Morgunblaðið - 10.07.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.07.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 Framkvæmdastjórn og þingflokkur Alþýðubandalagsins: Akveða miðstj ómarfund næstkomandi mánudag Þar verður fjallað um málefni Guðmundar J. Guðmundssonar Framkvæmdastjóm og þing- flokkur Alþýðubandalagsins fundaði sameiginlega í gær- kvöldi. A fundinum var sam- þykkt tillaga þeirra Svavars Gestssonar, formanns flokksins, Kristínar A. Ólafsdóttur, vara- formanns, Ragnars Araalds, formmanns þingflokks og Ólafs Ragnars Grímssonar formanns framkvæmdastjóraar, þess efnis að haldinn verði miðstjómar- fundur á næstu dögum um atburði síðustu vikna. Akveðið hefur verið að fundurinn verði næstkomandi mánudag. Dagfan í áætl- unarflug í gær DAGFARI, Fokker-flugvélin sem varð fyrir árekstrinum í fyrra- kvöld, er með öllu óskemmd og hóf áætlunarflug í gær. Eins og áður hefur komið fram stöðvaðist eins hreyfils flugvélin á landgangi og hjólabúnaði Dag- fara. Var strax hafist handa við að athuga hvort einhveijar skemmdir hefðu orðið á lendingar- búnaðinum, en svo reyndist ekki vera. „Það er allt of snemmt að koma með getgátur og ályktanir á þessu stigi,“ sagði Haukur Hauksson, varaflugmálastjóri, í samtali við Morgunblaðið. „Unnið er að rann- sókn málsins ásamt öðrum óhöppum, m.a. slysinu sem varð á Flúðum um daginn, og tekur það sinn tfma. Þetta óhapp á Reykjavíkurflugvelli í fyrrakvöld er ekki þess eðlis að það muni þurfa að vera langann tíma í rann- sókn. Á fundinum fóru fram ítarlegar umræður um mál Guðmundar J. Guðmundssonar og í þeim umræð- um kom fram, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins, ótvíræð gagnrýni á þá undirskriftarsöfnun, sem verið hefur í gangi meðal mið- stjóniarmanna að undirlagi Kristín- ar Á. Ólafsdóttur og fleiri. Jafnvel er búist við að á mið- stjómarfundinum næstkomandi mánudagskvöld verði borin upp ályktunartillaga um að Guðmundur J. Guðmundsson segi af sér þing- mennsku, en skiptar skoðanir eru um hvort slík tillaga fengi meiri- hluta á fundinum. Ekki er búist við að undirskrifta- listi sá sem gengið hefur meðal miðstjómarmanna verði afhentur á fundinum þar sem ákveðið var að fara af stað með hann áður en miðstjómarfundurinn var ákveðinn, en þar muni vilji miðstjómarmanna koma fram. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Trillustemmning frá Hjalteyri Fréttaútsending CBS í íslenska sjónvarpinu Viðskipti Útgerðarfélags Skagfirðinga við Biisumer Werft: Höfum ekki trú á að fjár- hagslegt tjón hljótist af — segir Marteinn Friðriksson stjórnarformaður VEGNA MISTAKA starfsmanns mælaborðs Landssímans f gær- kvöldi mátti sjá að afloknum útsendingum íslenska sjónvarps- ins fréttaútsendingn frá CBS stöðinni bandarísku, sem kom i gegnum Skyggni. Stóð útsend- ingin ekki nema í rúmar tiu © INNLENT minútur, eða þar til starfsmaður stöðvarinnar áttaði sig á mistök- unum og leiðrétti þau. Mistökin áttu sér stað þegar ver- ið var að leita að bilun í móttöku- kerfi Landssímans. Hafði verið beðið í dálitla stund eftir að útsend- ingum sjóvarpsins lauk til að hefja leit að biluninni en þar á landinu sem ekki hafði verið slökkt á sjón- varpssendum var hægt að sjá kaflann úr fréttaútsendingu CBS stöðvarinnar. Fréttaútsendingin var í svart hvítum litum og án hljóðs. Stafaði það af því að amersíska sjónvarpskerfið er öðruvisi en það evrópska sem notað er hér á landi. „VIÐ HÖFUM fengið i hendur staðfestingu á að þeir muni standa við alla samninga við okkur hjá Útgerðarfélagi Skagfirðinga og höfum ekki trú á að fjárhagslegt tjón muni hljótast af,“ sagði Mar- teinn Friðriksson, sljóraarformaður útgerðarfélagsins, þegar hann var inntur eftir þvi hvort erfiðleikar hjá þýsku skipasmiðastöðinni Busumer Werft kæmu til með að seinka afhendingu á togurunum Drangey, SK-1, og Skafta, SK-3, sem verið hafa þar í viðgerð undan- farnar vikur. Óttast var um tíma að erfiðleikarnir kynnu að valda því að skipin yrðu ekki afhent fyrr en seint og um siðir og því hafa ófyrirsjánlegar afleiðingar fyrir Útgerðarfélag Skagfirðinga. Marteinn sagði að reyndar hefði og sagði Marteinn að vonandi yrði „Enn sem komið er höfum við ekki orðið fyrir neinu áfalli, það hefur verið unnið að mestu leyti í samræmi við samningana og við trúum því að svo verði áfram,“ sagði Marteinn að lokum. átt að afhenda Drangey á þriðju- daginn en hún hefur verið úti í Þýskalandi síðan í byrjun maí. Fór fram lenging á skipinu jafnframt því sem skipt var um allar hjálpar- vindur og togvindur, og ný brú sett á skipið. Skipið var sjósett í þessari viku og því einungis eftir að láta fara fram prófanir og stilla vélina þess ekki langt að bíða að skipið kæmi til landsins. Marteinn gat þess ennfremur að afhendingartími á Skafta væri ekki fyrr en 1. ágúst og að enn sem komið væri hefði ekki staðið á neinu í sambandi við viðgerð á honum en meiningin er að skipta um aðalvél, gír og skrúfu. Stjórnarfundur Byggðastofnunar á ísafirði: Fellt að flytja Byggða- stofnun til Akureyrar STJÓRNARFUNDUR Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum á ísafirði í gær að stofnunin skyldi ekki flutt til Akureyrar. Tveir stjórnarmenn; Halldór Blöndal, Sjálfstæðisflokki, og Geir Gunnars- son, Alþýðubandalagi, veittu tillögunni samþykki sitt og Kristján Jónasson, forseti bæjarsljóraar á Isafirði, sat hjá. Eggert Haukdal og Ólafur G. Einarsson, Sjálfstæðisflokki, og Olafur Þ. Þórðarson og Stefán Guðmundsson, Framsóknarflokki, greiddu tillögunni mót- atkvæði. Tillagan var flutt af Geir Gunnarssyni. Áður hafði hún komið fram á Alþingi við afgreiðslu þess á lögum um Byggðastofn- un en fékk ekki hljómgrunn. Var þá ákveðið að fela Hagvangi hf. að annast athugun á kostum og göllum þess að flytja stofnunina og var skýrslu um málið skilað í marsmánuði. Stjórn Byggðastofnunar tók síðan afstöðu til málsins á fundi sínum í gær. Geir Gunnarsson, alþingismaður og flutningsmaður tillögunnar, sagði að sér finndist slæmt að tiilagan hefði ekki hlotið samþykki í ljósi þess að um Byggðastofnun væri að ræða. „Upphaflega flutti ég til- Iöguna á þeim grundvelli að það væri stefna stjómarinnar að flytja stofnunina ef ekkert kæmi fram í könnun Hagvangs sem mælti gegn því að hún yrði flutt," sagði Geir og bætti því við að ekkert væri sérstaklega að finna í skýrslunni sem mælti því í mót. „Ég tók þetta mál upp á Alþingi þegar Framkvæmdastofnun var leyst upp og lagði til að hún yrði staðsett úti á landi, og valdi Akur- eyri, enda er það langstærsti þéttbýlislqaminn utan Stór-Reykjavíkursvæðisins,“ sagði Halldór Blöndal, alþingismaður, í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. Sagði hann að þessu hefði ekki verið tekið illa til að byija með og að skýrsla Hagvangs sýndi að engir tæknilegir erfíðleikar yrðu á flutningi, þetta væri spuming um vilja og annað ekki. Stefán Guðmundsson, stjómar- formaður Byggðastofnunar, sagði að vissulega hefði verið gott fyrir Akureyringa að fá Byggðastofnun þangað norður. „Það verður hins vegar að hugsa um landið allt og því tel ég best að Byggðastofnun verði áfram í Reykjavík," sagði Stefán. Ólafur G. Einarsson, alþingis- maður, sagði að hann teldi óráðlegt að Byggðastofnun yrði flutt vegna þess að það væru margar stjómun- arstofnanir í Reykjavík sem nauð- synlegt væri að hafa gott samband við, en hann taldi flutning út á land torvelda samskipti við þær. „Þá er mér einnig kunnugt um að það starfslið sem er hjá stofnuninni myndi ekki flytjast með henni norð- ur og um leið tapaðist mikil reynsla, og kostnaður við að þjálfa upp nýtt starfslið yrði mikill. Hins vegar sé ég kostina á því fyrir Akureyringa að fá stofnunina, en það er hins vegar þekkt reynsla erlendis frá, til dæmis Svíþjóð, að það að flytja stjómstofnanir út á land er óhag- kvæmt,“ sagði Ólafúr G. Einarsson að lokum. Sjá bls. 38. Viðbrögð bæjarfull- trúa á Akureyri. Hafísinn: Opin sigl- ingaleið fyrirHom HAFÍSINN uti fyrir Norðvestur- landi hafði í gær færst aðeins sunnar í Húnaflóa frá deginum áður, en var óbreyttur að öðru leyti, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. ísspöngin, sem lokaði siglinga- leiðinni á mánudag, hörfaði frá landi á þriðjudag og íshrönglið, sem landfast var við Trékyllisvík og Norðurfjörð var þá að mestu horfið. Siglingaleið fyrir Hom hefur því verið fær frá því á þriðjudag. Fjór- ir bátar fóra í gegnum ísinn í fyrrinótt og tveir togarar fóra venjulega siglingaleið vestur um, en þar er töluvert þéttur ís og sein- farinn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Flugrirkjadeilan: ~~j* “ " Arangurslaus sáttafundur SÁTTAFUNDUR í deilu flug- virkja og Arnarflugs stóð frá hádegi í gær og fram undir mið- nætti án árangurs. Nýr fundur í deilunni var boðaður klukkan 9.00 árdegis í dag. Að sögn Odds Pálssonar, for- manns félags flugvirkja, miðaði lítið í samkomulagsátt, en deilan stend- ur aðallega um afturvirkni samn- inganna. Flugvirkjar hjá Amarflugi hafa boðað verkfall frá miðnætti í kvöld hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.