Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1986
„Mjöff mikilvægur dómur“
— segir Halldór Ásgrímsson
„ÉG VIL leggja áherslu á það,
að þetta mál fjallar ekki um
okkur, heldur tengist það hval-
veiðibanninu og samningum í
kjölfar þess á milli Bandaríkj-
anna og Japans,“ sagði Halldór
Ásgrimsson i samtali við Morg-
unblaðið, „við höfum farið eftir
banninu en nýtt okkur heimild
til veiða í rannsóknarskyni.“
Krislján Loftsson forstjóri Hvals hf.:
Hefur ekkert með samn-
inginn við Japani að gera
„MÉR er nú ómögulegt að koma auga á nokkurt mikilvægi þessa
dóms fyrir okkur íslendinga," sagði Kristján Loftsson, forstjóri
Hvals h.f., „enda eru engin lög eða reglugerðir í Japan, sem heimila
innflutningsbönn eða höft á sölu hvalaafurða."
Kristján taldi að þótt hæstiréttur
Bandaríkjanna hefði komist að
gagnstæðri niðurstöðu, hefði það
ekki þurft að yera áhyggjuefni fýrir
íslendinga. Ómögulegt væri að
segja til hvaða ráða Japanir hefðu
gripið, ef Bandaríkjamenn hefðu
skorið veiðiheimildir þeirra í banda-
rískri lögsögu verulega niður. Mætti
þar til dæmis nefna hugsanlegt
innflutningsbann í Japan á banda-
rískum sjávarafurðum, sem skiptu
hundruðum milljóna króna og
myndi leika fískiðnað í Alaska mjög
grátt. „Öll þessi umræða sýnist mér
vera vangaveltur um hluti, sem út-
lokað verður að fá botn í. Hvaða
hugsanleg áhrif hefði hugsanleg
ákvörðun hugsanlega getað haft?
Það er það sem menn eru að velta
fyrir sér,“ sagði Kristján Loftsson.
Ráðherrann gat þess, að tregðu
hafi gætt í sölu á afurðum, sem
verða til við þessar rannsóknir,
þar eð Japanir vilja ekki eiga
neitt á hættu vegna kaupa á
þeim. „Mikilvægi þessa dóms
fyrir okkur felst í því að hann
minnkar líkurnar á því að Banda-
ríkjamenn hafi afskipti af við-
skiptum milli Japana og íslend-
inga. Að öðru leyti eru þessi tvö
máJ óskyld."
I Morgunblaðinu á þriðjudag var
sagt frá úrskurði hæstaréttar
Bandaríkjanna um hvalveiðar Jap-
ana og fiskveiðiréttindi. Hann var
á þá leið að stjórn Bandaríkjanna
væri ekki skuldbundin til að tak-
marka fiskveiðiheimildir Japana í
bandarískri lögsögu vegna hval-
veiða þeirra í Kyrrahafi. Urskurður-
inn var samþykktur með 5 atkvæð-
um gegn 4. Samkvæmt fyrri úr-
skurði áfrýjunardómstóls, var stjóm
Bandaríkjanna skyldug til að helm-
inga fiskveiðikvóta sérhvers ríkis,
sem virti hvalveiðibann Alþjóða-
hvalveiðiráðsins að vettugi.
Aðspurður um afleiðingar þess
ef álit minnihluta hæstaréttar
Bandaríkjanna hefði orðið ofan á,
sagðist Halldór ekki gera sér grein
fyrir þeim, hins vegar væri þessi
niðurstaða mjög mikilvæg fyrir
stjómvöld í Bandaríkjunum. Það
hefði verið meiri háttar áfall fyrir
stjómvöld í Bandaríkjunum, ef
dómurinn hefði fallið á hinn veginn,
enda hefði það takmarkað svigrúm
stjómvalda til samninga á alþjóð-
legum vettvangi. Einnig hefði það
getað haft áhrif á öðrum sviðum.
Halldór Asgrímsson heldur um
næstu helgi til Bandaríkjanna til
viðræðna við þarlend stjómvöld.
„Við ræddum við bandarísku full-
trúana á fundi Alþjóðahvalveiði-
ráðsins í Malmö um rannsóknar-
áætlun Islendinga, og var talið
nauðsynlegt að eiga frekari viðræð-
ur eftir að þeim fundi lauk,“ sagði
Halldór Ásgrímsson. Halldór kvaðst
hvorki vera bjartsýnn né svartsýnn
á skilning bandarískra stjómvalda
á sjónarmiðum Islendinga, en að
áhersla yrði lögð á að kynna sjónar-
mið okkar, þannig að enginn mis-
skilningur ætti sér stað á milli
stjómvalda landanna. „Sá orðrómur
hefur verið nokkuð áberandi að með
rannsóknaráætlun okkar séum við
aðeins að færa veiðar okkar í nýjan
búning; þessum orðrómi þarf að
eyða,“ sagði Halldór.
„Nýju reglumar í takt við það
sem við höfum stefnt að“
— segir Árdís Þórðardóttir formaður stjórnar lánasjóðsins
„MÉR FINNST það makalaust hversu margir býsnast yfir ofvexti í
útgjöldum hins opinbera, en þegar beita á aðhaldi þá er alltaf óskap-
ast yfir því að ekki megi hrófla við þessu atriði, betra væri að
skerða eitthvað annað — og hvað það er liggur oftast milli hluta,“
sagði Árdís Þórðardóttir, stjómarformaður Lánasjóðs íslenskra
námsmanna, þegar hún var innt álits á nýjum úthlutunarreglum sjóðs-
ins.
Árdís sagði að stjóm sjóðsins
hefði gert tillögur um breytingar á
úthlutunarreglunum og þær síðan
flestar hlotið samþykki ráðherra. í
þeim komi fram að stjómin telji að
sér beri skylda til að beita aðhaldi
við úthlutun lána. Árdís sagði að
nú hefðu tvær veigamiklar breyt-
ingar orðið á reglum sjóðsins.
Annarsvegar væri tekið tillit til
skólagjalda vegna náms eftir BS-
og BA-próf víðar en í enskumælandi
löndum. Hinsvegar væri mönnum
ekki lengur refsað fyrir tekjur sínar
eða styrki sem þeim hlotnast. Varð-
andi þá stefnu að greiða ekki skóla-
gjöld vegna fyrrihlutanáms, ef
kostur er á sambærilegu námi á
íslandi sagði Árdís: „Ég vil benda
á að á undanfömum árum hefur
sjóðurinn takmarkað verulega það
tillit sem er tekið er til skólagjalda
á fyrsta hluta háskólanáms. Þær
skorður hafa jafnan verið settar
hvort sambærilegt nám má stunda
á íslandi. Samkvæmt 2. grein laga
númer 72/1982 sem sjóðurinn
starfar eftir er lánasjóðnum heimilt
að veita Ijárhagsaðstoð til sémáms
erlendis verði hliðstætt nám ekki
stundað hérlendis. Við höfum því
ekki gert annað en að samræma
reglumar. Með þessu erum við að
beina augum fólks í fyrrihlutanámi
frekar að þeim landsvæðum þar
sem háskólanám er borgað af hinu
opinbera. Þannig teljum við að
hægt sé að gæta aðhalds í útgjöld-
um sjóðsins og vega þar með upp
á móti útstreymi fjár vegna breyt-
inga á tekjutilliti."
„Með þessum nýju reglum er
stjómin að hvetja nemendur til að
afla sér sem mestra tekna,“ sagði
Árdís. Hinsvegar taldi hún að ef
ekkert tillit hefði verið tekið til
tekna hefði útstreymi fjár úr sjóðn-
unum aukist um of. „Ég tel það
æskilegt að láta af öllu eftirliti með
tekjum lánþega og öllum skorðum
á hvar þeir stunda nám. Til þess
að ná því markmiði þurfum við að
verðleggja peningana hóflega. Mér
verður það æ Ijósara að setja verður
lög um að námslánin beri vexti.
Einnig þyrfti að koma í veg fyrir
að lánin afskrifist eftir 40 ár eins
og nú er. Þá gætum við líka komið
upp öflugu styrkjakerfi til þeirra
einstaklinga sem skara fram úr.“
Árdís sagði að hugmyndin um
styrkjakerfi gerði ráð fyrir því að
þeim yrði úthlutað með aðstoð skól-
anna, sem Ieggðu mat á hverjir
væru þeirra verðir. Ekki þyrfti
endilega að miða við frábæran
árangur, heldur fyrst og fremst að
þeir sem sýnt hefðu ágætar fram-
farir nytu þeirra. „Ég tel að þessar
nýju reglur séu fýllilega í takt við
það sem sjóðstjómin hefur verið að
stefna að undanfarin ár. Við viljum
hvetja námsmenn til að afla sér
tekna og stuðla að nauðsynlegu
aðhaldi í úthlutun fjárins."
i
Morgunblaðið/Óli K. Magnússon
Tuminn er ónýtur nema hvað
allt skraut, sem á honum er
úr eir, er í lagi og verður
notað aftur á endurbyggðan
tura.
Gamli iðnskólinn:
Endurbygg-
ingu ljúki
10. ágúst
„Endurbygging gamla iðn-
skólans, sem nú er í eigu
borgarinnar, hefst að öllum
líkindum í dag, en í heila viku
höfum við verið að hreinsa til
í húsinu. Við stefnum síðan á
að ljúka verkinu 10. ágúst,“
sagði Leifur Blumenstein,
byggingaf ræðingur, i samtali
við Morgunblaðið, en hann
hefur umsjón með endur-
byggingu hússins.
Efsti hluti tumsins var tekinn
af húsinu sl. mánudag og verður
hann endurbyggður undir stjóm
Magnúsar Bjömssonar, sem
einnig sá um endurbyggingu
hans þegar húsið var gert upp
og lagfært. Leifur sagði að tum-
inn væri að mestu ónýtur nema
hvað allt skraut úr eir er í lagi
og yrði notað aftur. „Reisa verð-
ur allt risið upp aftur og að hluta
loftið, sem er yfir annarri hæð
hússins. Byggingarfyrirtækinu
ístaki hefur verið falið að sjá
um verkið og verða allt að 12
manns við vinnu."
Leifur sagði að óljóst væri enn
hvað um baðstofuna yrði, en
ljóst væri að útskurður sá er
Ríkharður Jónsson vann á sínum
tíma væri gjörónýtur. Húsið var
byggt árið 1905, en baðstofan
var ekki byggð inn í það fyrr
en árið 1924.
Aldarafmæli Landsbanka íslands í gær:
Afmælisveisla á öllum
afgreiðslustöðum bankans
Banka- og deildarstjórar
reyndu eftir megni að vera sem
mest á lausu í gær til þess að
geta blandað geði við viðskipta-
vini meira en venjulega. Hér á
miðri mynd má sjá þá Guðmund
Guðmundsson forstöðumann
afgreiðslusviðs, Sigurbjörn
Sigtryggsson aðstoðarbanka-
stjóra og Jóhann Ágústsson
framkvæmdastjóra afgreiðsiu-
sviðs í aðalbanka.
LANDSBANKI íslands hélt upp á aldarafmæli sitt í gær á 42 af-
greiðslustöðum bankans um ídlt land og er víst óhætt að segja að
menn hafi verið i hátíðarskapi.
Það var nóg að gera hjá starfs-
fólki eins og venjulega þann 1.
hvers mánaðar, en að þessu sinni
var enginn að flýta sér og allir með
bros á vör. Fólk dvaldi lengur en
vant er í bankanum yfir veitingum
og mátti sjá á borðum fleiri blóma-
skreytingar sem bankanum hafði
borist í tilefni tímamótanna. „Þetta
er óskaveður - þama sérðu að við
höfum sambönd alls staðar," sagði
Jóhann Ágústsson, framkvæmda-
stjóri afgreiðslusviðs í aðalbanka,
þegar blaðamann bar að garði undir
hádegi í gær, en hann ásamt öðru
starfsfólki bankans, stóð úti og
bauð viðskiptavini velkomna. Inni í
afgreiðslusalnum var boðið upp á
kaffi og meðlæti og sá starfsfólk
bankans um að nóg væri á borðum
og að yngstu gestimir fengju smá-
dót, blöðrur og góðgæti. Afgreiðsl-
an fór þó fram með hefðbundnum
hætti.
Afgreiðslusalurinn var skreyttur
sérstaklega I tileftii tímamótanna
og starfsfólkið vígði í gær nýju
búningana sína sem settu mikinn
hátíðarblæ á afmælishaldið. Konur
klæddust rauðum drögtum og karl-
ar gráum buxum, hvítri skyrtu og
bám rautt bindi. Bankastjórar
höfðu lokið móttöku með fyrra
móti. Um tuttugu manns höfðu
komið þá um morguninn, sem er
nokkuð eðlilegur fjöldi, en þar af
vom tveir sem aðeins höfðu komið
til þess að spjalla um lífíð og tilver-
una, eins og stundum bregður við,
að sögn eins bankastjórans.
Skólahljómsveit Kópavogs undir
stjóm Bjöms Guðjónssonar byijaði
að leika fyrir framan Langholts-
útibú kl. 9.00 í gærmorgun, síðan
fyrir framan Miklubrautarútibú, þá
Vegamótaútibú og síðast marséraði
hljómsveitin niður Bankastrætið og
að aðalbankanum, þar sem hljóm-
svéitin lék um stund um hádegis-
bilið. Þá kom hún aftur kl. 15.30
og lék fram að lokun bankans. „Lík-
lega koma miklu fleiri tif okkar í
aðalbankann áður en dagurinn er
úti, en ég átti von á í upphafi ef
marka má fyrsta klukkutímann sem
bankinn var opinn," sagði Jóhann
um hádegisbilið í gær, en á fyrsta
klukkutímanum höfðu 1.400 kaffi-
dryklqarmál verið notuð. í upphafi
var hinsvegar gert ráð fyrir að
milli 5-6 þús. manns kæmu í heild,
en venjulega um mánaðamót koma
milli 3.500 til 4.000 manns og á
öðrum dögum fer tala viðskiptavina
ekki niður fyrir 2.500, að sögn Jó-
hanns.
Afmælisgestir bankans skrifuðu
allir í gestabók og einnig æfðu
sumir þeirra sig á hraðbankanum
svokallaða sem hafði verið komið
fyrir í bankanum tii bráðabirgða í
tileftii afmælisins. Sögusýning
Landsbanka íslands og íslenskrar
seðlaútgáfu og myntsláttu er opin
til 20. júlí í nýja Seðlabankahúsinu.
Virka daga verður opið kl. 16.00-
22.00 og um helgar kl. 14.00-22.00.
Aðgangur er ókeypis. Þá hefur
verið ákveðið að þeim bömum, sem
fæddust í gæ'r á afinælisdegi bank-
ans, verðpr send kjörbók með 2.500
króna innistæðu síðar í sumar.
Morgunblaðið/Einar Falur