhæð og afgreiðslutíma innan tveggja mán- aða frá því að umsókn var lögð fram. Umsókn um lán skal berast Hús- næðisstofnun ríkisins innan eins árs frá dagsetningu kaupsamnings. Lán á að afgreiða í þeirri röð sem umsóknir berast og/eða íbúðir verða veðhæfar. Þó eiga þeir sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn að ganga fyrir, biðtími þeirra á að vera að minnsta kosti helmingi styttri en þeirra sem eiga íbuð fyrir. Áður en hægt er að veita lánið verður að leggja fram endanleg fullnægjandi gögn, þar á meðal nýja kostnaðar- og greiðsluáætlun. Ef hún er verulega frábrugðin þeirri fyrri kemur til greina að endur- skoða lánsfjárhæðina sem ákveðin hafði verið í hlutfalli við breyting- amar. Ráðgjáfastöð Húsnæðisstofnun- ar ríkisins gerir síðan mat á þessum áætlunum. Ef útséð er um að umsækjandi geti á engan hátt stað- ið undir greiðslum á láninu, að mati Húsnæðismálastjómar, skal honum skýrt frá því og annaðhvort krafist ríkari ábyrgðar eða lánveit- ingu frestað þar til ú'árhagur um- sækjanda leyfír lánið eða lánveit- ingu synjað. Lán eru ekki veitt oftar en á fimm ára fresti, þau eru til allt að 40 ára og verðtryggð að fullu. Raunvextir eru ákveðnir af ríkisstjóminni á hveijum tíma. Núverandi ríkisstjóm hefur sagt að vextir verði 3,5% í stjómartíð hennar. Harður árekstur HARÐUR árekstur varð á mótum Álftanesvegar og Reykjavíkur- vegar í Hafnarfirði í gærmorg- un. Sendibifreið, sem var á leið norður Reykjavíkurveg, skall á fólksbifreið, sem ók austur Álfta- nesveg. Ökumaður sendibifreið- arinnar og ungur sonur hans voru fluttir í sjúkrahús og munu meiðsli þeirra vera nokkuð alvar- leg. Rannsóknarlögreglan í Hafnar- firði biður sjónarvotta að slysinu að gefa sig fram. Sérstaklega hefur lögreglan áhuga á að ræða við ökumann bifreiðar er ók á eftir sendibifreiðinni norður Reykjavík- urveg, því ekki eru ökumenn á eitt sáttir um stöðu umferðarljósanna. Borgarnes: Eyjólfur Torfi Geirsson kosinn oddviti hreppsins Borgaraesi. FYRSTI fundur nýkjörinnar hreppsnefndar í Borgarnesi hefur verið haldinn. Eyjólfur Torfi Geirsson, sem skipaði fyrsta sæti á lista Alþýðuflokks, var kjörinn oddviti til eins árs. Gísli Karlsson var endurráðinn sem sveitarstjóri. Skipað var í nefndir og ráð hrepps- ins. Og staðfestir voru sérkjarasamningar Borgarneshrepps við Starfsmannafélag Borgarneshrepps og Verkalýðsfélags Borgarness. Á fundinum lagði nýkjörinn oddviti fram málefnasamning meirihlutans og kynnti helstu atriði hans. Þar var m.a. komið inn á eftirfarandi: Atvinnumál. „Unnið verði að því að styrkja og efla þann atvinnurekstur sem fyrir er. Allar hugmyndir um ný atvinnutækifæri fái faglega um- fjöllun strax. Athugað verði með tímabundna ráðningu aðila til að aðstoða fyrirtæki er eiga í vanda og leita nýrra leiða í atvinnurekstri. Borgameshreppur hafi forgöngu um og verði þátttakandi í að tryggja að ætíð sé fyrir hendi atvinnuhús- næði fyrir nýjan atvinnurekstur. Sérstök áhersla verði lögð á mikil- vægi Borgamess sem ferðamanna- bæjar og miðstöðvar samgangna á Vesturlandi." Skipulagsmál. „Hraðað verði endurskoðun aðal- skipulags Borgamess. Stefnt verði að því að gerð verði landnýtingar- áætlun fyrir Borgames. Lögð verði áhersla á að sérkenni Borgamess verði varðveitt eins og hægt er. Gengið verði frá staðsetnigu fram- tíðaríþróttarsvæðis. “ Hitaveitan. „Leitað verði samstarfs við hita- veitur sem líkt er komið fyrir og Hitaveitu Akraness og Borgarfjarð- ar og knúið á um lausn er tryggi rekstur veitunnar og viðunandi orkuverð." Morgunblaðið/Theodór Frá fyrsta fundi nýkjörinnar hreppsnefndar Borgameshrepps. Konur voru í meirihluta á þessum fundi i fyrsta skipti i sögu hrepps- nefndarinnar. Almannatengsl. „Efla skal útgáfu Fréttabréfs Borgameshrepps. Haldinn verði minnst einn borgarafundur á ári. Hreppsmálasamþykkt verði tekin til endurskoðunar með það að markmiði að opna stjómsýsluna." í hreppsnefnd sitja nú þijár konur, en á þessum fyrsta fundi hreppsnefndarinnar sat sú fjórða sem varamaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Vora konur því í meiri- hluta á þessum fundi og hefur það ekki gerst áður í sögu hreppsnefnd- ar í Borgamesi. - TKÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.