Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1986 Alltaf jafn formlegur — David Lee Roth, sem m.a. lýsti þvi yfir i samkvæminu að hryðjuverka- menn myndu ekki hindra hljóm- leikaferðir hans í sumar. Quincy Jones ásamt konu sinni, Peggy Lipton og syni sinum frá öðru hjónabandi, Quincy III, sem nú er 17 ára að aldri. Quincy Jones hlýtur mannúðar- verðlaun r ónlistarsnillingnum Quincy Jones var nýlega haldið hóf á Hilton-hótelinu í New York. Gestgjafarnir voru samtökin „T.J. Martell Foundation", en það er nokkurs konar góðgerðafélag poppheimsins. A ári hveiju veita samtökin svokölluð „mannúðar- verðlaun" til þess tónlistarmanns, sem þykir hafa skarað fram- úr, haft heilmikil og góð áhrif á iðnaðinn, sem slíkan. Félagið tekur hlutverk sitt líka mjög hátíðlega og safnar látlaust pening- um allan ársins hring, sem renna beint til hinna ýmsu hópa, sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Til að mynda hafa á þessu ári safnast 3,6 milljónir bandaríkjadala, eða u.þ.b. 148 milljónir íslenskra króna, til styrktar krabbameinsrannsóknum. Allir láta félagsmennimir 2000, eitthvað af hendi rakna, en öll met sló þó Michael Jackson um daginn, er hann gaf samtökunum heila sjúkradeild, sem rúmar 19 manns. Þetta ætti að afsanna þá kenningu í eitt skipti fyrir öll, að popparar séu ekkert annað en sjálfumglaður ruslaralýður, sem geti ekkert annað en glamr- að á gítar og gargað einhveija vitleysu. Hófíð á Hilton-hótelinu var með eindæmum vel heppnað og heiðursgestinum var ákaft hrósað í öllum þeim erindum, sem þar voru flutt. Til að mynda sagði söngvarinn James Ingram: „Quincy er einhver sú besta manneskja, sem ég hef kynnst." __Sáb<infyrÍr stödd í sjúkrastofunni, er hann lést. Söngkona Tina Tumer er ekki gædd þeirri gáfu að geta séð fram í tímann frekar en flest okkar hinna, en hún trúir þó statt og stöðugt á hæfni margra annarra til þess. Segist hún aldrei fara út í neinar framkvæmdir án þess að leita fyrst ráða hjá spákonu. Hinn háttvirti breski leikari, Sir Alec Guinnes, er sagður svo með eindæmum sannspár maður að það jaðrar við að óhuggulegt sé. Það sem hann er þó frægastur fyrir á þessu sviði eru ummæli þau, sem hann lét falla er James Dean sýndi honum nýja kappakst- ursbílinn sinn. „Ég skil ekki enn þann dag í dag hvað olli því að ég hugsaði mig um,“ segir Alec, en hann sagði við Dean: „Lofaðu mér því drengur minn að þú munir aldrei setjast upp í þennan bfl, því þá verður þú dáinn innan viku.“ Það stóð heima. Sjö dögum síðar lét Dean lífið í bflslysi. Ja, hveiju á maður svo að trúa? Sumar stj örnur trúa á fylgjur og fyrirboða Allt tal um fylgjur og fyrir- boða hefur nú um langa hríð verið snarlega afgreitt sem kerl- ingarkjaftæði, blaður og bull. Það þykir ekki við hæfi að fullorðið fólk með sæmilega menntun og greind trúi á önnur eins fyrirbæri nú til dags, heldur heyri allt slfld fortíðinni til — magnaðar drauga- sögur eigi aðeins heima í myrkv- um baðstofum eða við flöktandi kertaljós. Ef marka má okkar heimildir virðist samt sem nú megi búast við byltingu í þessum efnum. Stjömumar, bæði leikarar og tón- listarmenn, hafa nefnilega marg- ar hveijar viðurkennt að þær trúi á alls kyns vættir og yfimáttúra- legar verar. Og ef að líkum lætur mun almenningur fylgja þeim fast eftir. Sumir segja þessar sögur þeirra einungis sönnun þess að listamennimir hafi æði skrautlegt hugmyndaflug, aðrir efast ekki eina mínútu um sannleiksgildi sagna þeirra. Meðal þeirra sem segja sig margoft hafa fengið einhvers konar vísbendingu eða hugbnoð um það, sem verða vill, er leikkon- an Sophia Loren. Þess era líka nokkur dæmi að Loren hafí breytt Sophia Loren — ekki bara sér- vitur, heldur sannspá. áætlun sinni á síðustu stundu, án þess að geta gefið neina „skyn- samlega" ástæðu fyrir því. Eitt sinn harðneitaði hún t.d. að stíga upp í flugvél eina sem hún átti pantað far með. Nokkram klukku- tímum síðar hrapaði vélin og fór- ust allir sem um borð voru. Einnig hefur það komið fyrir ofcar en einu sinni að Sophia hefur rokið skyndilega upp til handa og fóta og tryggt allar eigur sínar í bak og fyrir. Það hefur líka staðið heima. Fáum dögum síðar er Tína Turaer myndi sennilega spara sér stórar fjárfúlgur, gæti hún spáð sjálf, en þvi miður verður hún að leita á náðir annarra hvað það snertir. venjulega brotist inn hjá henni eða það kviknar í. Elizabeth Taylor hefur þessa hæfileika líka, að eigin sögn. Hún segist hafa séð dauða Burtons fyrir nákvæmlega á þeirri stundu sem hann átti sér stað. Því vissi hún hvers kyns var þegar síminn hringdi. Atburðarás- inni gat hún lýst fyrir læknunum rétt eins og hún hefði sjálf verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.